Ég er nú meiri kellinginn,,,, ég gleymdi að segja frá því að Einar var í 8 mánaða skoðun í síðustu viku. Hann náttúrulega heillaði hjúkrunarfræðingana, nemana og lækninn upp úr skónum með því að skríða inn í skoðunarherbergið, setjast á rassinn og brosa framan í alla. Þetta var heljarinnar skoðun hann var vigtaður og lengdarmældur (9040g og 72cm), sjón- og heyrnarmældur og svo þroskapróf. Hann stóðst þetta náttúrulega allt með glas. Læknirinn skoðaði líka eyrun á honum og engin eyrnabólga. Hann hafði sérstakt orð á því að þessi drengur yrði sennilega íþróttamaður því hjartslátturinn var svo rólegur og jafn þrátt fyrir að hafa gert ýmsar æfingar til að sýna sig fyrir konunum. Já - hann sýndi allt sem hann kann... bablaði fyrir þær, sýndi að hann er komin með þumalfingur-vísifingur tak, brosti, hló, stóð upp og var bara yfirhöfuð súpergóður drengur. Svo fórum við tvö saman í bæinn í smá verslunarferð. Hann er aldrei betri heldur en í kerrunni sinni.... það er svo margt að sjá og skoða.
Nú Rósa spurði hvernig Agli gengi með verkefnið sitt----- það ætti kannski helst að spyrja hann því ég skil orðið hvorki upp né niður í þessu. Hann er ýmist hrikalega bjartsýnn og heldur að hann geti klárað þetta um næstu jól eða hrikalega svartsýnn og býst ekki við að geta klára fyrr en vorið 2006. Svona sveiflast þetta frá degi til dags. En hann er ennþá að telja frjókorn.... eins og hann er búin að vera að gera síðustu 2 1/2 ár. Hann vonast nú til að klára það í lok mars eða um miðjan apríl. Þá hefjast skriftir....gaman, gaman. Lesa þúsundir heimilda og klambra saman 200-300 blaðsíðna ritgerð. Svo er bara spurning hvað gengur vel að skrifa. Það er oft talað um að það taki eitt ár að skrifa doktorsritgerð og ef það gengur eftir þá erum við að tala um næsta vor. Já - þetta er ómögulegt að segja. Það er náttúrulega ýmislegt sem tefur fyrir honum..... t.d. að ég skuli vera að bagsa við að skrifa þessa ritgerð, Einar búin að vera með stanslaust kvef í rúman mánuð og bara yfirhöfuð að vera fjölskyldumaður. Stákarnir í skólanum skilja bara hreinlega ekki hvernig hann fer að þessu enda þeir allir piparsveinar (þeir sem erum ekki piparsveinar geyma kærusturnar í öðrum landshlutum) og hafa ekkert betra að gera en að einbeita sér að náminu og drekka bjór... hhehhe. Egill er nú samt svoo duglegur að það hálfa væri nóg.
Jæja - best að halda áfram með yfirlesturinn
kv. Ragna
miðvikudagur, mars 02, 2005
Egill, Ragna, Eydís og Einar Háagerði 51 108 Reykjavík Iceland
Previous Posts
- Ég sko byrjaði að blogga í gær um að fallega veðri...
- Já manni hefnist fyrir stóru orðinHér er komin snj...
- "Soup me".Þetta stóð á undarlegu grænmeti í matvör...
- Jæja - ég er loksins búin að setja inn nokkrar myn...
- Ohh - jamen herregudJá - maður dæsir bara þegar ma...
- Tennur fara og tennur koma Dagarnir í Abbó snúast ...
- Nýtt orð Sko - ég var að lesa bloggið hennar Gillí...
- Á meðan ég man...... Einar er komin með nýja tönn ...
- Sund-dagurinn mikli Eydís fór í fyrsta sundnámskei...
- Upp og Niður (ojojoj) Já - hérna er sko ástand. Ey...
1 Comments:
ÉG verð nú að segja að ég get ekki verið annað en sammála læknunum með íþróttamanninn Einar, m.v. framfarir í hreyfingum og kraft þá ætti hann að vera efni í íþróttamann. Mér finnst bara svo hræðilegt að þurfa að láta mér nægja lesa um hann en geta ekki tekið hann og knúsað og kysst og fylgt með honum stækka. Þetta eru svo skemmtileg ár, allt að gerast og þau að breytast liggur við dag frá degi. Þið Egill skuldið okkur annað barn þegar þið eruð komin heim og ..hana nú. Ein sjálfselsk.
Skrifa ummæli
<< Home