Litla fólkið í Háagerðinu
mánudagur, maí 31, 2004
Hæhó - Enn og aftur er frídagur á Íslandi en ekki hérna. Það er meira hvað Skotar eru eitthvað slappir í þessu. Það er frí í Englandi og Whales en ekki hér. Það er ekkert heilagt við Skotana.
En það er ekki hægt að kvarta yfir veðrinu, alltaf sama skítablíðan. Annars gerist ekkert sérstakt hjá okkur þessa dagana..... ég er á fullu að undirbúa komu litla krilsins og Egill er á fullu að læra. Þess á milli erum við að klára að koma okkur fyrir og gera sætt og fínt.
Líðanin hjá mér er barasta góð þessa dagana fyrir utan það að vera hryllilega misjöfn í skapinu. Ég skil bara ekki hvernig Egill þolir þetta. Stundum er ég í ljómandi góðu skapi og stundum er eins og ég sé andsetin af íllgjörnum og viðurstyggilegum andSKOTA. hahahahh - núna ligg ég í krampa yfir eigin aulafyndni...............glötuð.
Jesús minn hvað þetta verður lélegt blogg............held barasta að ég geri meira á morgun.
Ég er annars að fara í klippingu og strípur á morgun til Þóris og vonandi gerir það kraftaverk á útlitinu sem er nefnilega ekki upp á það besta þessa dagana.
Jæja - hef ekkert meira að segja, ætla að fara að elda
R
En það er ekki hægt að kvarta yfir veðrinu, alltaf sama skítablíðan. Annars gerist ekkert sérstakt hjá okkur þessa dagana..... ég er á fullu að undirbúa komu litla krilsins og Egill er á fullu að læra. Þess á milli erum við að klára að koma okkur fyrir og gera sætt og fínt.
Líðanin hjá mér er barasta góð þessa dagana fyrir utan það að vera hryllilega misjöfn í skapinu. Ég skil bara ekki hvernig Egill þolir þetta. Stundum er ég í ljómandi góðu skapi og stundum er eins og ég sé andsetin af íllgjörnum og viðurstyggilegum andSKOTA. hahahahh - núna ligg ég í krampa yfir eigin aulafyndni...............glötuð.
Jesús minn hvað þetta verður lélegt blogg............held barasta að ég geri meira á morgun.
Ég er annars að fara í klippingu og strípur á morgun til Þóris og vonandi gerir það kraftaverk á útlitinu sem er nefnilega ekki upp á það besta þessa dagana.
Jæja - hef ekkert meira að segja, ætla að fara að elda
R
föstudagur, maí 28, 2004
Halló
Fyrir þá sem hafa áhuga þá er þetta hundraðasta bloggið mitt. Já - svona er maður nú búin að vera duglegur. Annars er ég á fullu að hugsa jákvæðar hugsanir og peppa sjálfa mig upp því að maður verður stundum svo svekktur þegar maður getur ekki gert allt sem manni langar til að gera út af bumbunni. Og allt sem maður getur gert virðist taka miklu lengri tíma en venjulega. Úff.........ég er samt ekkert að kvarta.....mér líður barasta fínt og er ánægð með það.
Veðrið leikur ennþá við okkur..........sól og nánast 17 stiga hiti í skugganum. Þeir voru að reyna að spá rigningu fyrir helgina en nú virðist sem að þeir séu hættir við það og það spáir bara glampandi sól og logni.
En í dagurinn í dag er tileinkaður FRIENDS en hér verður sýndur lokaþátturinn í kvöld. Ég ætla meira að segja að sötra á rauðvíni í tilefni dagsins. Makalaust hvað einn sjónvarpsþáttur getur verið skemmtilegur.
Jæja- stutt blogg í dag (hvet aðra bloggara til að vera duglegri að blogga)
kv. R
Fyrir þá sem hafa áhuga þá er þetta hundraðasta bloggið mitt. Já - svona er maður nú búin að vera duglegur. Annars er ég á fullu að hugsa jákvæðar hugsanir og peppa sjálfa mig upp því að maður verður stundum svo svekktur þegar maður getur ekki gert allt sem manni langar til að gera út af bumbunni. Og allt sem maður getur gert virðist taka miklu lengri tíma en venjulega. Úff.........ég er samt ekkert að kvarta.....mér líður barasta fínt og er ánægð með það.
