Litla fólkið í Háagerðinu
þriðjudagur, nóvember 30, 2004
Komin tími á blogg
Jæja -nú er búið að fjárfesta í vefmyndavél með míkrófón. Það er líka búið að hlaða niður SKYPE þannig að þeir sem vilja tala við okkur í gegnum það er velkomið að hringja. Ég veit nú samt eiginlega ekki alveg hvernig þetta virkar. Ég reyndi að tala við Láru vinkonu í gær en ég heyrði ekkert í henni en hún heyrði víst ágætlega í mér. Við ætlum að prófa aftur í dag og sjá hvort við fáum betri línu. En þau einu sem ég veit um að eru með þetta eru Lára og Rósa mágkona. Nú skora ég á alla að tæknivæðast og þá getum við hringst á eins og okkur lystir því að SKYPE er víst frítt.
Annars er vefmyndavélin aðallega fyrir afana og ömmurnar til að sjá barnabörnin. Ég held allavegana að engin hafi neinn sérlegan áhuga að sjá mig eða Egil. Allavegana var sýning á börnunum í gær þegar við fórum og´msn og töluðum við afa og ömmu í Hörpulundi. Þau fengu að sjá Eydísi í stuði og Einar æfa sig að sitja (gékk bara nokkuð vel svona þannig að ég monnti mig aðeins). Svona til að halda montinu áfram þá tók hann sit fyrsta formlega "skrið" um daginn. Hann hefur hingað til mjakað sér áfram á maganum og farið út um allt þannig. Inn á milli hefur hann sig upp á fjórar fætur en kemst ekkert áfram, ruggar sér bara. En um daginn gerðist það að hann fór á fjórar fætur og svo allt í einu færðist önnur hendin fram og hin á eftir og hann komst aðeins áfram. Þetta köllum við formlegt skrið, hefur gerst örsjaldan síðan þá. En hann er sem sagt á fullu að æfa sig að sitja og verður vonandi komin í form fyrir jólin.
Talandi um jólin, húfff. Við fórum og keyptum jólaskraut og seríur um síðustu helgi. Allt jóladót sem við eigum er náttúrulega í Lynghaga og ekkert til í Skotlandi. Þannig að það var bara rokið til og keypt smá dót, sérstaklega fyrir Eydísi, sem er orðin verulega spennt fyrir jólunum.
Hún er líka orðin rooosalega spennt fyrir afmælinu sínu og skilur eiginlega ekkert í því af hverju dagarnir líða ekki hraðar.
En jæja - ég á víst að vera að læra - verð að halda áfram
kv. Ragna
Jæja -nú er búið að fjárfesta í vefmyndavél með míkrófón. Það er líka búið að hlaða niður SKYPE þannig að þeir sem vilja tala við okkur í gegnum það er velkomið að hringja. Ég veit nú samt eiginlega ekki alveg hvernig þetta virkar. Ég reyndi að tala við Láru vinkonu í gær en ég heyrði ekkert í henni en hún heyrði víst ágætlega í mér. Við ætlum að prófa aftur í dag og sjá hvort við fáum betri línu. En þau einu sem ég veit um að eru með þetta eru Lára og Rósa mágkona. Nú skora ég á alla að tæknivæðast og þá getum við hringst á eins og okkur lystir því að SKYPE er víst frítt.
Annars er vefmyndavélin aðallega fyrir afana og ömmurnar til að sjá barnabörnin. Ég held allavegana að engin hafi neinn sérlegan áhuga að sjá mig eða Egil. Allavegana var sýning á börnunum í gær þegar við fórum og´msn og töluðum við afa og ömmu í Hörpulundi. Þau fengu að sjá Eydísi í stuði og Einar æfa sig að sitja (gékk bara nokkuð vel svona þannig að ég monnti mig aðeins). Svona til að halda montinu áfram þá tók hann sit fyrsta formlega "skrið" um daginn. Hann hefur hingað til mjakað sér áfram á maganum og farið út um allt þannig. Inn á milli hefur hann sig upp á fjórar fætur en kemst ekkert áfram, ruggar sér bara. En um daginn gerðist það að hann fór á fjórar fætur og svo allt í einu færðist önnur hendin fram og hin á eftir og hann komst aðeins áfram. Þetta köllum við formlegt skrið, hefur gerst örsjaldan síðan þá. En hann er sem sagt á fullu að æfa sig að sitja og verður vonandi komin í form fyrir jólin.
Talandi um jólin, húfff. Við fórum og keyptum jólaskraut og seríur um síðustu helgi. Allt jóladót sem við eigum er náttúrulega í Lynghaga og ekkert til í Skotlandi. Þannig að það var bara rokið til og keypt smá dót, sérstaklega fyrir Eydísi, sem er orðin verulega spennt fyrir jólunum.
Hún er líka orðin rooosalega spennt fyrir afmælinu sínu og skilur eiginlega ekkert í því af hverju dagarnir líða ekki hraðar.
