Litla fólkið í Háagerðinu
fimmtudagur, mars 31, 2005
Páskaeggin eru komin
Ég þurfti aðeins að skreppa út áðan og á meðan hafði greinilega pósturinn komið. Ekki dó kallinn ráðalaus því þegar ég kem heim er miði á gólfinu sem segir mér að hann hafi bara stungið kassanum ofan í ruslatunnuna, svona fyrst ég var ekki heima. Jújú - viti menn- kassinn var í tunnunni. Frábært. Nú þetta er stærsti kassi sem ég hef séð utan um svona lítið dót. Þrjú pínulítil páskaegg og riiisastór frauðkassi - fullur af svampi. Greinilegt að þetta átti ekki að brotna í flutningi. Enda voru þau öll heil. Nú er bara að bíða fram á nammidaginn til að afhenda eggið... og fá smá smakk. mmmmmmm, slúrp.
Nú stefnir allt í stóra innkaupaferð um helgina því það eru alls konar afmæli, fæðingar og fermingar ofl. skemmtilegt framundan. Og haldið þið ekki að Egill hafi verið heppinn. Nú það er að koma vél til Aberdeen sem hann þarf nauðsynlega að nota en vélin verður bara hérna um helgina........þannig að hann sleppur við verslunarferðina. En það er líka allt í lagi.... ég einhvernvegin flýti mér miklu meira þegar að Egill er með, kannski af því að ég veit að honum finnst þetta ekkert skemmliegt. Við Eydís og Einar förum bara í bæinn og reddum þessu í rólegheitunum., ekkert mál.
Jæja - best að halda áfram (komin yfir 12000 orða markið- bara 8000 orð eftir)
kv.Ragna
Ég þurfti aðeins að skreppa út áðan og á meðan hafði greinilega pósturinn komið. Ekki dó kallinn ráðalaus því þegar ég kem heim er miði á gólfinu sem segir mér að hann hafi bara stungið kassanum ofan í ruslatunnuna, svona fyrst ég var ekki heima. Jújú - viti menn- kassinn var í tunnunni. Frábært. Nú þetta er stærsti kassi sem ég hef séð utan um svona lítið dót. Þrjú pínulítil páskaegg og riiisastór frauðkassi - fullur af svampi. Greinilegt að þetta átti ekki að brotna í flutningi. Enda voru þau öll heil. Nú er bara að bíða fram á nammidaginn til að afhenda eggið... og fá smá smakk. mmmmmmm, slúrp.
Nú stefnir allt í stóra innkaupaferð um helgina því það eru alls konar afmæli, fæðingar og fermingar ofl. skemmtilegt framundan. Og haldið þið ekki að Egill hafi verið heppinn. Nú það er að koma vél til Aberdeen sem hann þarf nauðsynlega að nota en vélin verður bara hérna um helgina........þannig að hann sleppur við verslunarferðina. En það er líka allt í lagi.... ég einhvernvegin flýti mér miklu meira þegar að Egill er með, kannski af því að ég veit að honum finnst þetta ekkert skemmliegt. Við Eydís og Einar förum bara í bæinn og reddum þessu í rólegheitunum., ekkert mál.
Jæja - best að halda áfram (komin yfir 12000 orða markið- bara 8000 orð eftir)
kv.Ragna
miðvikudagur, mars 30, 2005
Halló allir - það eru komnar nokkrar nýjar myndir. Smellið hér
Tapaður klukkutími
Já - það er ekki nóg með að Skotar hafi ekkert almennilegt páskafrí heldur tóku þeir sig til og stálu klukkustund af Páskadeginum. Við erum sem sagt formlega komin á sumartíma..... klukkustund á undan ykkur á Íslandi.
Nú er bíllinn okkar í viðgerð þannig að ég græddi hálftíma labbitúr með Einar í leikskólann í morgun og svo aftur til að sækja hann og annann til að sækja Eydísi - ég verð orðin fit áður en ég veit af. 'Eg er nefnilega búin að komast að því að það er ekkert eins fitandi eins og að sitja einn fyrir framan tölvuna að skrifa ritgerða alla daga. Ég er í sögulegu hámarki og líður sko ekki vel með það. En ég er samt búin að ákveða það það þýðir ekki að vera að rembast við að megrast og skrifa ritgerð - það tvennt á eiginlega ekki saman. Annars var ég að vona að stressið myndi gera mig lystarlausa - en ó-nei..... þvert á móti. Alltaf er það eins ..... það sem virkar á aðra virkar kolöfugt á mig. Ég er að hugsa að gerast einbúi við Baulárvallarvatn í 5 mánuði og lifa af náttúrunnar auðlindum. Þá myndi ég sennilega grennast smá.....held ég. Ég myndi kalla búðirnar mínar "Fat Camp". Kannski ég ætti að selja þessa hugmynd á Islandi....!!!
Hér er sjónvarpsþáttur sem heitir "Brat Camp" en þá eru óþekktartáningar (Brats) sendir til að vinna á sveitabæ þar sem gilda fáranlega strangar reglur..... en þetta virðist virka. Þetta eru alls konar krakkar sem hafa verið á dópi, stela og bara almennt í rugli. Hvernig líst ykkur á þessa hugmynd..... kaupa bóndabæ og taka krakkabjána í hirtingu!!! Ég yrði samt að vera með bóndabæ í afskekktum dal þar sem engar samgöngur eru fyrir hendi....... (eins og í sjónvarpsþættinum) því annars væri ekkert mál að strjúka. jæja - hættu að bulla Ragna mín og farðu að koma þér að verki.
Bið að heilsa ykkur öllum sem eruð klukkutíma á eftir mér....!!! hehehehe
Ragna pagna kaddivaddivagna kaddivaddivinkenstinken stagna
Já - það er ekki nóg með að Skotar hafi ekkert almennilegt páskafrí heldur tóku þeir sig til og stálu klukkustund af Páskadeginum. Við erum sem sagt formlega komin á sumartíma..... klukkustund á undan ykkur á Íslandi.
Nú er bíllinn okkar í viðgerð þannig að ég græddi hálftíma labbitúr með Einar í leikskólann í morgun og svo aftur til að sækja hann og annann til að sækja Eydísi - ég verð orðin fit áður en ég veit af. 'Eg er nefnilega búin að komast að því að það er ekkert eins fitandi eins og að sitja einn fyrir framan tölvuna að skrifa ritgerða alla daga. Ég er í sögulegu hámarki og líður sko ekki vel með það. En ég er samt búin að ákveða það það þýðir ekki að vera að rembast við að megrast og skrifa ritgerð - það tvennt á eiginlega ekki saman. Annars var ég að vona að stressið myndi gera mig lystarlausa - en ó-nei..... þvert á móti. Alltaf er það eins ..... það sem virkar á aðra virkar kolöfugt á mig. Ég er að hugsa að gerast einbúi við Baulárvallarvatn í 5 mánuði og lifa af náttúrunnar auðlindum. Þá myndi ég sennilega grennast smá.....held ég. Ég myndi kalla búðirnar mínar "Fat Camp". Kannski ég ætti að selja þessa hugmynd á Islandi....!!!
Hér er sjónvarpsþáttur sem heitir "Brat Camp" en þá eru óþekktartáningar (Brats) sendir til að vinna á sveitabæ þar sem gilda fáranlega strangar reglur..... en þetta virðist virka. Þetta eru alls konar krakkar sem hafa verið á dópi, stela og bara almennt í rugli. Hvernig líst ykkur á þessa hugmynd..... kaupa bóndabæ og taka krakkabjána í hirtingu!!! Ég yrði samt að vera með bóndabæ í afskekktum dal þar sem engar samgöngur eru fyrir hendi....... (eins og í sjónvarpsþættinum) því annars væri ekkert mál að strjúka. jæja - hættu að bulla Ragna mín og farðu að koma þér að verki.
