sunnudagur, maí 29, 2005

Niðurtalning hafin!!
Það eru 5 dagar þangað til að hópurinn kemur til Abbó. Gaman, Gaman.
Ég er búin að panta alla veitingastaðina sem við förum á og nú er bara að vona að þeir séu almennilegir, því ég hef ekki prófað neinn þeirra.
Svo að veðri - það spáir rigningu eins langt og augað eygir. Sem er náttúrulega auðvitað því að við treystum á gott veður.....en það má aldrei gera. Það verður bara að taka með sér regnstakkinn og regnhlífina og gleyma því að taka með sér stuttermabolinn og stuttbuxurnar.... þá kannski mögulega fáum við smá sólarglætu.
En af okkur er lítið að frétta...allt það sama. Egill er að vinna eins og MoFo til að geta tekið sér frí þegar að allir koma. Það verður líka ágætt fyrir hann að kúpla sig aðeins út úr þessu öllu og taka 2 vikna sumarfrí........hann á það sko alveg skilið. Fær aldrei frí.
Okkur er samt öllum farið að hlakka til að fá heimsókn, svona til að brjóta upp tilbreytingaleysið aðeins. Ekki það að okkur leiðist - bara alltaf gaman að fá heimsókn.
Jæja - ég nenni ekki meira í bili -
kv. Ragna

fimmtudagur, maí 26, 2005

Húff maður - !!!

Hér er brjálaður hiti - mælirinn sýnir 18 gráður í skugganum og yfir 27 gráður í sólinni. Það hitti því vel á að það var íþróttadagur hjá Eydísi sem að var alveg frábær. Það var keppt í kapphlaupi, "kartafla í skeið" hlaupi og "reka bolta með hokkíkylfu" hlaupi. Eydís stóð sig alveg frábærlega vel eins og venjulega.
Nú Einsi heldur áfram að taka framförum í gönguleikni en minnir ennþá pínilítið á fullan kall þegar hann skakklappast um. Hann er alveg brjálaður í það að vera úti og á þá mölin hug hans allan. Það er svoooo gott að smakka alls konar steina og þessir leiðinlegu foreldrar eru endalaust að láta mann spýta þeim úr sér aftur. En útivera rokkar feitt og sér Egill alveg fyrir sér endalausar veiðiferðir og útilegur þegar að heim verður komið.
Talandi um útilegur - þá vorum við sko alvarlega að hugsa um að kaupa okkur tjaldvagn. Við sáum líka þessu flottu tjaldvagnana að fara á svona 30.000 til 70.000 kall á E-bay. Er það nokkuð dýrt?? Ég veit annars ekkert hvað svona vagnar eru að fara á heima á Íslandi. Oftar en ekki er fólk að losa sig við helling af öðru útilegudóti sem yfirleitt fylgir þá með vögnunum. Borð, stólar, hitarar og margt fleira. Er þetta ekki bara sniðug hugmynd að fá sér svona????

Jæja - þarf að rjúka með Eydísi í ballett
kv .í bili Ragna

mánudagur, maí 23, 2005

Jæja þá er komið að því!!!
Einar litli er svo gott sem farin að labba. Hann tók fyrsta skrefið fyrir viku og hefur stöðugt verið að bæta sig síðan þá. Hann sleppir sér sjálfur og getur labbað nokkur skref (10 skref er metið). Hann er ekkert smá montinn af sjálfum sér og heimtar að allir klappi fyrir honum eftirá. Hann er nefnilega sjálfur nýbúin að læra að klappa og klappar óspart fyrir sjálfum sér. Þetta er frekar skemmtilegt að sjá.
Ég er orðin roosalega spennt að fá fólkið í heimsókn í júní - og er að drífa mig að klára hitt og þetta sem hefur setið á hakanum. Dagurinn í dag hefur til dæmis farið í það að saum og staga í ýmislegt og svo náttúrulega sauma búninginn hennar Eydísar fyrir ballettsýninguna.
En jæja - þetta verður stutt blogg (eins og alltaf þessa dagana)
bæ í bili
Ragna

þriðjudagur, maí 17, 2005

Jæja - ljúfa lífið búið.
Já - nú er fríið búið og hversdagsleikinn tekin við. Við höfðum það svakalega gott um helgina því að veðrið var eins og best var á kosið - hlýtt og glampandi sól.
Einar er hættur á leikskólanum og er núna heima hjá mér. Það gengur að sjálfsögðu vel og við hjálpumst að við að gera alla hlutina sem setið hafa á hakanum síðastliðna mánuði. Svona eins og að þrífa, strauja og bara hreinlega að ganga frá dóti og taka til. Vonandi verðum við búin áður en við fáum gesti í byrjun júní.

