þriðjudagur, júní 27, 2006

Ohh - I know.
Ég er agalega lélegur bloggari og kenni miklum önnum þar um. Ég ákvað því að gerast svo ósvívin og stela textanum hennar Gillíar og setja hann hjá mér. Svona fyrir þá sem vilja fylgjast með í alvöru mæli ég með að þið lesið bloggið hennar Gillíar....... þar er sagt frá öllu.
En hér kemur stolni textinn:
"....Vikan hjá Agli og Rögnu hefur ekki verið alveg áfallalaus. Í byrjun síðustu viku veiktist Ragna, á föstudagsmorguninn var Einar orðinn veikur. Á leiðinni heim af flugvellinum á föstudaginn eftir að hafa sótt Egil var keyrt svo harkalega aftan á Subaru að hann er ónýtur, afturrúðan úr og sætin brotin. Það meiddist enginn alvarlega, þau kíktu samt á Slysó til málamynda en Ragna fann strax fyrir verkjum í baki og hálsi og er enn að drepast úr verkjum. Egill kom þar að auki haltur heim með skinnlausa litlu tá eftir að hafa asnast í búðir í nýjum skóm. Þau létu áföll og veikindi ekki á sig fá, fengu glæsikerruna mína lánaða og brunuðu vestur. Á sunnudaginn veiktist Eydís og um kvöldið þegar þau komu að vestan og voru að afferma kerruna datt Einar á eitt hornið og fékk svöðusár á ennið sem í þurfti að sauma 4 spor. Á mánudagsmorguninn var Egill svo orðinn veikur. Ég held að áföllum sé um að kenna einhverri skoskri óværu sem Egill tók með sér og spurning hvort ekki þurfi að særa burt drauginn hið snarasta...."

.....Og nú skiljið þið út af hverju hefur ekki verið bloggað svona lengi (nei, nei bara djók.)
En ég lofa að blogga hálfsmánaðarlega í sumar, meira get ég ekki.
kv.Ragna

5 Comments:

At 8:27 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Mjög góð aðferð til að blogga að fá bara lánað frá öðrum, vonandi hafið þið nú öll komist heil frá þessu, batakveðja Lilja

 
At 10:01 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég var bara farin að halda að þessi saga félli í gleymskunar dá og ákvað því að kjafta frá...og ekki í fyrsta skipti...var einmitt að spá í hvort þú myndir kannski móðgast við mig Ragna mín...en mér sýnist ekki.

 
At 11:11 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég mæli með að fjölskyldan gangi með hjálm, í skóm með stáltám og með grímu í öryggisskyni meðan hún aðlagast íslenskum veruleika.
Núna stendur bara allt til bóta.

 
At 6:55 e.h., Blogger Addý Guðjóns said...

Ritstuldur á Netinu og það á milli frændfólks! Iss iss... Heheh gott hjá þér Ragna!

 
At 7:14 f.h., Blogger Unknown said...

www0521
ferragamo outlet
kate spade outlet
polo ralph lauren
michael kors outlet
warriors jerseys
keen shoes
montblanc pens
grizzlies jerseys
air max 90
nike shoes

 

Skrifa ummæli

<< Home