Jæja - núna eru komnar nýjar bumbumyndir á netið. (Smellið á linkinn "Bumbumyndir 2"). Bumban er farin að stækka verulega og því var ákveðið að festa fyrirbærið á filmu. Nú eru sem sagt liðnar 30 vikur af meðgöngunni og bara 8-10 vikur eftir. Það er alveg merkilega lítið.
Nú - annars er allt fínt að frétta af okkur. Fórum í dag til Hafdísar og fórum með henni í smá labbitúr í gegnum ægilega fallegan skóg og enduðum við Crathes Castle og fengum okkur síðbúin hádegismat. Þetta var allt saman voðalega notalegt.
Á heimleiðinni keyrðum við að nýja húsinu okkar og okkur til mikillar ánægju sáum við (í gegnum gluggana) að þeir höfðu náð að teppaleggja. (þeir voru nefnilega ekki búnir að því á fimmtudaginn siðasta). En hérna eru páskarnir ekkert heilagir og það er meira og minna allt opið og allir að vinna.
En - ekki meira í bili - ætla að reyna að draga Egil út í búð og svo á videoleiguna.
Bið að heilsa í bili
Ragna
laugardagur, apríl 10, 2004
Egill, Ragna, Eydís og Einar Háagerði 51 108 Reykjavík Iceland
Previous Posts
- Halló, halló og sorry fyrir að hafa verið svona lö...
- Haalllóóó - hér talar slakasta konan í Aberdeen þe...
- Jæja - óléttudagbókin Ég fór í 28 vikna mæðraskoðu...
- Jæja - Eydís fór heim til Íslands í dag. Buhuhu. ...
- Hæ - ég vildi bara láta ykkur vita að ég er búin a...
- Já - á meðan ég man - til hamingju með afmælið í g...
- Góðan daginn Ég var einmitt að hugsa málið í gær h...
- Hæhó Ég afrekaði það að kaupa mér óléttubuxur í gæ...
- Góðan mánudagsmorgun alle í hopa......!!!! Já efti...
- Halló Jæja - nú erum við formlega búin að segja up...
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home