Vera lengi að borða - það er málið !!!
Í gærkvöldi var okkur boðið í mat til Argentínskra vinahjóna okkar. Við vorum mætt á slaginu kl. 19,00 og þegar við komum inn þá var okkur ljóst að það var akkurat ekkert byrjað að matreiða. En þar sem við vissum hvernig þetta myndi ganga fyrir sig þá höfðum við haft varan á og fengum okkur síðbúin kaffimat kl. fimm. Nú - við komum sem sagt innfyrir og allir komu sér þægilega fyrir í eldhúsinu og krakkarnir fóru að leika. Svooo hófst matarundirbúningurinn. Á meðan sátu allir bara og voru að spjalla í rólegheitunum. Svo um átta leytið var Rodolfo búin að skera niður það sem átti að vera sem "apperatif" og okkur var boðið að byrja á því. Þar samanstóð af niðurskornum ostbitum, ýmiskonar pylsum, ólífum, lítil kex, saltkringlur og hnétur. Á meðan við vorum að gæða okkur á þessu útbjó Angie pizzu sem var komin á borðið um níu leytið. Við átum það í rólegheitunum og það var spjallað aðeins meira. Nú að lokum kom á borðið eins konar mini bökur sem Angie hafði búið til. Ein gerðin var fyllt með hakki ofl., ein með spínati og eggjum og þriðja með túnfisk og eggjum....... rooosalega gott.
Allavegana - þetta var alveg frábært kvöld sem teygðist langt fram á nótt. Einar litli hafði úthald í þetta allt saman þótt hann hefði reyndar verið orðin glær af þreytu. Við vorum komin heim um hálf eitt alveg gersamlega uppfull af mat - enda höfðum við borðað stanslaust frá átta til að verða tólf.
Við erum svo boðin í mat hjá Atla og Jóhönnu í kvöld .... segi af því seinna.
heilsur
Ragna
sunnudagur, apríl 02, 2006
Egill, Ragna, Eydís og Einar Háagerði 51 108 Reykjavík Iceland
Previous Posts
- Sumartími og gott veðurVið vöknuðum í morgun við þ...
- Jæja góðir hálsbólguhálsar (eru ekki allir veikir ...
- Vont veður - góð vinnaÞrátt fyrir klakamyndina se...
- Hæhæ - ég er búin að setja nýjar myndir inn á mynd...
- Enn meiri snjór.Já - það ætlar ekki að hætta að sn...
- Það snjóar...........................Já - gott fól...
- Gillí er farin...... buhuhuhu......Já - fyrir þá s...
- Ennþá veikindiHér eru ennþá veikindi þó að horfi t...
- Allir veikir.!!!Jaa - kannski ekki allir en 50% fj...
- Jæja jáááááHér er voða fátt að frétta. En ég skal...
6 Comments:
Þessir suðurlandabúar kunna að lifa lífinu lifandi, ég styrkist því enn frekar í þeirri trú minni að fólk eigi að flytja til Spánar, fólk eins og ég sem þarf að taka því rólega. Viljið þið ekki bara koma líka...og allir hinir líka.
Ég verð bara svöng eftir svona lýsingar...sem er skrítið því ég er búin að borða kökur og gúmmulaði frá því kl. 15 í gær ;o)
Svo dagurinn í gær var eiginlega dálítið suðrænn, bara verið að spjalla og borða í marga klukkutíma, yndislegt! Ég kem með ykkur til Spánar...
Bestu kveðjur til ykkar,
Lísa og co.
Oohhh já - ég væri sko alveg til í að flytja til Spánar með þér Gillí mín. Og ég væri bara til í að biðja allan togaraflota landsins að kasta taug yfir í okkar ástkæra og ylhýra sker og toga það alla leiðina á suðrænar slóðir. Hvernig væri það??? Þá getur maður samt búið á Íslandi en haft það hlýtt og gott og tekið upp hefðir suðrænna landa.......... "ég lifi í draumi"!!
Kv. Ragna (sem kvíður fyrir að koma heim í kuldann)
Eg var einmitt ad reyna drepa mig i gaer. Matarbod heima med forretti foie gras og braud, bamba i adalrett, osti og braudi, koku i eftirrett og svo kaffi. Boy var eg ad springa og a timabili ad drepast i maganum!! En kostur vid svona hadegismat er ad thad tharf svo ekkert ad borda restina af deginum
Er ekki enn búin að ákveða hvort verður hafragrautur eða spælt egg í kvöldmatinn. Alltaf erfitt með stórar ákvarðanir. Það verður kannski skollinn á þrusuhiti þegar þú kemur Ragna mín. Kannski ekki samt.
canada goose uk, thomas sabo, ugg,uggs,uggs canada, louis vuitton, ugg boots uk, louis vuitton, karen millen, pandora jewelry, coach outlet, moncler outlet, doudoune canada goose, converse outlet, ugg pas cher, michael kors handbags, moncler, toms shoes, replica watches, canada goose, marc jacobs, wedding dresses, barbour, moncler, moncler, supra shoes, swarovski, michael kors outlet online, ugg,ugg australia,ugg italia, sac louis vuitton pas cher, links of london, moncler, canada goose outlet, lancel, moncler, doke gabbana outlet, louis vuitton, juicy couture outlet, pandora charms, barbour jackets, moncler, canada goose outlet, louis vuitton, canada goose, pandora charms, michael kors outlet, swarovski crystal, moncler, canada goose, canada goose, pandora jewelry, bottes ugg, hollister, montre pas cher
ninest123 10.31
Skrifa ummæli
<< Home