þriðjudagur, febrúar 28, 2006

Það snjóar...........................
Já - gott fólk, það er komin vetur í Aberdeen. Það byrjaði að snjóa í fyrrinóttnótt og hefur snjóað stanslaust síðan. Ég er frekar fúl. Ég hélt að vorið væri á næsta leiti og ég gæti farið að spóka mig í sólinni. En við létum það nú ekki á okkur fá og fórum út í snjóinn áðan og bjuggum til risastórann snjómann og snjóhásæti. Svo fór Egill áðan og keypti snjóþotur og stefnan er sett á Seaton park eftir lúrinn hjá Einari.
En til að auka á erfiðleikana þá ákvað bíllinn okkar að bila svona mitt í "góða veðrinu". Það lítur út fyrir að það sé eitthvað að kælikerfinu (veit ekki meir) en þetta virðist ætla að vera svaka mál. Húff - ef það er ekki eitt þá er það allt.
Nú - annars er allt fínt að frétta af okkur og við erum öll hress - 7-9-13. Ég var að fatta það að það eru ekki nema ca. 2 - 2 1/2 mánuðir þangað til að við komum heim. Pæliði í því.
Mig hlakkar til og mig kvíður fyrir. Það verður ömurlegt að koma heim og byrja að versla í matinn. Það er eitt sem ég veit að á eftir að sjokkera mig. Annað sem mig kvíður fyrir er að fara að vinna venjulegan vinnudag eins og venjulegt fólk. 'Eg er búin að vera í námi síðan árið 2000 og efast um að ég kunni lengur að fara eftir fyrirmælum og stimpla mig inn. (smá ýkjur).
Á hinn bóginn hlakkar mig óskaplega til að koma heim og takast á við ný verkefni - hvort sem það er við vinnu eða eitthvað annað.
Ég auglýsi hérmeð eftir íbúð til leigu. Ef þið vitið um íbúð lausa til leigu frá ca. maí/júní í 3-4 mánuði (mesta lagi 6 mánuði).
Jæja - nú er ég búin að hlaupa úr einu í annað í þessu bloggi og held að nú sé bara komið nóg.
kv. Ragna

fimmtudagur, febrúar 23, 2006

Gillí er farin...... buhuhuhu......
Já - fyrir þá sem ekki vissu þá er Gillí komin og farin. Hún kom á fimmtudaginn í síðustu viku og fór í morgunn. Það var heilmikið gert á meðan hún var hérna og margt skoðað. Við náðum meira að segja að koma henni í golf. Einu sinni með Agli og einu sinni með mér.
Nú sitja allir eftir í sárum af því að hún er farin og mórallinn í húsinu er í lægra móti. Þetta var svo frábært að hafa hana hérna. Hún er náttúrulega ekki þekkt fyrir að sitja auðum höndum og húsið mitt hefur aldrei litið jafn vel út að innan svona marga daga í röð. Svo hafði maður alltaf einhvern að spjalla við þegar maður eldaði matinn og nú ef Einar var eitthvað pirraður þá sá Gillí bara um það. Ég bauð henni að vera áfram en eitthvað fannst henni hún þurfa að fara heim og vinda sér aftur í stressið á Íslandi. Ég bara skil ekki af hverju hún tók ekki þessu fína boði....hehehe. Allavegana - hefði alveg verið til í að hafa hana hérna áfram.
Nú - annars er heilsufar barnana komið í lag og þau eru eins og þau eiga að sér að vera.
Ég er á fullu að senda umsóknir hingað og þangað en heyri frá fáum. Tveir hafa tekið við mig símaviðtal en það voru ekki beint störf sem ég var neitt sérlega spennt fyrir. En það er ennþá nægur tími og ég vona bara að ég detti niður á rétta starfið.

jæja - ég ætla að halda áfram að velta mér upp úr söknunarþunglyndinu
kv. Ragna

þriðjudagur, febrúar 14, 2006

Ennþá veikindi
Hér eru ennþá veikindi þó að horfi til bjartari daga. Eydís fer nú í skólann á morgunn og Einar er hitalaus þó að hóstinn sé ennþá til staðar.
Ég verð bara að fá að monta mig smá. Ég og Einar erum buin að vera að reyna að pissa í koppinn svona endrum og eins. Hann er aftur á móti ekki að fíla það að sitja á koppnum - finnst þetta eitthvað skrýtið. Nú þá fór ég bara að leyfa honum að standa og þegar bunan kom þá setti ég koppinn undir. Það var nú meira hvað minn var stoltur að fá að sturta þessu í klósettið. Síðan þá hef ég ekki mátt taka af honum bleyjuna - þá stekkur hann til og nær í koppinn og pissar í hann eins og hann hafi aldrei gert neitt annað. Í gær tókst honum tvívegis að pissa í koppinn og maður er nú bara rétt 19 mánaða og 21 dags gamall. Mamma og pabbi eru nú bara nokkuð stolt - ekki hægt að segja annað.
Jæja - ekkert fleira í fréttum
kv. Ragna

mánudagur, febrúar 13, 2006

Allir veikir.!!!

