Skrifað á sunnudeginum 26. október 2003
Jæja.
Það hefur verið skítaveður undanfarið og lítið gerst. Dagurinn í dag var þó veðurfarslega í lagi og ekki alveg án tilbreytinga. Ég eyddi til dæmis góðri stund að útskýra fyrir Rögnu þegar hún vaknaði að hún væri búin að sofa í tíu tíma en klukkan væri samt bara 9 en ekki tíu. Það er sem sagt kominn vetrartími í Abbo og víðar og við komin á sama tíma og Klakinn. Við fórum í bíó með Eydísi að sjá Finding Nemo sem okkur Rögnu þótti bráðsmellin en þetta var full mikill gauragangur fyrir Eydísi og svo voru engar prinsessur eða Barbígellur í henni. Eydís var svo í heimsókn hjá Rannveigu og drengjunum á meðan við Ragna fórum í jólagjafaleiðangur. Nú er sumsé um helmingur alls slíks frá – geri aðrir betur. Annars var mín helsta hvatning til þessara bloggskrifa að gera heyrinkunna á opinberum vettvangi hamingju mína yfir að það sé komið sjónvarp með textavarpi í Lynghaga, slíkt var löngu tímabært. Annars er fátt í fréttum annað en kannski það að ég hef þyngst um þrjú kíló á tveimur vikum, ekki slæmt það. Og svo þykir náttúrulega tíðindum sæta þegar Liverpool vinnur leik núorðið – ég er nú bara ekki frá því að lundin hafi verið óvenju létt þessa helgina, frá kl þrjú á laugardag og þareftir. Hið mikla fótboltalið í Abbo, Aberdeen football club, tapaði hins vegar fjögur núll (sem er nú býsna vel af sér vikið á þeirra mælikvarða) og sitja sem fastast í fallsæti sem endranær. Annars er lífið um það bil að falla aftur í fastar skorður eftir tveggja vikna skólafrí hjá Eydísi. Rétt er að nefna að þetta frí er tilkomið vegna þess að fyrir um 100 árum þurfti að gefa skoskum börnum frí í skólum til að taka upp kartöflur. Hefur Skotum greinilega gengið hægt að breyta þessu eins og fleiru.
Jæja, nenni ekki meiru.
Kv. Egill.
Litla fólkið í Háagerðinu
þriðjudagur, október 28, 2003
fimmtudagur, október 23, 2003
Þvílík hamingja !! Já það ríkir eintóm hamingja í Aberdeen þessa stundina því að Gíslína mágkona mín, minn aðal fréttamiðill, er komin með bloggsíðu. Já - nú hafa allar rásleiðir fyrir fréttir að heiman opnast og við getum lesið um fjölskylduna okkar á netinu. Þvílíkur munur. Var sko kominn tími til Gíslína !! Ég verð að segja að fréttir að heiman halda í okkur lífinu hérna úti. Ekki það að við séum komin með leið á hvort öðru heldur það að hér gerist heldur fátt og lífið verður stundum svolítið tilbreytingarsnautt.
Annars er allt fínt að frétta héðan. Eydís var hjá Rannveigu í pössun á þriðjudag og miðvikudag þannig að ég hefði frið til að gera verkefnið sem ég er að vinna að. Það verður sko heldur betur breyting þegar að þau fara heim. Bæði fyrir okkur og fyrir Eydísi. Nú er bara rétt rúmur mánuður í það. Snökt, snökt.
Annars er stefnan að kaupa allar jólagjafirnar um helgina. Já við verðum að vera hagsýn og gera þetta snemma því að okkur býðst að senda þær allar heim í gámnum sem að R&B senda heim um miðjan nóvember. Það verður bara fínt þegar þetta verður allt saman búið.
Nú annars er ekki meira títt héðan í bili - verð að halda áfram með verkefnið
Kv. Ragna
Annars er allt fínt að frétta héðan. Eydís var hjá Rannveigu í pössun á þriðjudag og miðvikudag þannig að ég hefði frið til að gera verkefnið sem ég er að vinna að. Það verður sko heldur betur breyting þegar að þau fara heim. Bæði fyrir okkur og fyrir Eydísi. Nú er bara rétt rúmur mánuður í það. Snökt, snökt.
