miðvikudagur, febrúar 23, 2005

Já manni hefnist fyrir stóru orðin
Hér er komin snjór og frost og allt sem því fylgir. Ég nýbúin að tala um veðurblíðuna og gróðurinn þá fer allt í klessu. Reyndar hefur ástandið ekki verið svo slæmt að ástæða hafi þótt að loka skólunum hérna í Aberdeenborg en skólar fyrir innar á landinu séu ekki starfhæfir. Reyndar get ég svo sem ekki kvartað yfir veðrinu, það frýs allt á kvöldin og snjóar en á daginn er yfirleitt sól og allt að 5 stiga hiti.
Nú af okkur er náttúrulega fátt í fréttum - bíðum bara eftir því að febrúar og mars klárist - þetta eru eitthvað svo geldir mánuðir, gerist aldrei neitt. Það er skárra þegar það er komið fram í apríl... þá er farið að koma gott veður - hægt að leika sér útí garði og allt einhvernvegin bjartara. Svoo bíðum við náttúrulega spennt eftir því að Golfklúbburinn komi í heimsókn í júní. Nú er undirbúningur á fullu og verið að leita af hagstæðri gistingu, plana hvaða golfvelli á að nota og hvað á að skoða og sjá. Gaman, gaman. Mig hlakkar ekkert smá til ...... rölta um bæinn með hinum kellingunum..... versla... stoppa svo og fá sér kalt hvítvín... versla meira.....aftur hvítvín. Ég reyndar stefni náttúrulega ekki að því að versla mikið - enda yfirleitt stutt fyrir mig að fara - en ég verð með í röltinu og leiðbeini um helstu drykkjastaði ofl.
Jæja - ekki meira bull í bili - Einar er vaknaður

föstudagur, febrúar 18, 2005

"Soup me".
Þetta stóð á undarlegu grænmeti í matvöruversluninni Sainsburys. Ég var að versla í matinn með Einsa litla og sá þetta grænmeti. Ég er nefnilega komin í nýtt átak........."Prófa alltaf eitthvað nýtt". Í því felst að prófa ýmsar tegundir af grænmeti, fiski og kjöti sem ég hef aldrei eldað áður. Ég byrjaði semsagt á grænmetisflokknum enda er hann langsamlega stærstur. Um daginn keypti ég sellerírót (aldrei eldað það áður). Ég mundi eftir að hafa smakkað hana áður því að Stebbi og Gulla elduðu svona einu sinni fyrir margt löngu heima hjá Rósu. Þannig að sellerírótin var skorin í bita ásamt kartöflum og gulrótum og sett á ofnplötu. S'iðan penslaði ég hvítlauksolíu og kryddaði með Rósamín og fleira sem ég man ekki. Svo var þetta bakað í ofni þar til gyllt og borið fram með steikinni. Ógeðslega gott - mæli með þessu. Næst ætla ég að prófa að setja sellerírótina saman við kartöflumús - á víst að vera gott.
En undarlega grænmetið sem sagði "soup me" í Sainsburys var sem sagt "Butternut Squash" og er einhverskonar grasker. Ég fór alveg eftir uppskriftinni sem fylgdi og viti menn...... þetta var jafnbesta súpa sem ég hef smakkað. Egill var líka hrifin og ég má elda svona súpu hvenær sem er - ég heppin. En ég er sérstaklega hrifin af þessu framtaki hjá Sainsburys að hafa uppskriftir með grænmetinu því annars myndi ég ekkert vita hvað ég ætti að gera.
Nú annars er ég líka í átaki að reyna að borða morgunmat. Venjulega fæ ég mér bara einn kaffibolla and that´s it. Núna í morgun fékk ég mér "smoothie" en þá tek ég fitulaust jógúrt og set það í "blenderinn" ásamt einum banana, jarðaberjum og frosnum hindberjum. Síðan bara hæra vel og setja klaka samanvið - hryllilega gott og fljótlegt - barnvænt líka... þ.e. gott fyrir börn.
Jæja - nú skal ég hætta að tala um mat enda orðin glorhungruð á þessu tali.
kv. Ragna matargat

