Enn meiri veikindi.
Já - Egill er fallin í valin og er formlega orðin veikur. Hann var með hita í gærkvöldi og svo aftur í morgun. Við hóstum í kór - ekki falleg hljóð. Ég er ennþá með velling og er hætt að lítast á þetta enda að skríða yfir dag 5. Hef verið að velta fyrir mér að láta líta á mig - en eins og er típískt fyrir mig þá panta ég mér tíma og viti menn - verð heilbrigð fimm mínútum áður en ég á tíma hjá lækninum.
Jæja - ég ætlaði ekkert að blogga meira í dag.......... vildi bara láta vita að það eru komnar nýjar myndir - LOKSINS.
Litla fólkið í Háagerðinu
miðvikudagur, september 28, 2005
þriðjudagur, september 27, 2005
Ohhh - greyið ég.
já ég ligg hérna í sjálfsvorkun enda að skríða inn í fjórða dag af veikindum. Ég er búin að vera með hita og beinverki ásamt leiðinlegum hósta sem er að gera mig brjálaða. Ég er nú samt ekki frá því að þetta sé að verða búið - dagurinn í dag er sá besti, var bara með 38,3 stiga hita í morgun og ekki eins slæm af beinverkjunum. Eins og venjulega vel ég mér besta tímann til að vera veik, Egill er á fullu að sækja um styrk og var þar af leiðandi að vinna alla helgina og Eydís var í fríi í skólanum í gær. En það þýðir ekkert að velta upp úr þessu - þetta hlýtur að verða búið bráðum.
Nú - af hinu liðinu er allt fínt að frétta (Egill heldur reyndar að hann sé að verða veikur líka) en krakkarnir eru hress (og það er fyrir mestu).
Einar litli er lítið farin að tala nema bara sitt eigið tungumál (og getur malað og malað án þess að neinn skilji). Hann segir samt Dudda (snudda), Eydi (Eydís) og kahedda (hvað er þetta). Hann neitar alveg að segja pabbi og í hvert sinn sem hann er beðin um að segja PABBI kemur "mammi" - Agli til mikillar angistar. Hann notar "mamma" um allt sem hann langar í (aðallega mat) en hann er mikið matargat. Hann borðar bókstaflega allan daginn enda orkumikill krakki sem hefur mikið að gera. Hann fer alveg sjálfur upp og niður tröppurnar og hraðinn er slíkur að það er eins og hann sé í rennibraut. Hann klifrar líka upp í sófann og hókus pókus stólinn sinn án vandræða.
Jæja - nú vill herra Einar fá athygli þannig að við látum þessum lofræðum lokið í bili
kv. Ragna
já ég ligg hérna í sjálfsvorkun enda að skríða inn í fjórða dag af veikindum. Ég er búin að vera með hita og beinverki ásamt leiðinlegum hósta sem er að gera mig brjálaða. Ég er nú samt ekki frá því að þetta sé að verða búið - dagurinn í dag er sá besti, var bara með 38,3 stiga hita í morgun og ekki eins slæm af beinverkjunum. Eins og venjulega vel ég mér besta tímann til að vera veik, Egill er á fullu að sækja um styrk og var þar af leiðandi að vinna alla helgina og Eydís var í fríi í skólanum í gær. En það þýðir ekkert að velta upp úr þessu - þetta hlýtur að verða búið bráðum.
Nú - af hinu liðinu er allt fínt að frétta (Egill heldur reyndar að hann sé að verða veikur líka) en krakkarnir eru hress (og það er fyrir mestu).
Einar litli er lítið farin að tala nema bara sitt eigið tungumál (og getur malað og malað án þess að neinn skilji). Hann segir samt Dudda (snudda), Eydi (Eydís) og kahedda (hvað er þetta). Hann neitar alveg að segja pabbi og í hvert sinn sem hann er beðin um að segja PABBI kemur "mammi" - Agli til mikillar angistar. Hann notar "mamma" um allt sem hann langar í (aðallega mat) en hann er mikið matargat. Hann borðar bókstaflega allan daginn enda orkumikill krakki sem hefur mikið að gera. Hann fer alveg sjálfur upp og niður tröppurnar og hraðinn er slíkur að það er eins og hann sé í rennibraut. Hann klifrar líka upp í sófann og hókus pókus stólinn sinn án vandræða.
