þriðjudagur, maí 23, 2006

Við erum flutt..........
í litla íbúð í Stóragerði. Ég og pabbi ókum um höfuðborgarsvæðið í tvær klukkustundir í gær og söfnuðum saman öllu dótinum mínu. Síðan var kvöldmatur hjá gömlu hjónunum og eftir það var farið í að ganga frá. Gillí kom og hjálpaði okkur að koma okkur fyrir og Palli kom og hengdi upp ljós. Gerða og Elli komu næst með innflutningsgjöf......nýbakaðar kleinur og rúgbrauð. Síðust kom mamma með þvott af mér og Einari. Íbúðin er stórfín og ég er hæstánægð með að vera áfram nálægt vinnunni og dagmömmunni hans Einars.
Nú styttist í að Eydís komi heim .... næsta föstudag. Ég get varla beðið eftir því að fá hana heim. En mér skilst á Agli að hún sé svona eitthvað tvístígandi varðandi flutninginn til Íslands. Hún er náttúrulega orðin svo stór að hún skilur að kannski sér hún vinkonur sínar aldrei aftur. En hún er samt mjög spennt.....ekki spurning.
Jæja - verð að halda áfram
kv R

fimmtudagur, maí 18, 2006

Við eigum hús !!!
Í gær skrifaði ég nafnið mitt í tæp 30 skipti og kom út sem húseigandi. Alls staðar þar sem stóð Egill Erlendsson þurfti ég líka að skrifa nafnið mitt. Nú erum við Egill húseigendur.....þeas. raðhúsaeigendur. Mikið rosalega er þetta þægileg tilfinning að vita að maður mun eiga heima einhversstaðar. Við erum búin að vera svona frekar rótlaus undanfarið að manni hefur í raun ekki fundist maður eiga heima neins staðar. En nú er komin samastaður og þú þarf bara að safna saman húsgögnunum sínum, öllum búnaði og koma þessu fyrir. Við fáum afhent 15. júlí (allir taka daginn frá),sem er reyndar laugardagur og það verður sennilega engin í bænum. En við Egill möndlum þetta einhvernvegin og verðum sennilega flutt in það sama kvöld. hehehehehe
Jæja - ætla að fá mér hádegismat
kv .Ragna

þriðjudagur, maí 16, 2006

Lynghagi er allur
nei - kannski ekki alveg en við gerðum hann tilbúin um helgina og afhentum hann nýjum eigendum. Þetta var allt gert með trega í hjarta og tári í auga þar til við fundum allar rakaskemmdirnar, alla gluggana með móðu og steypuskemmdirnar utaná. Þá varð maður nú nánast fegin að losna undan allri þeirri vinnu sem liggur í að koma þessu í lag.
Nú eru bara 9 dagar þangað til að Eydís kemur heim......jeiiiii. Þetta er búið að vera ógeðslega langur tími þó að allt hafi gengið vel. Hún er nú svo góð þessi stelpa sem ég á að það hálfa væri nóg.
Nú fer ég að fá leiguíbúðina mína í Stóragerði og verður það nú léttir fyrir Gillí og Palla að fá húsið loksins út af fyrir sig. Þetta er lítil kjallaraíbúð í Stóragerði 5 og verðum við með hana þar til 18 júlí en við fáum húsið í Háagerði afhent þann 15. júlí 2006. Það er nú samt búið að vera ótrúlega gott að búa hjá Gillí og ég veit að mér á eftir að drulluleiðast þegar ég verð orðin ein. EN - það er bara í tæpa tvo mánuði og ég hlýt að lifa það af.
Vinnan gengur ágætlega - ég er aðeins að komast inn í hlutina hérna en mér finnst ég samt einhvernvegin ekki vera að skilja neitt. Mér líður eins og ég hafi verið að útskrifast úr gagnfræðiskóla og hafi verið send inn til að kenna samnemendum mínum. Ég veit ekkert, skil ekkert og kann ekkert. Samt virðist sem að allt sem þeir láti mig gera vinnist einhvernvegin og ég næ að skila því af mér. Hvernig ég geri það veit ég ekki, einhver ósjálfráð viðbrögð.