Veðrið leikur ennþá við okkur..........sól og nánast 17 stiga hiti í skugganum. Þeir voru að reyna að spá rigningu fyrir helgina en nú virðist sem að þeir séu hættir við það og það spáir bara glampandi sól og logni.
En í dagurinn í dag er tileinkaður FRIENDS en hér verður sýndur lokaþátturinn í kvöld. Ég ætla meira að segja að sötra á rauðvíni í tilefni dagsins. Makalaust hvað einn sjónvarpsþáttur getur verið skemmtilegur.
Jæja- stutt blogg í dag (hvet aðra bloggara til að vera duglegri að blogga)
kv. R
miðvikudagur, maí 26, 2004
Hæ aftur - það verður seinkun á heimsókn Hildar og Palla en þau ætla að koma þarnæstu helgi. Palli er að vinna að lokaverkefninu sínu og kemst ekki frá. Það hentar eiginlega bara betur því að Egill er líka á fullu að "skanna" (hvað sem það nú er) og má eiginlega ekki við neinu fríi í bili.
Við ætluðum að setja saman rimlarúmið í gærkvöldi en það gékk ekki því að það vantaði allar skrúfurnar í rúmið. Algjör bömmer. Þær hljóta að hafa dottið úr pakkanum á öllum ferðalögunum. Egill ætlar að sjá hvort hann geti fundið svona skrúfur og tappa í búðunum hérna annars verðum við að reyna að hafa samband við þá í Rúmfó til að athuga hvort að þeir geti sent okkur skrúfupakka. Bömmer. En samt ágætt að þetta fattaðist snemma en ekki rétt áður en að krílið kemur í heiminn.
Annars var ég í skoðun hjá ljósmóðurinni í 36 vikna skoðun í gær og allt lítur vel út. Barnið er enn með kollinn í réttri stöðu en er ekki ennþá búið að skorða sig. Ég sjálf hef það fínt.....búin að þyngjast um rétt 10 kg. og er bara alveg rosalega ánægð með það. (ég þyngdist um rúm 20 kg þegar ég gékk með Eydísi) Annars var Egill að hóta mér því að hann ætlaði að fara að taka nýjar bumbumyndir af mér og ég setja þær á netið ef þær fá samþykki ritstjóra þessa bloggs (semsagt ég).
Já - og til að koma í veg fyrir frekari miskilning og pælingar þá vitum við ekki kynið á barninu. Við aftur á móti viðurkennum það fúslega að við tölum oftum krílið sem strák...........EN það gerðum við líka þegar Eydís var á leiðinni og sjáið þið bara!!!!!! Þetta kemur allt í ljós eftir nokkar vikur.
Jæja - best að hlaða í aðra þvottavél og undirbúa að fara að strauja.
síjúleitier
Ragna
Við ætluðum að setja saman rimlarúmið í gærkvöldi en það gékk ekki því að það vantaði allar skrúfurnar í rúmið. Algjör bömmer. Þær hljóta að hafa dottið úr pakkanum á öllum ferðalögunum. Egill ætlar að sjá hvort hann geti fundið svona skrúfur og tappa í búðunum hérna annars verðum við að reyna að hafa samband við þá í Rúmfó til að athuga hvort að þeir geti sent okkur skrúfupakka. Bömmer. En samt ágætt að þetta fattaðist snemma en ekki rétt áður en að krílið kemur í heiminn.
Annars var ég í skoðun hjá ljósmóðurinni í 36 vikna skoðun í gær og allt lítur vel út. Barnið er enn með kollinn í réttri stöðu en er ekki ennþá búið að skorða sig. Ég sjálf hef það fínt.....búin að þyngjast um rétt 10 kg. og er bara alveg rosalega ánægð með það. (ég þyngdist um rúm 20 kg þegar ég gékk með Eydísi) Annars var Egill að hóta mér því að hann ætlaði að fara að taka nýjar bumbumyndir af mér og ég setja þær á netið ef þær fá samþykki ritstjóra þessa bloggs (semsagt ég).
Já - og til að koma í veg fyrir frekari miskilning og pælingar þá vitum við ekki kynið á barninu. Við aftur á móti viðurkennum það fúslega að við tölum oftum krílið sem strák...........EN það gerðum við líka þegar Eydís var á leiðinni og sjáið þið bara!!!!!! Þetta kemur allt í ljós eftir nokkar vikur.