Annars er stefnan að kaupa allar jólagjafirnar um helgina. Já við verðum að vera hagsýn og gera þetta snemma því að okkur býðst að senda þær allar heim í gámnum sem að R&B senda heim um miðjan nóvember. Það verður bara fínt þegar þetta verður allt saman búið.
Nú annars er ekki meira títt héðan í bili - verð að halda áfram með verkefnið
Kv. Ragna
sunnudagur, október 19, 2003
Hæhæ
Ég ákvað að blogga aðeins áður en ég fer að sofa. Nú er sem sagt sunnudagskvöld og helgin búin að vera meira en lítið þægileg. Við vorum svo heppin að hitta á Rannveigu og Berg í búðinni seinnipartinn á föstudaginn og þau ákváðu að taka stelpuna með sér heim og leyfa henni að gista. Við Egill aftur á móti skelltum okkur út að borða á Friday´s og fórum svo í bíó. Nú erum við þar með búin að eyðileggja áralanga hefð okkar að fara bara einu sinni á ári í bíó. Það stefnir nefnilega í það að við förum tvisvar á þessu ári (okkur langar að sjá síðustu Lord of the Rings myndina). En það þarf alltaf að brjóta góðar hefðir og búa til nýjar. Já - við sáum myndina "A League of Extraordenary Gentlemen" með Sean Connery. Okkur fannst hún allt í lagi en svolítið vitlaus líka. En svona er það nú þegar maður er orðin gamall og vitlaus og kann ekki gott að meta. Nú við nýttum okkur þann sjaldgæfa möguleika og sváfum til 11.00 morgunin eftir og dunduðum okkur svo við það að gera ekkert. Rannveig og Bergur buðu okkur svo í mat á laugardagskvöldið og var það óvenjulega siðmenntuð hegðun hjá okkur og vorum við komin heim fyriir klukkan ellefu. Kannski hafði það eitthvað að segja að Bergur er að leggja lokahöndina á Mastersverkefnið sitt og má ekki við löngum nóttum. Nú dagurinn í dag leið líka án nokkurar áreynslu og má segja það að fjölskyldan hafi ákveðið að slappa algerlega af þessa helgina. Meira að segja Eydís svaf til 10,30 í morgun.........eitthvað sem gerist aldrei.!!!
Jæja - nú ætla ég að skella mér í sturtu því að á morgun bíður mín langur dagur í skólanum.
Kveðjur
Ragna
Ég ákvað að blogga aðeins áður en ég fer að sofa. Nú er sem sagt sunnudagskvöld og helgin búin að vera meira en lítið þægileg. Við vorum svo heppin að hitta á Rannveigu og Berg í búðinni seinnipartinn á föstudaginn og þau ákváðu að taka stelpuna með sér heim og leyfa henni að gista. Við Egill aftur á móti skelltum okkur út að borða á Friday´s og fórum svo í bíó. Nú erum við þar með búin að eyðileggja áralanga hefð okkar að fara bara einu sinni á ári í bíó. Það stefnir nefnilega í það að við förum tvisvar á þessu ári (okkur langar að sjá síðustu Lord of the Rings myndina). En það þarf alltaf að brjóta góðar hefðir og búa til nýjar. Já - við sáum myndina "A League of Extraordenary Gentlemen" með Sean Connery. Okkur fannst hún allt í lagi en svolítið vitlaus líka. En svona er það nú þegar maður er orðin gamall og vitlaus og kann ekki gott að meta. Nú við nýttum okkur þann sjaldgæfa möguleika og sváfum til 11.00 morgunin eftir og dunduðum okkur svo við það að gera ekkert. Rannveig og Bergur buðu okkur svo í mat á laugardagskvöldið og var það óvenjulega siðmenntuð hegðun hjá okkur og vorum við komin heim fyriir klukkan ellefu. Kannski hafði það eitthvað að segja að Bergur er að leggja lokahöndina á Mastersverkefnið sitt og má ekki við löngum nóttum. Nú dagurinn í dag leið líka án nokkurar áreynslu og má segja það að fjölskyldan hafi ákveðið að slappa algerlega af þessa helgina. Meira að segja Eydís svaf til 10,30 í morgun.........eitthvað sem gerist aldrei.!!!
Jæja - nú ætla ég að skella mér í sturtu því að á morgun bíður mín langur dagur í skólanum.
