föstudagur, febrúar 18, 2005

"Soup me".
Þetta stóð á undarlegu grænmeti í matvöruversluninni Sainsburys. Ég var að versla í matinn með Einsa litla og sá þetta grænmeti. Ég er nefnilega komin í nýtt átak........."Prófa alltaf eitthvað nýtt". Í því felst að prófa ýmsar tegundir af grænmeti, fiski og kjöti sem ég hef aldrei eldað áður. Ég byrjaði semsagt á grænmetisflokknum enda er hann langsamlega stærstur. Um daginn keypti ég sellerírót (aldrei eldað það áður). Ég mundi eftir að hafa smakkað hana áður því að Stebbi og Gulla elduðu svona einu sinni fyrir margt löngu heima hjá Rósu. Þannig að sellerírótin var skorin í bita ásamt kartöflum og gulrótum og sett á ofnplötu. S'iðan penslaði ég hvítlauksolíu og kryddaði með Rósamín og fleira sem ég man ekki. Svo var þetta bakað í ofni þar til gyllt og borið fram með steikinni. Ógeðslega gott - mæli með þessu. Næst ætla ég að prófa að setja sellerírótina saman við kartöflumús - á víst að vera gott.
En undarlega grænmetið sem sagði "soup me" í Sainsburys var sem sagt "Butternut Squash" og er einhverskonar grasker. Ég fór alveg eftir uppskriftinni sem fylgdi og viti menn...... þetta var jafnbesta súpa sem ég hef smakkað. Egill var líka hrifin og ég má elda svona súpu hvenær sem er - ég heppin. En ég er sérstaklega hrifin af þessu framtaki hjá Sainsburys að hafa uppskriftir með grænmetinu því annars myndi ég ekkert vita hvað ég ætti að gera.
Nú annars er ég líka í átaki að reyna að borða morgunmat. Venjulega fæ ég mér bara einn kaffibolla and that´s it. Núna í morgun fékk ég mér "smoothie" en þá tek ég fitulaust jógúrt og set það í "blenderinn" ásamt einum banana, jarðaberjum og frosnum hindberjum. Síðan bara hæra vel og setja klaka samanvið - hryllilega gott og fljótlegt - barnvænt líka... þ.e. gott fyrir börn.
Jæja - nú skal ég hætta að tala um mat enda orðin glorhungruð á þessu tali.
kv. Ragna matargat

5 Comments:

At 4:58 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Umm hljómar vel maður. Vildi óska að þetta system væri hér líka, uppskriftir með undarlegu grænmeti. Svo það er bara hollusta alveg út í eitt, líst vel á það, maður á víst bara eitt líf, a.m.k. í þessu lífi. Prófa þetta meðlæti með næstu steik. Vil svo bara benda á að þú Ragna mín ert súpergóður kokkur og ég hef alltaf fengið sérlega góðan mat hjá ykkur, bæði í Lynghaga og í Abbó. Hlakka til að koma næst í heimsókn og fá fullt af nýjum mat að borða.
Kv. Gillí

 
At 11:22 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Akkurat wie Gillí sagt, du bist ein supergóður kokkur, alltaf í sælkerabrasi. Það er nú ímyndin sem þú hefur Ragna mín. Ég er hins vegar mjög þakklát ef ég þarf ekki að fá mat á hendurnar, líkar skítmokstur betur og botna ekkert í þessum matarskriftum. Hafragrautur er nýjasta stóruppgötvunin í matarmálum á þessum bæ og ég gæti ekki fyrir mitt litla líf gefið nokkrum manni uppskrift af honum.
Kveðja í bæinn
Rósa
PS sjáið, takið eftir hverjum tökum ég hef náð á þessu commentadóti.

 
At 11:19 e.h., Blogger Halli, Lára og Helena said...

hmm, já Ragna, maður verður sko svangur að lesa þetta. En fyndið, ég er í svipuðu átaki, að prufa nýja og þá holla rétti. En þar sem maður er alveg heiladauður sjálfur að finna upp uppskriftir þá þarf maður utanaðkomandi hjálp og ég er sko búin að gera það með stæl. Ég er sem sagt búin að fara yfir um á að kaupa uppskriftabækur og blöð, keypti fiskibók og grænmetisbók Hagkaupa, low carg low fat og low fat for life frá Australian Woman´s Weekly, svo tvær aðrar á íslensku með fitusnautt fæði og svo til að toppa þetta þá keypti ég bók sem Oprah skrifaðu um sinn nýja lífstíl og hvernig hún fór að, baráttusaga. Hún var reyndar á tilboði á 690 kr, gat bara ekki sleppt henni, þó húns sé alveg ferlega amerísk en það er ágætt að lesa svona til að fá smá peppupp. Svo núna er ég vel byrg af heilsuuppskriftum og á ekki að hafa neina afsökun að elda ekki hollan og góðan mat og hana nú og hafi það!!!!! Já það er nefnilega ótrúlega auðvelt að detta í sama gamla farið, elda bara þetta sem maður kann og er gott en er ekki alveg nógu holt! Jæja nú er ég hætt þessu mali....bon apetit!

 
At 3:46 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

namm namm, nú fer ég heim og fæ mér eitthvað ofsalega gott og hollt. Var einmitt sjálf að prófa sellerí um daginn, finnst það bara mjög gott í salat en Ástu fannst það sko alls ekki gott hehe.
Verið endilega duglegar við að gefa góð ráð, maður er sko alltaf til í eitthvað nýtt. Er sammála Rögnu með blenderinn, ávexti og jógurt / skyr / súrmjólk. Jamm, það er sko gott (kræst og nú er ég orðin hrikalega svöng!!)

 
At 1:33 f.h., Blogger mmjiaxin said...

ferragamo shoes
michael kors outlet
rolex watches outlet
tory burch outlet online
michael kors handbags
coach outlet store
mac cosmetics
michael kors outlet online
wellensteyn outlet
michael kors outlet
canada goose outelt
air max 2014
ray ban,rayban,occhiali ray ban,ray-ban,ray ban occhiali,ray ban sunglasses
woolrich outlet store
fred perry polo shirts
michael kors outlet
tiffany outlet
canada goose jackets
oakley outlet store
mizuno running shoes
mm1201

 

Skrifa ummæli

<< Home