Jæja - best að hlaða í aðra þvottavél og undirbúa að fara að strauja.
síjúleitier
Ragna
mánudagur, maí 24, 2004
HÆ. Til þess að svara spurningu Gillíar um það hver Hildur og Palli eru þá eru þau vinahjón Ágústu vinkonu minnar. (Ég kynntist líka Hildi þegar ég var í háskólanum) Þau búa núna í Stirling með börnunum sínum tveimur og eins og glöggir lesendur bloggsins muna þá heimsóttum við þau í febrúar á þessu ári. Þau eru semsagt að hugsa um að endurgreiða heimsóknina og ætla að koma næstu helgi.
Nú helgin leið viðburðarmikil eins og venjulega. Það var rosalega gott veður (eins og venjulega) og við drifum okkur að slá grasið og setja saman forlátan garðbekk sem Egill keypti á slikk í skosku "húsasmiðjunni". Við Eydís dunduðum okkur við að viðarverja hann á meðan að Egill sló og svo var sett saman. Nú laugardagurinn var merkilegur af því leyti að ég losnaði við ískápinn af miðju eldhúsgólfinu því að Egill var svo duglegur að hann kláraði að útbúa gatið sem skápurinn átti að fara í og hann að sjálfögðu smellpassaði þar inn. Svo komu Atli og Jóhanna til okkar um fimmleytið og það var byrjað að súpa bjór og aðra góða drykki úti í garði. Svo var grillað á tveimur grillum og við sátum úti í góða veðrinu til klukkan 22,00 en þá var komin tími til að hátta stelpurnar (Guðrún fékk að gista hjá Eydísi) og við færðum okkur inn í kjölfarið. Á sunudaginn keyrðum við svo með Atla og Jóhönnu til Stonehaven (lítill bær sunnan við Aberdeen) þar sem stelpurnar léku sér á ströndinni og sulluðust í sjónum á meðan að foreldrarnir skelltu sér á næsta pöbb og fengu sér eina pintu með sér út. Þetta er rosalega sætur lítill bær og maður slappar einhvernvegin algerlega af (á meðan maður drekkur bjórinn) Tek það fram að ég var reyndar bara í diet kókinu.
Svo fórum við heim til þeirra þar sem var aftur grillað.......sumarið er sem sagt komið hjá okkur. Geggjuð helgi.
Núna í morgun vöknuðum við, og það var komin rigning. Merkilegt hvað góða veðrið virðist alltaf hitta á helgarnar hérna úti í Skotlandi. Og samvkæmt veðurspám á netinu (eru nú ekki alltaf að marka) á að hlýna aftur á fimmtudaginn og vera komið glimrandi veður á föstudaginn. Krossleggja fingur að það haldist.
Nú planið fyrir vikuna er nú lítið. Alger afslöppun.....ekkert stress. Egill aftur á móti er rosalega bissí í skólanum núna þannig að hann verður sennilega lítið heima. En við Eydís erum líka búin að plana stórþvott (þvo ungbarnafötin), ætlum að setja saman rimlarúmið og kaupa helstu ungbarnanauðsynjar s.s pela, snuddur, bleyjur og annað.
Jæja - ég er undir ströngum fyrirmælum að fara aftur að sofa.......og það er best að hlyða því.
Bið að heilsa í bili
Ragna
Nú helgin leið viðburðarmikil eins og venjulega. Það var rosalega gott veður (eins og venjulega) og við drifum okkur að slá grasið og setja saman forlátan garðbekk sem Egill keypti á slikk í skosku "húsasmiðjunni". Við Eydís dunduðum okkur við að viðarverja hann á meðan að Egill sló og svo var sett saman. Nú laugardagurinn var merkilegur af því leyti að ég losnaði við ískápinn af miðju eldhúsgólfinu því að Egill var svo duglegur að hann kláraði að útbúa gatið sem skápurinn átti að fara í og hann að sjálfögðu smellpassaði þar inn. Svo komu Atli og Jóhanna til okkar um fimmleytið og það var byrjað að súpa bjór og aðra góða drykki úti í garði. Svo var grillað á tveimur grillum og við sátum úti í góða veðrinu til klukkan 22,00 en þá var komin tími til að hátta stelpurnar (Guðrún fékk að gista hjá Eydísi) og við færðum okkur inn í kjölfarið. Á sunudaginn keyrðum við svo með Atla og Jóhönnu til Stonehaven (lítill bær sunnan við Aberdeen) þar sem stelpurnar léku sér á ströndinni og sulluðust í sjónum á meðan að foreldrarnir skelltu sér á næsta pöbb og fengu sér eina pintu með sér út. Þetta er rosalega sætur lítill bær og maður slappar einhvernvegin algerlega af (á meðan maður drekkur bjórinn) Tek það fram að ég var reyndar bara í diet kókinu.
