sunnudagur, júní 27, 2004

Halló allir vinir á Íslandi og takk fyrir allar kveðjurnar sem hafa verið að berast undanfarna daga.
Eins og þá kannski flestir vita var þetta strákur eins og spádómarnir höfðu sagt. Hann var 4,2 kg. og 54 cm.
Við komum heim i gærkvöldi og það var mikil gleði í húsinu og þá sérstaklega hjá Eydísi. Hún er afskaplega spennt yfir litla bróður og vill mikið hjálpa til. Hún er reyndar ekki eins hrifin af því hvað hann hrínar mikið þegar er verið að skipta á honum og skilur ekkert í þessu.

Ég setti inn nokkrar myndir á netið rétt áðan fyrir þá sem vilja skoða.
Fleiri myndir koma svo von bráðar.
Jújú - Ágústa mín - fæðingarsagan kemur á bloggið í heild sinni innan skamms (viðkmæmum bent á að sleppa völdum köflum þegar þar að kemur)

'Astarkveðjur til allra, Ragna

þriðjudagur, júní 22, 2004

Halló - langt síðan síðast.
Hér er enn setið og beðið eftir að grjónið látið sjá sig. Ég fór í skoðun til ljósmóður í dag og hún hreyfði við belgnum og sagði svo að við mættum búast við að eitthvað færi að gerast á fimmtudag eða föstudag. Ef ekki, þá verður það bara gangsetning á þriðjudaginn næsta. Já - þau eru greinilega þrjósk þessi börn sem við Egill framleiðum.
Annars er allt búið að vera rosalega fínt hjá okkur hérna og mikið búið að gera og skoða sig um. Pabbi og Egill eru búnir að vera í sjöunda himni saman, drekka bjór og wiskey og horfa á fótbolta. Þeir gætu varla haft það betra.
Gamla settið er reyndar farið frá okkur í bili en við sendum þau í smá ferðalag um vesturströndina enda varla hægt að fara til Skotlands án þess að skoða hana. Þau eru samt í reglulegu sambandi og koma strax heim ef eitthvað fer að gerast. En, eins og ég sagði við þau, það er óþarfi að hanga hérna og bíða....um að gera að skoða sig um.

Jæja - ég nenni nú ekki að skrifa meira enda hálf slöpp eftir belghreyfinguna í morgun.
Bið að heilsa öllum
Ragna

föstudagur, júní 18, 2004

Jæja - nú er þetta yfirstaðið hjá Láru vinkonu. Hún og Halli eignuðust litla stelpu í gærkveldi og var hún 13 merkur og 51cm. Hún er sem sagt þjóðhátíðarbarn og ég, Egill, Eydís og skoska bumban óskum stoltum foreldrunum til hamingju. Skvísan hefur sem sagt látið hræða sig með tali um gangsetningu því ef hún hefði ekki komið þegar hún kom hefði Lára farið í gangsetningu það sama kvöld.

Nú er bara að einbeita sér koma sinni eigin bumbu af stað. Ég þakka fyrir öll ráðin sem bárust í síðasta bloggi.......það er búið að reyna þau nokkur. Annars er mamma með mig í svæðanuddi og vonandi fer það að virka.

Jæja - fleira var það nú ekki......annað en að það er skítakuldi hérna (komin tími til hugsa sennilega einhverjir)
Bið að heilsa
Ragna