Kveðjur
Ragna
miðvikudagur, október 15, 2003
Já það er ekki alltaf sem ég blogga tvisvar sama daginn. Það er nú helst af því að ég gleymdi að "posta" síðasta post og er hann því pínulítið gamall.
Nú annars gengur allt vel hjá okkur og nóg er að gera. Eydís er í tveggja vikna vetrarfríi í skólanum og er heima þessa stundina. Við Egill skiptumst á að vera heima með henni. Nú, ég er náttúrulega byrjuð í skólanum og líst bara ágætlega á þetta allt saman. Ég er að vinna í 4 verkefnum sem ég á að skila um miðjan nóvember. Svo skila ég fjórum verkefnum í viðbót í lok janúar. Ég er svo heppin að það eru engin próf í áföngunum sem ég er í . Þeir halda því fram að maður hafi tekið nóg af prófum þegar maður tók fyrstu gráðuna sína og því eigi maður að einbeita sér að því að koma hugsunum sínum niður á blað á skiljanlegan hátt. Ég er mjög sátt við það. En framundan er svo sannarlega mikið að gera hjá öllum. Egill er til dæmis að undirbúa smá fyrirlestur sem hann þarf að halda í Edinborg í næsta mánuði. (Ég er að hugsa um að reyna að troða mér með. :-)
En jæja - verð að halda áfram með þessi verkefni.....veitir ekki af
Hilsen, Ragna
Nú annars gengur allt vel hjá okkur og nóg er að gera. Eydís er í tveggja vikna vetrarfríi í skólanum og er heima þessa stundina. Við Egill skiptumst á að vera heima með henni. Nú, ég er náttúrulega byrjuð í skólanum og líst bara ágætlega á þetta allt saman. Ég er að vinna í 4 verkefnum sem ég á að skila um miðjan nóvember. Svo skila ég fjórum verkefnum í viðbót í lok janúar. Ég er svo heppin að það eru engin próf í áföngunum sem ég er í . Þeir halda því fram að maður hafi tekið nóg af prófum þegar maður tók fyrstu gráðuna sína og því eigi maður að einbeita sér að því að koma hugsunum sínum niður á blað á skiljanlegan hátt. Ég er mjög sátt við það. En framundan er svo sannarlega mikið að gera hjá öllum. Egill er til dæmis að undirbúa smá fyrirlestur sem hann þarf að halda í Edinborg í næsta mánuði. (Ég er að hugsa um að reyna að troða mér með. :-)
En jæja - verð að halda áfram með þessi verkefni.....veitir ekki af
Hilsen, Ragna
Halló allir
Jæja það var víst komin tími til að við skrifuðum eitthvað fleira á þessa blessuðu blogg-síðu.
* Nú það sem er helst í fréttum er að við fengum heimsókn frá Íslandi um þar-síðustu helgi. Já ég segi það satt - Ágústa vinkona mín og Egill maðurinn hennar komu í heimsókn til okkar síðustu helgi og það var sko sannarlega fjör. Þau komu upp úr hádegi á föstudegi og ég fór og hitti þau á hótelinu og síðan var strikið tekið í búðir Aberdennborgar. Ég hef aldrei, hvorki fyrr né síðar, orðið vitni að annarri eins skipulagninu. Hún Ágústa mín tók búðirnar með trukki og strikaði jafnóðum út af jólagjafalistanum. Hún var svo heppin að hafa Egil og mig sem burðarmenn þannig að hún var enn fljótari að versla. Eftir verslunarferðina miklu fórum við uppgefin á á næsta bar til að hlaða batteríin. Nú síðan var stefnan tekin á Linksfield Road þar sem Egill (minn) var byrjaður að elda þessa fínu máltíð. Við fengum túnfisksteikur með hvítlaukssósu. Svo sátum við og spjölluðum og drukkum fram eftir nóttu.
