þriðjudagur, maí 02, 2006

10 dagar á Íslandi - Stiklað á stóru

Dagur eitt: Kæru vinir - mikið var gott að lenda á Íslandi eða þar til að ég kom út af Leifsstöð. Skítakuldi á þessu landi, snjór og hagl. Fór strax að stór-efast um ákvörðun mína að koma til Íslands. Það var þó gott að hitta mömmu og pabba og borða með þeim góðan mat. Síðan færði ég mig yfir í núverandi bækistöðvar hjá Gillí og Palla. Einar er stórskemmtilegur ferðafélagi eða allt þar til að hann verður þreyttur en vill ekki sofna..... þá væri ég alveg til í að skipta á honum og TK sem svaf nánast alla leiðina til Íslands.

Dagur þrjú: Fór á árshátíð saumaklúbbsins kvöldið áður og var ekki sofnuð fyrr en að ganga hálf tvö. Þá ákvað Einar að vera skemmtilegur og vaknaði af værum blundi kl. 06,00. Ég druslaði honum niður til að vekja ekki Gillí og Palla. Um 10 leytið drifum við okkur út í labbitúr en eins og svo oft áður urðum við fljótlega frá að hverfa sökum veðurofsa.......ég er stórlega farin að efast um að það hafi verið rétt ákvörðun að flytja til Íslands. Sakna Egils og Eydísar alveg ofsalega mikið og finnst þetta óréttlátt að við þurfun alltaf að lenda reglulega í aðstæðum sem gera það að verkum að við erum aðskilin í marga mánuði í senn (reyndar alltaf sjálfskapað).

Dagur fimm: Einar er byrjaður í aðlögun hjá dagmömmunni og ég skildi hann eftir í rúman hálftíma. Mömmuhjartað brotnaði í tvent þegar að ég sagði "jæja - nú er ég að fara" við Einar. Þá stóð hann nefnilega upp og vinkaði bless til allra hinna krakkanna og kyssti meira að segja á kollinn á einum. Svo þegar að hann áttaði sig á því að það var bara mamma sem var að fara þá brustu flóðgáttirnar og hjartað mitt líka. En allt fór þetta vel og hann var bara ánægður eftir dvölina. VIð heyrðum í Eydísi í dag og hún og Einar "töluðu" heillengi saman í símann. Einar segir ekki margt......."hæ", "mamma", "vááááá".....bendir og klappar.

Dagur átta: Ég skildi Einar eftir hjá dagmömmunni rúmlega hálfan daginn og hann svaf hjá henni og allt. Það gékk líka svona stórvel enda sökum þess að það var svona gott veður gat dagmamman farið með þau á róló. Þá verður minn maður kátur. Elskar að vera úti að leika. Við Einar söknum Eydísar og Egils meir og meir með hverjum deginum og erum farin að telja niður þangað til þau koma heim. Það er buið að bóka far fyrir Eydísi þann 26 maí en Egill er enn óráðinn....!

Dagur 10: Sunnudagur til sælu. Fór í gær og keypti sandkassa fyrir Einar sem vekur svona líka mikla lukku. Þetta er alveg snilld. Hitti Hauk og Rósu í hádeginu en þau voru að koma í bæinn til að sækja Ítalska kennara. Kári, Þóra og stelpurnar komu í mat til Gillíar sem og tengdó. Gillí grillaði stórglæsilegar lambalærissneiðar og rosalega góðar kartöflur. Frábær dagur.

Dagur 12: Fyrsti dagur í vinnu. Ég var með þvílíkan hnút í maganum í morgunn og hann er ekki ennþá farinn. Ég spái því að hann fari ekki fyrr en eftir ca. tvær vikur ef ég þekki sjálfa mig rétt. Mér leist ágætlega á staðinn og allir sem ég talaði við í dag komu sérstaklega vel fyrir. Það er greinilegt að það er góður andi í fyrirtækinu og sveigjanleikinn er í fyrirrúmi. Segi meir af starfinu þegar ég veit meir.

Húfff - ´þetta var nú ágætis færsla hjá mér enda var sko alveg kominn tími til að ég gerði eitthvað. Ég held nú áfram að blogga fyrst um sinn en svo sjáum við til hvort upplýsingaflæðið verði ekki bara feykinóg fyrst maður er fluttur til landsins. Mér sýnist hvort eð er fáir vera að skoða þessa síðu - við sjáum til.
kv. Ragna

8 Comments:

At 10:30 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Er þetta kannski galdurinn á bak við eilífa ást, sundur, saman, sundur, saman...!! Svo finnst mér Einar segja fullt af orðum...en er oftast ein um þá skoðun því..hinir..fatta þetta bara ekki. Hann segir reyndar ákveðið NEI og í gær sagði hann ...krummi... og í kvöld sagði hann...matur... svo ég veit ekki hvað foreldrarnir eru að kvarta...

 
At 10:32 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

...undan málleysi. Kári sagði þrjú orð tveggja ára og eftir að hann lærði að tala hefur hann ekki stoppað, Ásgeir kunni fullt af orðum tveggja ára og hefur varla sagt orð síðan.

 
At 4:05 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Er þetta pen leið til að komast hjá því að skrifa meira? Ég held að fullt af fólki eigi eftir að halda áfram að skoða síðuna. Það skyldi þó aldrei vera að Einar sé nánast altalandi og vandamálið sé slakur, almennur málskilningur í samfélaginu. Aumingja litli kallinn, svo flottur með herraklippinguna sína.
Gangi þér vel í vinnunni Ragna mín.

 
At 8:19 e.h., Blogger Addý Guðjóns said...

Það er gott að heyra að þú ætlar að halda þessari síðu uppi aðeins lengur. Vonandi sem allra lengst svo hægt sé að fylgjast með ykkur fjölskyldunni á klakanum að utan... Trúlega eru fleiri á sömu skoðun.
Ég vil líka koma því á framfæri að mig er virkilega farið að þyrsta í djúsí færsrlu um árshátíð saumaklúbbsins.
Kossar og knúsar úr hitanum,
Addý paddý

 
At 11:51 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

RAGNA... þú skuldar mér kippu af bjór... hahahah!!! ég sótti um í háskólann í dag...

Skál í botn!

 
At 11:48 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

en ef thid aetlid ad bua i mosfellsbae getidi alveg eins att heima ut i SKotlandi!!

 
At 12:24 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Meiri fréttir takk :D Það er svo gaman að fá að fylgjast með fyrstu dögunum á Íslandi

R

 
At 2:10 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

canada goose uk, thomas sabo, ugg,uggs,uggs canada, louis vuitton, ugg boots uk, louis vuitton, karen millen, pandora jewelry, coach outlet, moncler outlet, doudoune canada goose, converse outlet, ugg pas cher, michael kors handbags, moncler, toms shoes, replica watches, canada goose, marc jacobs, wedding dresses, barbour, moncler, moncler, supra shoes, swarovski, michael kors outlet online, ugg,ugg australia,ugg italia, sac louis vuitton pas cher, links of london, moncler, canada goose outlet, lancel, moncler, doke gabbana outlet, louis vuitton, juicy couture outlet, pandora charms, barbour jackets, moncler, canada goose outlet, louis vuitton, canada goose, pandora charms, michael kors outlet, swarovski crystal, moncler, canada goose, canada goose, pandora jewelry, bottes ugg, hollister, montre pas cher
ninest123 10.31

 

Skrifa ummæli

<< Home