þriðjudagur, febrúar 15, 2005

Jæja - ég er loksins búin að setja inn nokkrar myndir á netið http://community.webshots.com/album/274265604Dagnhg. Ég er búin að vera skammarlega léleg að taka myndir núna undanfarið en nú verður breyting á, ég lofa.
Annars er allt fínt að frétta, allir tiltölulega hressir - Einar er reyndar ennþá með kvef but hey what´s new !! Eydís mín er heima núna - mán, þri og mig. Mánudagur er svokallað "Holiday monday" og svo eru starfsdagar í skólanum í framhaldi af því. Svolítið sniðugt hvernig þeir gera þetta og lengja helgina - fullt af fólki fer í smá frí á þessum tíma. Enda er þetta kallað miðannarfrí. En mér gengur nú ágætlega að skrifa þó að hún sé heima - enda er hún haldin mikillri sjálfstæðishvöt og vill gera allt sjálf....morgunmatinn, hádegismatinn.... þannig að ég get bara fengið að sitja hér í friði og ró og skrifa. Skriftir gengu ágætlega í gær - rúmlega 1300 orð og er ég þá formlega komin í 5500 orð sem er fjórðungur af ritgerðinni. Jibbeyy.
Eydís er hérna við hliðina á mér, stendur fyrir framan spegilinn minn og er að berja í sig hugrekki að kippa enn einni tönninni úr sér. Og þar fór hún !!!! jahérna - sú er dugleg. Þá eru 7 tennnur farnar en bara 3 komnar í staðin. Það eru líka þrjár komnar hjá Einari og önnur á leiðinni. Þetta er nú tannaveturinn mikli - eins og mamma orðaði það.
Annars er "gorgeus" veður hérna - eins og Eydís orðaði það. Hérna er glampandi sól og rúmlega 10 stiga hiti (17 stig í sólinni) og er spáð þannig fram eftir vikunni. Ég get alveg sagt ykkur það að ég sakna þess sko ekkert að skafa bílinn og moka snjó - en ég sakna þess hræðilega að geta ekki farið á gönguskíði eða á sleða með börnin. But you can´t have it all - sagði maðurinn.
Jæja - aftur að skriftum....kv.R

föstudagur, febrúar 11, 2005

Ohh - jamen herregud
Já - maður dæsir bara þegar maður er búin að eyða þremur dögum í að lesa alls konar lög og reglugerðir frá skrilljón löndum um aðgengi fatlaðra að netinu. Þetta er náttúrulega einstaklega þurrt efni og heilinn á mér hefur skroppið saman við hvert lesið orð og er orðin eins og rúsína. Ég hygg á endurlífgun á heilanum í kvöld því að ég ætla að fá mér dropa af rauðvíni og kannski jafnvel Breezer. Já - nú er hún dottin í það kellingin. Egill er að fara á enn eitt skrallið með strákunum í kvöld...... heppinn hann. Nei, nei,,,, það er ekki eins og hann sé alltaf úti þessi elska..... strákanir í skólanum skilja ekkert í því út af hverju hann kemur ekki með þeim á pöbbin á hverjum degi eftir skóla. Það er bara norm að koma við og fá sér eina pintu fyrir kvöldmat... aðeins svona að slaka á áður en maður fer heim að ala upp börnin sín.
Ég reyndar er að reyna að redda mér barnapíu - bara svona til að geta yfirhöfuð haft það tækifæri að skreppa aðeins út. Ég spurði konuna á leikskólanum hans Einars hvort að einhver af stelpunum sem vinna hjá henni væru til í að passa. Hún ætlaði að tala við eina á mánudaginn og lætur mig svo vita...... spennandi. Þá kannski getum við Egill skroppið í bíó - er ekki búin að fara í bíó í meira en 2 ár, pælið í því.
Annars eru allir orðnir hressir og kátir hérna í Abbó. Eydís ræður sér varla, hún er svo spennt að fara aftur á sundnámskeiðið á morgun. Einar er í átaki að sofa alla nóttina og tók Egill síðustu nótt og ég tek næstu nótt. Hann er svo þrjóskur og ákveðin að hann heldur sér vakandi klukkustundirnar saman ef hann færi ekki nákvæmlega það sem hann vill. Ég svaf með eyrnatappa í eyrunum í fyrsta skipti á ævinni og viti menn.... ég svaf eins og steinn. Reyndar rumskaði ég í eitt skipti þegar að Einar bókstaflega ærðist en Egill reddaði því eins og öðru og ég hélt áfram að sofa.
Jæja - óskið mér góðs gengis með nóttina í nótt
kv. Ragna

