mánudagur, apríl 23, 2007

Helgarpúlið - sparstlið er búið, NOT.
Já það var sko púlað um helgina. Ekki ég sko, bara Egill. Hann var svo duglegur strákurinn að maður hefur bara sjaldan séð annað eins. Framkvæmdargleðin skín úr augunum og árangurinn eftir því. Nú, laugardagurinn byrjaði á smá Býkó ferð, Eydísi til mikillar ánægju, eða þannig. Þar birgðum við okkur upp á alls konar nauðsynlegu dóti til þess að framkvæma. Þegar við komum heim þá byrjaði Egill á því að sparstla smá. Sparstlið er orðin að venju hjá stráknum enda ótrúlega mikið sem þarf að sparstla. Svo fórum við að gera það sem mig var búið að kvíða mikið fyrir og var búin að fresta fram í það endalausa. Við tókum ofnin af í andyrinu. Ég bjóst við endalausu vatni og dró fram handklæða bunkann og fleiri fleiri bala og fötur. Síðan fór Egill að skrúfa allt laust og það seytlaði í mesta lagi smá, en kom aldrei neitt syndaflóð. Frábærlega frábært. Þá var ofninn farinn og hægt að sparstla meira, jeijj.
Nú - Egill fór því næst að hamast við að rífa flísarnar af anddyrinu á meðan að ég tæmdi nokkra pappakassa inn í skáp í kjallaranum. Markmiðið er nefnilega að geta tæmt kjallaraherbergið og gert það að alvöru herbergi með rúmi og alles. Karen systurdóttir mín ætlar nefnilega að vera hjá okkur í sumar og vinna í Rúmfatalagernum (where else). Þannig að við erum sko með mörg járn í eldinum.
Þegar að flísarnar voru farnar og kassarnir tómir var dagurinn búin og allir fóru úrvinda að sofa. Sunnudagurinn var líka dagur mikilla framkvæmda hjá Agli. Á meðan ég kúrði í rúminu rauk hann í að gera gat á útihurðina til þess að koma fyrir bréfalúgu. Það tókst alveg glimrandi vel og hlakkar mig mikið til að geta hent djö..andsk...póstkassanum í ruslið. Hann hengdi líka upp ruslagrindina í ruslaskápinn og sparstlaði svo aðeins meir. Síðan fórum við í afmæliskaffi hjá Halldóri, en Denna hafði búið til hálft fermingarhlaðborð í tilefni dagsins. Þegar heim var komið voru krakkarnir baðaðir og húsið ryksugaði og skúrað enda veitti ekki af eftir að Egill var búin að pússa allt sparstlið.
Gullkorn frá Eydísi í lokin:
Krakkarnir voru niðri að horfa á barnatímann á meðan að við kúrðum aðeins lengur.
Eydís kemur upp ....
Mamma: Er Einar búin að vera góður??
Eydís: Hann er sko einum og hress!!!
Eydís: Eða sko kannski tvisvar of hress.....!!!!!

9 Comments:

At 3:13 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

je dúdda mía, það er enginn smá dugnaður í honum Agli... minnir mig mjög mikið á pabba okkar... maður verður að ná sér í svona karlmann :) hehe
En annars mjööög krúttlegt það sem Eydís sagði.. hún er algjör dúlla

 
At 10:31 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Velkomin aftur í bloggheima, um að gera að nota þessa tækni til að segja fréttir. Þótt ég fái þær reglulega þá er gaman fyrir aðra að fylgjast með. Gott komment hjá Eydísi, lýsir vel ástandinu á bróðurnum.

 
At 1:42 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

nei nei bara gamall bloggari vaknaður til lífsins! Velkomin aftur, nú get ég farið að kíkja hjá þér, Gillí og Lilju! Get varla sagt að ég skoði meira á netinu...

En gaman að heyra af framkvæmdagleðinni, alltaf gaman þegar maður getur ruslað af svona hlutum, manni líður alltaf svo vel á eftir!

síja,

Lísa

 
At 11:58 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

ég get allavegana sagt þér það ragna mín að ég er búin að búa í skipholtinu í eitt ár og ennþá eru kassar niðrí geymslu sem ég á eftir að fara í gegnum... :S hahahaa

 
At 9:54 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Vá, ætlaði ekki að trúa mínum eigin augum þegar ég sá fyrirsögnina á mnsinu þínu......
Frábært að fá fréttir, ekki nennir maður að hringja..... enda tíðkast það ekki lengur!!
Knús og kossar,
Kolla

 
At 11:15 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ elsku besta vinkona,
Velkomin aftur á veraldarvefinn. Ég ætti kannski að fara að gera slíkt hið sama. Bloggaði síðast 17. júní 2005. Hehehemmm!!!!! En Þú ert komin aftur inní favorites hjá mér undir bloggara. Knús í krús. Lára

 
At 8:48 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

velkomin aftur, ég var alveg búin aðgefast upp á að kíkja á síðuna og vonast eftir fréttum. En frábært gott að geta fylgst með fleirum. Kv. Lilja

 
At 8:12 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

heyrru heyrru bara byrjuð aftur!
Og komment dæmið á ensku og allt!

Nauðsynlegt líka að fá fréttir frá smáfólkinu á smábílnum reglulega!

P.S. sparstla er asnaleg orð

 
At 1:42 e.h., Blogger Addý Guðjóns said...

Hvaða hvaða, það virðist nú sem svo að Eydís sé með stærðfræðina á hreinu!

 

Skrifa ummæli

<< Home