Bið að heilsa ykkur öllum sem eruð klukkutíma á eftir mér....!!! hehehehe
Ragna pagna kaddivaddivagna kaddivaddivinkenstinken stagna
laugardagur, mars 26, 2005
Eitt blogg fyrir Rósu.
Svona af því að Rósa sagðist sennilega ætla að lesa bloggið mitt um páskana ákvað ég að setja eitt nýtt inn.
Nú - helst er það í fréttum að páskaeggið sem ég pantaði fyrir Eydísi á www.nammi.is komst ekki á leiðarenda fyrir páska. Því neyddist ég til að fara út í búð áðan og kaupa "útlenskt" páskaegg frá Cadburys með smá nammi (utaná) og engum málshætti. Þetta er bara fúlt. Ég hafði reyndar líka pantað nokkur egg númer 1 fyrir okkur Egil. Svo pantaði ég tvö egg númer 2 fyrir Andrés vin hennar Eydísar úr skólanum og fyrir Sharwa sem er dóttir nágranna okkar (frá Kína). En ég vona að þetta komi á mánudaginn því hér eru sko engir helgidagar fyrir fimmaur. Það var kennt í skólanum hennar Eydísar á skírdag og hún byrjar í "Sportskólanum" sínum á mánudaginn. Allar búðir opnar og..... ég var víst búin að skrifa um þetta áður er það ekki.
Eydís er búin að vera á fullu að mála egg í dag og á morgun ætlum við að hafa "easter egg hunt" í garðinum að breskum sið. Þá verða í bland máluð egg og lítil súkkulaðiegg.... ætli Eydís verði ekki að keppa við pabba sinn um hvort þeirra finnur fleiri egg. Í verðlaun er stóra plat-páskaeggið sem ég keypti í dag. Hérna vantar líka alveg að það sé skreytt í gulu og notaðir páskaungar....... ekkert slíkt.
En mig hlakkar mikið til á morgun því þá ætlum við að hafa rjúpur í matinn. Já rjúpur - við eigum fjórar í afgang síðan á jólunum og ákváðum að nú væri tilefnið. Mér finnst þetta svoooo góður matur að´ég ákvað að við myndum borða rjúpur nokkrum sinnum á þessu ári til að eiga inni fyrir mögru rjúpnalausu árin þegar við flytjum aftur heim til Íslands. Annars var Egill að gæla við að það væri hætt við að banna rjúpnaveiðar þegar hann kæmi heim aftur. Þá passar þetta alveg - bannað þegar að Egill er erlendis (hahah sáuð þið þetta??) og leyft þegar hann er búsettur heima á klakanum.
Jæja - nú er ég bara farin að bulla.
Ætla að horfa á fótbolta með Agli...... er sko búin að koma á smá sýstemi. Ef það er verið að sýna fótbolta á kvöldin (laugardagskvöldum) þá dobla ég hann oft til að nudda á mér axlirnar á meðan. Þá fær hann frjáls áhorf á sjónvarpið (ekki ég að andvarpa yfir því að mér leiðist) og ég græði þetta líka fína axlarnudd........er ég ekki sniðug.
Gleðilega páska alle í hopa
Kv.Ragna sem saknar íslenskra páska
Svona af því að Rósa sagðist sennilega ætla að lesa bloggið mitt um páskana ákvað ég að setja eitt nýtt inn.
Nú - helst er það í fréttum að páskaeggið sem ég pantaði fyrir Eydísi á www.nammi.is komst ekki á leiðarenda fyrir páska. Því neyddist ég til að fara út í búð áðan og kaupa "útlenskt" páskaegg frá Cadburys með smá nammi (utaná) og engum málshætti. Þetta er bara fúlt. Ég hafði reyndar líka pantað nokkur egg númer 1 fyrir okkur Egil. Svo pantaði ég tvö egg númer 2 fyrir Andrés vin hennar Eydísar úr skólanum og fyrir Sharwa sem er dóttir nágranna okkar (frá Kína). En ég vona að þetta komi á mánudaginn því hér eru sko engir helgidagar fyrir fimmaur. Það var kennt í skólanum hennar Eydísar á skírdag og hún byrjar í "Sportskólanum" sínum á mánudaginn. Allar búðir opnar og..... ég var víst búin að skrifa um þetta áður er það ekki.
Eydís er búin að vera á fullu að mála egg í dag og á morgun ætlum við að hafa "easter egg hunt" í garðinum að breskum sið. Þá verða í bland máluð egg og lítil súkkulaðiegg.... ætli Eydís verði ekki að keppa við pabba sinn um hvort þeirra finnur fleiri egg. Í verðlaun er stóra plat-páskaeggið sem ég keypti í dag. Hérna vantar líka alveg að það sé skreytt í gulu og notaðir páskaungar....... ekkert slíkt.
En mig hlakkar mikið til á morgun því þá ætlum við að hafa rjúpur í matinn. Já rjúpur - við eigum fjórar í afgang síðan á jólunum og ákváðum að nú væri tilefnið. Mér finnst þetta svoooo góður matur að´ég ákvað að við myndum borða rjúpur nokkrum sinnum á þessu ári til að eiga inni fyrir mögru rjúpnalausu árin þegar við flytjum aftur heim til Íslands. Annars var Egill að gæla við að það væri hætt við að banna rjúpnaveiðar þegar hann kæmi heim aftur. Þá passar þetta alveg - bannað þegar að Egill er erlendis (hahah sáuð þið þetta??) og leyft þegar hann er búsettur heima á klakanum.
Jæja - nú er ég bara farin að bulla.
Ætla að horfa á fótbolta með Agli...... er sko búin að koma á smá sýstemi. Ef það er verið að sýna fótbolta á kvöldin (laugardagskvöldum) þá dobla ég hann oft til að nudda á mér axlirnar á meðan. Þá fær hann frjáls áhorf á sjónvarpið (ekki ég að andvarpa yfir því að mér leiðist) og ég græði þetta líka fína axlarnudd........er ég ekki sniðug.
Gleðilega páska alle í hopa
Kv.Ragna sem saknar íslenskra páska
fimmtudagur, mars 24, 2005
Páskarnir og heiðingjar
Já - Bretar eru ekkert nema heiðingjar. Hér eru engir páskar. Allar búðir eru opnar alla dagana og Eydís er meira að segja í skólanum í dag - sjálfan skírdag. Hún fær samt sem áður tveggja vikna páskafrí og byrjar aftur í skólanum 11. apríl.
Einar er komin með nýjar tennur. Hann fékk hina efri framtönnina síðasta föstudag og svo fannst tönn í dag við hliðina á "gömlu" framtönninni. Þá er hann komin með allt í allt fimm tennur - nánast jafn margar og Eydís er komin með af fullorðinstönnum.
Hann er komin með nýtt áhugamál......þvottavélin. Hún er æði sæði. Hann stendur og horfir á "Löður" og fötin hreyfast þarna inni. Hann skilur t.d ekkert í því að hann skuli ekki ná fötunum í gegnum glerið. Jú - svo er hann líka brjálaður í uppþvottavélina. Í hvert skipti sem hún opnast rýkur hann á hana og byrjar að klifra og reyna að ná hnífapörunum úr henni....voða gaman en hundleiðinlegt fyrir okkur.
Jæja - ég nenni ekki að skrifa meira því að það á sennilega engin eftir að lesa þetta - allir í páskafríi. Hér situr maður og þrælast áfram með þessa blessuðu ritgerð. Ég sver það - það má nánast líkja þessu við að ganga með barn og svo fæða það.... nema að fæðingin tekur rúman mánuð.
Gleðilega páska allir heima á Íslandi
Kv. Ragna og co.
Já - Bretar eru ekkert nema heiðingjar. Hér eru engir páskar. Allar búðir eru opnar alla dagana og Eydís er meira að segja í skólanum í dag - sjálfan skírdag. Hún fær samt sem áður tveggja vikna páskafrí og byrjar aftur í skólanum 11. apríl.