En jæja - ég á víst að vera að læra - verð að halda áfram
kv. Ragna
fimmtudagur, nóvember 25, 2004
Gillí mannlausa
"Af hverju á Gillí engan mann??" spurði Eydís mig í kvöld.
"Ha" sagði ég "víst á Gillí mann, hann Palla".
"Nei, mamma Palli er ekki maðurinn hennar Gillíar, hann er vinnumaðurinn hennar"
(Hmmm hugsar móðirin og veit ekki hverju á að svara)
"Sko ég spurði Gillí hvort að Palli væri maðurinn hennar eða vinnumaðurinn hennar....og þá svaraði Palli að hann væri vinnumaðurinn hennar, þannig að hún á engann mann. Hvenær ætlar hún að fá sér mann???"
Við þessu átti ég engin svör og umræðuefnið dó út. En eftir sat ég og hugsaði hvort að þetta væri ekki bara satt og hvort að Gillí væri ekki bara heppinn að hafa vinnumann og geta líka verið að leita sér að manni. Ég meina, barnið setur skýrar reglur þarna á milli og fyrst Palli titlaði sig sjálfur sem vinnumann, er þá ekki Gillí laus og liðug. Maður bara spyr sig.
Nú, til hamingju Einar, en hann varð fimm mánaða í gær. Til hamingju Haukur svili en hann varð fimmtugur í dag.
Smá orðsending til Þórunnar Ellu: sko þessi kall sem var í síðasta bloggi. Hér er ég að tjá mig um frústrerasjónir mínar yfir því að þú varst ekki búin að blogga. Sérðu ekki svipinn með okkur.
Svo gerðist líka svolítið merkilegt í síðasta bloggi.......já haldið þið ekki að ÖLL skystkini hans Egils hafi sett inn comment og svo líka hún Þórunn Ella frænka hans. Þetta hefur nú bara aldrei gerst áður og þótti svoooo merkilegt að það þurfti að blogga um það. Svona eru dagarnir hjá mér tíðindalausir.
Við fengum sendingu að heiman frá tengdamömmu í gær. Ohhh.....það er alltaf jafn gaman að fá pakka frá Íslandi. Eins og venjulega var það ýmislegt kræsliegt. Afmælisgjöfin hennar Eydísar var þarna, pakki til Einars (sem hann ætlar að opna um leið og Eydís opnar sinn), dagblöð, suðusúkkulaði í baksturinn og nammi. Við Egill slefuðum yfir namminu en gerðumst svo sterk í anda og stungum því öllu inní skáp og ætlum að borða það um jólin. Sem minnir mig á eitt......ef einhver er í vandræðum með að finna handa okkur jólagjöf þá er hægt að gefa okkur nammi....t.d. nóa síríus konfekt, eða eina flösku af malt eða appelsín. Góð hugmynd.
Jæja - nú ætla ég að skríða í bólið og ná smá bjarnarlúr áður en að Einar vaknar og vaknar og vaknar.
"Af hverju á Gillí engan mann??" spurði Eydís mig í kvöld.
"Ha" sagði ég "víst á Gillí mann, hann Palla".
"Nei, mamma Palli er ekki maðurinn hennar Gillíar, hann er vinnumaðurinn hennar"
(Hmmm hugsar móðirin og veit ekki hverju á að svara)
"Sko ég spurði Gillí hvort að Palli væri maðurinn hennar eða vinnumaðurinn hennar....og þá svaraði Palli að hann væri vinnumaðurinn hennar, þannig að hún á engann mann. Hvenær ætlar hún að fá sér mann???"
Við þessu átti ég engin svör og umræðuefnið dó út. En eftir sat ég og hugsaði hvort að þetta væri ekki bara satt og hvort að Gillí væri ekki bara heppinn að hafa vinnumann og geta líka verið að leita sér að manni. Ég meina, barnið setur skýrar reglur þarna á milli og fyrst Palli titlaði sig sjálfur sem vinnumann, er þá ekki Gillí laus og liðug. Maður bara spyr sig.
Nú, til hamingju Einar, en hann varð fimm mánaða í gær. Til hamingju Haukur svili en hann varð fimmtugur í dag.
Smá orðsending til Þórunnar Ellu: sko þessi kall sem var í síðasta bloggi. Hér er ég að tjá mig um frústrerasjónir mínar yfir því að þú varst ekki búin að blogga. Sérðu ekki svipinn með okkur.
Svo gerðist líka svolítið merkilegt í síðasta bloggi.......já haldið þið ekki að ÖLL skystkini hans Egils hafi sett inn comment og svo líka hún Þórunn Ella frænka hans. Þetta hefur nú bara aldrei gerst áður og þótti svoooo merkilegt að það þurfti að blogga um það. Svona eru dagarnir hjá mér tíðindalausir.
