miðvikudagur, febrúar 23, 2005

Já manni hefnist fyrir stóru orðin
Hér er komin snjór og frost og allt sem því fylgir. Ég nýbúin að tala um veðurblíðuna og gróðurinn þá fer allt í klessu. Reyndar hefur ástandið ekki verið svo slæmt að ástæða hafi þótt að loka skólunum hérna í Aberdeenborg en skólar fyrir innar á landinu séu ekki starfhæfir. Reyndar get ég svo sem ekki kvartað yfir veðrinu, það frýs allt á kvöldin og snjóar en á daginn er yfirleitt sól og allt að 5 stiga hiti.
Nú af okkur er náttúrulega fátt í fréttum - bíðum bara eftir því að febrúar og mars klárist - þetta eru eitthvað svo geldir mánuðir, gerist aldrei neitt. Það er skárra þegar það er komið fram í apríl... þá er farið að koma gott veður - hægt að leika sér útí garði og allt einhvernvegin bjartara. Svoo bíðum við náttúrulega spennt eftir því að Golfklúbburinn komi í heimsókn í júní. Nú er undirbúningur á fullu og verið að leita af hagstæðri gistingu, plana hvaða golfvelli á að nota og hvað á að skoða og sjá. Gaman, gaman. Mig hlakkar ekkert smá til ...... rölta um bæinn með hinum kellingunum..... versla... stoppa svo og fá sér kalt hvítvín... versla meira.....aftur hvítvín. Ég reyndar stefni náttúrulega ekki að því að versla mikið - enda yfirleitt stutt fyrir mig að fara - en ég verð með í röltinu og leiðbeini um helstu drykkjastaði ofl.
Jæja - ekki meira bull í bili - Einar er vaknaður

2 Comments:

At 8:56 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Já ég hlakka ekkert smá til að fara á röltið með þér og vonandi verður veðrið frábært.

 
At 2:27 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Já kalt hvítvín í blárri flösku takk. Það er best!
Lalalla hér er líka gott veður, yndisleg rigning og fíflablöð farin að kíkja upp á milli gangstéttahellnanna (allavega hjá mér því að það er hitalögn fyrir utan hús...)
Þórunn

 

Skrifa ummæli

<< Home