Einar er komin með nýjar tennur. Hann fékk hina efri framtönnina síðasta föstudag og svo fannst tönn í dag við hliðina á "gömlu" framtönninni. Þá er hann komin með allt í allt fimm tennur - nánast jafn margar og Eydís er komin með af fullorðinstönnum.
Hann er komin með nýtt áhugamál......þvottavélin. Hún er æði sæði. Hann stendur og horfir á "Löður" og fötin hreyfast þarna inni. Hann skilur t.d ekkert í því að hann skuli ekki ná fötunum í gegnum glerið. Jú - svo er hann líka brjálaður í uppþvottavélina. Í hvert skipti sem hún opnast rýkur hann á hana og byrjar að klifra og reyna að ná hnífapörunum úr henni....voða gaman en hundleiðinlegt fyrir okkur.
Jæja - ég nenni ekki að skrifa meira því að það á sennilega engin eftir að lesa þetta - allir í páskafríi. Hér situr maður og þrælast áfram með þessa blessuðu ritgerð. Ég sver það - það má nánast líkja þessu við að ganga með barn og svo fæða það.... nema að fæðingin tekur rúman mánuð.
Gleðilega páska allir heima á Íslandi
Kv. Ragna og co.
þriðjudagur, mars 22, 2005
Skatturinn og krónan
Já - við Egill gerðum skattframtalið okkar síðasta sunnudag. Það margborgar sig að vera fátækur stúdent sem skuldar langt fram um eignir. Skattframtalið tók heilar 5 mínútur. Þurftum ekkert að gera nema gæta þess að fyrirframskráðu upplýsingarnar væru réttar. Sem þær voru og svo senda. Búið og basta.
Nú sitjum við bara og bíðum þess að það verði aflabrestur, náttúruhamfarir og alþjóðahneyksli þannig að krónan veikist og allir verði gjaldþrota. Þá kannski, bara kannski fer húsnæðisverðið að lækka og við höfum efni á að kaupa eitthvað.
Ég vil helst ekki tala um veðrið - hérna situr yfir okkur skuggalega köld þoka sem hylur Aberdeenborg. Um helgina brá einn félagi Egils sér út fyrir bæinn og lennti í 25 stiga hita og brjálaðri blíðu - ekki nema klukkustundar keyrsla. Hmpfffrr...... ég var sko ekki ánægð. Þetta er sko alvöru austfjarðarþoka - meira að segja kallinn í veðurfréttunum á BBC þurfti að bregða upp mynd af grárri þoku og fór svo að hlægja og sagði "Aberdeen is in there somewhere" hehehe.... ekki fyndið.
jæja - nú er best að koma eldra barninu í beddann.
Kveðjur í bæinn - Ragna
Já - við Egill gerðum skattframtalið okkar síðasta sunnudag. Það margborgar sig að vera fátækur stúdent sem skuldar langt fram um eignir. Skattframtalið tók heilar 5 mínútur. Þurftum ekkert að gera nema gæta þess að fyrirframskráðu upplýsingarnar væru réttar. Sem þær voru og svo senda. Búið og basta.
Nú sitjum við bara og bíðum þess að það verði aflabrestur, náttúruhamfarir og alþjóðahneyksli þannig að krónan veikist og allir verði gjaldþrota. Þá kannski, bara kannski fer húsnæðisverðið að lækka og við höfum efni á að kaupa eitthvað.
Ég vil helst ekki tala um veðrið - hérna situr yfir okkur skuggalega köld þoka sem hylur Aberdeenborg. Um helgina brá einn félagi Egils sér út fyrir bæinn og lennti í 25 stiga hita og brjálaðri blíðu - ekki nema klukkustundar keyrsla. Hmpfffrr...... ég var sko ekki ánægð. Þetta er sko alvöru austfjarðarþoka - meira að segja kallinn í veðurfréttunum á BBC þurfti að bregða upp mynd af grárri þoku og fór svo að hlægja og sagði "Aberdeen is in there somewhere" hehehe.... ekki fyndið.
jæja - nú er best að koma eldra barninu í beddann.
Kveðjur í bæinn - Ragna
mánudagur, mars 21, 2005
Bissí helgi
Já helgin er búin og ég er bara steinhissa. 'Eg gerði semsagt ekkert af því sem ég ætlaði mér að gera en helling af einhverju öðru.
Laugardaginn eyddum við í garðinum. Egill sagaði niður nokkrar greinar af plómutrénu sem er fyrir utan útidyrnar hjá okkur. Þetta var alveg nauðsynlegt því þegar að plómurnar fara að falla til jarðar þá verður stéttin okkar öll út í plómusafa sem geitungunum finnst alveg gómstætt. Þeir flokkast því fyrir utan hjá okkur og maður verður bara að hlaupa í gegnum hrúguna til að komast annars vegar út í garð eða í bílinn. Voða gaman eða hittó - þannig að sögunin var bráðnauðsynleg. (engar áhyggjur Gillí - plómurnar fara ekki að falla til jarðar fyrr en í júlí).
Nú við fórum í "Garðheima" og keyptum alls konar garðdót (grasfræ, lauka og sand í sandkassann) og þegar að heim var komið þurfti náttúrulega að planta laukunum (Eydís sá um það). Um sex leytið grilluðum við svo svínalund, sveppi, sætar kartöflur og papriku - brjálæðislega gott.
Sunnudagurinn byrjaði hjá Agli með því að fara í golf með vini sínum úr háskólanum. Þegar hann kom svo heim fórum við í smá göngutúr sem endaði í innkaupaferð. Þessu var svo öllu troðið á kerruna hans Einars og trillað af stað heim. Maturinn var ekki af verra taginu - soðin ýsa með hamsatólg. Fundum loksins ýsu af réttri stærð (venjulega eru ýsurnar hérna á stærð við síld - ojjj). Frábær sunnudagsmatur.
En nú er vikan sem sagt byrjuð aftur - þoka liggur yfir öllu og er nístingsköld...húffff. Ég vona að þetta sé ekki spá fyrir það sem koma skal út vikuna..... mig langar svo til að hafa heitttt og sóóól.
Jæja - best að hundskast áfram
kv. Ragna
Já helgin er búin og ég er bara steinhissa. 'Eg gerði semsagt ekkert af því sem ég ætlaði mér að gera en helling af einhverju öðru.
Laugardaginn eyddum við í garðinum. Egill sagaði niður nokkrar greinar af plómutrénu sem er fyrir utan útidyrnar hjá okkur. Þetta var alveg nauðsynlegt því þegar að plómurnar fara að falla til jarðar þá verður stéttin okkar öll út í plómusafa sem geitungunum finnst alveg gómstætt. Þeir flokkast því fyrir utan hjá okkur og maður verður bara að hlaupa í gegnum hrúguna til að komast annars vegar út í garð eða í bílinn. Voða gaman eða hittó - þannig að sögunin var bráðnauðsynleg. (engar áhyggjur Gillí - plómurnar fara ekki að falla til jarðar fyrr en í júlí).
Nú við fórum í "Garðheima" og keyptum alls konar garðdót (grasfræ, lauka og sand í sandkassann) og þegar að heim var komið þurfti náttúrulega að planta laukunum (Eydís sá um það). Um sex leytið grilluðum við svo svínalund, sveppi, sætar kartöflur og papriku - brjálæðislega gott.
Sunnudagurinn byrjaði hjá Agli með því að fara í golf með vini sínum úr háskólanum. Þegar hann kom svo heim fórum við í smá göngutúr sem endaði í innkaupaferð. Þessu var svo öllu troðið á kerruna hans Einars og trillað af stað heim. Maturinn var ekki af verra taginu - soðin ýsa með hamsatólg. Fundum loksins ýsu af réttri stærð (venjulega eru ýsurnar hérna á stærð við síld - ojjj). Frábær sunnudagsmatur.