Við fengum sendingu að heiman frá tengdamömmu í gær. Ohhh.....það er alltaf jafn gaman að fá pakka frá Íslandi. Eins og venjulega var það ýmislegt kræsliegt. Afmælisgjöfin hennar Eydísar var þarna, pakki til Einars (sem hann ætlar að opna um leið og Eydís opnar sinn), dagblöð, suðusúkkulaði í baksturinn og nammi. Við Egill slefuðum yfir namminu en gerðumst svo sterk í anda og stungum því öllu inní skáp og ætlum að borða það um jólin. Sem minnir mig á eitt......ef einhver er í vandræðum með að finna handa okkur jólagjöf þá er hægt að gefa okkur nammi....t.d. nóa síríus konfekt, eða eina flösku af malt eða appelsín. Góð hugmynd.
Jæja - nú ætla ég að skríða í bólið og ná smá bjarnarlúr áður en að Einar vaknar og vaknar og vaknar.
þriðjudagur, nóvember 23, 2004
Djö. Helv.Blogg
Í gær var ég búin að skrifa heillangt blogg og gerði svo eitthvað til að það hvarf í heili lagi. Ég ákvað að blogga þar af leiðandi ekki næstu tvær vikurnar. Í morgun var mér runnin reiðin og byrjaði að blogga og var aftur komin með slatta þegar að tölvan tók sig allt í einu til og re-startaði sér. Hvað á þetta eiginlega að þýða. Nú er ég sem sagt að gera síðustu tilraun og ef þetta misheppnast líka tek ég það sem tákn um að hætta að blogga að eilífu.
Ég tek undir orð Gislínu.......hvar er ÞÓRUNN ELLA?? Gerir hún sér ekki grein fyrir að hún er að eyðileggja rúntinn minn. Á hverjum morgni byrja ég á því að skoða póstinn, lesa moggann (fyrirsagnirnar), skoða bloggið hjá Þórunni, svo hjá Gillí, svo hjá Láru (sem er líka hætt að blogga) og stundum fer ég inn hjá Lísu. Að lokum fer ég inn á mitt eigið blogg og skoða hverjir hafa sett inn comment hjá mér. (Rósa og Gillí fá sérstakt hrós fyrir að setja inn comment daglega) Þetta fer náttúrulega allt í uppnám þegar að sumir hætta bara að blogga.
Annars hef ég frá engu að segja annað en að ég er að bíða eftir að fá nýja þurrkarann minn sendan heim að dyrum. Já - maður verður að nýta sér lága verðið á svona dóti á meðan maður er hérna. Ekki spurning. Svo er bara spurning hvort maður komi heim með fullan gám af tækjum fyrir vini og vandamenn.....????
Allavegana - verð að snúa mér aftur að lestri.
Í gær var ég búin að skrifa heillangt blogg og gerði svo eitthvað til að það hvarf í heili lagi. Ég ákvað að blogga þar af leiðandi ekki næstu tvær vikurnar. Í morgun var mér runnin reiðin og byrjaði að blogga og var aftur komin með slatta þegar að tölvan tók sig allt í einu til og re-startaði sér. Hvað á þetta eiginlega að þýða. Nú er ég sem sagt að gera síðustu tilraun og ef þetta misheppnast líka tek ég það sem tákn um að hætta að blogga að eilífu.
Ég tek undir orð Gislínu.......hvar er ÞÓRUNN ELLA?? Gerir hún sér ekki grein fyrir að hún er að eyðileggja rúntinn minn. Á hverjum morgni byrja ég á því að skoða póstinn, lesa moggann (fyrirsagnirnar), skoða bloggið hjá Þórunni, svo hjá Gillí, svo hjá Láru (sem er líka hætt að blogga) og stundum fer ég inn hjá Lísu. Að lokum fer ég inn á mitt eigið blogg og skoða hverjir hafa sett inn comment hjá mér. (Rósa og Gillí fá sérstakt hrós fyrir að setja inn comment daglega) Þetta fer náttúrulega allt í uppnám þegar að sumir hætta bara að blogga.
Annars hef ég frá engu að segja annað en að ég er að bíða eftir að fá nýja þurrkarann minn sendan heim að dyrum. Já - maður verður að nýta sér lága verðið á svona dóti á meðan maður er hérna. Ekki spurning. Svo er bara spurning hvort maður komi heim með fullan gám af tækjum fyrir vini og vandamenn.....????
Allavegana - verð að snúa mér aftur að lestri.
laugardagur, nóvember 20, 2004
föstudagur, nóvember 19, 2004
Snjór, snjór og meiri snjór
Í nótt féll fyrsti snjórinn í Aberdeen. Hér er allt hvítt og það er rosalega fallegt veður. Eydís vaknaði og leit út um gluggan og sagði "Ohh my god" og sá greinilega fyrir sér snjókallagerð, sleðaferðir og margt fleira. En því miður virðist sem að þetta verði skammvinn sæla því að snjóinn á að taka upp á sunnudaginn, jafnvel fyrr. Nágrannakona mín horfði furðulostin á mig þegar ég fór með Einar út í vagninum til að láta hann sofa í morgun. Hún er ekki að skilja þessa hörku að láta barnið sofa úti og hefur sennilega fundist ég vera pynta drenginn í morgun. Ég reyndi að útskýra fyrir henni hvernig þetta væri gert á Íslandi og að hann væri alveg örugglega vel klæddur ofaní vagninu. Og að vagninn væri vel einangraður og honum yrði örugglega ekki kalt. Ég held samt að ég hafi ekki sannfært hana um að þetta væri allt í lagi. EN hvað um það.. Einar heldur samt áfram að sofa vel í vagninum og ílla á nóttunni.