Svo fórum við heim til þeirra þar sem var aftur grillað.......sumarið er sem sagt komið hjá okkur. Geggjuð helgi.
Núna í morgun vöknuðum við, og það var komin rigning. Merkilegt hvað góða veðrið virðist alltaf hitta á helgarnar hérna úti í Skotlandi. Og samvkæmt veðurspám á netinu (eru nú ekki alltaf að marka) á að hlýna aftur á fimmtudaginn og vera komið glimrandi veður á föstudaginn. Krossleggja fingur að það haldist.
Nú planið fyrir vikuna er nú lítið. Alger afslöppun.....ekkert stress. Egill aftur á móti er rosalega bissí í skólanum núna þannig að hann verður sennilega lítið heima. En við Eydís erum líka búin að plana stórþvott (þvo ungbarnafötin), ætlum að setja saman rimlarúmið og kaupa helstu ungbarnanauðsynjar s.s pela, snuddur, bleyjur og annað.
Jæja - ég er undir ströngum fyrirmælum að fara aftur að sofa.......og það er best að hlyða því.
Bið að heilsa í bili
Ragna
föstudagur, maí 21, 2004
Halló - ég fékk comment á bloggið mitt þar sem stóð að skrifin mín um C'uncil Taxinn væru óskiljanleg. Ég er reyndar alveg hjartanlega sammála því. En þetta var eitthvað sem mér lá mikið á hjarta og fannst einhvernvegin á þeim tímapunkti nauðsynlegt að skrifa um. Enda alltaf stórsigur þegar maður fær viðkomandi yfirvöld til að viðurkenna mistök og endurgreiða sér pening.
Að öðru.......í dag skila ég síðustu ritgerðinni minni......jibbíííí...!! Þá er bara eftir að skrifa rannsóknartillöguna (4000þ orð) og svo eitt stykki mastersritgerð.... en... den tid den sorg.
Hér er ennþá voðalega fínt veður...rigning einn daginn og glampandi sól þann næsta. Það besta við þetta allt saman er að það er eiginleg alltaf logn sem þýðir - gott veður. Atli og Jóhanna ætla að koma í mat til okkar á morgun og Guðrún ætlar síðan að prófa að fá að gista hjá Eydísi. Svo helgina eftir það koma vonandi Hildur og Palli með krakkana frá Stirling. Nú eru ekki nema rétt fjórar vikur í nýja krílið og best að nýta tímann og gera eitthvað skemmtilegt.
Jæja - best að fara að drífa sig upp í skóla og skila inn þessari ritgerð. Best að klára svona lagað sem fyrst.
Bið að heilsa í bili
Ragna
Að öðru.......í dag skila ég síðustu ritgerðinni minni......jibbíííí...!! Þá er bara eftir að skrifa rannsóknartillöguna (4000þ orð) og svo eitt stykki mastersritgerð.... en... den tid den sorg.
Hér er ennþá voðalega fínt veður...rigning einn daginn og glampandi sól þann næsta. Það besta við þetta allt saman er að það er eiginleg alltaf logn sem þýðir - gott veður. Atli og Jóhanna ætla að koma í mat til okkar á morgun og Guðrún ætlar síðan að prófa að fá að gista hjá Eydísi. Svo helgina eftir það koma vonandi Hildur og Palli með krakkana frá Stirling. Nú eru ekki nema rétt fjórar vikur í nýja krílið og best að nýta tímann og gera eitthvað skemmtilegt.
Jæja - best að fara að drífa sig upp í skóla og skila inn þessari ritgerð. Best að klára svona lagað sem fyrst.
