fimmtudagur, febrúar 26, 2004

Komnar bumbumyndir af allri fjölskyldunni.....smella á linkinn hér til hliðar.
kv. R


Hér er ennþá smá snjór á jörðu þannig að Eydís má ekki fara í skólann og er því heima í dag. Skrýtið fyrirkomulag. Ef þetta væri svona á Íslandi þá kynni engin að lesa né skrifa. Og hananú.

Nú ætla ég að segja ykkur smá sögu af prakkarastriki sem að Eydís reyndi að framkvæma í morgun. Ég þurfti að mæta snemma í skólann í morgun og var farin fyrir klukkan átta. Egill lá uppi í rúmi og dormaði því að Eydis var ennþá sofandi. Svo heyrði hann að Eydís rumskaði en var ekkert að drífa sig á fætur því að hún var bara eitthvað að dunda sér inní herbergi. Allt í einu heyrði hann að einhver var að reyna að opna útidyrahurðina og rauk því fram úr og viti menn.........þar stóð Eydís alklædd...í úlpu, strigaskóm og með húfu og vettlinga og var að reyna að komast út. Hún hafði bara ætlað sér að laumast út í snjóinn á meðan að við værum sofandi. Hún vissi ekki einu sinni að ég væri farin......ætlaði bara að skella sér aðeins út. Það var bara eins gott að Egill var ekki sofandi því að hún kann alveg að opna allar hurðir í húsinu en hún hefði bara ekki komist inn aftur. Úff.....ég fékk smá áfall þegar að Egill sagði mér frá þessu. Það er greinilegt að við verðum alltaf að setja keðjuna fyrir hurðina, maður heyrir alltaf þegar að hún reynir að losa hana.

Nú - biðjum að heilsa í bili
R og co.

miðvikudagur, febrúar 25, 2004

Halló - já nú er aftur vetur í Aberdeen. Það byrjaði að snjóa í gær og nú er allt á "kafi" í snjó. Reyndar verð ég að viðurkenna að það er meiri snjór núna en var um daginn. Enda eru allir skólarnir lokaðir og Eydís er þar af leiðandi heima. Nú - ég afrekaði það að baka bollur í gær en þá var ekki til neinn rjómi þannig að þær fengu að bíða til dagsins í dag. Hérna í skotlandi er nefnilega ekki sama hvernig rjóma maður kaupir. Það er sko til "single cream" sem er eins og matreiðslurjómi.....svo er til "double crem" sem er eins og venjulegur rjómi (nema ekki hægt að þeyta) og svo er til hinn sívinsæli "whipping cream" sem er hægt að þeyta. En vandamálið er helst það að búðirnar eiga sjaldnast allar tegundirnar í einu í hillunum hjá sér og í dag var t.d. ekki til whipping cream í búðinni hjá okkur. Finnst ykkur þetta ekki merkilegt???
Já alltaf gott að geta talað um eitthvað merkilegt í blogginu.
Annars er ég búin að fá lokaeinkunn úr áföngunum mínu. Árangurinn var svona misjafn.....allt í lagi þó. Fyrir "e-Business Systems" áfangann fékk ég 9 - 9,5 og fyrir "Data Communication & Networking" áfangann minn fékk ég 7 - 7,5. Þetta var svo sem alveg eins og ég átti von á því að ég var ekki að skilja kennarann í Networking áfanganum. EN ég er sérlega ánægð með e-business áfangann.....þetta er hæst einkunn sem gefið er.....eins og að fá 10 heima á Íslandi.
Maður verður nú að monta sig aðeins.
Núna er ég í 3 áföngum sem mer líst ágætlega á. Einn heitir "Information Retrieval for the WWW" og er um að hanna gagnagrunn sem verður svo aðgengilegur og leitarhæfur á netinu. Electronic Publishing heitir annar áfangi og þar eigum við að skila STÓRRI ritgerð sem vefsíðu....og síðast en ekki síst er áfangi sem heitir Research Methods þar sem við skilum verkefni sem er "Reasech Proposal" fyrir Mastersritgerðina. Svo er reyndar einn áfangi í viðbót,....en það er að fara í "Placement" í einn mánuð. Til að einfalda það þá felst það í að vinna hjá einhverju fyrirtæki í mánuð og skila svo ritgerð um afraksturinn. Ég vona bara að ég lendi á skikkanlegum stað. Er búin að heyra alls konar hryllingssögur um fólk sem hefur farið í svona og staðið við ljósritunarvélina í heilan mánuð.........fínt að skrifa ritgerð um það!!!