Haldið þið ekki að kallinnn hafi farið á fjórar fætur í morgun og "skriðið" tvö skref áfram áður en hann hlunkaðist á magann. Egill var líka til vitnis um þetta þannig að þetta er ekki rugl frá stoltri móður. Hann er líka að æfa sig að sitja einn og setur setið í augnablik áður enn hann fellur til jarðar aftur. Já - þetta er fljótt að líða og áður en maður veit af þarf maður að setjahlið á stigann og passa verðmæta hluti (sem eru reyndar ekki til á þessu heimili).
Jæja - fundurinn fór ekki eins vel og ég vonaði en var samt ekki eins slæmur og ég óttaðist. (meikaði þetta sense??). Hann sem sagt var mjög spenntur fyrir rannsókninni og var mjög jákvæður gagnvart tillögunni minni. Hann vildi aftur á móti að ég bættivið fleiri spurningum og til þess að fá betri "feeling" gagnvart spurningunum sem ég vil fá svar við þá vill hann að ég taki símaviðtal við forstöðumann einhvers almenningsbókasafns. En það ætti svo sem ekki að vera mikið mál þannig að ég hespa þessu af á næstu vikum.
Jæja - nú verð ég að halda áfram að taka til því að við eigum von á gestum í mat. Já við þekkjum fólk sem vill heimsækja okkur.......eða þannig. Við þekkjum þau sko ekki, heldur er þetta íslendingur sem er hérna í mastersnámi og konan hans og dóttir (2 ára) eru í heimsókn. Egill hafði samband við hann um daginn og ákvað svo bara að bjóða þeim í mat. Svo skilst mér að konan og dóttirin flytji hingað út eftir áramót. Þannig, best að haska sér.
Bið að heilsa, R
Í nótt féll fyrsti snjórinn í Aberdeen. Hér er allt hvítt og það er rosalega fallegt veður. Eydís vaknaði og leit út um gluggan og sagði "Ohh my god" og sá greinilega fyrir sér snjókallagerð, sleðaferðir og margt fleira. En því miður virðist sem að þetta verði skammvinn sæla því að snjóinn á að taka upp á sunnudaginn, jafnvel fyrr. Nágrannakona mín horfði furðulostin á mig þegar ég fór með Einar út í vagninum til að láta hann sofa í morgun. Hún er ekki að skilja þessa hörku að láta barnið sofa úti og hefur sennilega fundist ég vera pynta drenginn í morgun. Ég reyndi að útskýra fyrir henni hvernig þetta væri gert á Íslandi og að hann væri alveg örugglega vel klæddur ofaní vagninu. Og að vagninn væri vel einangraður og honum yrði örugglega ekki kalt. Ég held samt að ég hafi ekki sannfært hana um að þetta væri allt í lagi. EN hvað um það.. Einar heldur samt áfram að sofa vel í vagninum og ílla á nóttunni.
Haldið þið ekki að kallinnn hafi farið á fjórar fætur í morgun og "skriðið" tvö skref áfram áður en hann hlunkaðist á magann. Egill var líka til vitnis um þetta þannig að þetta er ekki rugl frá stoltri móður. Hann er líka að æfa sig að sitja einn og setur setið í augnablik áður enn hann fellur til jarðar aftur. Já - þetta er fljótt að líða og áður en maður veit af þarf maður að setjahlið á stigann og passa verðmæta hluti (sem eru reyndar ekki til á þessu heimili).
Jæja - fundurinn fór ekki eins vel og ég vonaði en var samt ekki eins slæmur og ég óttaðist. (meikaði þetta sense??). Hann sem sagt var mjög spenntur fyrir rannsókninni og var mjög jákvæður gagnvart tillögunni minni. Hann vildi aftur á móti að ég bættivið fleiri spurningum og til þess að fá betri "feeling" gagnvart spurningunum sem ég vil fá svar við þá vill hann að ég taki símaviðtal við forstöðumann einhvers almenningsbókasafns. En það ætti svo sem ekki að vera mikið mál þannig að ég hespa þessu af á næstu vikum.
Jæja - nú verð ég að halda áfram að taka til því að við eigum von á gestum í mat. Já við þekkjum fólk sem vill heimsækja okkur.......eða þannig. Við þekkjum þau sko ekki, heldur er þetta íslendingur sem er hérna í mastersnámi og konan hans og dóttir (2 ára) eru í heimsókn. Egill hafði samband við hann um daginn og ákvað svo bara að bjóða þeim í mat. Svo skilst mér að konan og dóttirin flytji hingað út eftir áramót. Þannig, best að haska sér.
