Jæja þá er komið að því!!!
Einar litli er svo gott sem farin að labba. Hann tók fyrsta skrefið fyrir viku og hefur stöðugt verið að bæta sig síðan þá. Hann sleppir sér sjálfur og getur labbað nokkur skref (10 skref er metið). Hann er ekkert smá montinn af sjálfum sér og heimtar að allir klappi fyrir honum eftirá. Hann er nefnilega sjálfur nýbúin að læra að klappa og klappar óspart fyrir sjálfum sér. Þetta er frekar skemmtilegt að sjá.
Ég er orðin roosalega spennt að fá fólkið í heimsókn í júní - og er að drífa mig að klára hitt og þetta sem hefur setið á hakanum. Dagurinn í dag hefur til dæmis farið í það að saum og staga í ýmislegt og svo náttúrulega sauma búninginn hennar Eydísar fyrir ballettsýninguna.
En jæja - þetta verður stutt blogg (eins og alltaf þessa dagana)
bæ í bili
Ragna
mánudagur, maí 23, 2005
Egill, Ragna, Eydís og Einar Háagerði 51 108 Reykjavík Iceland
Previous Posts
- Jæja - ljúfa lífið búið.Já - nú er fríið búið og h...
- Búið!!Búin að skila. Ég fór áðan og náði í "barnið...
- Nú er ég sko á loka, loka-loka sprettinum.Já ég ák...
- Húff - erfitt að einbeita sér.Ég sit hérna á lokas...
- HæhæVið erum komin aftur í skoska heiðardalinn og ...
- Heimferðin miklaKæru vinir og vandamenn.....von er...
- Bráluð blíða og við erum að koma heim!!!Já - hérna...
- Laugardagur til mæðu - er það ekki annars?Hérna si...
- Fréttir og ekkifréttirHér hefur ýmislegt drifið á ...
- Svona í morgunsáriðÁkvað að byrja morgunin á því a...
4 Comments:
Einar er greinilega að undirbúa sig fyrir komu okkar eins og restin af fjölskyldunni, hlakka til að sjá hann hlaupa um.
Auðvitað verður að staga í garmana námsfólksins. Nú styttist í gestakomu og þið megið ekki vera með olnboga, hné og tær út úr. Það er góður siður að gera við föt og ég reyni af veikum mætti með nál og tvinna að sauma ýmislegt hér. Það er ágætis tími að byrja að ganga um 11 mánaða aldurinn, var til siðs hjá mínu fólki en margir hafa náð klappinu töluvert fyrr. Það hefur kannski ekki verið ástæða fyrir manninn að klappa fyrr en núna og þá fyrir sjálfum sér við merkilegan áfanga. Hér er bara svalt og kalt og allt og það get ég fullyrt að væri pabbi bóndi enn þá væri hann búinn að panta sér þriggja vikna sólarlandaferð til að ná einhverju sumri einhvers staðar. Góða tilhlökkun til gesta.
jiiii... maður fær eiginlega bara tár í augun... ****klapp klapp klapp klapp**** frá stóru frænku til Einars :)
canada goose uk, thomas sabo, ugg,uggs,uggs canada, louis vuitton, ugg boots uk, louis vuitton, karen millen, pandora jewelry, coach outlet, moncler outlet, doudoune canada goose, converse outlet, ugg pas cher, michael kors handbags, moncler, toms shoes, replica watches, canada goose, marc jacobs, wedding dresses, barbour, moncler, moncler, supra shoes, swarovski, michael kors outlet online, ugg,ugg australia,ugg italia, sac louis vuitton pas cher, links of london, moncler, canada goose outlet, lancel, moncler, doke gabbana outlet, louis vuitton, juicy couture outlet, pandora charms, barbour jackets, moncler, canada goose outlet, louis vuitton, canada goose, pandora charms, michael kors outlet, swarovski crystal, moncler, canada goose, canada goose, pandora jewelry, bottes ugg, hollister, montre pas cher
ninest123 10.31
Skrifa ummæli
<< Home