Nú - jæja - nú ætla ég að reyna að læra smá. Er að reyna að lesa mér til um "e-books" til að geta skrifað skikkanlega ritgerð um þróun og framtíð e-bóka. Skemmtilegt.
Kv Ragna

mánudagur, febrúar 23, 2004

HÆ allir
Ég held að ég hafi náð mér í nýja sjúkdóm sem felst í því að ég fæ grænar bólur á heilann í hvert skipti sem ég hugsa um að blogga. Ég veit ekki út af hverju þessi viðbrögð eru......kannski er þetta bara einn af þessum mánuðum. Febrúar hefur nú aldrei verið þekktur fyrir að vera neitt sérlega spennandi........nema fyrir þá sem eiga afmæli í febrúar. T.d. Ágústa vinkona, Gunna frænka, Gabríel´Máni og fleira merkilegt fólk. Þau fá öll bestu afmæliskveðjur frá okkur hérna í Skotlandi.
Ein ástæðan fyrir þessum viðbrögðum við blogginu er að ég þjáist af óskilgreindri heimþrá. Já, ég væri sko alveg til í að vera heima núna og fara í bollukaffi hjá tengdó og elda svo saltkjöt á morgun. Mikið sakna ég stundum íslensks matar. Í dag kom yfir mig fimm mínútna orkukast og ég fór út í búð og keypti smjör til að baka bollur en þegar ég kom aftur heim þá var orkan öll farin og engar bollur á borðunum hjá mér. Kannski að ég fái annað orkukast á morgun og þá gæti hugsast að ég baki eitthvað.
Nú - annars er þetta nú búin að vera sérstaklega ágætis mánuður og allir hafa það gott. Bumban á mér ákvað að stækka í síðustu viku og núna er hún orðin ROSALEGA stór. Merkilegt hvað mikið getur gerst á stuttum tíma. Við Egill erum ekki ennþá búin að taka bumbumyndir, við erum einhvernvegin miklu rólegri yfir þessu öllu saman núna heldur en þegar "við géngum með Eydísi".

Jæja - mér líður nú aðeins betur eftir að hafa náð að klára að blogga smá. Kannski að ofnæmið sé eitthvað að dofna.

Bið að heilsa og lofa að blogga aftur í bráð
Ragna

laugardagur, febrúar 14, 2004

HÆHÓ - mig langar að taka það fram í upphafi að við vitum ekki kynið á ófædda skotanum. Þó ég hafi gefið það í skyn að mig vera með fótboltastrák í mallanum er ekkert vitað fyrir víst. Við héldum allan tíman á meðan ég gékk með Eydísi að við værum með strák. Þetta ber vitni um hvað við erum spáviss. (er það orð???) EN ég bíð ennþá spennt eftir að fá út úr ritgerðunum mínum sem ég skilaði um daginn. Ég veit að allir náðu öðru faginu (pjúff) einmitt faginu sem mér gékk ekki allt of vel í. En hitt fagið er óskrifað blað.
Nú við fórum og hittum félaga okkar þá Kristján og Þóri á kaffihúsi í gærkveldi, bara í smá spjall. Ægilega hressir strákar. Þeir stungu einmitt upp á því að reyna að hittast annan hvorn föstudag og fá sér smá að éta, drekka og kjafta. Sniðugt.
Annars er dagurinn í dag búin að vera frekar rólegur, ætluðum að kenna Eydísi að hjóla án hjálpardekkja en komumst að því að annað dekkið var sprungið og fórum í staðin í parkinn á leikvöllinn.
Þetta var nú ekki langt blogg en ég tók Þórunni mjög alvarlega þegar hún sagðist ekki þola löng blogg og hef passað mig undanfarið að skrifa stutt og hnitmiðuð blogg. Reyndar skrifaði hún á síðasta bloggið sitt að hún væri aftur orðin hlynt löngum bloggum svo lengi sem þau færu ekki út í rugl. 'Eg held að ég haldi mig bara við stuttu blogginn. Reyna frekar að skrifa oftar og stutt en sjaldnar og löng. Sko - ég er strax komin út í að rugla. Best að hætta
Kveðja Ragna

