fimmtudagur, júlí 29, 2004

halló aftur
VIð fórum með Einar litla í skoðun á spítalanum í gær til að láta óma á honum mjaðmirnar.  EIns og kannski flestir muna þá þurfti Eydís að vera í spelku vegna þess að hún var með mjaðmarlos.  Hér í Skotlandi óma þeir öll nýfædd börn ef að mjaðmarlos er í fjölskyldunni.  Nú - niðurstöðurnar voru þannig að Einar er með pínu vanþroskaða mjaðmarliði en ekki svo mikið að hann þurfi spelku strax.  Hann á að koma aftur í skoðun þegar hann verður þriggja mánaða og ef að hann hefur ekkert lagast fyrir þann tíma þá þarf hann sennilega spelku.  Þannig að nú er bara að krossa puttana og vona að beinin vaxi nægjanlega á næstu tveimur mánuðum.
Jæja - fleira hef ég ekki að segja í bili og óska lesendum mínum góðrar verslunarmannahelgi.
Kveðja Ragna

þriðjudagur, júlí 27, 2004

Halló
Jæja - nú eru tengdamamm og tengdapabbi farin eftir 10 daga dvöl.  Það var rosalega gaman að fá þau í heimsókn og hafði Eydís sérlega gott af því að umgangast afa og ömmu í smá tíma.  Nú er systurdóttir mín hún Rakel mætt á svæðið og hefur algerlega tekið að sér að sjá um Eydísi.  Það léttir helling á mér því að maður er frekar fastur fyrir þegar maður þarf alltaf að vera að gefa þetta blessaða brjóst.  Annars held ég að það leki úr mér heilasellurnar með mjólkinni því að mér finnst eins og að ég geti né kunni ekki neitt lengur. (nema að gefa brjóst).  ´Mér finnst það stórafrek ef ég get eldað matinn og  sett í þvottavél sama daginn.  Ég vona að þetta verði nú ekki svona til frambúðar.  Nú - að öðru leyti er allt fínt að frétta af okkur.  Egill byrjaði aftur af krafti í skólanum í dag (búin að vera að taka svona hálfan og hálfan dag í frí að undanförnu) og ætlar að reyna að komast yfir sem mest á meðan að Rakel er hjá okkur.  Eydís mín tekur stórum framförum í öllu þessa dagana, er að reyna að ná tökum á því að flauta (þrátt fyrir tannleysið), er að æfa sig að synda með pabba sínum og er náttúrulega orðin hjólameistari götunnar.  Einar litli ef orðin þrælæfður í því að kúka í hreina bleyju og pissa á teppið akkurat á meðan maður er að teygja sig í nýja.  Annars er hann voðalega vær og góður en ég vildi bara að hann svæfi í lengri lúr á nóttunni.  Annars get ég ekki kvartað því hann sofnar svona um 11 leytið og sefur venjulega til 04,00.  Þá fær hann sér að drekka (tekur uþb. 30-40 min) og svo sefur hann til 06,00 og þarf aftur að drekka og sefur til 08,00 eða 09,00.  Þannig að maður getur ekki kvartað.  En þegar maður heyrir af svona draumabörnum eins og stelpunni hennar Láru sem sefur frá 24,00 til 08,00 (stundum til 09,00) þá getur maður ekki annað heldur en öfundast.
Nei, nei..........hann er alger draumur.
Annars er framundan heimferð í október og ég lysi hérmeð eftir því hvort einhver vina okkar geti mögulega lánað okkur vagn og barnabílstól á meðan á dvöl okkar á klakanum stendur.  Við verðum sennilega frá 1-22 október.  Endilega látið spyrjast til þeirra sem þið vitið að eru hætt að nota þessa hluti.... í bili (fyrirfram takk, takk).
Jæja - nu hef ég ekki neitt meira að segja, enda er Einar að rumska og vill fá kaffið sitt framreitt!!
kv. Ragna