En nú er vikan sem sagt byrjuð aftur - þoka liggur yfir öllu og er nístingsköld...húffff. Ég vona að þetta sé ekki spá fyrir það sem koma skal út vikuna..... mig langar svo til að hafa heitttt og sóóól.
Jæja - best að hundskast áfram
kv. Ragna
föstudagur, mars 18, 2005
Jibbbbbííííííííi
Ég var að fá fyrsta hlutann af ritgerðinni minni tilbaka úr yfirlestri. Ég fékk eiginlega ekkert nema jákvæðar athugasemdir. Eitt og annað smávægilegt sem ég þarf að breyta en ekkert alvarlegt. Hann var bara spenntur og hlakkaði til að lesa restina. Nú er bara að stinga rakettu í rassinn og kveikja í. Hann gaf mér meira að segja leiðbeiningar um hvernig ég ætti að haga skrifum til að fá jákvæðar athugasemdir frá seinni prófdómaranum. Hérna semsagt eru tveir prófdómarar sem lesa yfir ritgerðina fyrir utan leiðbeinandann. Því er að sjálfsögðu nauðsynlega að allt sé tipp topp og komi vel út. Ég er svoooo ánægð - ég er alvarlega að hugsa um að fá mér rauðvín í tilefni dagsins...... mér finnst einhvernvegin ég eiga það skilið.
Nú, hérna er ennþá gott veður þó að sólin sé hvergi sjáanleg. Það er 15 stiga hiti og logn. Þeir hafa meira að segja gerst svo djarfir að spá þessu veðri áfram um helgina..... nú er bara að sjá hvort að spáin stenst.
Ég er að hugsa um að skella mér í bæjarferð á morgun og kaupa afmælisgjafir, föt og fleira skemmtilegt. Ég held reyndar að ég og Einar séum þau einu sem finnst þetta bæjarrölt eitthvað skemmtilegt. Eydís hatar að fara í búðir og Egill gerir það af íllri nausyn. Ég ætti kannski bara að skilja þau eftir heima. Einar hins vegar veit ekkert skemmtilegra en að sitja í kerrunni sinni og skoða heiminn. Hann brosir framan í fólk og ef það brosir ekki tilbaka þá gerir hann allt sem hann getur til að fá þau til að brosa..... kjáir... hlær og þykist vera feiminn. Á endanum gefst fólk upp og brosir á móti. Ekki það - allar gamlar konur í Aberdeen þurfa að horfa á hann og helst aðeins að tala við hann....... hann er alltaf tilbúin að svara, þessi elska.
Nú ég var sem sagt að komast að því að Eydís á að taka þátt í danssýningu á vegum ballettskólanns. Þetta verður í stórri ráðstefnuhöll og verður heljarinnar show. Það besta er að það eru tvær sýningar og önnur sýningin er þriðjudaginn 7. júní 2005. Nú er bara spurning hvort að frænkur hennar hefðu áhuga að koma með og horfa á. Og ef fleiri frá GGT hafa áhuga þá er það ekkert mál. Sýningin stendur í rúman klukkutíma og byrjar kl. 18,00. Nú er bara að láta mig vita þannig að ég geti pantað miða.
Fleira var ekki í fréttum
Ragna og ritgerðin
Ég var að fá fyrsta hlutann af ritgerðinni minni tilbaka úr yfirlestri. Ég fékk eiginlega ekkert nema jákvæðar athugasemdir. Eitt og annað smávægilegt sem ég þarf að breyta en ekkert alvarlegt. Hann var bara spenntur og hlakkaði til að lesa restina. Nú er bara að stinga rakettu í rassinn og kveikja í. Hann gaf mér meira að segja leiðbeiningar um hvernig ég ætti að haga skrifum til að fá jákvæðar athugasemdir frá seinni prófdómaranum. Hérna semsagt eru tveir prófdómarar sem lesa yfir ritgerðina fyrir utan leiðbeinandann. Því er að sjálfsögðu nauðsynlega að allt sé tipp topp og komi vel út. Ég er svoooo ánægð - ég er alvarlega að hugsa um að fá mér rauðvín í tilefni dagsins...... mér finnst einhvernvegin ég eiga það skilið.
Nú, hérna er ennþá gott veður þó að sólin sé hvergi sjáanleg. Það er 15 stiga hiti og logn. Þeir hafa meira að segja gerst svo djarfir að spá þessu veðri áfram um helgina..... nú er bara að sjá hvort að spáin stenst.
Ég er að hugsa um að skella mér í bæjarferð á morgun og kaupa afmælisgjafir, föt og fleira skemmtilegt. Ég held reyndar að ég og Einar séum þau einu sem finnst þetta bæjarrölt eitthvað skemmtilegt. Eydís hatar að fara í búðir og Egill gerir það af íllri nausyn. Ég ætti kannski bara að skilja þau eftir heima. Einar hins vegar veit ekkert skemmtilegra en að sitja í kerrunni sinni og skoða heiminn. Hann brosir framan í fólk og ef það brosir ekki tilbaka þá gerir hann allt sem hann getur til að fá þau til að brosa..... kjáir... hlær og þykist vera feiminn. Á endanum gefst fólk upp og brosir á móti. Ekki það - allar gamlar konur í Aberdeen þurfa að horfa á hann og helst aðeins að tala við hann....... hann er alltaf tilbúin að svara, þessi elska.
Nú ég var sem sagt að komast að því að Eydís á að taka þátt í danssýningu á vegum ballettskólanns. Þetta verður í stórri ráðstefnuhöll og verður heljarinnar show. Það besta er að það eru tvær sýningar og önnur sýningin er þriðjudaginn 7. júní 2005. Nú er bara spurning hvort að frænkur hennar hefðu áhuga að koma með og horfa á. Og ef fleiri frá GGT hafa áhuga þá er það ekkert mál. Sýningin stendur í rúman klukkutíma og byrjar kl. 18,00. Nú er bara að láta mig vita þannig að ég geti pantað miða.
Fleira var ekki í fréttum
Ragna og ritgerðin
miðvikudagur, mars 16, 2005
Jæja - nú gerðist það.
Það er sem sagt brostið á með með brakandi blíðu - sól og 16 stiga hiti. I gær var reyndar smá vindur en þegar að sólin skín svona glatt þá lætur maður það ekkert á sig fá. Við Einar löbbuðum að sækja Eydísi í skólann og fannst honum það alveg frábært. Hann fílar sig svo í vagninum, veifar fólki, skoðar bílana sem keyra framhjá og glápir upp í himininn á mávana sem fljúga þar. Svo þegar við komum heim fór hann beint að sofa og Eydís skellt sér í heimsókn til kínafólksins við hliðina á okkur.
Hérna er nú samt sem áður allt við það sama. Við sjáum ekki fram á mikið páskafrí, Eydís er ekki búin í skólanum fyrr en 23. mars og fer þá í frí í tvo daga (+ helgin). Svo byrjar hún í "Sport School" í tvær vikur á meðan að páskafríið er. Einar minn fer eiginlega ekkert í páskafrí - leikskólinn er opinn alla daga ársins nema á jóladag og nýársdag (ekkert sumarfrí hjá þeim). Ætli ég leyfi honum nú ekki að vera heima þessa tvo daga sem Eydís er heima - bara svona til að fá allavegana fim, fös, lau og sun í frí.
