fimmtudagur, maí 12, 2005

Búið!!
Búin að skila. Ég fór áðan og náði í "barnið" mitt hjá prentaranum og skilaði því svo niður í skóla. Ég leit varla á verkið, heldur bara losaði mig við það. Ég er ennþá með hnút í maganum og geri ekki ráð fyrir að hann fari fyrr en að ég er búin að fá falleinkunina. Þá get ég loksins farið að slappa af.
Hvað á maður svo að gera núna - þrífa húsið.....neieieie - ekki allavegana strax. Ég ráfaði samt um í gær og vissi ekkert hvernig ég átti að haga mér. Einar er enn í leikskólanum (lýkur á föstudaginn) og því er ég ein heima. En ég finn mér vonandi bráðum eitthvað skemmtilegt að gera.
Alavegana, ég hélt upp ritgerðarskilin með því að fara í glænýjan súpermarkað. Meðan ég man, Lísa og Guðrún Helga, ég fann frábært óléttuföt og rosalega ódýr. Bara muna sjálfar, því allt lekur út úr hausnum á mér. Ég er orðin uppfull af ónothæfum upplýsingum að ég man ekki nauðsynlega hluti eins og hvenær börnin mín eiga að fara til læknis osfrv.
Já - nú bara bíð ég eftir helginni og reyni aðeins að halda upp á áfangann með mínum ektamanni og börnum. Best að bíða samt með alvöru fagnaðarlæting þangað til að ég veit hvort ég næ eða ekki. Best að rasa ekki um ráð fram.
Jæja - ég ætla út að njóta góða veðursins
Bið að heilsa
Ragna

6 Comments:

At 3:37 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju, hamingju, hamingju með þetta Ragna mín. Ótrúlega stutt síðan þú byrjaðir og núna bara búin....er svo ekki bara spurning um að dúxa..kæmi mér sko ekki á óvart, þú þarft a.m.k, ekki að hafa áhyggjur af falli, þú mátt ekki gleyma því að þú ert Íslendingur....klár og dugleg og núna er spurningin bara fullt hús eða næstum fullt. Pantaðu pláss við útskriftina, ég veðja á hæstu einkunn og verðlaun, upp með kassahattinn og í skikkjuna. Njóttu dagsins í botn og láttu stjana við þig.

 
At 5:24 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Innilega til hamingju með skilin!!!!!!!!!
Og eins og ég er búin að segja frá upphafi vega, þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur. Tek undir með Gillí, verðlaun og viðurkenningar eru alveg minimum sem hægt er að reikna með.

Hip hip hurray

Ástarkveðjur
Mams

 
At 10:00 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Svo mikið af hamingju þér til handa en pas på, þegar maður hefur verið undir miklu álagi og álagið hverfur skyndilega þá hættir manni til að verða svolítið tómlegur og bla.bla. Einar reddar því samt sennilega. Fall er bara til í stærðfræði, y sem fall af x svo getur maður náttúrulega fallið........niður stiga og svoleiðis. Það er ekki mælt með því. Núna geturðu til dæmis farið að skoða unglingablöð fyrir mig :) What's in it for me?? Margar góðar heilsur í húsið.

 
At 6:30 e.h., Blogger Halli, Lára og Helena said...

Elsku besta vinkona,
Innilega til HAMINGJU. Falleinkun, einmitt, þú klárar þetta með glæsibrag, hef ekki trú á öðru.
Hlakka svo til að sjá ykkur eftir 3 vikur....hihi! Þá höldum við uppá þetta saman.

knús og kram,

Lára

 
At 12:26 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju elsku Ragna! Þetta hlýtur að vera rosalega ljúft. Svona flýgur tíminn áfram; nú ritgerðin frá; svo stutt síðan þú varst að byrja eða það finnst mér allavega c",) Til marks um hvað tíminn líður hratt þá var Jóhann Ingi 1árs um daginn og nú styttist óðum í að Einar og Helena verði 1árs..... Þetta er alltaf spurning um að geta litið til baka og verið stoltur og sáttur við liðin tíma og það getur þú svo sannalega verið!!!!!
Knús í krús til ykkar allra.
Þín vinkona Friðdóra Kr.

 
At 7:17 f.h., Blogger Unknown said...

www0521
true religion uk
oakley sunglasses
uggs outlet
michael kors outlet
futbol baratas
christian louboutin outlet
pandora jewelry
ralph lauren polo shirts
cheap jordans
ferragamo shoes

 

Skrifa ummæli

<< Home