Bið að heilsa, R
miðvikudagur, nóvember 17, 2004
Skype, veður og pepp
já fyrir þá sem eru áhugasamir þá var ég að enda við að downloda Skype (skype.com) en fyrir þá sem ekki vita þá er þetta tæki sem gerir manni kleift að tala saman í gegnum tölviuna. Nú á ég bara eftir að kaupa míkrófón og þá er ég ready. Reyndar er ég að gæla við að kaupa líka web-cam þannig að þið getið séð elsku börnin mín og fylgst með hvað þau eru frábær!!! Nú hvet ég bara sem flesta til að hlaða niður Skype og svo getum við talað saman alveg eins og okkur lystir, ójá.
Nú - ég tek sérlega eftir því að veðrið á Íslandi er ekki alveg upp á sitt besta og verð bara að segja að ég er hæstánægð með minn 7 stiga hita, logn, skin og skúri. Mig kvíður mikið fyrir þegar fer að kólna verulega hérna því að ég veit ekkert hvernig þetta hús á eftir að verða miklum kulda. Eins og ég hef kannski áður sagt þá hefur ekki verið gert mikið til að einangra þetta hús þó að það sé nú byggt íúr graníti. Hurðinar eru ekki með þröskuldum og hægt var að stinga hendinni undir hurðina í eldhúsinu alla leiðina út. Getið þið ýmindað ykkur hvað geta komist mikið af pöddum undir svona. Þannig að Egill greip bara til þess ráðs að setja bara plötu fyrir hurðina og kítta svo í. Strax varð mikill munur á hitastiginu í eldhúsinu og vonandi á þetta eftir að gefa góða raun.
Mikið fannst mér nú gott á fá commentin núna síðast og hefur það helling að segja í að byggja upp annars niðurbrotið egó og sjálfstraust. Ég held mig nú þó við það að búast við því versta því að ef að niðustöðurnar eru neikvæðar þá verður maður allavegana ekki vonsvikin.
Ragna í yfirstressi (fundurinn er í fyrramálið).
já fyrir þá sem eru áhugasamir þá var ég að enda við að downloda Skype (skype.com) en fyrir þá sem ekki vita þá er þetta tæki sem gerir manni kleift að tala saman í gegnum tölviuna. Nú á ég bara eftir að kaupa míkrófón og þá er ég ready. Reyndar er ég að gæla við að kaupa líka web-cam þannig að þið getið séð elsku börnin mín og fylgst með hvað þau eru frábær!!! Nú hvet ég bara sem flesta til að hlaða niður Skype og svo getum við talað saman alveg eins og okkur lystir, ójá.
Nú - ég tek sérlega eftir því að veðrið á Íslandi er ekki alveg upp á sitt besta og verð bara að segja að ég er hæstánægð með minn 7 stiga hita, logn, skin og skúri. Mig kvíður mikið fyrir þegar fer að kólna verulega hérna því að ég veit ekkert hvernig þetta hús á eftir að verða miklum kulda. Eins og ég hef kannski áður sagt þá hefur ekki verið gert mikið til að einangra þetta hús þó að það sé nú byggt íúr graníti. Hurðinar eru ekki með þröskuldum og hægt var að stinga hendinni undir hurðina í eldhúsinu alla leiðina út. Getið þið ýmindað ykkur hvað geta komist mikið af pöddum undir svona. Þannig að Egill greip bara til þess ráðs að setja bara plötu fyrir hurðina og kítta svo í. Strax varð mikill munur á hitastiginu í eldhúsinu og vonandi á þetta eftir að gefa góða raun.
Mikið fannst mér nú gott á fá commentin núna síðast og hefur það helling að segja í að byggja upp annars niðurbrotið egó og sjálfstraust. Ég held mig nú þó við það að búast við því versta því að ef að niðustöðurnar eru neikvæðar þá verður maður allavegana ekki vonsvikin.
Ragna í yfirstressi (fundurinn er í fyrramálið).
mánudagur, nóvember 15, 2004
Eydís svakalega sterka og duglega - Fæðingar og fleira
Já - hún dóttir okkar kom okkur foreldrunum verulega á óvart á laugardaginn. Eydís sem er nú venjulega með mikla fóbíu gagnvart blóði og öðru því sem getur valdið sársauka tók sig til og kippti úr sér hinni frammtönninni í neðrigóm. Já - svo hló hún bara, náði sér í klósettpappír og hljóp upp til að sýna pabba sínum. Ég er sko alveg viss um að þetta gat ég ekki gert þegar að ég var fimm ára. Þó að maður hafi nú verið all-gassalegur á sínum tíma.