Nú hér spáir góðu veðri fram yfir helgi - þannig að það er aldrei að vita nema að við skellum okkur í gönguferð um helgina. Við höfum farið nokkrum sinnum í skógarferðir og er það rosalega gaman - sérstaklega í svona góðu veðri. Aldrei að vita nema ég skelli mér á "car-boot-sale" á sunnudaginn en þá er Egill vonandi að fara með vini sínum í golf. Hann er sko að fara að tékka á golfvöllum fyrir fólkið sem er að koma í sumar. (þetta leggur hann á sig fyrir ykkur þessi elska).
jæja - ritgerðin bíður
kv.R
Það er sem sagt brostið á með með brakandi blíðu - sól og 16 stiga hiti. I gær var reyndar smá vindur en þegar að sólin skín svona glatt þá lætur maður það ekkert á sig fá. Við Einar löbbuðum að sækja Eydísi í skólann og fannst honum það alveg frábært. Hann fílar sig svo í vagninum, veifar fólki, skoðar bílana sem keyra framhjá og glápir upp í himininn á mávana sem fljúga þar. Svo þegar við komum heim fór hann beint að sofa og Eydís skellt sér í heimsókn til kínafólksins við hliðina á okkur.
Hérna er nú samt sem áður allt við það sama. Við sjáum ekki fram á mikið páskafrí, Eydís er ekki búin í skólanum fyrr en 23. mars og fer þá í frí í tvo daga (+ helgin). Svo byrjar hún í "Sport School" í tvær vikur á meðan að páskafríið er. Einar minn fer eiginlega ekkert í páskafrí - leikskólinn er opinn alla daga ársins nema á jóladag og nýársdag (ekkert sumarfrí hjá þeim). Ætli ég leyfi honum nú ekki að vera heima þessa tvo daga sem Eydís er heima - bara svona til að fá allavegana fim, fös, lau og sun í frí.
Nú hér spáir góðu veðri fram yfir helgi - þannig að það er aldrei að vita nema að við skellum okkur í gönguferð um helgina. Við höfum farið nokkrum sinnum í skógarferðir og er það rosalega gaman - sérstaklega í svona góðu veðri. Aldrei að vita nema ég skelli mér á "car-boot-sale" á sunnudaginn en þá er Egill vonandi að fara með vini sínum í golf. Hann er sko að fara að tékka á golfvöllum fyrir fólkið sem er að koma í sumar. (þetta leggur hann á sig fyrir ykkur þessi elska).
jæja - ritgerðin bíður
kv.R
mánudagur, mars 14, 2005
Jæja - helgin búin og leiðindin byrjuð
Föstudagskvöldið var fínt hjá mér - þegar ég mætti á staðinn þá var Jóhanna búin að panta fyrir okkur hvítvínsflösku og við sötruðum á henni áður en við fórum upp að borða. Hún var eitthvað gölluð því hún var búin þegar að við komum upp á resturantinn. Þess vegna fengum við okkur aðra flösku og hún entist miklu betur. Þetta var alveg stórfínt og gaman að spjalla við fólkið. Einar sofnaði svo í kerrunni sinni rétt fyrir níu eftir að hafa haldið uppi skemmtiatriðunum og Eydís fór klukkutíma síðar og skreið upp í fangið á Magnúsi (kallar hann afa sinn í Skotlandi) og steinsofnaði þar. Nú á laugardaginn komu svo gestirnir, Ívar, Svana, Kata og Haukur sonur hennar. Eftir smá spjall var drifið sig út í göngutúr og Aberdeen sýnd (svona eins og hægt er að sýna á fæti). Eftir að heima var komið var spjallað aðeins meir og svo borðað. Börnin fóru svo að sofa og fullorðna fólkið hóf drykkju....... nei, nei,,,.... bara smá bjór og rauðvín... mjög pent. Á sunnudeginum sá svo yngsta kynslóðin um að koma liðinu á lappir og voru allir búnir að borða morgunmat rúmlega níu. Þá fór Egill með þau í Dunottar kastala, en hann er alltaf jafn flottur. Við Einar og Eydís vorum heima á meðan og höfðum það bara rólegt. Svo þegar að þau komu aftur skelltum við okkur niður í bæ til að fá okkur að borða áður en þau færu svo með lestinni kl. 15,10. Þetta var allt saman hið besta heimsókn og verð bara að segja að þetta lífgar aðeins upp á hversdagsleikann að fá svona skemmtilegt fólk í heimsókn. Nú mega bara sem flestir heima á Íslandi taka þetta til sín og skella sér í heimsókn til okkar í sumar, hvað segið þið um það????
(Nú á ég náttúrulega við alla þá sem ekki eru að koma með GGT í júní).
Jæja - nú bíður ritgerðin - farin að skæla af því að ég hef ekkert sinnt henni svo lengi.
bæbæ Ragna
Föstudagskvöldið var fínt hjá mér - þegar ég mætti á staðinn þá var Jóhanna búin að panta fyrir okkur hvítvínsflösku og við sötruðum á henni áður en við fórum upp að borða. Hún var eitthvað gölluð því hún var búin þegar að við komum upp á resturantinn. Þess vegna fengum við okkur aðra flösku og hún entist miklu betur. Þetta var alveg stórfínt og gaman að spjalla við fólkið. Einar sofnaði svo í kerrunni sinni rétt fyrir níu eftir að hafa haldið uppi skemmtiatriðunum og Eydís fór klukkutíma síðar og skreið upp í fangið á Magnúsi (kallar hann afa sinn í Skotlandi) og steinsofnaði þar. Nú á laugardaginn komu svo gestirnir, Ívar, Svana, Kata og Haukur sonur hennar. Eftir smá spjall var drifið sig út í göngutúr og Aberdeen sýnd (svona eins og hægt er að sýna á fæti). Eftir að heima var komið var spjallað aðeins meir og svo borðað. Börnin fóru svo að sofa og fullorðna fólkið hóf drykkju....... nei, nei,,,.... bara smá bjór og rauðvín... mjög pent. Á sunnudeginum sá svo yngsta kynslóðin um að koma liðinu á lappir og voru allir búnir að borða morgunmat rúmlega níu. Þá fór Egill með þau í Dunottar kastala, en hann er alltaf jafn flottur. Við Einar og Eydís vorum heima á meðan og höfðum það bara rólegt. Svo þegar að þau komu aftur skelltum við okkur niður í bæ til að fá okkur að borða áður en þau færu svo með lestinni kl. 15,10. Þetta var allt saman hið besta heimsókn og verð bara að segja að þetta lífgar aðeins upp á hversdagsleikann að fá svona skemmtilegt fólk í heimsókn. Nú mega bara sem flestir heima á Íslandi taka þetta til sín og skella sér í heimsókn til okkar í sumar, hvað segið þið um það????
(Nú á ég náttúrulega við alla þá sem ekki eru að koma með GGT í júní).
Jæja - nú bíður ritgerðin - farin að skæla af því að ég hef ekkert sinnt henni svo lengi.
bæbæ Ragna
föstudagur, mars 11, 2005
Til hamingju Íslendingar með að vera búin að horfa á fyrsta þáttinn í "Desperate Housevifes".
Og hvað fannst ykkur nú um hann?? Mér nefnilega finnst hann alveg frábær!!! Það er ágætt að Ísland er aðeins á eftir Skotlandi því þá missi ég örugglega ekki af neinu þegar ég flyt heim.
Nú - ég sit hérna og er að pikka inn tölur inn í SPSS (fyrir þá sem þekkja það). Gaman, gaman,...NOT. Annars var veðrið að bregðast mér og það er komið hávaðarok og leiðindakuldi (samt fyrir ofan frostmark). Nú - við erum að fara út að borða í kveld með AbbóÍslendingum og hlakkar mig mikið til. Það verður gaman að hitta fólk aftur og svei mér þá ef ég fæ mér ekki bara rauðvínsglas með matnum (og annað þegar ég kem heim).
Nú annars er ég orðin svooooo spennt fyrir því að GGT er að koma til Abbó í sumar að ég á í mesta basli við að einbeita mér við skriftir og lærdóm.