laugardagur, júlí 17, 2004

Fréttir dagsins eru þær að hún Eydís greyið lennti í smá slysi í fyrradag.  Hún var að sýna listir sínar í dansi á stofugólfinu og naut um teppi sem þar var og datt með andlitið beint á lítinn fótstól.  Úr þessu blæddi þessi líka þessi hellingur og við fórum með hana strax upp á slysó.  Þar (eftir langa bið) var úrskurðað að þær tennur sem urðu fyrir högginu væru of lausar og það yrði að taka þær (enda löfðu þær bara lausar á einhverjum tætlum). Það varð úr að greyið var deyfð þarna klukkan eitt um nóttina og svo voru þrjár tennur dregnar úr henni.  (árangurinn má sjá á myndasíðunni okkar undir albúminu "Afi og amma í heimsókn").
En hún er eiturhress og finnst ekkert að því þótt vanti framtennurnar því að hún veit að fullorðinstennurnar eru skammt undan.  Það var nú helsta ástæða þess að það þurfti svona lítið högg til að losa tennurnar.  Ræturnar á barnatönnunum voru næstum því alveg farnar sem er merki þess að fullorðinstennurnar eru bara rétt fyrir ofan. 
Annars er allt fínt að frétta, Einar farin að sofa betur á nóttunni og er rosalega duglegur að drekka og kúka (verður ekki að segja frá öllu sem hann kann??). 
Jæja - verð að þjóta, erum á leiðinni niður í bæ að skoða okkur um.
Bæ í bili
Ragna

laugardagur, júlí 10, 2004

Sælt fólk. ENN NÝJAR MYNDIR. Já, eins og þegar hefur fram komið í bloggi höfum við Eydís verið að æfa okkur að hjóla og í tilefni þess hafa verið settar inn myndir af þessum merka viðburði í okkar lífi. Þetta hefur gengið vonum framar og má stúlkan orðið heita alhjólandi; nokkuð gott fyrir ekki eldra barn þykir stoltum föður. Í raun tók þetta ekki nema þrjú skipti. Í fyrsta skipti ríkti nú fremur mikil angist og gekk lítið eins og búast mátti við en þó sást nokkur árangur. Í annað skiptið fóru að sjást umtalsverð rennsli og undir lokin gat hún hjólað grasblettinn (sjá myndir) á enda, þó misbeint. Þegar við komum svo út í hinu þriðja sinni gerði telpan karl föður sinn rasandi með því að hjóla af stað eins og ekkert væri og datt ekki þann daginn. Reyndar hafa verið uppi kenningar um að það hafi verið vegna þess að grasið var blautt og hættan á að verða verulega skítug flygi hún á höfuðið orðið til að hún einfaldlega þorði ekki að detta. Nú, æfingum var fram haldið í dag og má segja að allt hafi gengið að óskum, stelpan hjólar sem hún vill, bremsar, stýrir og leiðir hjólið eins og við á. Það eina sem enn er dulítið erfitt er að taka af stað upp á eigin spýtur og ófaramyndirnar sem ég setti inn eru afleiðingar af mistökum í ræsingu. Annars er héðan gott.
Cheers
Egill

ÞAÐ ERU KOMNAR NOKKRAR NÝJAR MYNDIR !!

Hæ aftur
nýjust fréttir eru þær að tengdamamma og tengdapabbi eru á leiðinni til okkar í heimsókn. Já - það verður frábært að fá heimsókn, sérstaklega fyrir hana Eydísi okkar sem hlakkar gífurlega til að afi og amma komi. Hún er svo spennt að hún er í því að æfa sig á fullu að læra að hjóla almennilega áður en að þau koma. Hún er búin að fara út á hverjum degi með pabba sínum og er nánast búin að ná tökum á hjólreiðalistinni. Það eina sem gengur enn erfiðlega er að taka sjálfur af stað en það þykir okkur skiljanlegt þar sem að hjólið hennar er óvenjulega þungt. Skrýtið að framleiða svona þung hjól fyrir krakka. En það dregur samt ekki úr henni huginn því hún er algerlega viss um að hún verði "flug-hjólandi" þegar afi og amma koma.
Nú þetta eru ekki einu fréttirnar ...... Gillí er líka á leiðinni til okkar. Það er reyndar ekki fyrr en í lok ágúst en mikið verður gaman að ´sjá hana líka.
Ég verð að viðurkenna það að ég hef verið með smá heimþrá og fundist það leiðinlegt að geta ekki montað mig "face-to-face" við vini og vandamenn af litla sæta stráknum mínum. En þetta er lífið sem maður valdi sér og verður bara að sætta sig við það.
Jæja - ég ætla að reyna að leggja mig fyrst að Einar er sofandi og Egii og Eydís eru að læra að hjóla.........
kveðjur í bili
Ragna

