mánudagur, janúar 30, 2006

Kræst - ég bara roðna
Ég vil byrja á að þakka fyrir allar afmæliskveðjurnar sem ég er búin að fá - bæði í formi commenta og svo símhringingarnar í gær. Mikið er yndislegt að vita að maður á svona marga trausta og góða vini - ég verð nú bara að segja.
Afmælishelgin var tekin með trompi en við Egill fórum í golf á laugardaginn (Guðrún kom og passaði). Golfið gékk bara glimrandi vel miðað við lítið spil undanfarna mánuði og við fengum fínt veður, milt og logn. Við vorum svo fljót í golfinu að eftir á datt okkur í hug að skella okkur á pöbbinn og fá okkur eina pintu. Það var alveg rosalega notalegt og maður mætti heim slakur og í góðu skapi. Svo gáfum við krökkunum mat snemma um kvöldið og elduðum rosalega flottann léttreyktan lambahrygg fyrir okkur sjálf. Svo færðum við okkur inn í stofu og sátum saman á kojufylleríi, spjölluðum og hlustuðum á mússík langt fram eftir nóttu. Æðislegur dagur!!!!!
Nú morguninn eftir (hinn eiginlegi afmælisdagur) fékk ég að sofa út og svo þegar ég loksins ruslaðist til að vakna þá var mér færðir afmælispakkar í rúmið og Eydís og Egill sungu fyrir mig afmælissönginn. Ég fékk glænýjan GSM síma í afmælisgjöf og svo fékk ég fluguhjól og taum sem er alveg í stíl við fluguveiðistöngina sem ég fékk í jólagjöf. Þannig eins og ég sagði áður þá var þetta frábær afmælishelgi.
Jæja - ég blogga meira síðar (þegar Einar er ekki svona rosalega brjálaður)
bestu kveðjur og aftur takk fyrir mig
Ragna

8 Comments:

At 1:41 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með afmælið kerla.
Kv. Kolla

 
At 3:18 e.h., Blogger Addý Guðjóns said...

Til hamingju með daginn í gær!
Afmæliskveðjur frá DK.
Addý, Helgi og grislingarnir

 
At 5:12 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

jæja gamla mín, það var sko kominn tími á nýjan gemsa :) til hamingju með það... :)

 
At 5:46 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Gastu klárað úr hvítvínsglasinu þínu á kojufylleríi, Ragna mín :)

 
At 9:34 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hey !!!! Sko, Rósa, ég stóð mig með miklum myndarskap í drykkjunni. Ég veit að hljómar ósennilega en satt er það nú samt. Við skulum orða það þannig að sunnudagurinn hafi verið heldur heilsulaus hjá afmælisbarninu!!!
'Eg get þetta sko alveg - þegar ég vil!!!
kv .Ragna

 
At 10:00 f.h., Blogger bergurogrannveig said...

Til hamingju með afmælisdaginn á sunnudaginn. Steingleymdi að hringja enda föst á "warhammer-kalla" námskeiði með syni mínum frá 11:00-17:00. Það sem maður leggur ekki á sig fyrir blessuð börnin...

Rannveig

 
At 2:10 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

canada goose uk, thomas sabo, ugg,uggs,uggs canada, louis vuitton, ugg boots uk, louis vuitton, karen millen, pandora jewelry, coach outlet, moncler outlet, doudoune canada goose, converse outlet, ugg pas cher, michael kors handbags, moncler, toms shoes, replica watches, canada goose, marc jacobs, wedding dresses, barbour, moncler, moncler, supra shoes, swarovski, michael kors outlet online, ugg,ugg australia,ugg italia, sac louis vuitton pas cher, links of london, moncler, canada goose outlet, lancel, moncler, doke gabbana outlet, louis vuitton, juicy couture outlet, pandora charms, barbour jackets, moncler, canada goose outlet, louis vuitton, canada goose, pandora charms, michael kors outlet, swarovski crystal, moncler, canada goose, canada goose, pandora jewelry, bottes ugg, hollister, montre pas cher
ninest123 10.31

 
At 1:23 f.h., Blogger mmjiaxin said...

coach outlet store
swarovski jewelry
michael kors outlet
christian louboutin shoes
michael kors uk outlet
ugg boots
nike running shoes
michael kors outlet sale
ray-ban sunglasses
cheap soccer jerseys
nike air max uk
prada sneakers
michael kors outlet online
nike roshe
swarovski crystal
oakley sunglasses
ralph lauren uk
nobis jacket
north face outlet
roshe run men
mm1201

 

Skrifa ummæli

<< Home