Í dag er svokallaður "Red Nose Day" í Bretlandi en þeir selja rautt nef til styrktar bágstöddum í Afríku og svo eru alls konar þættir í sjónvarpinu með "Celebreties" sem fíflast út um allt. Það er haldið upp á þetta í skólanum hjá Eydísi líka þannig að hún fór í skólan í rauðum fötum, með rauðar strípur í hárinu og með fjögur rauð nef (myndir koma innan skamms). Svo tók hún með sér stóran klinkpoka til að gefa.
Jæja - nú er best að halda áfram,
kv.R
Og hvað fannst ykkur nú um hann?? Mér nefnilega finnst hann alveg frábær!!! Það er ágætt að Ísland er aðeins á eftir Skotlandi því þá missi ég örugglega ekki af neinu þegar ég flyt heim.
Nú - ég sit hérna og er að pikka inn tölur inn í SPSS (fyrir þá sem þekkja það). Gaman, gaman,...NOT. Annars var veðrið að bregðast mér og það er komið hávaðarok og leiðindakuldi (samt fyrir ofan frostmark). Nú - við erum að fara út að borða í kveld með AbbóÍslendingum og hlakkar mig mikið til. Það verður gaman að hitta fólk aftur og svei mér þá ef ég fæ mér ekki bara rauðvínsglas með matnum (og annað þegar ég kem heim).
Nú annars er ég orðin svooooo spennt fyrir því að GGT er að koma til Abbó í sumar að ég á í mesta basli við að einbeita mér við skriftir og lærdóm.
Í dag er svokallaður "Red Nose Day" í Bretlandi en þeir selja rautt nef til styrktar bágstöddum í Afríku og svo eru alls konar þættir í sjónvarpinu með "Celebreties" sem fíflast út um allt. Það er haldið upp á þetta í skólanum hjá Eydísi líka þannig að hún fór í skólan í rauðum fötum, með rauðar strípur í hárinu og með fjögur rauð nef (myndir koma innan skamms). Svo tók hún með sér stóran klinkpoka til að gefa.
Jæja - nú er best að halda áfram,
kv.R
miðvikudagur, mars 09, 2005
Sko - ég veit ekkert um hvað ég á að skrifa. Samt liggur einhvernvegin á mér sú pressa að skrifa eitthvað. Ég vil helst ekki láta líða of langt á milli skrifta en ef það líður of stutt á milli þá hef ég ekkert að skrifa um. Þetta er nú einkennandi fyrir dagana hérna í Aberdeen. Hér bara hreinlega gerist ekki neitt. Ég get reyndar sagt frá því sem mun gerast næstu daga. Nú næsta föstudagskvöld ætla íslendingarnir hérna að hittast og fá sér að borða. Það fjölgar sífellt í hópnum og nú erum við orðin 11 fullorðnir og 5 börn.....það er nú bara ágætt. Nú svo erum við að fá fólk í heimsókn um helgina (eins og áður var sagt). Á þriðjudaginn næsta ætla ég að fara á uppboð í fyrsta sinn. Þar verða boðin upp alls konar antíkhúsgögn og fl. og langar mig bara til að prófa að fara á eitt uppboð. Egill stefnir nú að því að fara á næsta Wiskey uppboð en það er yfirleitt haldið einu sinni á ári og þar getur maður fengið allskonar Wiskey fyrir slikk.....ég held hann ætli að birgja sig upp áður en hann kemur heim...hihihih.
Fleira er ekki á stefnuskránni í bili.... og nú er ég alveg uppiskroppa með umræðuefni.
Jú - eitt í viðbót - nýjar myndir komnar.
kv. R
Fleira er ekki á stefnuskránni í bili.... og nú er ég alveg uppiskroppa með umræðuefni.
Jú - eitt í viðbót - nýjar myndir komnar.
kv. R
mánudagur, mars 07, 2005
Jæja - nú er vonandi allt komið í lag - 7-9-13.
Einar litli er orðin hraustur og fór á leikskólann í dag. Þar var hann víst alger perla, svaf lengi, borðaði allan matinn sinn og var bara yfirhöfuð góður strákur (eins og hann er alltaf þegar hann er ekki veikur). Hann er komin með nýtt frekjuöskur sem hann notar óspart og sker það í gegnum merg og bein það er svo hátt. Honum finnst bara fyndið að allir verða reiðir. Frá og með næstu viku verður hann alla dagana á leikskólanum frá 09,15 - 14,15. Það er aðallega gert til þess að ég geti einbeitt mér að lokasprettinum í ritgerðinni. Já - ritgerðin góða... það hefur ekkert gerst í henni í rúma viku vegna veikinda þannig að nú er bara að sparka duglega í rassinn á sér og hafa sig af stað.
Við eigum von á heimsókn um næstu helgi en það er fólk sem útskrifaðist með Agli úr landafræðinni. Tvö koma frá St. Andrews and ein frá Edinborg. Þau eru nú bara aðallega að koma í sightseeing um Aberdeen og nágrenni. Þetta er náttúrulega fólk sem ég þekki ekki neitt en sama er mér - ég er bara spennt fyrir því að kynnast nýju fólki.
En nú er ég farin að horfa á ER - já ég lafi stundum yfir þessu af gömlum vana, veit ekki af hverju. En ég er alveg viss um að allir sjúklingarnir í þessum þætti verða barkaþræddir og settir í öndunarvél.....svo kyssast einhverjir og einhverjir gera það.....!!! Er þetta ekki svona venjulegur söguþráður í ER?? Annars er "Desperate Housewifes" nýi uppáhalds þátturinn minn þannig að bíðið bara þangað til þeir fara að sýna hann á Íslandi. Þið verðið hookt - definetly.
kv. Ragna
Einar litli er orðin hraustur og fór á leikskólann í dag. Þar var hann víst alger perla, svaf lengi, borðaði allan matinn sinn og var bara yfirhöfuð góður strákur (eins og hann er alltaf þegar hann er ekki veikur). Hann er komin með nýtt frekjuöskur sem hann notar óspart og sker það í gegnum merg og bein það er svo hátt. Honum finnst bara fyndið að allir verða reiðir. Frá og með næstu viku verður hann alla dagana á leikskólanum frá 09,15 - 14,15. Það er aðallega gert til þess að ég geti einbeitt mér að lokasprettinum í ritgerðinni. Já - ritgerðin góða... það hefur ekkert gerst í henni í rúma viku vegna veikinda þannig að nú er bara að sparka duglega í rassinn á sér og hafa sig af stað.
Við eigum von á heimsókn um næstu helgi en það er fólk sem útskrifaðist með Agli úr landafræðinni. Tvö koma frá St. Andrews and ein frá Edinborg. Þau eru nú bara aðallega að koma í sightseeing um Aberdeen og nágrenni. Þetta er náttúrulega fólk sem ég þekki ekki neitt en sama er mér - ég er bara spennt fyrir því að kynnast nýju fólki.
En nú er ég farin að horfa á ER - já ég lafi stundum yfir þessu af gömlum vana, veit ekki af hverju. En ég er alveg viss um að allir sjúklingarnir í þessum þætti verða barkaþræddir og settir í öndunarvél.....svo kyssast einhverjir og einhverjir gera það.....!!! Er þetta ekki svona venjulegur söguþráður í ER?? Annars er "Desperate Housewifes" nýi uppáhalds þátturinn minn þannig að bíðið bara þangað til þeir fara að sýna hann á Íslandi. Þið verðið hookt - definetly.
kv. Ragna
föstudagur, mars 04, 2005
Hallúúúú
jæja - Einar litli fór ekki á leikskólann í dag - hann er ennþá tuskulegur þó að hitinn sé farinn fyrir nokkrum dögum. Hann er með ljótan hósta sem heldur fyrir honum vöku á nóttunni og er því heldur lítill í sér svona á morgnana. Þannig að við erum enn heima mæðginin og skemmtum okkur að venju vel.