Já - þetta var dagur mikillar gleði hjá Eydísi því að tveir vinir hennar komu í heimsókn snemma á laugardagsmorguninn á meðan að mamma þeirra fór upp á fæðingardeild. Kl. 12 var svo barnið komið í heiminn......3 strákurinn í fjölskyldunni. Til nánari útskýringar þá eru þetta foreldrar Andresar sem er með Eydísi í bekk, en þau eru frá Argentínu. Ég fór svo í gær og skoðaði litla krílið og verður nú að segja að hann sé algert krútt með hrafnsvart hár og nánst svört augu.
Einar litli er farin að taka framförum í hoppurólunni sinni og tók sitt fyrsta alvöru hopp í gær og fannst það ferlega fyndið. Svo var eins og hann myndi ekki hvernig hann hefði gert þetta því að langur tími leið þar til hann endurtók leikinn. En nú held ég að hann sé komin upp á lagið með þetta og verður þetta vonandi mikið afþreyingartæki fyrir drenginn. Hann er komin a fulla ferð á maganum og skríður bara þangað sem hann langar til . Uppáhalds áfangastaðirnir eru forlát bastkarfa í stofunni þar sem geymdar eru bleyjur og blautbréf og svo gardínan sem hangir nánast niður á gólf. Það er hvorutveggja alveg upp við vegg sem fer svolítið í taugarnar á honum því að hann skallar vegginn ef og þegar hann missir jafvægið og verður ferlega fúll. Annars er hann harður af sér og tekur þessu öllu með engu jafnaðargeði heldur gólar bara af pirringi.
Jæja - af mér er það að frétta að ég er að drepast úr stressi því að ég á að hitta leiðbeinandann minn á fimmtudaginn að tala um rannsóknartillöguna mína. Ég veit ekkert á hverju ég á von og óttast hið versta. En þangað til verður maður bara að halda í sér (kvíðanum) og drullast áfram.
heilsur í bæinn, Ragna sístressaða
Já - hún dóttir okkar kom okkur foreldrunum verulega á óvart á laugardaginn. Eydís sem er nú venjulega með mikla fóbíu gagnvart blóði og öðru því sem getur valdið sársauka tók sig til og kippti úr sér hinni frammtönninni í neðrigóm. Já - svo hló hún bara, náði sér í klósettpappír og hljóp upp til að sýna pabba sínum. Ég er sko alveg viss um að þetta gat ég ekki gert þegar að ég var fimm ára. Þó að maður hafi nú verið all-gassalegur á sínum tíma.
Já - þetta var dagur mikillar gleði hjá Eydísi því að tveir vinir hennar komu í heimsókn snemma á laugardagsmorguninn á meðan að mamma þeirra fór upp á fæðingardeild. Kl. 12 var svo barnið komið í heiminn......3 strákurinn í fjölskyldunni. Til nánari útskýringar þá eru þetta foreldrar Andresar sem er með Eydísi í bekk, en þau eru frá Argentínu. Ég fór svo í gær og skoðaði litla krílið og verður nú að segja að hann sé algert krútt með hrafnsvart hár og nánst svört augu.
Einar litli er farin að taka framförum í hoppurólunni sinni og tók sitt fyrsta alvöru hopp í gær og fannst það ferlega fyndið. Svo var eins og hann myndi ekki hvernig hann hefði gert þetta því að langur tími leið þar til hann endurtók leikinn. En nú held ég að hann sé komin upp á lagið með þetta og verður þetta vonandi mikið afþreyingartæki fyrir drenginn. Hann er komin a fulla ferð á maganum og skríður bara þangað sem hann langar til . Uppáhalds áfangastaðirnir eru forlát bastkarfa í stofunni þar sem geymdar eru bleyjur og blautbréf og svo gardínan sem hangir nánast niður á gólf. Það er hvorutveggja alveg upp við vegg sem fer svolítið í taugarnar á honum því að hann skallar vegginn ef og þegar hann missir jafvægið og verður ferlega fúll. Annars er hann harður af sér og tekur þessu öllu með engu jafnaðargeði heldur gólar bara af pirringi.
Jæja - af mér er það að frétta að ég er að drepast úr stressi því að ég á að hitta leiðbeinandann minn á fimmtudaginn að tala um rannsóknartillöguna mína. Ég veit ekkert á hverju ég á von og óttast hið versta. En þangað til verður maður bara að halda í sér (kvíðanum) og drullast áfram.
heilsur í bæinn, Ragna sístressaða
fimmtudagur, nóvember 11, 2004
Hæhó
Ég er bara rétt að láta vita að það eru loksins komnar myndir á netið. Þetta var heilmikið afrek og sérstaklega af því að þetta var allt gert einhendis (Einar var á hinni hendinni)
Annars eru helstu fréttir það að Einar var klipptur í gær og lítur ekki lengur út eins og Hallgrímur Pétursson. Sems sagt, löngu bartarnir eru farnir og hann lítur alveg rosalega vel út.
