þriðjudagur, október 18, 2005

Óttalegur letingi hún Ragna
Já - ég er búin að hugsa það á hverjum degi að nú verði ég að blogga en letin nær alltaf yfirhöndinni og "lætur" mig gleyma því.
Við erum búin að hafa það óskaplega gott undanfarna daga. Fórum öll í sund síðasta laugardag sem hafði þær afleiðingar að við vorum öll svo þreytt seinniparts laugardags að það lá við að allir hefðu tekið sér eftirmiðdagslúr. Á sunnudaginn hysjuðum við okkur niður í bæ og versluðum jólagjafir og er því sem sagt formlega lokið. Þá á ég reyndar bara við jólagjafirnar sem við þurfum að senda úr landi. Annars þurfum við sennilega ekki að senda neitt heldur komum gjöfunum á vini og vandamenn sem heimsækja okkur í nóvember. Rósa og Haukur koma í byrjun nóvember og svo koma mamma og pabbi í skotferð um miðjan nóv. Þannig að þá er því reddað fyrir okkur.
Hmm .... hvað á ég að segja fleira.........!!!!
Jú ég er náttúrulega á fullu í ræktinni og sé engan árangur. En við því má alveg búast með svona jussur eins og mig. ...... tekur langan tíma fyrir kroppinn að fatta að það er eitthvað í gangi og kannski vit í því að missa nokkur grömm.
Svo langar mig að óska Bingó og Guðrúnu hjartanlega til hamingju með litlu stelpuna!!!

jæja - reyni að vera aktívari á blogginu í framtíðinni
kv. Ragna