Jæja - nú vill herra Einar fá athygli þannig að við látum þessum lofræðum lokið í bili
kv. Ragna
fimmtudagur, september 15, 2005
Tilveran er dásamleg.
Já - ég skal nú viðurkenna að síðasta bloggfærsla var frekar niðurdrepandi. Það er nú ekki eins og maður sé á vonarvöl eða eitthvað svoleiðis. Þetta verður bara stundum svolítið einhæft til lengdar. Meira segja elsku mamma mín hringdi í mig eftir að hafa lesið bloggið til að hressa mig við..... fallega gert af henni.
Annars var Egill að baka rúgbrauð og við erum sko búin að finna síld, þannig að rúgbrauð með egg og síld verður á boðstólnum hjá okkur næstu daga..... eins gott að sofa með gluggana opna. ojojojojoj
Ég var líka að fatta það að ég er ekki búin að taka eina mynd af börnunum síðan við komum heim og ég lofa því að því verður bráðlega kippt í liðinn og svo birt á netinu.
Ég var líka að fatta það að það eru 77 dagar þangað til að Eydís á afmæli (er sko reglulega beðin um að telja), það eru 98 dagar til jóla (almáttugur) og rétt um 8 mánuðir þangað til að við flytjum heim. Pælið í þessu. Alls ekkert langt þangað til. Hugsið ykkur það að við erum búin að vera hérna úti í næstum 3 ár. Egill er búin að vera síðan október 2002 og við Eydís síðan mars 2003. Rosaleg tilhugsun.
Jæja - ég ætla að fara að lesa slúðurblöðin sem ég keypti mér í gær. Alltaf að passa sig að vera "updateaður"...!!!
Kveðja í bili
Ragna í góðum gír
Já - ég skal nú viðurkenna að síðasta bloggfærsla var frekar niðurdrepandi. Það er nú ekki eins og maður sé á vonarvöl eða eitthvað svoleiðis. Þetta verður bara stundum svolítið einhæft til lengdar. Meira segja elsku mamma mín hringdi í mig eftir að hafa lesið bloggið til að hressa mig við..... fallega gert af henni.
Annars var Egill að baka rúgbrauð og við erum sko búin að finna síld, þannig að rúgbrauð með egg og síld verður á boðstólnum hjá okkur næstu daga..... eins gott að sofa með gluggana opna. ojojojojoj
Ég var líka að fatta það að ég er ekki búin að taka eina mynd af börnunum síðan við komum heim og ég lofa því að því verður bráðlega kippt í liðinn og svo birt á netinu.
Ég var líka að fatta það að það eru 77 dagar þangað til að Eydís á afmæli (er sko reglulega beðin um að telja), það eru 98 dagar til jóla (almáttugur) og rétt um 8 mánuðir þangað til að við flytjum heim. Pælið í þessu. Alls ekkert langt þangað til. Hugsið ykkur það að við erum búin að vera hérna úti í næstum 3 ár. Egill er búin að vera síðan október 2002 og við Eydís síðan mars 2003. Rosaleg tilhugsun.
Jæja - ég ætla að fara að lesa slúðurblöðin sem ég keypti mér í gær. Alltaf að passa sig að vera "updateaður"...!!!
Kveðja í bili
Ragna í góðum gír
þriðjudagur, september 13, 2005
It´s pouring!!!
Já það er byrjað að rigna og það ekkert smá. Við erum víst með leifarnar af einhverjum hitabeltisstorminum því að það er líka 16 stiga hiti þrátt fyrir rigninguna. En allavegana fannst mér eins og ég þyrfti að blogga smá þó ég hafi ekkert til að blogga um. Hér gerist orðið ekkert merkilegt í mínu lífi eftir að ég gerðist heimavinnandi húsmóðir. Ef ég á að telja upp nokkra "merkilega" hluti sem gerst hafa undanfarna daga þá get ég fyrst of fremst nefnt það að ég fann ódýrt lambalæri og keypti það. Annað merkilegt er að ég er byrjuð að yfirdekkja borðstofustólana okkar og gengur það hægt. Ég er líka að prjóna lopapeysu sem gengur líka hægt. Hún ætlar líklega að verða of lítil á Egil þannig að ég verð bara að finna einhvern sem passar í hana þegar ég verð búin (árið 2008).
