Gillí er farin...... buhuhuhu......
Já - fyrir þá sem ekki vissu þá er Gillí komin og farin. Hún kom á fimmtudaginn í síðustu viku og fór í morgunn. Það var heilmikið gert á meðan hún var hérna og margt skoðað. Við náðum meira að segja að koma henni í golf. Einu sinni með Agli og einu sinni með mér.
Nú sitja allir eftir í sárum af því að hún er farin og mórallinn í húsinu er í lægra móti. Þetta var svo frábært að hafa hana hérna. Hún er náttúrulega ekki þekkt fyrir að sitja auðum höndum og húsið mitt hefur aldrei litið jafn vel út að innan svona marga daga í röð. Svo hafði maður alltaf einhvern að spjalla við þegar maður eldaði matinn og nú ef Einar var eitthvað pirraður þá sá Gillí bara um það. Ég bauð henni að vera áfram en eitthvað fannst henni hún þurfa að fara heim og vinda sér aftur í stressið á Íslandi. Ég bara skil ekki af hverju hún tók ekki þessu fína boði....hehehe. Allavegana - hefði alveg verið til í að hafa hana hérna áfram.
Nú - annars er heilsufar barnana komið í lag og þau eru eins og þau eiga að sér að vera.
Ég er á fullu að senda umsóknir hingað og þangað en heyri frá fáum. Tveir hafa tekið við mig símaviðtal en það voru ekki beint störf sem ég var neitt sérlega spennt fyrir. En það er ennþá nægur tími og ég vona bara að ég detti niður á rétta starfið.
jæja - ég ætla að halda áfram að velta mér upp úr söknunarþunglyndinu
kv. Ragna
fimmtudagur, febrúar 23, 2006
Egill, Ragna, Eydís og Einar Háagerði 51 108 Reykjavík Iceland
Previous Posts
- Ennþá veikindiHér eru ennþá veikindi þó að horfi t...
- Allir veikir.!!!Jaa - kannski ekki allir en 50% fj...
- Jæja jáááááHér er voða fátt að frétta. En ég skal...
- Hæ hó allir samanÞað fylgir mér frostið, ég verð b...
- Kræst - ég bara roðnaÉg vil byrja á að þakka fyrir...
- Hæ hó allir samanVið erum sem sagt komin heim í he...
- Gleðileg Jól og allt það.Jólin hérna úti eru búin ...
- Halló allir samanÉg hef verið í smá blogg-fríi veg...
- Afmæli, Jól og ÍslandsferðEydís átti afmæli síðast...
- Nýjar myndir HÉR.
5 Comments:
Já ég skil ekkert í mér að þiggja ekki boðið, herptist öll úr stressi um leið og ég steig upp í bílinn hjá Palla, kannski hann hafi svona áhrif á mig. Þetta var frábær ferð, farið með mig eins og drottningu, eldað fyrir mig og bakaðar kökur og farið í ferðalög og golf..og út að borða og að versla... Sem betur fer eruð þið að koma heim og þá mæti ég í matinn..er það ekki annars...haha. Takk fyrir mig, þið eruð æðisleg.
Bestu kveðjur,
Kolla
Ekki skil ég í henni Gillí. Ég hefði trúlega glöð tekið boðinu ef ég væri hún.
Góða skemmtun í umsóknarferlinu.
Kveðjur,
Addý paddý
rolex watches,rolex watches,swiss watches,watches for men,watches for women,omega watches,replica watches,rolex watches for sale,rolex replica,rolex watch,cartier watches,rolex submariner,fake rolex,rolex replica watches,replica rolex
canada goose outlet
cyber monday 2015
longchamp outlet
new balance shoes
cheap ray ban sunglasses
true religion jeans outlet
nike air huarache
nike free
hermes birkin bag
beats by dre
swarovski outlet
longchamp handbags
michael kors handbags outlet
cheap nba jerseys
ray-ban sunglasses
ugg outlet online
lululemon pants
basketball shoes,basketball sneakers,lebron james shoes,sports shoes,kobe bryant shoes,kobe sneakers,nike basketball shoes,running shoes,mens sport shoes,nike shoes
canada goose jackets
mm1201
www0521nike outlet
coach outlet canada
polo ralph lauren
marc jacobs outlet
barbour outlet
polo ralph lauren
canada goose outlet
pandora charms
air max 2017
uggs outlet
Skrifa ummæli
<< Home