miðvikudagur, júlí 07, 2004

Halló aftur.......
Mér datt í hug að skrifa smá pistil af tilefni þess að Einar er sofandi og ég ekki þreytt þó að klukkan sé orðin hálf ellefu. Skrýtið. Nú - hér er allt að komast í sinn vanagang. Einar litli hefur alveg gífurlega matarlyst og verð ég því að gefa honum smá þurrmjólk eftir brjóstagjöfina þrisvar til fjórum sinnum á dag til þess að hann verði alveg saddur. Ég hef aldrei vitað aðra eins sogþörf.... þess á milli tottar hann snudduna eða bara hvað sem er, hendi, taubleyju, ...!! Hann er farin að verða værari núna og í dag er hann eiginlega bara búin að sofa. Hann vakti smá í morgun og eftir það er dagurinn bara búin að fara í að drekka og sofa. Við Egill erum svo svartsýn að eðlisfari að við erum alveg viss um að um leið og við leggjumst upp í rúm þá vaknar hann hress og kátur og sofnar sennilega ekki aftur fyrr en undir morgun. En það á nú eftir að koma í ljós.
Af henni Eydísi okkar er það helst að frétta að hún á við smá hegðunarvandamál að stríða þessa dagana (enda ekki furða). Hún tekur upp á því að gera hluti sem hún veit að hún má ekki og hefur einstaklega mikla sýningarþörf (syngur og dansar fyrir okkur). En henni er sko alveg vorkun því að þetta eru heilmikil viðbrigði að fara úr því að vera einbirni í tæp sex ár (og miðja alheimsins)í það að þurfa að taka tillit til lítils öskurapa sem lafir utan á mömmu sinni meira og minna allan daginn. Hún á sko heiður skilið fyrir að yfirleitt þola þetta.
Nú - ég er öll að skríða saman og labba orðið eðlilega um. Ég er líka laus við bjúginn sem settist á mig rétt fyrir fæðinguna og jókst svo til muna rétt eftir fæðinguna. Það þýðir að ég sit eftir með rétt rúm 3 kíló eftir meðgönguna og er ég bara sátt við það. Ég er búin að kaupa mér líkamsræktarkort (fékk svaka tilboð) og byrja í ræktinni í september. (um að gera að fara ekki of geyst).
Jæja - nú er ég orðin þreytt og ætla að reyna að ná mér í smá blund áður en að Einar vaknar. Lofa því að skrifa meira bráðlega
Bæ í bili
Ragna

mánudagur, júlí 05, 2004

Sælinú, Egill hér. Það er orðið langt um liðið síðan ég bloggaði síðast. Trúi að síðan hafi ég orðið ári eldri og faðir í annað sinn og gott ef ég hef bara ekki gift mig síðan. Og hananú. Fleira en að ofan greinir hef ég svosem fréttnæmt og það sem upp gæti komið eru aðrir mér færari að segja frá. Ég hef hins vegar lært nokkuð nýtt í ?skosku?, sumsé að segja eitthvað á þá leið í spurnarformi hitti maður kunningja sinn á förnum vegi: ?fús jer dús?, sem yrði annað hvort svarað ?æ pikk?n? eða ?ní pikk?n?. Það verður þó að taka fram að þessi mállýska er bundin við Aberdeen. Nú, hugmyndin var sumsé að stofna til samkeppni um hvað þessi ósköp nú þýða. Fyrir rétt svör eru sérvalin skosk verðlaun sem samanstanda að sjálfsögðu af engu.
Cheers
Egill

Sælinú, Egill hér. Það er orðið langt um liðið síðan ég bloggaði síðast. Trúi að síðan hafi ég orðið ári eldri og faðir í annað sinn og gott ef ég hef bara ekki gift mig síðan. Og hananú. Fleira en að ofan greinir hef ég svosem fréttnæmt og það sem upp gæti komið eru aðrir mér færari að segja frá. Ég hef hins vegar lært nokkuð nýtt í ?skosku?, sumsé að segja eitthvað á þá leið í spurnarformi hitti maður kunningja sinn á förnum vegi: ?fús jer dús?, sem yrði annað hvort svarað ?æ pikk?n? eða ?ní pikk?n?. Það verður þó að taka fram að þessi mállýska er bundin við Aberdeen. Nú, hugmyndin var sumsé að stofna til samkeppni um hvað þessi ósköp nú þýða. Fyrir rétt svör eru sérvalin skosk verðlaun sem samanstanda að sjálfsögðu af engu.
Cheers
Egill