Þetta var allt það merkilega sem gerst hefur hérna síðustu dagana..... rosalega spennandi.
Allavegana - nú er best að byrja á verkefni dagsins - ganga frá þvotti og síðan að raða reikningum inní möppur.
Heyrumst brátt
Ragna í húsverkunum
Já það er byrjað að rigna og það ekkert smá. Við erum víst með leifarnar af einhverjum hitabeltisstorminum því að það er líka 16 stiga hiti þrátt fyrir rigninguna. En allavegana fannst mér eins og ég þyrfti að blogga smá þó ég hafi ekkert til að blogga um. Hér gerist orðið ekkert merkilegt í mínu lífi eftir að ég gerðist heimavinnandi húsmóðir. Ef ég á að telja upp nokkra "merkilega" hluti sem gerst hafa undanfarna daga þá get ég fyrst of fremst nefnt það að ég fann ódýrt lambalæri og keypti það. Annað merkilegt er að ég er byrjuð að yfirdekkja borðstofustólana okkar og gengur það hægt. Ég er líka að prjóna lopapeysu sem gengur líka hægt. Hún ætlar líklega að verða of lítil á Egil þannig að ég verð bara að finna einhvern sem passar í hana þegar ég verð búin (árið 2008).
Þetta var allt það merkilega sem gerst hefur hérna síðustu dagana..... rosalega spennandi.
Allavegana - nú er best að byrja á verkefni dagsins - ganga frá þvotti og síðan að raða reikningum inní möppur.
Heyrumst brátt
Ragna í húsverkunum
mánudagur, september 05, 2005
Jæja - lömbin mín
Nú er helgin búin og enn ein vikan tekin við.
Helgin hjá okkur var frekar róleg fyrir utan föstudagskvöldið en þá var grillveisla hérna í garðinum hjá okkur. Allir íslendingarnir í Aberdeen mættu og var tilefnið kveðjuveisla því Kristján og Þórir voru að flytja til Edinborgar og Fjalar og Dagný voru að flytja til Þrándheims í Noregi. Úr varð skemmtilegasta veisla og að Skoskum sið þá var byrjað snemma (um kl. 16:00) og allt var búið snemma (23:30). Þetta er einstaklega barnvænt og sérlega gott fyrir heilsuna daginn eftir. Nú annars fór helgin bara í leti og aumingjaskap eins og svo oft áður. Við náðum ekki einu sinni að þrífa bílinn eins og ákveðið hafði verið............enn sú leti.
Nú í dag bætist samt í íslendingaflóruna í Aberdeen vegna þess að Rannveig og Bergur ásamt Alex og Bensa koma í dag. Eydísi er búið að hlakka svo rosalega til að hún hefur talið dagana þangað til þau koma. Það verður ágætt að fá þau aftur til landsins og kannski tökum við upp þráðin þar sem frá var horfið hvað varðar ferðalög og drykkjuskap (hehehehehe!!!)))
jæja - bið að heilsa í bili
kv .Ragna
Nú er helgin búin og enn ein vikan tekin við.
Helgin hjá okkur var frekar róleg fyrir utan föstudagskvöldið en þá var grillveisla hérna í garðinum hjá okkur. Allir íslendingarnir í Aberdeen mættu og var tilefnið kveðjuveisla því Kristján og Þórir voru að flytja til Edinborgar og Fjalar og Dagný voru að flytja til Þrándheims í Noregi. Úr varð skemmtilegasta veisla og að Skoskum sið þá var byrjað snemma (um kl. 16:00) og allt var búið snemma (23:30). Þetta er einstaklega barnvænt og sérlega gott fyrir heilsuna daginn eftir. Nú annars fór helgin bara í leti og aumingjaskap eins og svo oft áður. Við náðum ekki einu sinni að þrífa bílinn eins og ákveðið hafði verið............enn sú leti.
Nú í dag bætist samt í íslendingaflóruna í Aberdeen vegna þess að Rannveig og Bergur ásamt Alex og Bensa koma í dag. Eydísi er búið að hlakka svo rosalega til að hún hefur talið dagana þangað til þau koma. Það verður ágætt að fá þau aftur til landsins og kannski tökum við upp þráðin þar sem frá var horfið hvað varðar ferðalög og drykkjuskap (hehehehehe!!!)))
jæja - bið að heilsa í bili
kv .Ragna