Bið að heilsa í bili
Ragna
miðvikudagur, maí 19, 2004
Jæja - nú leyfist mér formlega að tilkynna það að stórgáfaði eiginmaður minn fékk styrk frá Rannís um daginn. Ég er þvílíkt monntin af honum. Hann er svo KLÁR..... ;-)
Þetta hefur mikið að segja um okkar fjárhag enda LÍN ekki hagstætt til langs tíma.
Nú að öðru.... við unnum stóran sigur á Aberdeen City Council nú fyrir nokkur. Þannig er málið að hér þarf að borga svo kallaðan Council Tax sem eins eins og útsvar og fasteignaskattur heima á Íslandi. Nema að hérna borgar maður fyrir það húsnæði sem þú býrð í og upphæðin fer eftir verðmæti hússins/íbúðarinnar. Þannig að ef þú býrð í hreysi borgar þú lítið en ef þú býrð í íbúð eins og við gerðum þá þarf maður að borga um 160000Þ á ári. Egill þarf ekkert að borga því að hann er í fullu námi en ég þurfti að borga frá mars til september á meðan ég var í náminu heima en bjó í Skotlandi. Okkur fannst þetta ekki rétt því við vissum að það væri tvísköttunarsamningu á milli landanna. Það endaði á því að við komumst í samband við indælann mann í Edinborg sem gegnir því hlutverki að vera Consúll Íslands. Hann sagði okkur það að hann hefði áður reddað fólki í okkar stöðu með Council Tax og skrifaði bréf sem við afhentum yfirvöldum . Og viti menn............þeir tóku þetta allt saman gillt og endurgreiddu okkur það sem við vorum búin að borga. Það var sko ekki verra. Mér finnst nauðsynlega að greina frá þessari sögu því að þetta er búið að taka okkur ár að fá yfirvöld til að viðurkenna að þessi tvísköttunarsamningur er til í alvörunni en ekki eitthvað sem við Egill bjuggum til.
Nú - en jæja - ég á ekki von á að margir lesi bloggið mitt núna því að það er víst uppstigningardagur heima á Íslandi. (engin svoleiðis fíntheit í Skotlandi)
Bið að heilsa
Ragna
Þetta hefur mikið að segja um okkar fjárhag enda LÍN ekki hagstætt til langs tíma.
Nú að öðru.... við unnum stóran sigur á Aberdeen City Council nú fyrir nokkur. Þannig er málið að hér þarf að borga svo kallaðan Council Tax sem eins eins og útsvar og fasteignaskattur heima á Íslandi. Nema að hérna borgar maður fyrir það húsnæði sem þú býrð í og upphæðin fer eftir verðmæti hússins/íbúðarinnar. Þannig að ef þú býrð í hreysi borgar þú lítið en ef þú býrð í íbúð eins og við gerðum þá þarf maður að borga um 160000Þ á ári. Egill þarf ekkert að borga því að hann er í fullu námi en ég þurfti að borga frá mars til september á meðan ég var í náminu heima en bjó í Skotlandi. Okkur fannst þetta ekki rétt því við vissum að það væri tvísköttunarsamningu á milli landanna. Það endaði á því að við komumst í samband við indælann mann í Edinborg sem gegnir því hlutverki að vera Consúll Íslands. Hann sagði okkur það að hann hefði áður reddað fólki í okkar stöðu með Council Tax og skrifaði bréf sem við afhentum yfirvöldum . Og viti menn............þeir tóku þetta allt saman gillt og endurgreiddu okkur það sem við vorum búin að borga. Það var sko ekki verra. Mér finnst nauðsynlega að greina frá þessari sögu því að þetta er búið að taka okkur ár að fá yfirvöld til að viðurkenna að þessi tvísköttunarsamningur er til í alvörunni en ekki eitthvað sem við Egill bjuggum til.
Nú - en jæja - ég á ekki von á að margir lesi bloggið mitt núna því að það er víst uppstigningardagur heima á Íslandi. (engin svoleiðis fíntheit í Skotlandi)
Bið að heilsa
Ragna
mánudagur, maí 17, 2004
Úff- mikið svakalega er ég brunnin á öxlunum. Já - ég sagði brunnin. Hérna er ÆÐISLEGT veður. Núna sit ég og horfi út um gluggann minn og klukkan er bara rétt korter yfir níu og það er strax kominn 19 stiga hiti í skugganum. GEGGJAÐ.