þriðjudagur, júní 15, 2004

jæja - nú spái ég því að sumarið sé búið hérna í Aberdeen. Já, eftir ÓTRÚLEGAN hita í gær er að koma norðanátt og því fylgir rigning og kuldi næstu dagana. Ég þar af leiðandi held að við fáum ekki meira gott veður í sumar. En passar fínt fyrir fótboltaáhugamenn sem þá þurfa ekki að slá grasið eða dúllast í garðinum og geta bara horft á sinn fótbolta á nokkurs samviskubits.
Ég var í mæðraskoðun hjá lækninum í gær og þar kom í ljós að það er ennþá allt harðlokað og læst þarna niðri. Engin merki þess að barnið sé neitt að koma á næstunni. Læknirinn tók sig til og gaf mér upp dagsetninguna 29. júní en ef ekkert gerist fyrir þann tíma er það dagurinn sem ég á að koma inn í gangsetningu. Þannig að nú er bara að vona að eitthvað gerist á næstu tveimur vikunum....... ég verð að reyna að nota öll kellingarráð sem fyrir þekkjast og lýsi hérmeð eftir svoleiðis ráðum. (þ.e. einhver ráð til að koma fæðingunni af stað).
Hef ekkert meira að segja í bili
Kv. Ragna

mánudagur, júní 14, 2004

Halló
Nú gærdagurinn fór betur en á horfðist í fyrstu. Egill var nú ekki eins slæmur og ég hélt og var búin að slá grasið fyrir hádegi. Svo fórum við með Eydísi í afmælið klukkan tvö og notuðum tímann á meðan og versluðum. Egill keypti nefnilega handa húsfrúnni sólstól til að ég geti notið sólarinnar almennilega. Svo var farið og keypt ný dýna í rimlarúmið þar sem að gamla dýnan var orðin svo mjúk eftir tæplega fjögurra ára legu Eydísar í rúminu. Nú svo fórum við náttúrulega og nældum okkur í smá gúmelaði í afmælinu hjá Andresi. Eftir það fórum við heim og Egill fór að horfa á fótboltann (sofnaði yfir því), og ég lagðist út í garð í nýja sólstólinn minn (sofnaði líka). Merkilega nokk þá gægðist sólin aldrei fram úr skýjunum þennan 1 1/2 klst. sem ég sat í stólnum. En þegar komin var tími til að udirbúa matinn og gera klárt kom sólin og glennti sig. Ekki fair.
Nú ég er að fara á eftir í skoðun til læknisins og það verður spennandi að sjá hvort að grjónið sé búið að skorða sig eða ekki. 'Eg held reyndar að það sé ennþá bara fljótandi um og leikur sér. Annars er ég farin að fá smá bjúg á fæturnar en það er nú ekki mikið. En það er óneitanlega gaman að pota í bjúginn og skoða holurnar sem verða til. Merkilegt fyrirbæri.
Annars á ég von á tveimur skólasysktkinum Eydísar hingað á morgun ásamt mæðrum þeirra í kaffi og við Eydís ætlum að baka súkkulaðiköku af því tilefni. Þannig að það er best að haska sér í tiltektina og gera allt klárt.
Síjúleiter
Ragna

sunnudagur, júní 13, 2004

Jæja - það er nú meira ástandið á fjölskyldunni. Við vorum í þrítugsafmæli hjá Jóhönnu í gær og þar var svaka stuð. Þau höfðu útvegað hoppukastala fyrir krakkana og gnótt var af grillmat fyrir okkur fullorðna fólkið. Og fyrir vikið skapaðist svaka stemning og það var hlegið og drukkið fram á nótt. Klukkan hálf tvö var ég reyndar búin að fá nóg og tókst ótrúlega fljótt og vel að sannfæra bóndann um að koma heim. Eydís hafði reyndar nokkru áður sofnað í sófanum (með hinum krökkunum) á meðan þau horfðu á video. En af þessu skapast ástandið sem er í dag.
Ég er núna með hausverk (eftir allt rauðvínið sem ég drakk, hihih) og Egill er ekki með meðvitund............hikk.. Eydís er sú eina sem virðist ekki finna fyrir neinu þrátt fyrir að hún hafi ekki sofnað fyrr en klukkan eitt í gær. En hún vaknaði rétt rúmlega níu í morgun, ótrúlegt.
Svo er hún að fara í afmæli hjá vini sínum á eftir þannig að ég á von á frekar syfjaðri stelpu í kvöld.
Annars er lítið að gerast hjá okkur og við höfum það bara frekar gott. Nú styttist í það að mamma og pabbi komi í heimsókn og okkur er öllum farið að hlakka til.