Jaa - kannski ekki allir en 50% fjölskyldunnar er komin á sýklalyf. Eydís er aftur komin með þvagfærasýkingu og er á lyfjum út af því. Svo að auki er hún búin að næla sér í kvef og hita. Einar litli er með ljóta barkabólgu með tilheyrandi hósta og látum. Ég fór með hann til læknis áðan sem vildi setja hann á lyf því það var farið að braka íllilega í lungunum að auki.
Mér skildist á lækninum að þau yrðu bæði búin að jafna sig eftir 2-3 daga. Þau verða þá vonandi orðin spræk áður en Gillí kemur.
Já - var ég ekki búin að segja ykkur frá því - Gillí er að koma næsta fimmtudag. Já hún varð fyrir því óhappi að ýta "óvart" á bóka ferð og því er hún að koma til okkar og verður í viku. Og veðrið ætlar meira að segja að gera eins og Gillí segir því það er spáð hlýnandi og sól.
Já - það verður rosalega gaman að fá hana í heimsókn, ég er bara ekki viss um að ég nái að taka almennilega til áður en hún kemur. Ekkert auðvelt að taka til þegar að mannskapurinn er svona veikur.
Jæja - ætla annars ekkert að segja neitt meira....... jú annars. Ég prófaði að baka "lime-kökuna" hennar Gillíar (þessa sem var í saumaklúbbnum) og hún er bara hreint út sagt frábær og einföld. Takk kærlega fyrir uppskriftina Gillí mín.
kv. Ragna hjúkrunarkona

miðvikudagur, febrúar 08, 2006

Jæja jááááá
Hér er voða fátt að frétta. En ég skal samt segja frá því litla sem hefur þó gerst.
Síðasta laugardag héldum við þorrablót fyrir nokkra íslendinga. Það er skemmst frá því að segja að við vorum með miiikinn mat og bjuggum til kartöflumús sem hefði dugað fyrir eina og hálfa herdeild. En mannskapurinn gerði þessu góð skil og það var alls ekki mikill afgangur í matinn daginn eftir.
Ég er byrjuð á fullu í ræktinni og hryn í rúmið á hverju kvöldi, gersamlega úrvinda. Svo vakna ég á morgnana og get varla hreyft mig fyrir sperrum (jú ég teygi mig samt). Þetta skal takast í þetta skiptið og ég er að reyna að vera sterk og látast ekki afvegaleiðast í sælgætið ofl "viðbjóðslega" hluti. Ég skal, ég get, ég vil !!!!!!
En annars er fínt að frétta af mannskapnum, allir hressir og ánægðir með sitt. Agli gengur vel með ritgerðina og er "á áætlun" ef svo má að orði komast. Það stefnir því í heimflutning í vor eða maí nánar tiltekið. Nú er bara að fara að hella sér út í að skipuleggja það allt saman. Gaman, gaman
Jæja - nú nenni ég ekki að skrifa meira
Ragna

miðvikudagur, febrúar 01, 2006

Hæ hó allir saman
Það fylgir mér frostið, ég verð bara að segja. Hér er reyndar voða gott veður en brjálæðislega kalt. Það frýs allt á nóttunni og lafir í svona 2 stiga hita á daginn.......brrbrbr.
Annars er allt fínt að frétta héðan. Ég er formlega byrjuð aftur í ræktinni - fór í gær og fer svo aftur á morgunn. Reyndar var eins og ég hefði orðið fyrir járnbrautarlest í gær því ég var svooo þreytt og lurkum lamin að ég var sofnuð fyrir hálf ellefu. En það þýðir að ég er bara hressari í dag og er búin að afreka ýmislegt fyrir framan tölvuna í morgunn. Ég er búin að vera á fullu að sækja um störf (bara svona hitt og þetta). Væri voða gott að vera búin að landa starfi áður en ég kem heim en engin nauðsyn. Ef þið vitið um einhvern sem er að leita að hæfileikaríkri og frábærri manneskju eins og mér (nei, djók) þá endilega að láta mig vita. hehehehehehe
Já þetta er sko ekki skemmtilegt að þurfa að skrifa endalaust sömu rulluna aftur og aftur. Ég er alveg farin að efast um að ég fái nokkuð við mitt hæfi og enda sennilega á að afgreiða bækur úr kjallara Þjóðarbókhlöðunnar í plíseruðu pilsi með hnút í hnakkanum og spangargleraugu (þarf sko ekki að nota gleraugu en myndi gera það til að fullkomna lúkkið).
Neiiii - nú er ég hætt - farin að draga sjálfa mig niður í svaðið, ekki nógu gott.
Reyni að blogga aftur bráðum og þá kannski á bjartsýnari nótunum.
Bless í bili
Ragna bókavörður !!!!