Í gær var líka svona gott veður og hitinn fór mest upp í 25 stig (ennþá meira í sólinni) og við náttúrulega nutum þess að vera úti að leika okkur. Atli og Egill fóru í golf á rosa flottum velli og á meðan fórum við Jóhanna með stelpurnar á Atrs&Craft sýningu í nágrenninu. Þar vorum við líka svo heppnar að þar var hoppukastali, töframaður (Eydís fékk að var aðstoðarmaður)og svo enduðum við á því að láta mála stelpurnar í framan (rosalega flott fiðrildi). Nú svo hittum við kallana í næsta sveitaþorpi og settumst aðeins niður og spjölluðum. EN svo urðu bjórþyrstin eiginmenn okkar bjórþyrstari og við rukum á næsta pöbb til að fá okkur öl. Svo var farið á resturant og borðaðir geggjaðir borgarar úr Angus nautakjöti, jummmmmm......
Nú - annars er helst að frétta að ég náði að skila tveimur verkefnum síðasta föstudag og svo á ég að skila einu næsta föstudag. Ef einhver hefur áhuga þá geta þeir skoðað verkefnin mín hér og hér.
Annars get ég ekki beðið eftir því að fara að gera klárt fyrir litla grjónið, þvo föt og strauja, setja saman rimlarúmið og kaupa eitthvað dót og gera sætt. Annars þarf ég víst að pakka niður í tösku alls konar dóti til að hafa með mér á spítalann því að hérna fær maður ekkert á spítalanum. Ekki einu sinni náttserk........maður þarf að taka allt með sér. Þannig að það er eins gott að fara að viða að sér þeim hlutum sem maður þarf að nota.
Jú - og fleiri fréttir.....mamma og pabbi eru búin að lengja ferðina sína og verða nú 2 vikur í Skotlandi. Jáa, þau koma þann 16 júní og fara aftur þann 30. júní. FRÁBÆRT. Nú eru þau líka frjálsari því að unglingurinn á heimilinu er farinn til bandaríkjanna og verður þar í allt sumar. Já, TK er farin frá ÍSL og komin til USA. Frábært hjá henni.......
Jæja, ég ætla að hætta þessu bulli og koma mér í það að skrifa þessa ritgerð.
Kv. Ragna
Í gær var líka svona gott veður og hitinn fór mest upp í 25 stig (ennþá meira í sólinni) og við náttúrulega nutum þess að vera úti að leika okkur. Atli og Egill fóru í golf á rosa flottum velli og á meðan fórum við Jóhanna með stelpurnar á Atrs&Craft sýningu í nágrenninu. Þar vorum við líka svo heppnar að þar var hoppukastali, töframaður (Eydís fékk að var aðstoðarmaður)og svo enduðum við á því að láta mála stelpurnar í framan (rosalega flott fiðrildi). Nú svo hittum við kallana í næsta sveitaþorpi og settumst aðeins niður og spjölluðum. EN svo urðu bjórþyrstin eiginmenn okkar bjórþyrstari og við rukum á næsta pöbb til að fá okkur öl. Svo var farið á resturant og borðaðir geggjaðir borgarar úr Angus nautakjöti, jummmmmm......
Nú - annars er helst að frétta að ég náði að skila tveimur verkefnum síðasta föstudag og svo á ég að skila einu næsta föstudag. Ef einhver hefur áhuga þá geta þeir skoðað verkefnin mín hér og hér.
Annars get ég ekki beðið eftir því að fara að gera klárt fyrir litla grjónið, þvo föt og strauja, setja saman rimlarúmið og kaupa eitthvað dót og gera sætt. Annars þarf ég víst að pakka niður í tösku alls konar dóti til að hafa með mér á spítalann því að hérna fær maður ekkert á spítalanum. Ekki einu sinni náttserk........maður þarf að taka allt með sér. Þannig að það er eins gott að fara að viða að sér þeim hlutum sem maður þarf að nota.
Jú - og fleiri fréttir.....mamma og pabbi eru búin að lengja ferðina sína og verða nú 2 vikur í Skotlandi. Jáa, þau koma þann 16 júní og fara aftur þann 30. júní. FRÁBÆRT. Nú eru þau líka frjálsari því að unglingurinn á heimilinu er farinn til bandaríkjanna og verður þar í allt sumar. Já, TK er farin frá ÍSL og komin til USA. Frábært hjá henni.......
