fimmtudagur, maí 11, 2006

Það gerist sko ýmislegt á Íslandi.
Ég og Egill erum búin að festa okkur húsnæði. Við gerðum tilboð, aftur tilboð og gagntilboð og að lokum var því tekið. Við erum sem sagt í ferlinum að kaupa endaraðhús í Háagerði, 108 Reykjavík. Húsnæðið þarfnast standsetningar, eins og að mála þak og glugga, laga múrhúð að aftan ofl. skemmtilegt. Þetta verður hobbyverkefnið okkar Egils næstu 10 árin, en þar sem við erum svo góð í okkur mega allir koma að verkinu !! hehehehehe
En núna bíðum við bara spennt að Íbúðalánasjóður samþykki okkur sem hæfa greiðendur og þá verður allt klappað og klárt.
Ég er líka komin á fullt í vinnunni og mér líkar bara rosalega vel. Það er fullt af breytingum framundan og fullt af verkefnum.
Þetta er svona það helsta sem hefur drifið á mína daga á Íslandi.
Skrifa meira seinna - ég lofa.....
kv. Ragna

10 Comments:

At 9:32 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég er svooo fegin að þið verðið í hverfinu, hægt að droppa við í kaffi og málningu á sunnudagsgöngutúrnum...segi ég sem á fullt af góðum nágrönnum og hitti þá aldrei. Vona bara að Þið verðið dugleg að koma við hjá okkur því ekki veitir af að lífga upp á Bakkagerðislífið.

 
At 11:17 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju til hamingju
til hamingju

Rannveig

 
At 1:53 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

TIl hamingju! Og gudi se lof ad vid misstum ykkur ekki ut i ruglid! Haagerdi hljomar mjog vel serstaklega fyrir mig til ad muna heimilisfangid. Stutt lika til ad koma og passa Einar thu meinar ; )

 
At 2:30 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég og mamma, Iðunn og Ásgeir ættum kannski að opna fjölskylduleikskóla í hverfinu.

 
At 6:10 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Alveg frábært. Ekki samt treysta mér fyrir málningarpensli. Hamar og nagli, jafnvel borvél hljómar betur.

 
At 8:02 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Frábært til lukku með húsnæðið, mæli alveg hiklaust með hverfinu.
kv. Lilja

 
At 7:03 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Alltaf verið að skamma mig fyrir að segja alltaf það sem getur gerst verst, sem mér finnst samt mjög nauðsynlegt að segja, smá gleðispillir svona, eða forvarnafulltrúi gegn vonbrigðum. Sé að það eru fleiri mér náskyldir með þessum ósköpum gerðir. Egill, bróðir minn! Við getum stofnað þjónustufyrirtæki í áðurnefndri grein: Forvörnum gegn vonbrigðum, og seljum grimmt og dýrt.

 
At 9:55 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

ÉG verð með, haldin þessari áráttu og treysti engu fyrr en löngu eftir að öruggt er. Mamma og pabbi gætu verið í neikvæðu deildinni og Halldór í þeirri bjartsýnu.

 
At 7:49 f.h., Blogger Addý Guðjóns said...

Ég segi samt til hamingju, med tilbodid í tad minnsta! Svartsýni er bølsýni. Gangi ykkur allt í haginn!

 
At 2:10 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

canada goose uk, thomas sabo, ugg,uggs,uggs canada, louis vuitton, ugg boots uk, louis vuitton, karen millen, pandora jewelry, coach outlet, moncler outlet, doudoune canada goose, converse outlet, ugg pas cher, michael kors handbags, moncler, toms shoes, replica watches, canada goose, marc jacobs, wedding dresses, barbour, moncler, moncler, supra shoes, swarovski, michael kors outlet online, ugg,ugg australia,ugg italia, sac louis vuitton pas cher, links of london, moncler, canada goose outlet, lancel, moncler, doke gabbana outlet, louis vuitton, juicy couture outlet, pandora charms, barbour jackets, moncler, canada goose outlet, louis vuitton, canada goose, pandora charms, michael kors outlet, swarovski crystal, moncler, canada goose, canada goose, pandora jewelry, bottes ugg, hollister, montre pas cher
ninest123 10.31

 

Skrifa ummæli

<< Home