fimmtudagur, febrúar 12, 2004

Eitthvað voru sumir að kvarta yfir því að ég segði of lítið frá meðgöngunni. Nú skal því gert skil hér með:
Við fórum sem sagt í 20 vikna sónar þann 2. febrúar. Það var voðalega gaman. Sérstaklega þegar að ljósmóðirin varð að elta barnið um mallann á mér til þess að geta talið tærnar. Já.....ég held stundum að ég sé með fótboltastrák í maganum því að ég fæ varla stundarfrið fyrir sparki. Sérstaklega þegar ég er að reyna að sofna á kvöldin. En sónarinn kom sem sagt rosalega vel út. Allt á sínum stað og allir hressir og kátir. Af mér er það að frétta að ég er eldspræk. Stundum svolítið þreytt en þá er bara að fara snemma að sofa og þá bjargast allt. Egill er líka svo góður við mig og nuddar á mér axlinar eða bakið alveg eins og ég vil. Þessi elska. Eydís er líka voðalega spennt og spyr nánast á hverjum morgni hvort að barnið hafi stækkað eitthvað um nóttina. Það skemmtilega við þetta allt er að bekkjasystir hennar á líka von á systkini um svipað leyti og Eydís. Þær eru voðalega spenntar báðar tvær.

Nú - ég ætla að skella mér upp í rúm að horfa á "Miss Congeniality" (örugglega stafsetningarvilla þarna) þó að klukkan sé bara átta. Ég næ nefnilega bara Channel 5 inní svefnherbergi en ekki í sjónvarpinu inní stofu. Skrýtið.
Bið að heilsa
Cheers

miðvikudagur, febrúar 11, 2004

Hamingjustigið hjá fjölskyldunni í Abbói reis um helming í kveld. Já - Egill rakst á almennilega ýsu "úr Norður-Atlantshafi" í fiskborðinu og var ákveðið að hafa hana í kvöldmatinn ásamt kartöflum og hamsatólg. Þvílíkt lostæti !!! Þegar ég tala um almennilega ýsu þá á ég við að ýsan sem við finnum venjulega hérna er á milli þess að vera á stærð við Þingvallamurtu og síld!!! Pælið þið í því. Ég held að ýsan sem er veidd við strendur Skotlands alist upp við oliuborpallana og verði því ekkert stærri.
Annars er fátt títt, eins og venjulega. Það er eins og janúar og febrúar séu einstaklega leiðinlegir mánuðir hvað þetta varðar. Reyndar er veðrið búið að vera yndislegt í gær og í dag. Það var heiðskýrt og 15 stiga hiti í dag. Þessu veðri er reyndar spáð fram yfir helgi og allir eru að vona að nú sé vorið komið.

Ég er með smá uppástungu til Þórunnar Ellu. Fyrst að þið eigið sambandsafmæli á morgun þá getið þið skellt því saman við Valentínusardaginn sem er á laugardaginn. Ekki það, Egill hváði bara þegar ég stakk upp á að við gerðum eitthvað sérstakt á Valentínusardaginn. Ætli við bökum ekki bara pízzu, fáum okkur bjór (ég einn og hann fleiri) og förum snemma í rúmmið..........u?h????!!!!!!

En ekki meira í bili
Ragna

þriðjudagur, febrúar 10, 2004

Jíisús hvað ég er þreytt.........já það er erfitt að vera að gera ekki neitt. Já dagurinn í dag er búin að vera meira en lítið erfiður. Ég lærði til hádegis og hvíldi mig þá aðeins. Svo fór ég og sótti Eydísi og svo sótti ég Þóri. Þórir er klippi"konan" mín og saman keyrðum við til Jóhönnu því hann klippir hana líka. Þannig að ég var ekki komin tilbaka fyrr en að verða átta og þá kom ég við á Thai take-away og sótti kvöldmatinn. Svo sótti ég Egill sem var búin að vera duglegur í skólanum og við fórum öll heim að borða enda orðun glorhungruð. Eydís var meira að segja svo þreytt að hún krafðist þess ekki að láta lesa fyrir sig. EN - meira var nú ekki títt hjá okkur og því býð ég góða nótt. Já, örþreyttu einstaklingarnir í Abbó ætla að drífa sig í rúmið, horfa á "There is something about Mary" og fara svo að sofa.
Cheers