Jæja, ég ætla að hætta þessu bulli og koma mér í það að skrifa þessa ritgerð.
Kv. Ragna
þriðjudagur, maí 11, 2004
Jæja - hérna eru myndirnar sem ég var búin að lofa að setja inn á netið.
Smellið hér
Setti ekki myndir af gestaklósettinu niðri (fannst það ekki þurfa) og ekki af gestaherberginu því þar er allt ennþá í drasli.
Bið að heilsa
Ragna
Smellið hér
Setti ekki myndir af gestaklósettinu niðri (fannst það ekki þurfa) og ekki af gestaherberginu því þar er allt ennþá í drasli.
Bið að heilsa
Ragna
Gleðjist nú vinir nær og fjær...............Ragna og Egill eru loksins komin aftur í samband við umheiminn. Já - Internetsambandið komst á hjá mér áðan og nú sit ég hér í gleðivímu og hef mig ekki í það að fara og læra (eins og ég á að vera að gera).
Nú - nýjustu fréttir eru þær að ég fór í skoðun til læknis í gær og allt lítur rosalega vel út. Litla grjónið snýr með höfuðið niður (eins og er) en er ekki búið að skorða sig. Enda engin ástæða til að njörfa sig niður þegar að það eru rúmar fimm vikur í að maður komi út. Ég fer aftur í skoðun eftir tvær vikur og þá verður það líklega búið að skorða sig og ef að staðan er eins (á hvolfi) þá ætti allt að fara fram á eðliðlegan hátt.
Nú annars líður okkur rosalega vel hérna í nýja húsinu okkar og ég verð að segja að það er makalaust gott að hafa allt í einu nóg pláss. Í fyrsta sinn í tæp sex ár þarf ég ekki að geyma aukadót undir rúmunum okkar eða inní fataskápunum. Hér er nóg af geymsluplássi og allir eru ánægðir.
Ég verð nú að segja að ánægðust er hún Eydís mín. Hún fékk loksins stórt og gott herbergi (barnið bjó náttúrulega í skókassa í 3 ár) og allt er voðalega flott hjá henni, bleikar gardínur, fjólublá himnasæng og nýr fjólublár loðinn grjónastóll (frá ömmu Kiddý). Hún er í sjöunda himni. Svo finnst henni líka bara æðislegt að geta farið út hvenær sem hún vill og leikið sér í garðinum. Hún er líka á fullu í blómarækt því að hún gróðursetti fullt af sólblómafræjum fyrir tveim vikum og það er allt byrjað að spretta á fullu. Mér var sagt að sólblóm væru svo fín fyrir krakka því að það gerist allt svo hratt og þau verða líka svo stór og fín. En þetta er allt saman mikill spenningur og allar plönturnar skoðaðar í krók og kima á hverjum degi.
Eydís var í skoðun hjá hjúkrunarkonu í dag og ég fór með. Þar kom allt vel út, hún er í meðallagi há og í meðallagi þung. Hjúkrunarkonan sagði að hún væri sérstaklega dugleg með penna og skrifaði mjög vel fyrir barn á hennar aldri. Svo var hún hrifin af því hvað hún skildi allar skipanir vel og sagði að sum enskumælandi börnin hefði ekki alltaf náð því sem hún var að biðja þau um að gera. Það voru því stoltar mæðgur sem löbbuðu út úr herberginu skömmu seinna. Eydís fór síðan aftur í tíma en hún hafði sko tilkynnt mér að við gætum ekki verið lengi hjá hjúkrunarkonunni því "við erum að bake a cake in home economics". Algjör dúlla.
Jæja - nú skal lært af krafti þar til ég þarf að elda kveldmat. Eydís fékk að ráða hvað yrði í matinn og viti menn......pasta varð fyrir valinu.
Bið að heilsa í bili
Ragna
Nú - nýjustu fréttir eru þær að ég fór í skoðun til læknis í gær og allt lítur rosalega vel út. Litla grjónið snýr með höfuðið niður (eins og er) en er ekki búið að skorða sig. Enda engin ástæða til að njörfa sig niður þegar að það eru rúmar fimm vikur í að maður komi út. Ég fer aftur í skoðun eftir tvær vikur og þá verður það líklega búið að skorða sig og ef að staðan er eins (á hvolfi) þá ætti allt að fara fram á eðliðlegan hátt.