En jæja - kæru gestir...... endilega skoðið myndirnar og svo koma fleiri innana skamms.
Síjú - Ragna
Ég er bara rétt að láta vita að það eru loksins komnar myndir á netið. Þetta var heilmikið afrek og sérstaklega af því að þetta var allt gert einhendis (Einar var á hinni hendinni)
Annars eru helstu fréttir það að Einar var klipptur í gær og lítur ekki lengur út eins og Hallgrímur Pétursson. Sems sagt, löngu bartarnir eru farnir og hann lítur alveg rosalega vel út.
En jæja - kæru gestir...... endilega skoðið myndirnar og svo koma fleiri innana skamms.
Síjú - Ragna
laugardagur, nóvember 06, 2004
Halló aftur
Ég er með blússandi samviskubit því að ég er ekki búin að setja inn neinar nýjar myndir síðan að við komum heim. En kvíðið ekki kæru vinir því þessu verður snarlega kippt í liðinn á morgunn (segir sá lati).
Nú er ég semsagt formlega búin að skila rannsóknartillögunni minni fyrir mastersritgerðina inn til leiðbeinandans og sit eftir með þungt hjarta því að ég óttast frekar að ég fái hana aftur í hausinn með skömmum og óhljóðum.
Helstu fréttir af Einari eru þær að hann fór í sprautu og skoðun síðasta miðvikudag og er sem sagt 7,59 kíló og heilir 69 cm. Hann ætlar að verða langintes þessi drengur (svona miðað við foreldrana). Hann getur ekki legið kyrr á gólfinu, veltir sér til skiptis á magann og svo aftur á bakið. Hann er meira að segja búin að afreka það að rúlla í hringi á stofugólfinu (sjálfum sér til mikillrar undrunar). Annars virðist hann líka vera að sýna merki þess að langa til að fara af stað því að hann lyftir rassinum ógnarhátt og svo bringunni. Einu sinni náði hann reyndar að lyfta rassinum og bringunni upp á sama tíma og var frekar flottur á fjórum fótum. Annars kraflar hann sig áfram eða afturábak (eftir því í hvaða átt dótið er) alveg eins og hann lystir. Hann kemst sem sagt áfram og maður má passa sig á því hvað liggur á gólfinu.
En ekki fleiri sögur í bili af undrastráknum Einari.
Prinsessan á heimilinu missti tönn eins og áður sagði og fékk hún heil 2 pund í tannfé. Núna er tönnin geymd í forlátu plastíláti því að hún vill geyma allar tennurnar sem hún missir. Hún er líka á fullu í dansinum, ballett á fimmtudögum og hálandadans á laugardagsmorgnum (kl. 09,10). Mér finnst stundum Skotar óeðlilega árrisulir og mér finnst það í hæsta máta óeðlilegt að mæta svona snemma með barnið í dans. En eins og allt annað þá verðum við að láta okkur hafa það en sjáum sem sagt ekki fram á kojufyllerí á föstudögum í framtíðinni.
Annars læt ég þessu lokið í bili - ætla að fara að horfa á bíómynd með Agli.
túrilú
Ragna
Ég er með blússandi samviskubit því að ég er ekki búin að setja inn neinar nýjar myndir síðan að við komum heim. En kvíðið ekki kæru vinir því þessu verður snarlega kippt í liðinn á morgunn (segir sá lati).
Nú er ég semsagt formlega búin að skila rannsóknartillögunni minni fyrir mastersritgerðina inn til leiðbeinandans og sit eftir með þungt hjarta því að ég óttast frekar að ég fái hana aftur í hausinn með skömmum og óhljóðum.
Helstu fréttir af Einari eru þær að hann fór í sprautu og skoðun síðasta miðvikudag og er sem sagt 7,59 kíló og heilir 69 cm. Hann ætlar að verða langintes þessi drengur (svona miðað við foreldrana). Hann getur ekki legið kyrr á gólfinu, veltir sér til skiptis á magann og svo aftur á bakið. Hann er meira að segja búin að afreka það að rúlla í hringi á stofugólfinu (sjálfum sér til mikillrar undrunar). Annars virðist hann líka vera að sýna merki þess að langa til að fara af stað því að hann lyftir rassinum ógnarhátt og svo bringunni. Einu sinni náði hann reyndar að lyfta rassinum og bringunni upp á sama tíma og var frekar flottur á fjórum fótum. Annars kraflar hann sig áfram eða afturábak (eftir því í hvaða átt dótið er) alveg eins og hann lystir. Hann kemst sem sagt áfram og maður má passa sig á því hvað liggur á gólfinu.
En ekki fleiri sögur í bili af undrastráknum Einari.
