miðvikudagur, apríl 18, 2007

Vöknuð til lífsins !! (allavegana í bili)
Ég tók þá stóru ákvörðun að endurvekja bloggið mitt enda ekki hægt að láta slíkan snilldartjáningarmáta (nýtt orð) líða út af. Langa "sumarfríið" sem var nýtt til endurnæringar á heilasellunum sem voru margar hverjar langveikar af sífelldum endurtekningum um annars óspennandi líf mitt. Nú verður engin breyting á, það er ekki spurning, en heilasellurnar hafa enurnýjað sig og ég er ekki frá því en að nýja hleðslan eigi eftir að duga fram á haust.
Fréttirnar eru fáar og segi ég frá þeim hér fyrir neðan. Fyrir þá sem vilja fylla upp í eyðurnar frá því í ágúst í fyrra bendi ég á bloggsíðu Gíslínu en þar er hægt að fá frekari fréttir af mér og minni fjölskyldu.
Fréttir:
Ég er búin að segja upp hjá ANZA. Ég er búin að ráða mig til Þekkingar (samkeppnisfyrirtæki). Hlakka mikið til að byrja þar og fá ný og krefjandi verkefni fyrir betri pening !hehe.
Ég, Egill, Eydís, Gillí og Palli erum að fara til Aberdeen þann 18. maí og verðum í 6 daga. Tilefni ferðarinnar er að Egill á að verja doktorsritgerðina sína þann 22. maí. En það er nátturulega ekki aðaltilgangur ferðarinnar, því ég er komin með langan innkaupalista fyrir krakkana og mig. Strigaskó, stígvél, sumarjakka, buxur, íþróttaföt, bolir og peysur. Planið er að fara með tómar töskur út og versla ofaní þær. Ég verð eins og hinir túristarnir - fer að versla með flugfreyjutöskuna með mér og set pokana beint ofaní þá. Svo stefnum við á að fara í golf og fleira skemmtilegt. Ég hlakka mikið til að upplifa Aberdeen sem túristi!!. Eydísi hlakkar líka mikið til og ætlar að hitta alla gömlu vinina og fara í heimsókn í skólann sinn.
Fleiri fréttir eru ekki í bili enda andlaus með meiru. Ég lofa að ég skrifa strax í næstu viku!!
kv. Ragna

7 Comments:

At 2:28 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

skoh!! það var mikið...
bíddu bíddu..fær einsi litli ekki að fara með til aberdeen? þvílíkt og annað eins :)

 
At 3:20 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Neibb - Einsi ætlar að halda þér félagsskap á meðan við erum að skemmta okkur í Abbó. Hann ætlar að sjá til þess að þú farir á fætur kl. 07,00 alla morgna.

 
At 5:19 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

ó jesús minn góður!!!! verð víst að fara að splæsa í nýja eyrnatappa...

 
At 2:44 e.h., Blogger Unknown said...

Gleðilegt sumar! Líst vel á þá ákvörðun þína að byrja aftur skriftir á veraldarvefnum ;-) Til hamingju með nýju vinnuna!
Sumarknús, Friðdóra Kr.

 
At 10:55 f.h., Blogger Ragna said...

Takk kærlega fyrir kveðjurnar Friðdóra mín.
Já - nú fara aftur að koma reglulega bloggfærslur, ekki spurning.

 
At 2:10 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

canada goose uk, thomas sabo, ugg,uggs,uggs canada, louis vuitton, ugg boots uk, louis vuitton, karen millen, pandora jewelry, coach outlet, moncler outlet, doudoune canada goose, converse outlet, ugg pas cher, michael kors handbags, moncler, toms shoes, replica watches, canada goose, marc jacobs, wedding dresses, barbour, moncler, moncler, supra shoes, swarovski, michael kors outlet online, ugg,ugg australia,ugg italia, sac louis vuitton pas cher, links of london, moncler, canada goose outlet, lancel, moncler, doke gabbana outlet, louis vuitton, juicy couture outlet, pandora charms, barbour jackets, moncler, canada goose outlet, louis vuitton, canada goose, pandora charms, michael kors outlet, swarovski crystal, moncler, canada goose, canada goose, pandora jewelry, bottes ugg, hollister, montre pas cher
ninest123 10.31

 
At 1:23 f.h., Blogger mmjiaxin said...

coach outlet store
swarovski jewelry
michael kors outlet
christian louboutin shoes
michael kors uk outlet
ugg boots
nike running shoes
michael kors outlet sale
ray-ban sunglasses
cheap soccer jerseys
nike air max uk
prada sneakers
michael kors outlet online
nike roshe
swarovski crystal
oakley sunglasses
ralph lauren uk
nobis jacket
north face outlet
roshe run men
mm1201

 

Skrifa ummæli

<< Home