sunnudagur, september 26, 2004

Hæhó og dillidó...... ég er að koma heim
Eins og er á ég að vera að taka til og gera hreint en það er miklu skemmtilegra að blogga. Við eigum nefnilega von á gestum (gerist einu sinni á þriggja mánaða fresti) og þá er nú betra að skafa skítinn af gólfunum svona til málamynda. hehehe. Þórir og Kristján eru að koma á eftir, Þórir ætlar að klippa mig og lita þannig að allavegana hárið á mér líti vel út þegar ég kem heim þó að allt hitt sé í klessu. Egill var meira að segja að hugsa um að láta hann klippa sig líka.... undur og stórmerki gerast enn.
Ég held að þetta verði í síðasta sinn sem ég blogga áður en ég kem heim því að frá og með morgundeginum verður allur minn tími settur í það að pakka niður í ferðatöskurnar. Ég er nú þegar búin að hálffylla þrjár og á allavegana eftir að pakka í þrjár í viðbót. Við vorum mjög ánægð þegar við lásum það á vef Flugleiða að ungabörn mega hafa með sér 10 kg. í farangur, það veitir sko ekki af. Tvær og hálf taska eru fullar af jólagjöfum og restin er drasl af okkur. 'Eg var einmitt að segja það við Egil að það verður svolítið skrýtið að fara að pakka inn jólagjöfum í október,.... en íllu er víst best af lokið.
Jæja - ég hef eiginlega ekki neitt fleira að segja í bili.....best að fara að koma tuskunni á loft og ryksugunni í gang.
Heilsur í bæinn
Ragna og viðhengin

mánudagur, september 20, 2004

Halló aftur - hér kemur smá "summary" af því sem á okkar daga hefur drifið síðan ég skrifaði síðast.
  • Einar litli fór í sprautu og skoðun þann 16. sept og mældist 63 cm á lengd og 6,7 kg. Hann er sko stór þessi drengur. Hann er orðinn rosalega sperrtur og það skemmtilegasta sem hann veit er að standa uppréttur og reyna að labba. Ég meina það....!!! Hann er nú einu sinni bara 3 mánaða. EN hann tekur þessi fínu skref og allt. Svo finnst honum alveg hrikalegt að halla aftur á bak, hann vill bara sitja eða standa. En hann er farinn að sofa betur úti í vagni á daginn og tekur tvo lúra svona 1 til 1 1/2 klst. í senn. Hann er líka farin að sofa lengur á nóttunni alveg frá 22,00 til 06,00 og svo aftur til 09,00. Það er nú ekki slæmt fyrir svona lítinn kút.
  • Eydís mín er alltaf jafn hress og kát. Hún er orðin stolt mamma af Baby Born en hún fékk hana í fyrirfram afmælisgjöf frá afa Einari og ömmu Kiddý þegar að Einar fæddist. Fyrst var hún ekkert sérstaklega hrifin af henni en allt í einu fyrir skömmu tók þetta mikinn kipp. Hún er orðin svo mikil mamma að hún háttar "Önnu" á hverju kvöldi og klæðir hana svo aftur í á morgnana. "Anna" þarf að fara allt með okkur og fer reglulega út klædd í fötunum hans Einars. Við erum voðalega ánægð með að hún sé farin að leika sér að henni enda var þetta "Barbie" dæmi orðið svolítið einhæft. Gott að fá smá tilbreytingu.
  • Ég var rosalega dugleg síðasta laugardag og kláraði nánast ritgerðina mína. Nú á ég bara eftir að skrifa inngang og summary og klára spurningalistann. Ég verð enga stund að því. Svona af því að ég var svo dugleg þá fór Egill og sótti ferðatöskurnar af háaloftinu. Það mátti ekki seinna vera því að nú eru bara 10 dagar þangað til að við komum heim. Líka mátti það ekki seinna vera því að það er svooooo vond lykt af töskunum eftir að hafa verið þarna uppi að ég veit ekki alveg hvað ég á að gera. Kann einhver ráð við að losna við vonda lykt úr ferðatöskum???? Allar tillögur vel þegnar.
  • Hey-hey - ég gleymi alveg að segja ykkur frá því allra mikilvægasta!!! Við höfum semsagt formlega unnið fullnaðarsigur á Tryggingarstofnun. Þeir sem hafa verið að lesa bloggið vita að við erum búin að standa í verulegu stappi við TR til að fá greiddan fæðingarstyrkinn. Þeir eru búnir að láta þetta fara fyrir lögfræðing aftur og aftur og voru sífellt að biðja um einhver blöð og kvittanir héðan frá Skotlandi (nota bene: það stóð hvergi á umsókninni að við þyrftum að skila inn þessum blöðum). En við gáfumst ekki upp, hringdum mörgum sinnum í viku og að lokum fengum við aðra manneskju til að sjá um málið fyrir okkur. Þá fór þetta loksins að ganga. Hún hafði samband af fyrra bragði (óheyrt innan Tryggingarstofnunar) og virtist hreinlega vera með einhverju viti. Að lokum fengum við tölvupóst þar sem sagt væri að þetta væri frágengið og við fengum styrkinn. Jibýý - Jeiiiii. Loksins getur maður hætt að hafa áhyggjur af því að maður væri að fara á hausinn. Til hamingju til okkar.
  • jæja - nú er ég hætt í bili - hef ekki meira að segja.