Ég er reyndar farin að hafa miklar áhyggjur af ritgerðinni minni - tíminn virðist fljúga frá mér og ekkert gerist. Ég veit ekki almennilega hvernig við ætlum að leysa þetta. Það kom til greina að Egill myndi taka sér eitthvað frí í apríl - á meðan að ég er í lokafrágangi - en maður tímir því varla því hvert frí sem Egill tekur sér þýðir lengri dvöl í Skotlandi. Húff - stundum vildi ég óska þess að ég hefði aldrei farið í þetta nám !!! Stuna, hósta og snökt.
Annars er það komið á hreint að ég kem ekki til Íslands í sumar. Ég var eitthvað að gæla við að koma heim í tvær vikur en eftir að hafa skoðað fjárhaginn þá veitir ekkert af að spara peningana því það kostar sitt að flytja heim. Kannski leyfum við Eydísi að kíkja í heimsókn enda er hún orðin svo stór að hún má fljúga ein - í umsjón flugfreyju. Ég held að það yrði mikið ævintýri fyrir hana að koma heim í 2-3 vikur. En annað er ekki í dæminu..... því miður.
Heyriði - eitt annað spínat-tips. Við prófuðum í gær að skera niður lauk, hvítlauk, sveppi og smá sellerí og steiktum það í potti. Þegar það var orðið mjúkt bætti ég við HELLING af spínati (það rýrnar svo mikið) og steikti það saman í smá stund. Borið fram með kjúklingabringum og sallati. Geggjaðslega gott - svo er spínat líka svo hollt.
Á þessum nótunum kveð ég í bili - góða helgi
Ragna með heimþrá
jæja - Einar litli fór ekki á leikskólann í dag - hann er ennþá tuskulegur þó að hitinn sé farinn fyrir nokkrum dögum. Hann er með ljótan hósta sem heldur fyrir honum vöku á nóttunni og er því heldur lítill í sér svona á morgnana. Þannig að við erum enn heima mæðginin og skemmtum okkur að venju vel.
Ég er reyndar farin að hafa miklar áhyggjur af ritgerðinni minni - tíminn virðist fljúga frá mér og ekkert gerist. Ég veit ekki almennilega hvernig við ætlum að leysa þetta. Það kom til greina að Egill myndi taka sér eitthvað frí í apríl - á meðan að ég er í lokafrágangi - en maður tímir því varla því hvert frí sem Egill tekur sér þýðir lengri dvöl í Skotlandi. Húff - stundum vildi ég óska þess að ég hefði aldrei farið í þetta nám !!! Stuna, hósta og snökt.
Annars er það komið á hreint að ég kem ekki til Íslands í sumar. Ég var eitthvað að gæla við að koma heim í tvær vikur en eftir að hafa skoðað fjárhaginn þá veitir ekkert af að spara peningana því það kostar sitt að flytja heim. Kannski leyfum við Eydísi að kíkja í heimsókn enda er hún orðin svo stór að hún má fljúga ein - í umsjón flugfreyju. Ég held að það yrði mikið ævintýri fyrir hana að koma heim í 2-3 vikur. En annað er ekki í dæminu..... því miður.
Heyriði - eitt annað spínat-tips. Við prófuðum í gær að skera niður lauk, hvítlauk, sveppi og smá sellerí og steiktum það í potti. Þegar það var orðið mjúkt bætti ég við HELLING af spínati (það rýrnar svo mikið) og steikti það saman í smá stund. Borið fram með kjúklingabringum og sallati. Geggjaðslega gott - svo er spínat líka svo hollt.
Á þessum nótunum kveð ég í bili - góða helgi
Ragna með heimþrá
miðvikudagur, mars 02, 2005
Ég er nú meiri kellinginn,,,, ég gleymdi að segja frá því að Einar var í 8 mánaða skoðun í síðustu viku. Hann náttúrulega heillaði hjúkrunarfræðingana, nemana og lækninn upp úr skónum með því að skríða inn í skoðunarherbergið, setjast á rassinn og brosa framan í alla. Þetta var heljarinnar skoðun hann var vigtaður og lengdarmældur (9040g og 72cm), sjón- og heyrnarmældur og svo þroskapróf. Hann stóðst þetta náttúrulega allt með glas. Læknirinn skoðaði líka eyrun á honum og engin eyrnabólga. Hann hafði sérstakt orð á því að þessi drengur yrði sennilega íþróttamaður því hjartslátturinn var svo rólegur og jafn þrátt fyrir að hafa gert ýmsar æfingar til að sýna sig fyrir konunum. Já - hann sýndi allt sem hann kann... bablaði fyrir þær, sýndi að hann er komin með þumalfingur-vísifingur tak, brosti, hló, stóð upp og var bara yfirhöfuð súpergóður drengur. Svo fórum við tvö saman í bæinn í smá verslunarferð. Hann er aldrei betri heldur en í kerrunni sinni.... það er svo margt að sjá og skoða.
Nú Rósa spurði hvernig Agli gengi með verkefnið sitt----- það ætti kannski helst að spyrja hann því ég skil orðið hvorki upp né niður í þessu. Hann er ýmist hrikalega bjartsýnn og heldur að hann geti klárað þetta um næstu jól eða hrikalega svartsýnn og býst ekki við að geta klára fyrr en vorið 2006. Svona sveiflast þetta frá degi til dags. En hann er ennþá að telja frjókorn.... eins og hann er búin að vera að gera síðustu 2 1/2 ár. Hann vonast nú til að klára það í lok mars eða um miðjan apríl. Þá hefjast skriftir....gaman, gaman. Lesa þúsundir heimilda og klambra saman 200-300 blaðsíðna ritgerð. Svo er bara spurning hvað gengur vel að skrifa. Það er oft talað um að það taki eitt ár að skrifa doktorsritgerð og ef það gengur eftir þá erum við að tala um næsta vor. Já - þetta er ómögulegt að segja. Það er náttúrulega ýmislegt sem tefur fyrir honum..... t.d. að ég skuli vera að bagsa við að skrifa þessa ritgerð, Einar búin að vera með stanslaust kvef í rúman mánuð og bara yfirhöfuð að vera fjölskyldumaður. Stákarnir í skólanum skilja bara hreinlega ekki hvernig hann fer að þessu enda þeir allir piparsveinar (þeir sem erum ekki piparsveinar geyma kærusturnar í öðrum landshlutum) og hafa ekkert betra að gera en að einbeita sér að náminu og drekka bjór... hhehhe. Egill er nú samt svoo duglegur að það hálfa væri nóg.
Jæja - best að halda áfram með yfirlesturinn
kv. Ragna
Nú Rósa spurði hvernig Agli gengi með verkefnið sitt----- það ætti kannski helst að spyrja hann því ég skil orðið hvorki upp né niður í þessu. Hann er ýmist hrikalega bjartsýnn og heldur að hann geti klárað þetta um næstu jól eða hrikalega svartsýnn og býst ekki við að geta klára fyrr en vorið 2006. Svona sveiflast þetta frá degi til dags. En hann er ennþá að telja frjókorn.... eins og hann er búin að vera að gera síðustu 2 1/2 ár. Hann vonast nú til að klára það í lok mars eða um miðjan apríl. Þá hefjast skriftir....gaman, gaman. Lesa þúsundir heimilda og klambra saman 200-300 blaðsíðna ritgerð. Svo er bara spurning hvað gengur vel að skrifa. Það er oft talað um að það taki eitt ár að skrifa doktorsritgerð og ef það gengur eftir þá erum við að tala um næsta vor. Já - þetta er ómögulegt að segja. Það er náttúrulega ýmislegt sem tefur fyrir honum..... t.d. að ég skuli vera að bagsa við að skrifa þessa ritgerð, Einar búin að vera með stanslaust kvef í rúman mánuð og bara yfirhöfuð að vera fjölskyldumaður. Stákarnir í skólanum skilja bara hreinlega ekki hvernig hann fer að þessu enda þeir allir piparsveinar (þeir sem erum ekki piparsveinar geyma kærusturnar í öðrum landshlutum) og hafa ekkert betra að gera en að einbeita sér að náminu og drekka bjór... hhehhe. Egill er nú samt svoo duglegur að það hálfa væri nóg.
