miðvikudagur, mars 16, 2005

Jæja - nú gerðist það.
Það er sem sagt brostið á með með brakandi blíðu - sól og 16 stiga hiti. I gær var reyndar smá vindur en þegar að sólin skín svona glatt þá lætur maður það ekkert á sig fá. Við Einar löbbuðum að sækja Eydísi í skólann og fannst honum það alveg frábært. Hann fílar sig svo í vagninum, veifar fólki, skoðar bílana sem keyra framhjá og glápir upp í himininn á mávana sem fljúga þar. Svo þegar við komum heim fór hann beint að sofa og Eydís skellt sér í heimsókn til kínafólksins við hliðina á okkur.
Hérna er nú samt sem áður allt við það sama. Við sjáum ekki fram á mikið páskafrí, Eydís er ekki búin í skólanum fyrr en 23. mars og fer þá í frí í tvo daga (+ helgin). Svo byrjar hún í "Sport School" í tvær vikur á meðan að páskafríið er. Einar minn fer eiginlega ekkert í páskafrí - leikskólinn er opinn alla daga ársins nema á jóladag og nýársdag (ekkert sumarfrí hjá þeim). Ætli ég leyfi honum nú ekki að vera heima þessa tvo daga sem Eydís er heima - bara svona til að fá allavegana fim, fös, lau og sun í frí.
Nú hér spáir góðu veðri fram yfir helgi - þannig að það er aldrei að vita nema að við skellum okkur í gönguferð um helgina. Við höfum farið nokkrum sinnum í skógarferðir og er það rosalega gaman - sérstaklega í svona góðu veðri. Aldrei að vita nema ég skelli mér á "car-boot-sale" á sunnudaginn en þá er Egill vonandi að fara með vini sínum í golf. Hann er sko að fara að tékka á golfvöllum fyrir fólkið sem er að koma í sumar. (þetta leggur hann á sig fyrir ykkur þessi elska).
jæja - ritgerðin bíður
kv.R

3 Comments:

At 10:49 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Já þið heppin með veðrið, hér er moldarskafrenningur og ef maður fer út þá tyggur maður sand og ef maður er inni þá liggur lag af sandi yfir öllu svo brakar undir skónum, fer ekki að rigna, ég bara spyr. Ég sé það betur og betur hvað það er gott að búa á Íslandi, almenninleg frí hjá vinnandi fólki og skólafólki meðan almenningur í öllum öðrum löndum stritar og stritar en hefur það samt ekkert betra en við. EREE come home.

 
At 12:45 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég sendi hvatningar- og stuðningskveðjur til aumingja litla bróður míns sem berst um á golfvöllum eins og þræll.

 
At 8:37 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Já ég er viss um að Egill vildi miklu frekar vera að læra einhversstaðar en að kynna sér golfvelli Aberdeen...en svona er bara lífið, maður verður stundum að taka að sér skítverkin sem enginn annar vill vinna... Nú er rigningin komin sem Gillí var að biðja um í gær svo maður getur hætt að tyggja sand og ganga um með gloss/sandbornar varir ;o) Þvílíkur munur að fá "blíðu " (5°C) og rigningu. Man bara alls ekki hvernig 16°C veður er...!
En njótið þess og verið úti!
góða helgi,
Lísa og co.

 

Skrifa ummæli

<< Home