Ég er búin að setja inn myndir frá íslandsferðinni, smellið hér.
Ég er líka búin að setja inn myndir frá síðustu helgi, smellið hér.

bæ í bili
Ragna

fimmtudagur, maí 12, 2005

Búið!!
Búin að skila. Ég fór áðan og náði í "barnið" mitt hjá prentaranum og skilaði því svo niður í skóla. Ég leit varla á verkið, heldur bara losaði mig við það. Ég er ennþá með hnút í maganum og geri ekki ráð fyrir að hann fari fyrr en að ég er búin að fá falleinkunina. Þá get ég loksins farið að slappa af.
Hvað á maður svo að gera núna - þrífa húsið.....neieieie - ekki allavegana strax. Ég ráfaði samt um í gær og vissi ekkert hvernig ég átti að haga mér. Einar er enn í leikskólanum (lýkur á föstudaginn) og því er ég ein heima. En ég finn mér vonandi bráðum eitthvað skemmtilegt að gera.
Alavegana, ég hélt upp ritgerðarskilin með því að fara í glænýjan súpermarkað. Meðan ég man, Lísa og Guðrún Helga, ég fann frábært óléttuföt og rosalega ódýr. Bara muna sjálfar, því allt lekur út úr hausnum á mér. Ég er orðin uppfull af ónothæfum upplýsingum að ég man ekki nauðsynlega hluti eins og hvenær börnin mín eiga að fara til læknis osfrv.
Já - nú bara bíð ég eftir helginni og reyni aðeins að halda upp á áfangann með mínum ektamanni og börnum. Best að bíða samt með alvöru fagnaðarlæting þangað til að ég veit hvort ég næ eða ekki. Best að rasa ekki um ráð fram.
Jæja - ég ætla út að njóta góða veðursins
Bið að heilsa
Ragna

mánudagur, maí 09, 2005

Nú er ég sko á loka, loka-loka sprettinum.
Já ég ákvað að byrja mánudaginn á því að skrifa smá blogg. Ég er enn að hita mig upp fyrir þennana margfræga lokasprett og sit hér með sterkt kaffi og kex (hollur morgunmatur).
Ennn........sem sagt - búin að fá niðurstöðukaflann tilbaka og fer í það að laga hann á eftir. Svo kemur Egill heim og við förum í heljarinnar yfirferð - bara til að koma í veg fyrir aulamistök. Svo vonast ég til að geta komið þessu í prentun á morgun eða á miðvikudaginn. Skila svo á fimmtudaginn og er þá komin í fríííííííííí........jeiiiiiii.
En þessir örfáu dagar þangað til að maður skilar eru heila eilífð að líða og ég er með stóoóóóran hnút í maganum og að drepast úr stressi. En þess fyrir utan líður mér vel....hihihihi.
jæja - ætlaði ekki að skrifa meira í dag.
Heyrumst eftir nokkra daga - í ritgerðarfríinu.
Kv. Ragna

þriðjudagur, maí 03, 2005

Húff - erfitt að einbeita sér.
Ég sit hérna á lokasprettinum á ritgerðinni minni og það eina sem ég get hugsað um er að GGT er að koma í heimsókn eftir mánuð (nákvæmlega). Í hvert skipti sem ég lít upp frá tölvunni reikar hugurinn að því hvert við eigum að fara út að borða, hvaða kastala á að skoða og hvaða búðir er best að fara í fyrst. Engin leið að ég geti skrifað Abstracta, conclutions eða introductions í svona ásigkomulagi.
Annars fórum við Egill á "car boot sale" síðasta sunnudag og fundum bílstól fyrir Halla og Láru. En samt eiginlega fyrir Helenu. Ég fann sem sagt bílstól sem er alveg eins og bílstóllinn sem ég á og keypti hann bara. En vitið þið hvað - ég keypti hann á 5 pund (600 kall). Langar helst að nota hann sjálf, hehehehe. En svona getur maður rampað á ódýra hluti.......fyrir ykkur ófrísku!!!
Já - ég er búin að búa til ferðaplan fyrir ykkur í huganum - set það á blað þegar ég verð búin að skila þessu ferlíki sem ég er að skrifa. Ég er komin í 96 blaðsíður af texta (reyndar fullt af myndum) og á eftir að skrifa nokkrar blaðsíður í viðbót. Ég er alveg viss um það að þegar ég er búin að setja alla viðauka saman við þetta þá skríður þetta yfir 200 blaðsíður. Húff
Jæja - má ekki slóra - verð að halda áfram..... bara 10 dagar í skil................ aaaaaaaaaaa

kv. Ragna sem er að ganga af göflunum