* Laugardagurinn kom (því miður) og var heilsufarið misjafnt. En við drifum okkur nú samt út og keyrðum Egil og Ágústu í "Argos" og "Mothercare". Síðan var heilsan orðin svo slæm að við skelltum okkur á Burger King. Eftir það fóru allir til síns heima og fengu sér fegurðarblund því fram undan var skemmtilegt kvöld. Við fengum pössun fyrir Eydísi hjá Rannveigu og Bergi. Við hittumst aftur á æðislegum ítölskum resturant sem heitir "S´opranos". Þar var borinn í okkur frábær matur þar sem skamtarnir voru svo stórir að við áttum ekki til orð. Svo rúlluðum við út og enduðum á pub sem var í þessari líka flottu kirkju. En því miður var okkur hent út klukkan eitt - ekki vegna ólata heldur vegna þess að bretar lifa ennþá á 17. öld og loka öllu klukkan eitt. Reyndar skruppum við augnablik inn á klúbb sem heitir "Chicago Rock Cafe". Þar skoðuðum við frekar skrautlegt mannlíf sem samanstóð af öfum og ömmum (og fullt af misfríðu fólki) í frekar misjöfnu ástandi. Nú eftir það virtist sem að öll sund væru lokuð en okkur til mikillar undrunar var hótelbarinn hjá Ágústu og Agli ennþá opinn og því fengum við okkur síðasta drykkinn þar. Síðan var kominn tími til að fara heim og fórum við Egill í leigubílaröðina og biðum í 45 mínútur í rigningunni.
En þó að heilsan hafi verið frekar skrautleg daginn eftir verð ég að segja að það var frábært að fá svona heimsókn og hressti það aldeilis við heimilishaldið í Aberdeen. Takk fyrir Ágústa og Egill.
Jæja það var víst komin tími til að við skrifuðum eitthvað fleira á þessa blessuðu blogg-síðu.
* Nú það sem er helst í fréttum er að við fengum heimsókn frá Íslandi um þar-síðustu helgi. Já ég segi það satt - Ágústa vinkona mín og Egill maðurinn hennar komu í heimsókn til okkar síðustu helgi og það var sko sannarlega fjör. Þau komu upp úr hádegi á föstudegi og ég fór og hitti þau á hótelinu og síðan var strikið tekið í búðir Aberdennborgar. Ég hef aldrei, hvorki fyrr né síðar, orðið vitni að annarri eins skipulagninu. Hún Ágústa mín tók búðirnar með trukki og strikaði jafnóðum út af jólagjafalistanum. Hún var svo heppin að hafa Egil og mig sem burðarmenn þannig að hún var enn fljótari að versla. Eftir verslunarferðina miklu fórum við uppgefin á á næsta bar til að hlaða batteríin. Nú síðan var stefnan tekin á Linksfield Road þar sem Egill (minn) var byrjaður að elda þessa fínu máltíð. Við fengum túnfisksteikur með hvítlaukssósu. Svo sátum við og spjölluðum og drukkum fram eftir nóttu.
* Laugardagurinn kom (því miður) og var heilsufarið misjafnt. En við drifum okkur nú samt út og keyrðum Egil og Ágústu í "Argos" og "Mothercare". Síðan var heilsan orðin svo slæm að við skelltum okkur á Burger King. Eftir það fóru allir til síns heima og fengu sér fegurðarblund því fram undan var skemmtilegt kvöld. Við fengum pössun fyrir Eydísi hjá Rannveigu og Bergi. Við hittumst aftur á æðislegum ítölskum resturant sem heitir "S´opranos". Þar var borinn í okkur frábær matur þar sem skamtarnir voru svo stórir að við áttum ekki til orð. Svo rúlluðum við út og enduðum á pub sem var í þessari líka flottu kirkju. En því miður var okkur hent út klukkan eitt - ekki vegna ólata heldur vegna þess að bretar lifa ennþá á 17. öld og loka öllu klukkan eitt. Reyndar skruppum við augnablik inn á klúbb sem heitir "Chicago Rock Cafe". Þar skoðuðum við frekar skrautlegt mannlíf sem samanstóð af öfum og ömmum (og fullt af misfríðu fólki) í frekar misjöfnu ástandi. Nú eftir það virtist sem að öll sund væru lokuð en okkur til mikillar undrunar var hótelbarinn hjá Ágústu og Agli ennþá opinn og því fengum við okkur síðasta drykkinn þar. Síðan var kominn tími til að fara heim og fórum við Egill í leigubílaröðina og biðum í 45 mínútur í rigningunni.
En þó að heilsan hafi verið frekar skrautleg daginn eftir verð ég að segja að það var frábært að fá svona heimsókn og hressti það aldeilis við heimilishaldið í Aberdeen. Takk fyrir Ágústa og Egill.