þriðjudagur, maí 08, 2007

Kaupa bíl
Nú stöndum við frammi fyrir því að kaupa annan bíl. Við erum að vinna í sitthvorum bæjarhlutanum og verðum því að eiga annan bíl. Þetta eru allavegana mínar röksemdir. Fyrir liggur að kaupa litla púddu sem ekki eyðir miklu og kostar enn minna. Svo þarf að búa til keyrslu-plan. Á ég að keyra krakkana á morgnana og Egill að sækja þau seinnipartinn eða öfugt? Miklar spegúleringar í gangi.
Mikið hlakkar mig til að öðlast frelsi á ný. Já - eftir að hafa verið bíllaus í vinnunni hérna í heilt ár fékk ég að upplifa frelsi þegar að ég fékk bílinn hennar mömmu lánaðan í 2 vikur. Mikið varð Ragna hrifin !! Hún gat skroppið út í hádeginu og fengið sér að borða, hún gat verslað í matinn í hádeginu, hún gat leyft vesalings eiginmanninum að vinna aðeins lengur og sótt börnin og gat jafnvel bara ákveðið að fara ekki neitt. Þvílíkt frelsi. En það var skammlíft eins og svo margt og við tóku endalausar "skutlingar" út um allan bæ. Egill greyið byrjar daginn á að keyra mig í vinnuna, keyra svo Einar í leikskólann. Svo keyrir hann í vinnuna og er yfirleitt ekki mættur fyrr en um 09,00. Síðan þarf hann að hætta um kl. 15,30 til að komast í gegnum traffíkina, sækja Einar, sækja mig og svo skutla Eydísi í fiðlu og kór. Þolinmæðin í manninum hefur nátturulega verið einstök. Hann nær ekki nema hálfum vinnudegi sem getur nú reynt á þolrifin til lengdar.
EN - nú er þetta allt að breytast. Við erum búin að ákveða að kaupa bíl og vonandi bara í þessari viku. Jamm og já og ekkert múður.
Brúmm, brúmm, over and out
R

5 Comments:

At 7:40 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Mazda...besti bíllinn.

 
At 6:23 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ok, ég hélt að þið væruð á 2, úff það er ekki nútíma fjölskyldu bjóðandi að hafa bara einn bíl til umráða og já skutlið, bara eitt og sér getur gert mann gráhærðan. Já ég er nú dáldið heit fyrir Mözdunni! Kv. Lilja

 
At 3:04 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Var að taka eftir titlinum á síðunni, litla fólkið í háagerðinu...alveg brilljant pæling. Mér finnst það nú vera öfugt...

 
At 8:20 f.h., Blogger Addý Guðjóns said...

Það er eiginlega nauðsynlegt að vera á tveimur bílum þarna heima, það er satt. Kannski ætti að ryðja Reykjavíkina og fletja hana út svo hægt sé að hjóla milli staða, svo ætti að setja yfir hana þak, svona eins og gert er við göngugötur sumsstaðar, til að koma í veg fyrir rigningu og rok. Það er dásamlegt að geta hjólað án þess að gera út af við sig. Þökk sé flatlendinu Danmörku.
Til lukku með karlinn þinn!

 
At 9:39 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hamingjuóskir til Egils,
kv. Kolla

 

Skrifa ummæli

<< Home