Prinsessan á heimilinu missti tönn eins og áður sagði og fékk hún heil 2 pund í tannfé. Núna er tönnin geymd í forlátu plastíláti því að hún vill geyma allar tennurnar sem hún missir. Hún er líka á fullu í dansinum, ballett á fimmtudögum og hálandadans á laugardagsmorgnum (kl. 09,10). Mér finnst stundum Skotar óeðlilega árrisulir og mér finnst það í hæsta máta óeðlilegt að mæta svona snemma með barnið í dans. En eins og allt annað þá verðum við að láta okkur hafa það en sjáum sem sagt ekki fram á kojufyllerí á föstudögum í framtíðinni.
Annars læt ég þessu lokið í bili - ætla að fara að horfa á bíómynd með Agli.
túrilú
Ragna
miðvikudagur, nóvember 03, 2004
Jæja - nú er maður loksins komin fyrir framan tölvuna. Já, að koma heim er meira mál en maður gerir sér grein fyrir. Það þarf endalaust að vera að þvo, ganga frá smádóti osfrv. En mikið makalaust er nú gott að vera komin heim í heiðardalinn. Ég hefði aldrei trúað því að það yrði svona mikið að gera hjá okkur þennan mánuð sem við vorum heima. Fyrsta vikan var svona frekar róleg, heimsækja fjölskyldumeðlimi og koma sér fyrir. Önnur vikan var Egill ekki heima og því notaði ég tímann til að hitta mínar vinkonur og skoða nýju börnin sem komu í heiminn á meðan við vorum úti. Svo fórum við beint vestur og má segja að þar hafi líka verið stíft prógramm. Svo tók við undirbúingur fyrir skírnina sem var haldin þann 23. október og þegar það var afstaðið tók við hvert matarboðið á fætur öðru frá fjölskyldunum okkar. Þegar komið var að fimmtudegi voru allir útkeyrðir en þá átti eftir að pakka niður öllu hafurtaskinu. Við pökkuðum hluta í kassa (30kg) en samt vorum við með 27 kíló í yfirvigt (þurftum að punga út fyrir 16 kílóum). Allt í allt voru þetta tæplega 130 kíló af farangri........pælið í því.
En þetta reddaðist nú allt og ferðalagið gékk vel.
Helstu fréttir héðan eru þær að Eydís missti framtönn í neðri góm í gær (fyrsta tönnin sem dettur á eðlilegan hátt).......... eða eins eðlilegt og hægt er. Egill nefnilega kippti tönninni úr í gærkveldi enda var hún svo laus að við skildum eiginlega ekki hvernig hún gat lafað uppí munninum á henni. Þannig að þá eru fjórar tennur farnar og ein svakalega laus til viðbótar. Okkur Agli þykir þetta náttúrulega voðalega erfitt að horfa upp á það að eiga orðið svona gamla dóttur ...... við sem erum ennþá bara 25 ára.
Einar litli er búin að ákveða það að það sé ekki gott að sofa í Skotlandi. Áður en við fórum heim til Íslands svaf hann lítið sem ekkert á daginn en alltaf á nóttunni. Svo komum við heim og þá tók við þvílika reglusemin,,,, svaf allt að tveimur tímum í einu tvisvar á dag og að auki alla nóttina. Ferðalagið hefur kannski eitthvað ruglað hann því að nú neitar hann að sofa meira en hálftíma í einu á daginn og vaknar svona 3-4 sinnum á nóttunni. Við erum ekki alveg að skilja þetta. Ég vona bara að þetta fari bráðum að lagast því að ég er ekki að meika þetta næturbrölt.
Jæja ég held að þetta fyrsta blogg eftir langt frí verði ekki lengra í bili
bið að heilsa
Ragna og skríllinn
En þetta reddaðist nú allt og ferðalagið gékk vel.
Helstu fréttir héðan eru þær að Eydís missti framtönn í neðri góm í gær (fyrsta tönnin sem dettur á eðlilegan hátt).......... eða eins eðlilegt og hægt er. Egill nefnilega kippti tönninni úr í gærkveldi enda var hún svo laus að við skildum eiginlega ekki hvernig hún gat lafað uppí munninum á henni. Þannig að þá eru fjórar tennur farnar og ein svakalega laus til viðbótar. Okkur Agli þykir þetta náttúrulega voðalega erfitt að horfa upp á það að eiga orðið svona gamla dóttur ...... við sem erum ennþá bara 25 ára.
Einar litli er búin að ákveða það að það sé ekki gott að sofa í Skotlandi. Áður en við fórum heim til Íslands svaf hann lítið sem ekkert á daginn en alltaf á nóttunni. Svo komum við heim og þá tók við þvílika reglusemin,,,, svaf allt að tveimur tímum í einu tvisvar á dag og að auki alla nóttina. Ferðalagið hefur kannski eitthvað ruglað hann því að nú neitar hann að sofa meira en hálftíma í einu á daginn og vaknar svona 3-4 sinnum á nóttunni. Við erum ekki alveg að skilja þetta. Ég vona bara að þetta fari bráðum að lagast því að ég er ekki að meika þetta næturbrölt.
Jæja ég held að þetta fyrsta blogg eftir langt frí verði ekki lengra í bili
bið að heilsa
Ragna og skríllinn