Kv. Ragna

fimmtudagur, september 16, 2004

Hæ - hér er það Ragna Elíza Kvaran sem talar. Takið sérstaklega eftir nafninu Elíza en það varð nýverið svo að nafnið mitt var loksins skráð rétt í þjóðskránni en í 30 ár hefur það verið skráð Eliza !!! Eftir að mamma og ég vorum búnar að skrifa bréf, hringja og bögga alla verulega þá var þessu loksins breytt. Kallinn hjá þjóðskrá var nú verulega tregur til að breyta þessu og sagði að hann gæti nú ekki betur séð að ég hefði skrifað Eliza á giftingarvottorðið mitt. Þvílíkur dóni. Ég heiti Elíza og það stendur skýrum stöfum á skírnarvottorðinu mínu. En semsagt - nú er það breytt og allir ánægðir - nema kallinn á þjóðskránni.

Annars er fátt til tíðinda hér annað en að veðrið er orðið leiðinlegt....rok og rignin. Ég held að góða veðrið sé að færa sig til Íslands og gera sig klárt fyrir heimkomu okkar.
Jæja- bless í bili
Ragna

þriðjudagur, september 14, 2004

JÆja - þá eru jólagjafirnar komnar í hús. Laugardagurinn var fullnýttur og það er nú ekki annað hægt en að vorkenna greyið börnunum sem þrömmuðu þetta allt með okkur (Eydís þrammaði, Einar lá í kerrunni sinni). En árangurinn talar fyrir sínu, allt búið nema tengdamamma...... það kemur vonandi á næstu dögum.

Annars vill ég ítreka beiðni mína um að aðrir heimsæki okkur........ þannig að við verðum ekki eins og "útspýtt hundskinn" svo ég vitni nú í hana Rósu mágkonu mína.

Annars er mig farið að hlakka svo til að koma heim og sýna afkvæmin að ég get varla beðið. Ég er byrjuð að skrifa niður lista með öllu því sem hver og einn þarf að hafa með sér. Þetta er allt saman voðalega spennandi. Ég er samt mest hrædd um að við verðum með allt of mikið af farangri og þurfum sennilega að borga yfirvigt....... en þá er bara spurning að bera sig ílla og sýna hvað Eydís og Einar eru sæt og vona að þær á "tékk-inninu" bráðni og hleypi okkur í gegn.