Jæja - best að halda áfram með yfirlesturinn
kv. Ragna
þriðjudagur, mars 01, 2005
Ég sko byrjaði að blogga í gær um að fallega veðrið væri komið aftur. ´Mér er bara hollara að halda kjafti.....því í morgun var aftur komin snjór. Ekkert agalega mikið, en nóg til að jörðin sé hvít.
Við Einar erum heima í dag því að hann er aftur komin með hita.....byrjaði í gær, greyið kallinn. En ég er nú ekki frá því að hann sé nú eitthvað að koma til - en týpískt að hann skuli vera veikur akkurat dagana sem hann á að vera í leikskólanum.
Svo ég haldi áfram að tala um mat og nýmeti þá prófaði ég sem sagt svolítið nýtt á sunnudagskvöldið. Ég steikti ferskt spínat í potti ásamt smá hvítlauk og salt (smá hvítlaukur hjá mér þýðir roosalega mikið) og svo forsauð ég sætar kartöflur og bætti þeim útí. Hrærði vel þannig að úr varð stappa......hræðilega gott. Annars vorum við með grillaðar lambalundir í matinn ásamt spínatsallati og spínat/sætar kartöflustöppu. Rosalega gott. Ég er líka búin að gera tilraunir með að nota nýrnabaunir og chick peas (veit ekki hvað þær heita á íslensku). ´Mér finnst þær rosalega góðar en restin að heimilisfólkinu er ekki alveg eins hrifið.
Einar er búin finna út hvernig á að gnísta tönnum. Hann er nú ekki nema með 3 tönnslur uppí sér en það virðist ekki skipta neinu.....gnístið smýgur í gegnum merg og bein og er notað óspart. Hann er óttalega duglegur og skemmtilegur strákur sem er hrifin af mússík (eins og systir sín) og spilar á dótið sitt og dillar sér í takt.
Nú Eydís sunddrotning er náttúrulega sannfærð um það að hún kunni að synda. Hún er nefnilega hætt að nota armhringina og syndir nú um með korkslöngu til að halda sér í. Hún er rosalega dugleg og fer orðið í kaf og allt. Hún er alveg ákveðin í að fara á annað námskeið þegar að þetta er búið og ég skal hundur heita ef hún verður hreinlega ekki bara búin að læra að synda fyrir sumarið. Það verður nú munur - að geta loksins farið í sund og skemmt sér - ekki alltaf verið með skíthræddan krakka hangandi á sér. Við erum nefnilega viss um það að Einar á ekki eftir að verða svona vatnshræddur.....hann er nú bara ekki hræddur við neitt og finnst tæki sem framleiða hávaða sérlega skemmtileg...sbr. hrærivélin, ryksugan, blenderinn, bíllinn osfrv. Horfir á þetta allt með aðdáun og bíður sennilega eftir því að verða afhent stjórntækin til að framleiða smá hávaða sjálfur.
Jæja - af mér er það að frétta að ég er semsagt komin formlega í 9500 orð (32 bls) og er á fullu í yfirlestri á því áður en ég skila því inn til leiðbeinandanns. Svo er bara að krossa puttana að hann hakki þetta ekki í sig. Næsta verkefni er svo að skrifa seinni hluta ritgerðarinnar sem er rannsóknin sjálf. Það er í rauninni léttara og felst ekki eins mikill lestur í því..... bara útreikningar....töflur.... og fleira skemmtilegt. Ég hef sem sagt einn og hálfan mánuð til að skrifa restinni af ritgerðinni og svo gef ég mér hálfan mánuð til að ganga frá smáatriðunum, yfirlestur ofl. Egill er búin að redda mér "doktor" til að lesa yfir ritgerðina mína (hún útskrifaðist sem doktor fyrir tveim vikum). Það verður nú allavegana gott að vita að maður skilar ekki inn með meiriháttar stafsetningarvillum.
Jæja - lofa að láta ekki líða svona langt á milli skrifta aftur
Ragna
Við Einar erum heima í dag því að hann er aftur komin með hita.....byrjaði í gær, greyið kallinn. En ég er nú ekki frá því að hann sé nú eitthvað að koma til - en týpískt að hann skuli vera veikur akkurat dagana sem hann á að vera í leikskólanum.
Svo ég haldi áfram að tala um mat og nýmeti þá prófaði ég sem sagt svolítið nýtt á sunnudagskvöldið. Ég steikti ferskt spínat í potti ásamt smá hvítlauk og salt (smá hvítlaukur hjá mér þýðir roosalega mikið) og svo forsauð ég sætar kartöflur og bætti þeim útí. Hrærði vel þannig að úr varð stappa......hræðilega gott. Annars vorum við með grillaðar lambalundir í matinn ásamt spínatsallati og spínat/sætar kartöflustöppu. Rosalega gott. Ég er líka búin að gera tilraunir með að nota nýrnabaunir og chick peas (veit ekki hvað þær heita á íslensku). ´Mér finnst þær rosalega góðar en restin að heimilisfólkinu er ekki alveg eins hrifið.
Einar er búin finna út hvernig á að gnísta tönnum. Hann er nú ekki nema með 3 tönnslur uppí sér en það virðist ekki skipta neinu.....gnístið smýgur í gegnum merg og bein og er notað óspart. Hann er óttalega duglegur og skemmtilegur strákur sem er hrifin af mússík (eins og systir sín) og spilar á dótið sitt og dillar sér í takt.
Nú Eydís sunddrotning er náttúrulega sannfærð um það að hún kunni að synda. Hún er nefnilega hætt að nota armhringina og syndir nú um með korkslöngu til að halda sér í. Hún er rosalega dugleg og fer orðið í kaf og allt. Hún er alveg ákveðin í að fara á annað námskeið þegar að þetta er búið og ég skal hundur heita ef hún verður hreinlega ekki bara búin að læra að synda fyrir sumarið. Það verður nú munur - að geta loksins farið í sund og skemmt sér - ekki alltaf verið með skíthræddan krakka hangandi á sér. Við erum nefnilega viss um það að Einar á ekki eftir að verða svona vatnshræddur.....hann er nú bara ekki hræddur við neitt og finnst tæki sem framleiða hávaða sérlega skemmtileg...sbr. hrærivélin, ryksugan, blenderinn, bíllinn osfrv. Horfir á þetta allt með aðdáun og bíður sennilega eftir því að verða afhent stjórntækin til að framleiða smá hávaða sjálfur.
Jæja - af mér er það að frétta að ég er semsagt komin formlega í 9500 orð (32 bls) og er á fullu í yfirlestri á því áður en ég skila því inn til leiðbeinandanns. Svo er bara að krossa puttana að hann hakki þetta ekki í sig. Næsta verkefni er svo að skrifa seinni hluta ritgerðarinnar sem er rannsóknin sjálf. Það er í rauninni léttara og felst ekki eins mikill lestur í því..... bara útreikningar....töflur.... og fleira skemmtilegt. Ég hef sem sagt einn og hálfan mánuð til að skrifa restinni af ritgerðinni og svo gef ég mér hálfan mánuð til að ganga frá smáatriðunum, yfirlestur ofl. Egill er búin að redda mér "doktor" til að lesa yfir ritgerðina mína (hún útskrifaðist sem doktor fyrir tveim vikum). Það verður nú allavegana gott að vita að maður skilar ekki inn með meiriháttar stafsetningarvillum.
Jæja - lofa að láta ekki líða svona langt á milli skrifta aftur
Ragna