mánudagur, febrúar 09, 2004

Komið þið nú öll sæl og blessuð og langt síðan síðast.
Já ég ákvað að taka mér smá frí frá blogginu - aðallega vegna þess að ég var komin með ofnæmi fyrir tölvunni. Sat fyrir framan hana í tvær vikur samfleytt að berja saman ritgerðina mína og þegar ég skilaði henni gat ég ekki meir. En nú er ég búin að jafna mig og get horfst í "augu" við tölvuna aftur.

Við fórum í stutta helgarferð til Stirling, þ.e. við fórum á laugardegi og komum aftur á sunnudagskveldi. Erindið var að hitta á vinkonu mína Hildi, manninn hennar, Palla, og börnin tvö, Bergstein (9) og Katrínu (4). Þetta var rosalega skemmtileg ferð þó að það hefði snjóað talsvert á laugardeginum. En sunnudagurinn var bjartur og fallegur og þá var farið og skoðað minnismerkið um hann William Wallace sem trónir efst uppi á toppi á ROSALEGA brattri hæð (smá ýkjur). Nú við fórum líka og og skoðuðum Stirling Castle að utan (tímdum ekki að vorga okkur inn) ætlum nefnilega að fara aftur til Stirling þegar allt er í blóma og skoða allt betur þá. En það var skemmtilegt að fylgjast með stelpunum að leika sér. Þær smullu saman um leið og voru eins og síamstvíburar. Þær eru náttúrulega báðar alger barbie-frík og Eydís var sko alveg að fíla það að hafa eina að leika við sem sagði alltaf - "þú mátt ráða- þú ert svo stór". Ekki verra.

Heim vorum við komin um sjö leytið í gærkveldi og nenntum ekki að elda svo við splæstum á okkur Burger King (væri til í borða það á hverjum degi). Svo var fjölskyldan barasta öll komin í rúmið fyrir klukkan tíu og allt dottið í dúnalogn rétt rúmlega 10,30. Greinilegt að þetta tók mikið á taugarnar.

En við erum komin með nýtt "Comment" kerfi sem virkar alveg eins og "shout out" kerfið sem fyrir var.
Nú geta allir sem heimsækja síðuna okkar skrifað okkur smá skilaboð !!!

En læt þetta duga í bili
Cheers

mánudagur, febrúar 02, 2004

Jæja - þá er hinni þriggja daga afmælisveislu lokið.
Á föstudaginn fórum við út að borða á ítalskan veitingastað. Þar fengum við okkur ýmis konar góðgæti. Á boðstólnum voru meðal annars kræklingar í hvítlaukssósu, parma skinka og melóna, scottish prime fillet, kálfakjöt og spagetti. Reynið þið nú að geta hver fékk sér spagettíið.
Á laugardaginn vorum við búin að bjóða þeim fáu íslendingum sem hér búa til að fá sé smá snarl og bjór. Í boði var smá þorramatur, hangikjöt, sviðasulta, harðfiskur, hákarl, síld og egg, flatkökur og rúgbrauð (sem Egill bakaði !!!). Svo var líka graflax, laxa-fahitas, og sjávarrétta pönnukökur. Allt saman rosalega gott. Hér var sem sagt glatt á hjalla fram eftir kvöldi.
En þar sem að ég er ennþá að vinna að ritgerðinni minni þá ætla ég að láta þetta gott heita í bili. 'Eg skila ritgerðinni á fimmtudaginn og lofa að ég blogga aftur þá.
Bið að heilsa í bili
Ragna

P.S. Það er greinilegt að gæinn sem að hélt uppi "Shout Out" dæminu er farinn á hausinn. Þannig að ef þið viljið heyra í mér og Agli þá er netfangið okkar ragnaek@btopenworld.com