Annars hef ég fátt að segja.... er á fullu að skrifa ritgerð en nenni því ekki og blogga í staðin.
En nóg í bili - kv. Ragna

föstudagur, september 10, 2004

Jæja - þá er það ákveðið, þessari helgi verður varið í að kaupa jólagjafir. Já - ég er ekki að missa vitið......heldur ætlum við að klára að kaupa allar jólagjafirnar um helgin til að geta tekið þær með okkur þegar við komum til Íslands.
Helst verður stefnt að því að kaupa gjafir sem hafa lítið rúmmál og litla þyngd - af hverju ætli það sé?????
Það verður nú pínulítið skrýtið að þurfa ekki að kaupa neinar gjafir í desember nema bara fyrir Egil og krakkana. En þá er því meiri tími til að skreyta húsið og baka smákökur. Við vorum einmitt að tala um það um daginn að við erum halda jólin í fyrsta sinn heima hjá okkur. Hingað til höfum við verið til skiptis hjá tengdó og mömmu og pabba. Mig hlakkar mikið til að skreyta í fyrsta sinn okkar eigið jólatré með Eydísi og elda í fyrsta sinn jólamatinn. Svo er ég hrædd um að það verði ekki aftur snúið........nú geta bara mamma og pabbi og tendó komið til skiptis til okkar í jólamat. (smá hint) hihihi.
Mig er farið að hlakka mikið til að komast í villibráðarveisluna sem verður haldin þann 2. október. Það er svo langt síðan að við höfum hitt alla vinina okkar því að tíminn var sko heldur betur fljótur að líða þegar við vorum heima síðustu jól. Meira en helmingurinn af tímanum fór í að sinna matarboðum og jólaböllum. En núna sé ég fram á aðeins afslappaðri tíma þó að allar fjórar helgarnar séu orðnar planaðar.
Já- 2 okt. er áðurnefnd villibráðarveisla. Svo þann 8. okt kemur Prof. Kevin (yfirmaðurinn hans Egils) og verður hér á landi til 14 okt. Hann og Egill ætla að vera að ferðast um landið á þessum tíma og mun ég þá nota tímann til að sinna vinkonum mínum og eiga með þeim góðar kvöldstundir. Helgina 16/17 gerum við ráð fyrir að fara vestur og grilla í bílskúrnum að venju. Svo á laugardaginn 23. okt. verður Einar litli skírður. Svo erum við farin heim.
Svo vil ég líka benda fólki á það að það er líka hægt að heimsækja okkur. Þó að við búum hjá mömmu og pabba er fólki alveg óhætt að koma í heimsókn. Mamma og pabbi eru ágætisfólk og hafa bara gaman að því að hitta ykkur. (aftur smá hint, hihihih).
jæja - nóg í bili - Einar var að sofna og ritgerðin bíður
Kv. Ragna

miðvikudagur, september 08, 2004

Mér varð hugsað til þess í morgun hvað mig hlakkar rosalega til að koma heima og sjá börn vinkvenna minna. Það varð hið mesta útungunarstand í vinahópnum mínum í vor og sumar og svo eru tvær núna í september. Edda Lilja, stelpan hennar Ingunnar er eins og henni hafi verið snýtt úr nösinni á pabba sínum, svo lík eru þau. Hún er voðalega fínleg og sæt stelpa. Kári, strákurinn hennar Ágústu er alger dúlla og verður gaman að sjá hann og Einar leika sér í framtíðinni því það eru ekki nema 3 dagar á milli þeirra. Svo er það Helena litla Ingibjörg hennar Láru. Einhvernvegin hef ég það á tilfinningunni að hún eigi eftir að eiga erfiða tíma með kraftakallinum honum Einari svona til að byrja með. En svo veit ég það að seinna eiga þau eftir að fella hugi saman og eignast börn og buru. Við Lára rífumst svo um hvor á að passa barnabörnin.
Annars er fátt að frétta hér úr Aberdeenskríri eins og venjulega. Hér skín sólinn af miklum krafti og maður situr bara inni við tölvuna að reynir að berja saman einhverri béskotans ritgerð. En ekki meira um það. Ætla að fara að hringja í Tryggingarstofnun og fá að vita út að hverju ég fæ ekkert fæðingarorlof. Helv.....vesen á þeim. Vildu fá staðfestingu frá yfirvöldum hérna að við hefðum ekki rétt á fæðingarorlofi í SKotlandi (sem við höfum að sjálfsögðu ekki). Enda finnst mér að þetta eigi ekki að vera neitt mál.........við erum með lögheimili á Íslandi, við eigum eign á Íslandi og borgum okkar skatta á Íslandi, þá finnst mér bara sjálfsagt að við eigum rétt á fæðingarstyrk á Íslandi. En það er víst ekkki svo sjálfgefið. Rugl
Jæja- heilsur í bæinn
Ragna

