mánudagur, september 05, 2005

Jæja - lömbin mín
Nú er helgin búin og enn ein vikan tekin við.
Helgin hjá okkur var frekar róleg fyrir utan föstudagskvöldið en þá var grillveisla hérna í garðinum hjá okkur. Allir íslendingarnir í Aberdeen mættu og var tilefnið kveðjuveisla því Kristján og Þórir voru að flytja til Edinborgar og Fjalar og Dagný voru að flytja til Þrándheims í Noregi. Úr varð skemmtilegasta veisla og að Skoskum sið þá var byrjað snemma (um kl. 16:00) og allt var búið snemma (23:30). Þetta er einstaklega barnvænt og sérlega gott fyrir heilsuna daginn eftir. Nú annars fór helgin bara í leti og aumingjaskap eins og svo oft áður. Við náðum ekki einu sinni að þrífa bílinn eins og ákveðið hafði verið............enn sú leti.
Nú í dag bætist samt í íslendingaflóruna í Aberdeen vegna þess að Rannveig og Bergur ásamt Alex og Bensa koma í dag. Eydísi er búið að hlakka svo rosalega til að hún hefur talið dagana þangað til þau koma. Það verður ágætt að fá þau aftur til landsins og kannski tökum við upp þráðin þar sem frá var horfið hvað varðar ferðalög og drykkjuskap (hehehehehe!!!)))
jæja - bið að heilsa í bili
kv .Ragna

4 Comments:

At 12:59 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Jæja elskurnar mínar. Mikið var nú gott að þið gátuð slett aðeins úr klaufunum og skemmt ykkur smá. Ekki veitir ykkur af, svona svo þið dettið ekki alveg úr æfingu. Það væri alveg hræðilegt.
Og sem betur fer lítur út fyrir að áframhald verði á þessu, þegar Bergur og Rannveig koma.
Ég er samt satt að segja meira glöð fyrir Eydísar hönd af því hve miklir vinir þau eru öll. Samt getur auðvitað verið að eitthvað hafi breyst - þar sem þau eru búin að vera fjarri hvort öðru þetta lengi og hafa að sjálfsögðu einnig elst. En vonandi verður þetta nú voða gaman - fyrir alla.
Ástarkveðjur

 
At 7:36 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Legg til að þið skellið ykkur í stjórnmálin þegar þið komið heim og breytið þessu íslenska skemmtanamynstri í fyrirmyndar breskan fjölskylduvænan fylleríistíma.

 
At 2:12 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

canada goose uk, thomas sabo, ugg,uggs,uggs canada, louis vuitton, ugg boots uk, louis vuitton, karen millen, pandora jewelry, coach outlet, moncler outlet, doudoune canada goose, converse outlet, ugg pas cher, michael kors handbags, moncler, toms shoes, replica watches, canada goose, marc jacobs, wedding dresses, barbour, moncler, moncler, supra shoes, swarovski, michael kors outlet online, ugg,ugg australia,ugg italia, sac louis vuitton pas cher, links of london, moncler, canada goose outlet, lancel, moncler, doke gabbana outlet, louis vuitton, juicy couture outlet, pandora charms, barbour jackets, moncler, canada goose outlet, louis vuitton, canada goose, pandora charms, michael kors outlet, swarovski crystal, moncler, canada goose, canada goose, pandora jewelry, bottes ugg, hollister, montre pas cher
ninest123 10.31

 
At 2:50 f.h., Blogger 艾丰 said...

jianbin1219
cheap jordans
marc jacobs outlet
tods shoes,tods shoes sale,tods sale,tods outlet online,tods outlet store,tods factory outlet
kobe 9 elite
hollister shirts
hollister
instyler ionic styler,instyler,instyler ionic styler pro
babyliss outlet
converse sneakers
valentino shoes
salomon speedcross 3
ed hardy outlet
nike air foamposite one,foamposite,foamposites,foamposite release 2015,foamposite sneakers,foamposites for sale,foamposite gold
air jordan 4 free shipping
tommy hilfiger outlet
bottega veneta outlet online

 

Skrifa ummæli

<< Home