en - jæja - bið að heilsa í bili
Kv. Ragna

föstudagur, júní 11, 2004

Afsakið, fyrirgefið og allt. Ég gerði greinilega mestu mistök í heimi í síðasta bloggi en ég sagði að heimsmeistarakeppnin væri að byrja. Auðvitað átti ég við Evrópukeppnina. Fótboltaáhugamenn og aðrir sem urðu stórmóðgaðir eru beðnir velvirðingar og í framtíðinni verður staðreyndum sem slíkum ekki kastað fram án vandlegrar yfirlesningar.
R

Halló - hérmeð tilkynnist að ég á besta eiginmann í heimi. Hann kom heim í hádeginu á þriðjudaginn, skellti í eina rúgbrauðsuppskrift, allt í stóra dollu og inn í ofn. Í hádeginu daginn eftir nutum við þess að borða nýbakað rúgbrauð með eggjum og tilheyrandi. Það eina sem vantaði var hangikjötið. Í gær var svo gerð tilraun til að baka flatkökur en eitthvað var uppskriftin vitlaus (eða bakararnir) því að það tókst ekki. En maður deyr ekki ráðalaus, Egill fór bara á netið og fékk sér nýja uppskrift sem verður sennilega reynd í kveld. Ég var komin í svo mikið stuð að ég vildi helst fara og baka kleinur en það kom víst ekki til greina vegna brækjunnar sem leggur um húsið. Ohhhh..........

En sem sagt.....nú er til nóg af rúgbrauði sem endist sennilega fram að áramótum.

Af okkur er annars allt fínt að frétta, skólinn hjá Eydísi var lokaður í gær vegna kosninganna og við Eydís skemmtum okkur með því að fara í parkinn og svo í smá búðarráp. Það má ekki sleppa okkur lausum því þá erum við farnar að eyða pening.
Annars vorum við að fatta það að nú er að byrja mikil samkeppni innan súpermarkaðanna að bjóða sem ódýrastann bjór. Já - heimsmeistarakeppnin í fótbolta er að byrja og allir vilja að maður versli bjórinn hjá sér. Ég fór í dýrustu búðina í bænum um daginn (Sainsburys) og þar var kassinn af "Stellu" í flösku á 11 pund (24 flöskur í kassanum) en það gerir um 60 kr. flaskan. Svo sá ég tilboð þar sem annar súpermarkaður bauð kassann á 9 pund en það gerir 48 kr. flaskan. Egill er í 7-himni.

En stuðnings- og baráttukveðjur vil ég senda til endurlífgaðra bloggara sem byrjuðu aftur að blogga í vikunni. Go girls.

Hætt í bili
Ragna

þriðjudagur, júní 08, 2004

Já nú hefnist mér fyrir að hafa verið að monta mig af góða veðrinu. Það er búin að vera rigning en hitinn samt liggur í 15 °c. Þeir eru nú samt að spá heitasta degi ársins í London í dag en þar er hitinn kominn í 30°c og þeir halda að það verði jafnvel heitara seinnipartinn.
Já - spáin hér er rigning alveg fram að helgi.
Helgin hjá okkur er orðin vel pökkuð því að Eydís er að fara í afmæli bæði á laugardaginn og sunnudaginn. Svo erum við öll boðin í þrítugsafmælið hjá Jóhönnu á laugardagskvöldið. Það á að grilla (ef að veður leyfir) og hafa það gott.
Nú annars er allt fínt að frétta og allir eru við fulla heilsu. Eins og sést þá hef ég nú ekki mikið að segja en rembist nú samt við að blogga til að geta skotið stíft á aðra bloggara sem blogga minna (eins og Kolla vinkona og Ella sem eru greinilega komnar í sumarfrí). Aldrei þessu vant koma regluleg blogg frá TK litlu systir en hún er núna stödd í USA og er að skemmta sér og vinna. (aðallega samt að skemmta sér sýnist mér). Það er allt fínt að frétta af henni og hún plummar sig sko sannarlega. 'Eg spái því nú að hún eigi eftir að flytja þangað innan skamms........buhuhu.