Nú annars líður okkur rosalega vel hérna í nýja húsinu okkar og ég verð að segja að það er makalaust gott að hafa allt í einu nóg pláss. Í fyrsta sinn í tæp sex ár þarf ég ekki að geyma aukadót undir rúmunum okkar eða inní fataskápunum. Hér er nóg af geymsluplássi og allir eru ánægðir.
Ég verð nú að segja að ánægðust er hún Eydís mín. Hún fékk loksins stórt og gott herbergi (barnið bjó náttúrulega í skókassa í 3 ár) og allt er voðalega flott hjá henni, bleikar gardínur, fjólublá himnasæng og nýr fjólublár loðinn grjónastóll (frá ömmu Kiddý). Hún er í sjöunda himni. Svo finnst henni líka bara æðislegt að geta farið út hvenær sem hún vill og leikið sér í garðinum. Hún er líka á fullu í blómarækt því að hún gróðursetti fullt af sólblómafræjum fyrir tveim vikum og það er allt byrjað að spretta á fullu. Mér var sagt að sólblóm væru svo fín fyrir krakka því að það gerist allt svo hratt og þau verða líka svo stór og fín. En þetta er allt saman mikill spenningur og allar plönturnar skoðaðar í krók og kima á hverjum degi.
Eydís var í skoðun hjá hjúkrunarkonu í dag og ég fór með. Þar kom allt vel út, hún er í meðallagi há og í meðallagi þung. Hjúkrunarkonan sagði að hún væri sérstaklega dugleg með penna og skrifaði mjög vel fyrir barn á hennar aldri. Svo var hún hrifin af því hvað hún skildi allar skipanir vel og sagði að sum enskumælandi börnin hefði ekki alltaf náð því sem hún var að biðja þau um að gera. Það voru því stoltar mæðgur sem löbbuðu út úr herberginu skömmu seinna. Eydís fór síðan aftur í tíma en hún hafði sko tilkynnt mér að við gætum ekki verið lengi hjá hjúkrunarkonunni því "við erum að bake a cake in home economics". Algjör dúlla.
Jæja - nú skal lært af krafti þar til ég þarf að elda kveldmat. Eydís fékk að ráða hvað yrði í matinn og viti menn......pasta varð fyrir valinu.
Bið að heilsa í bili
Ragna
mánudagur, maí 10, 2004
Helv. djö. andsk........
Ég var búin að skrifa ógeðslega langt og fínt blogg þegar ég rakst í einhvernt takk hérna á fartölvunni hans Egils og það strokaðist allt út. Ég nenni ekki að skrifa þetta allt aftur. Því miður.
Það eina sem þið fáið þar af leiðandi að vita er að allt gengur vel, Egill er í Köben og flytur fyrirlesturinn sinn á morgun (senda góða strauma), ég er að fara í skoðun hjá lækni á eftir (verður vonandi hægt að sjá hvort að barnið snýr upp eða niður.
Þetta voru helstu fréttir,
Verð nefnilega að halda áfram með verkefnin mín.....á að skila þeim á föstudaginn og er varla hálfnuð með þau bæði. Úff......mikið lagt á ófríska konuna (ein heima og fullt að gera).
En bið að heilsa í bili
Ragna
P.S. vonandi kemst nettenginginn á annað kvöld heima og þá skrifa ég betri fréttir. Túrilú
Ég var búin að skrifa ógeðslega langt og fínt blogg þegar ég rakst í einhvernt takk hérna á fartölvunni hans Egils og það strokaðist allt út. Ég nenni ekki að skrifa þetta allt aftur. Því miður.
Það eina sem þið fáið þar af leiðandi að vita er að allt gengur vel, Egill er í Köben og flytur fyrirlesturinn sinn á morgun (senda góða strauma), ég er að fara í skoðun hjá lækni á eftir (verður vonandi hægt að sjá hvort að barnið snýr upp eða niður.
Þetta voru helstu fréttir,
Verð nefnilega að halda áfram með verkefnin mín.....á að skila þeim á föstudaginn og er varla hálfnuð með þau bæði. Úff......mikið lagt á ófríska konuna (ein heima og fullt að gera).
En bið að heilsa í bili
Ragna
P.S. vonandi kemst nettenginginn á annað kvöld heima og þá skrifa ég betri fréttir. Túrilú