mánudagur, september 06, 2004

Úff - ég veit að það er ljótt að monta sig en, vááá hvað veðrið er gott. Eftir hreint ömulegt sumar (maí var fínn) þá er komin hin mesta blíða. Laugardagurinn var svo heitur að það stóð 25 stiga hiti í skugganum og hinn hitamælirinn fór í 40 gráður í sólinni. Enda vorum við að bráðna. Það er nefnilega hæð yfir Bretlandi og veldur þessu frábæra veðri sem á að vera út vikuna.
En á laugardaginn skelltum við okkur að heimsækja Atla og Jóhönnu og að venju fórum við ekki heim fyrr en seint. Alltaf gaman að hitta á þau og ég verð að segja að ég vona (með alla fingur upp til Guðs) að þau verði í Skotlandi um jólin. Það verður hálf einmannalegt hérna ef þau fara til Íslands og við verðum hérna. Ég veit allavegana ekki til þess að neinn ætli að skella sér í ferðalag um jólin til að heimsækja okkur.
Sunnudagurinn fór í algera leti þrátt fyrir að veðrið væri enn gott.
Núna er ég að vinna í því að safna heimildum fyrir Rannsóknartillöguna mína sem ég á að skila í lok september. Einhvernveginn er heilinn á mér ekki innstilltur á það að vera að safna heimildum né að skrifa ritgerðir. Hann vill bara vera í því að vera í fæðingarorlofi og hafa það næs. EN undan þessu verður ekki komist og ég druslast áfram.
Annars er mér farið að hlakka svo mikið til að koma heim að ég ræð mér varla. Ég þarf að halda verulega aftur að mér að biðja ekki Egil um að sækja fyrir mig ferðatöskurnar af háaloftinu (ég fer sko ekki sjálf vegna kóngulóarfaralds). Væri sko alveg til í að byrja að pakka og skipuleggja í ferðatöskurnar en það er kannski aðeins of snemmt (þremur vikum fyrir brottför).
Jæja - nú neitar Einar að vera lengur í stólnum sínum og vill fá sér sjúss.
blessíbili


fimmtudagur, september 02, 2004

Halló

  • Það brast á með sól og blíðu um leið og Gillí og Þórunn Ella fóru frá okkur. Er þetta ekki týpískt. Það var nú heldur betur sjokkið sem við fengum öll daginn sem að þær fóru. Áætlað var að vakna rétt rúmlega fjögur um morgunin og skutla þeim á lestarstöðina, en viti menn, allir sváfu yfir sig og Egill rauk á fætur klukkan 05,15 og lestin átti að fara klukkan 05,28. Það varð uppi fótur og fit og reynt að ná lestinni en þegar mannskapurinn var komin út í bíl þá var það ljóst að það myndi ekki nást. Úr varð að stelpurnar tóku seinni lest sem var komin til Glasgow kl. 09,15 og það var tíminn sem þær áttu að tékka sig inn. En sem betur fer þá reddaðist þetta allt saman og nú eru þær komnar heim til Íslands í faðm fjölskyldunar.
  • Einar litli fór í mjaðmaómun í gær og sem betur fer þá er allt í góðu með beinin hans þannig að hann þarf ekki að fara í spelku. Þetta var mikill léttir fyrir foreldrana. Hann fékk líka graut að borða í gærkvöldi og var alveg vitlaus í hann. Það gerði það að verkum að hann svaf frá 23,00 til 07,00. Þá fékk hann sér smá að drekka og svaf aftur til 09,00. Annars er hann rosalega góður þó hann sofi lítið á daginn.
  • Eydís mín er byrjuð í ballett og fílar sig alveg í ræmur í bleikum leikfimisbol, bleikum tátiljum og með snúð í hárinu. Hún vaknaði í morgun og sýndi okkur lausa framtönn í neðri góm. Það lítur út fyrir að hún verði alveg tannlaus að framan um jólin. Þau verða flott saman á jólamyndunum, Eydís og Einar.

En allavegana, það eru komnar nýjar myndir á netið, gjörið svo vel að skoða.

Kveðjur í bili Ragna