mánudagur, apríl 23, 2007

Helgarpúlið - sparstlið er búið, NOT.
Já það var sko púlað um helgina. Ekki ég sko, bara Egill. Hann var svo duglegur strákurinn að maður hefur bara sjaldan séð annað eins. Framkvæmdargleðin skín úr augunum og árangurinn eftir því. Nú, laugardagurinn byrjaði á smá Býkó ferð, Eydísi til mikillar ánægju, eða þannig. Þar birgðum við okkur upp á alls konar nauðsynlegu dóti til þess að framkvæma. Þegar við komum heim þá byrjaði Egill á því að sparstla smá. Sparstlið er orðin að venju hjá stráknum enda ótrúlega mikið sem þarf að sparstla. Svo fórum við að gera það sem mig var búið að kvíða mikið fyrir og var búin að fresta fram í það endalausa. Við tókum ofnin af í andyrinu. Ég bjóst við endalausu vatni og dró fram handklæða bunkann og fleiri fleiri bala og fötur. Síðan fór Egill að skrúfa allt laust og það seytlaði í mesta lagi smá, en kom aldrei neitt syndaflóð. Frábærlega frábært. Þá var ofninn farinn og hægt að sparstla meira, jeijj.
Nú - Egill fór því næst að hamast við að rífa flísarnar af anddyrinu á meðan að ég tæmdi nokkra pappakassa inn í skáp í kjallaranum. Markmiðið er nefnilega að geta tæmt kjallaraherbergið og gert það að alvöru herbergi með rúmi og alles. Karen systurdóttir mín ætlar nefnilega að vera hjá okkur í sumar og vinna í Rúmfatalagernum (where else). Þannig að við erum sko með mörg járn í eldinum.
Þegar að flísarnar voru farnar og kassarnir tómir var dagurinn búin og allir fóru úrvinda að sofa. Sunnudagurinn var líka dagur mikilla framkvæmda hjá Agli. Á meðan ég kúrði í rúminu rauk hann í að gera gat á útihurðina til þess að koma fyrir bréfalúgu. Það tókst alveg glimrandi vel og hlakkar mig mikið til að geta hent djö..andsk...póstkassanum í ruslið. Hann hengdi líka upp ruslagrindina í ruslaskápinn og sparstlaði svo aðeins meir. Síðan fórum við í afmæliskaffi hjá Halldóri, en Denna hafði búið til hálft fermingarhlaðborð í tilefni dagsins. Þegar heim var komið voru krakkarnir baðaðir og húsið ryksugaði og skúrað enda veitti ekki af eftir að Egill var búin að pússa allt sparstlið.
Gullkorn frá Eydísi í lokin:
Krakkarnir voru niðri að horfa á barnatímann á meðan að við kúrðum aðeins lengur.
Eydís kemur upp ....
Mamma: Er Einar búin að vera góður??
Eydís: Hann er sko einum og hress!!!
Eydís: Eða sko kannski tvisvar of hress.....!!!!!

miðvikudagur, apríl 18, 2007

Vöknuð til lífsins !! (allavegana í bili)
Ég tók þá stóru ákvörðun að endurvekja bloggið mitt enda ekki hægt að láta slíkan snilldartjáningarmáta (nýtt orð) líða út af. Langa "sumarfríið" sem var nýtt til endurnæringar á heilasellunum sem voru margar hverjar langveikar af sífelldum endurtekningum um annars óspennandi líf mitt. Nú verður engin breyting á, það er ekki spurning, en heilasellurnar hafa enurnýjað sig og ég er ekki frá því en að nýja hleðslan eigi eftir að duga fram á haust.
Fréttirnar eru fáar og segi ég frá þeim hér fyrir neðan. Fyrir þá sem vilja fylla upp í eyðurnar frá því í ágúst í fyrra bendi ég á bloggsíðu Gíslínu en þar er hægt að fá frekari fréttir af mér og minni fjölskyldu.
Fréttir:
Ég er búin að segja upp hjá ANZA. Ég er búin að ráða mig til Þekkingar (samkeppnisfyrirtæki). Hlakka mikið til að byrja þar og fá ný og krefjandi verkefni fyrir betri pening !hehe.
Ég, Egill, Eydís, Gillí og Palli erum að fara til Aberdeen þann 18. maí og verðum í 6 daga. Tilefni ferðarinnar er að Egill á að verja doktorsritgerðina sína þann 22. maí. En það er nátturulega ekki aðaltilgangur ferðarinnar, því ég er komin með langan innkaupalista fyrir krakkana og mig. Strigaskó, stígvél, sumarjakka, buxur, íþróttaföt, bolir og peysur. Planið er að fara með tómar töskur út og versla ofaní þær. Ég verð eins og hinir túristarnir - fer að versla með flugfreyjutöskuna með mér og set pokana beint ofaní þá. Svo stefnum við á að fara í golf og fleira skemmtilegt. Ég hlakka mikið til að upplifa Aberdeen sem túristi!!. Eydísi hlakkar líka mikið til og ætlar að hitta alla gömlu vinina og fara í heimsókn í skólann sinn.
Fleiri fréttir eru ekki í bili enda andlaus með meiru. Ég lofa að ég skrifa strax í næstu viku!!
kv. Ragna