mánudagur, maí 07, 2007

Erfiðara en ég hélt.
Mér gengur ekki nógu vel að blogga. Líf mitt er hreinlega ekki nógu áhugavert til að það sé þess virði. En jú, ég ætla að halda áfram, allavegana þangað til ég fer í sumarfrí.
Ég ásamt stórfjölskyldunni hans Egils fórum í veiðiferð á fimmtudaginn. Lítið veiddist, þrír sæmilegir urriðar. En ferðin var rosalega skemmtileg. Það besta við ferðina var að ég tók mér 2 daga í frí frá vinnunni. Ég er orðin rosalega spennt fyrir því að losna frá þessu dæmi en mér sýnist það ekki ætla að verða að veruleika fyrr en í lok maí. Þá næ ég að vinna einn mánuð í nýju vinnunni og fer svo í sumarfrí. Svona á sko að gera þetta. !!
Krakkarnir hafa það fínt, alltaf nóg að gera hjá Eydísi í skólanum. Nú erum við með hana í stærðfræðiátaki. Það veitir ekki af því að hún er alveg úti að aka þegar kemur að stærðfræði. Ef þið kunnið einhverjar skemmtilegar aðferðir við að kenna stærðfræði má sko alveg segja mér frá. Einhver sagði mér að krakkar sem hefðu tónlistarhæfileika ættu líka auðvelt með að læra stærðfræði. Ég og Egill segjum hér með að þetta sé bull og vitleysa. Fiðlutímarnir ganga vel og hún á víst að vera með í tónleikum á föstudaginn. Svaka spennandi.
Einar kallinn er líka eldhress. Hann er að gera pabba sinn gráhærðan fyrir aldur fram, sennilega mig líka en þar sem mitt hár er litað þá sést það bara ekki. Sjálfstæðisbaráttan er þvílík að gera út af við okkur. Allt sem við gerum er vitlaust, og hann veit alltaf betur en við. Við megum sko alls ekki hjálpa honum með eitt eða neitt. Sko kemur náttúrulega að því að hann getur ekki eitthvað sjálfur, þá megum við sko ekki hjálpa heldur eigum við að gera þetta "saman". Þarna nær hann að halda sjálfum sér inni í myndinni en missir ekkert af sjálfstæðinu því hann er náðarsamlegast að "leyfa" okkur að vera með. Fyndinn gæi.

Jæja - þetta er nú þegar orðið allt of langt.
kv. Ragna

3 Comments:

At 1:38 e.h., Blogger Addý Guðjóns said...

Hehehehe... Skondinn gæi, hann Einar! Ég get því miður lítið aðstoðað við stærðfræðiátakið, það væri auðveldara ef um tal- eða málvandamál væri að ræða. Vonandi gengur það samt vel og góða skemmtun á tónleikunum hjá skvísunni!

 
At 6:21 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Það er nú alltaf hægt að segja sögur af Einari...þeim skemmtilega gaur. ÉG veit að ég get kallast hlutdræg en skemmtilegri krakka hef ég aldrei kynnst....Palli dýrkar hann og það segir alla söguna.

 
At 7:01 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæhæ!
Hafið þið kíkt á www.nams.is? Þar er margt sniðugt, fullt af góðum stærðfræði"leikjum" Veljið "krakkasíður" og svo er þetta flokkað eftir námsgreinum.
Kv. Kolla

 

Skrifa ummæli

<< Home