miðvikudagur, febrúar 09, 2005

Tennur fara og tennur koma
Dagarnir í Abbó snúast eiginlega bara um tennur. Tennurnar í Eydísi koma og fara......hún kippti sjálf úr sér tönn í gær sem mér finnst ótrúlegt afrek af sex ára kríli. Ég er ekki viss um að ég hefði getað gert þetta á hennar aldri. Ekkert mál fyrir Eydísi, og svo sat hún og safnaði blóði í tissjú...... því meira blóð því dramatískara er það.
Einar litli fékk aftur hita í gær - ég veit orðið ekki hvað gengur á. Hann er reyndar viðþolslaus í munninum og ég trúi ekki öðru en að fleiri tennur séu á leiðinni. Anginn litli setur allt í munninn og nuddar því svo fast í góminn að maður fær bara gæsahúð. Ég er með alls konar gel og duft sem slær nú aðeins á það versta og svo fær hann bara hreinlega verkjastillandi/hitalækkandi. Ræfillinn...... hann var svo örmagna í morgun að hann sofnaði í fanginu á mér (gerist eiginlega aldrei) og svaf á meðan ég klæddi hann í útifötin og í vagninn. En á meðan að stíllinn virkar er hann eins og eldibrandur út um allt og virðist sko ekki vera neitt veikur. Nú er hann farinn að rífa og tæta allt sem fyrir hendi kemur og er í ca. 80-90 cm hæð. Ruslatunnan er sérlega skemmtileg og uppþvottavélinn geymir líka oft eitthvað sniðugt (hann bókstaflega situr um uppþvottavélina og bíður eftir því að við röðum í hana). Nú annars er hann að verða frekur lítill kall sem skríður um hrínandi ef hann er ekki tekinn upp um leið. Svo öskrar hann og rymur þegar á að gefa honum að borða - það er eiginlega varla hægt lengur hann er svo órlólegur. Við Egill höfum stundum miklar áhyggjur af þessum dreng því hann er svo fyrirferðamikill og svo ákveðinn (frekur) að manni kvíður fyrir því þegar hann verður aðeins eldri. Reyndar höldum við að stór hluti af frjústrerasjóninni hjá honum er að hann kann ekki að labba. Hann horfir á eftir Eydísi þegar hún labbar burt og svo öskrar hann vonleysislega, gerir sér grein fyrir því að hann nær henni ekki á skriðinu. Hmm.....en þetta eru nú bara pælingar..... maður veit ekkert hvað gengur á inní höfðinu á þessum litla dreng. Hann er svo mikill karakter og bræðir mann um leið með riisa-stóra brosinu sínu og fitjar upp á nefið í leiðinni. knúsímúsímús.
Jæja - þarf að halda áfram að skrifa, skrifa, skrifa.
Kv Ragna


sunnudagur, febrúar 06, 2005

Nýtt orð
Sko - ég var að lesa bloggið hennar Gillíar og þar sagði hún henni fyndist hún vera 100% letingi. Rósa systir hennar sagði bara iss, það væri sko ekki neitt því hún væri sjálf 271% letingi. Þetta setur mig í heljarinnar vandræði. Nú ég hef alltaf verið letingi af guðs náð og alltaf reynt að komast hjá því að gera leiðinlega hluti eins lengi og hægt er. En þegar að tvær af duglegustu konunum sem ég þekki segjast vera letingjar þá sé ég mig tilneydda að finna upp orð sem að lýsir mér - helst eitthvað verra en letingi. Allar tillögur vel þegnar.
Heilsufar Aberdeenbúa er eitthvað misjafnt, Egill og Eydís eru bara hress en ég og Einar erum ennþá eitthvað tuskuleg. Hann er reyndar allur að koma til á meðan að ég versna og er komin með hita.
Talandi um hita - ég var að kaupa snilldartæki. Hitamælir í eyra..... hræbillegt og gefur hitastigið á millísekúndu. Svakalega sniðugt.
En það minnir mig á eitt sem mig langaði að segja ykkur. Ég fór með Einar til læknis um daginn því ég var ekki viss hvort hann væri með eyrnabólgu eða ekki. Þar lýsi ég því að hann sé búin að fá hitalækkandi í tvo daga með því að fá stíl. Þá varð læknirinn hissa...... hann sagðist bara hreinlega ekki vita af neinum ungum mömmum í dag sem gæfu börnunum sínum stíl. (Sko það er hægt að kaupa hitalækkandi líka í vökvaformi - mér finnst það bara ekki virka eins vel). Já- læknirinn sagði að ungar skoskar mömmur gerðu ekki svona, fyndist það ógeðslegt að stinga einhverju upp í rassinn á barninu. Hann dáðist mikið af mér fyrir þetta og af Einari því hann var svo duglegur að láta skoða í sér eyrun. En þá vitum við það !!
Fleira var það ekki í bili
Kv. R
ps. til að skrifa comment er best að gera "post anonymously" - þá er ekkert innskráningarvesen.

laugardagur, febrúar 05, 2005

Á meðan ég man...... Einar er komin með nýja tönn í efri góm. Þá eru tennurnar alls orðnar þrjár. Það er líka allt í fullum gangi hjá Eydísi, tvær lausar tennur og hin framtönnin aaalveg að koma. Þau eru sko flott systkynin.... sko tannalega séð.
Kv. Ragna