Nú - Eydís okkar heldur áfram frægðarsól sinni gangandi í skólanum og er sífellt að koma okkur á óvart með hvað hún kann orðið af enskum orðum. Hún er sko farin að kenna okkur meira heldur en maður gerði ráð fyrir. Hún nær í alls konar skemmtileg orð í skólanum sem maður hefur aldrei heyrt áður.
Jæja - best að hætta þessu bulli í bili....skrifa meira bráðum
Kv. Ragna

mánudagur, júní 07, 2004

Greetings from Aberdeen
Ohhh - krakkar, þið vitið ekki hvað það er búið að vera gott veður hjá okkur undanfarið. Þetta er búið að vera algerlega frábært. Það liggur svona í 20 - 25°c yfir daginn (hitaskúrir koma reyndar inn á milli). Í morgun kl. 08,00 var td. 18 stiga hiti í skugga.
Helgin var nú ekki viðburðarík hjá okkur hjónakornunum en því mun viðburðaríkari hjá Eydísi. Hún byrjaði laugardaginn með því að æfa sig að hjóla án hjálpardekkja með pabba sínum og það gékk bara nokkuð vel verð ég að segja. Hún datt nú nokkrum sinnum en þar sem þau æfðu sig á grasi þá gerði það ekki til. Síðan náði hún líka valdi á húlahringnum sem ég keypti handa henni um daginn og "húlaði" nánast allan sunnudaginn. Laugardagurinn var nú svoooo heitur að Egill náði í litlu sundlaugina sem að Hafdís hafði gefið henni og fyllti hana af vatni og Eydís fékk sér smá sundsprett. Á laugardagskvöldið komu Kristján og Þórir til okkar í grill og grilluðum við kjúkling og svínariff,,,,,slurp.
En myndirnar af helginni má sjá í nýja myndaalbúminu mínu online, smellið bara á linkinn "MYNDIR" hérna til hliðar.
Bið að heilsa í bili
Ragna

laugardagur, júní 05, 2004

Vegna fjölda áskorana eru komnar fleiri myndir á netið.
Annars vegar af skólaskemmtuninni sem að Eydís tók þátt í og hins vegar nýjar bumbumyndir.
Smellið á linkinn "MYNDIR" hér til hliðar.
Kv. Ragna

miðvikudagur, júní 02, 2004

Hæ - bara láta vita að það eru nýjar myndir komnar á netið.
Smellið HÉR

Nú sit ég hérna nýstrípuð og fín. Já Þórir klippti mig og litaði í gær. Nú er allavegana hárið tilbúið fyrir fæðinguna.

En ég ætlaði nú aðallega að segja frá símakorti sem er víst voðalega sniðugt. Mamma er nefnilega búin að kaupa sér svona kort til að geta talað við allar dæturnar sínar sem eru þessa stundina allar í útlöndum. (TK að vinna í USA í sumar og Bertha systir í fríi með stóru stelpurnar sínar, líka í USA). Þetta kort er sem sagt ódýrt og maður getur víst talað heillengi. (hafa samband við mömmu mína ef ykkur vantar fleiri upplýsingar)
Já - þetta var sem sagt tilkynning til þeirra sem hafa áhuga á að hringja til okkar (eða til einhverra annarra í útlöndum) og þurfa ekki að borga mikin pening.
Annars er ég alltaf að verða hrifnari og hrifnari af þessu landi. Vissuð þið það að börn fá ókeypis tannlækna- (og lækna-)þjónustu hérna. Svo fæ ég líka ókeypis tannlæknaþjónustu á meðan ég er ófrísk og í ár á eftir að ég er búin að eiga. Makalaust.

Jæja - ekki fleiri fréttir í dag
Bið að heilsa, kv. R