Allavegana - nóg i bili
Ragna dom-i-hoveded

fimmtudagur, maí 11, 2006

Það gerist sko ýmislegt á Íslandi.
Ég og Egill erum búin að festa okkur húsnæði. Við gerðum tilboð, aftur tilboð og gagntilboð og að lokum var því tekið. Við erum sem sagt í ferlinum að kaupa endaraðhús í Háagerði, 108 Reykjavík. Húsnæðið þarfnast standsetningar, eins og að mála þak og glugga, laga múrhúð að aftan ofl. skemmtilegt. Þetta verður hobbyverkefnið okkar Egils næstu 10 árin, en þar sem við erum svo góð í okkur mega allir koma að verkinu !! hehehehehe
En núna bíðum við bara spennt að Íbúðalánasjóður samþykki okkur sem hæfa greiðendur og þá verður allt klappað og klárt.
Ég er líka komin á fullt í vinnunni og mér líkar bara rosalega vel. Það er fullt af breytingum framundan og fullt af verkefnum.
Þetta er svona það helsta sem hefur drifið á mína daga á Íslandi.
Skrifa meira seinna - ég lofa.....
kv. Ragna

þriðjudagur, maí 02, 2006

10 dagar á Íslandi - Stiklað á stóru

Dagur eitt: Kæru vinir - mikið var gott að lenda á Íslandi eða þar til að ég kom út af Leifsstöð. Skítakuldi á þessu landi, snjór og hagl. Fór strax að stór-efast um ákvörðun mína að koma til Íslands. Það var þó gott að hitta mömmu og pabba og borða með þeim góðan mat. Síðan færði ég mig yfir í núverandi bækistöðvar hjá Gillí og Palla. Einar er stórskemmtilegur ferðafélagi eða allt þar til að hann verður þreyttur en vill ekki sofna..... þá væri ég alveg til í að skipta á honum og TK sem svaf nánast alla leiðina til Íslands.

Dagur þrjú: Fór á árshátíð saumaklúbbsins kvöldið áður og var ekki sofnuð fyrr en að ganga hálf tvö. Þá ákvað Einar að vera skemmtilegur og vaknaði af værum blundi kl. 06,00. Ég druslaði honum niður til að vekja ekki Gillí og Palla. Um 10 leytið drifum við okkur út í labbitúr en eins og svo oft áður urðum við fljótlega frá að hverfa sökum veðurofsa.......ég er stórlega farin að efast um að það hafi verið rétt ákvörðun að flytja til Íslands. Sakna Egils og Eydísar alveg ofsalega mikið og finnst þetta óréttlátt að við þurfun alltaf að lenda reglulega í aðstæðum sem gera það að verkum að við erum aðskilin í marga mánuði í senn (reyndar alltaf sjálfskapað).

Dagur fimm: Einar er byrjaður í aðlögun hjá dagmömmunni og ég skildi hann eftir í rúman hálftíma. Mömmuhjartað brotnaði í tvent þegar að ég sagði "jæja - nú er ég að fara" við Einar. Þá stóð hann nefnilega upp og vinkaði bless til allra hinna krakkanna og kyssti meira að segja á kollinn á einum. Svo þegar að hann áttaði sig á því að það var bara mamma sem var að fara þá brustu flóðgáttirnar og hjartað mitt líka. En allt fór þetta vel og hann var bara ánægður eftir dvölina. VIð heyrðum í Eydísi í dag og hún og Einar "töluðu" heillengi saman í símann. Einar segir ekki margt......."hæ", "mamma", "vááááá".....bendir og klappar.

Dagur átta: Ég skildi Einar eftir hjá dagmömmunni rúmlega hálfan daginn og hann svaf hjá henni og allt. Það gékk líka svona stórvel enda sökum þess að það var svona gott veður gat dagmamman farið með þau á róló. Þá verður minn maður kátur. Elskar að vera úti að leika. Við Einar söknum Eydísar og Egils meir og meir með hverjum deginum og erum farin að telja niður þangað til þau koma heim. Það er buið að bóka far fyrir Eydísi þann 26 maí en Egill er enn óráðinn....!

Dagur 10: Sunnudagur til sælu. Fór í gær og keypti sandkassa fyrir Einar sem vekur svona líka mikla lukku. Þetta er alveg snilld. Hitti Hauk og Rósu í hádeginu en þau voru að koma í bæinn til að sækja Ítalska kennara. Kári, Þóra og stelpurnar komu í mat til Gillíar sem og tengdó. Gillí grillaði stórglæsilegar lambalærissneiðar og rosalega góðar kartöflur. Frábær dagur.

Dagur 12: Fyrsti dagur í vinnu. Ég var með þvílíkan hnút í maganum í morgunn og hann er ekki ennþá farinn. Ég spái því að hann fari ekki fyrr en eftir ca. tvær vikur ef ég þekki sjálfa mig rétt. Mér leist ágætlega á staðinn og allir sem ég talaði við í dag komu sérstaklega vel fyrir. Það er greinilegt að það er góður andi í fyrirtækinu og sveigjanleikinn er í fyrirrúmi. Segi meir af starfinu þegar ég veit meir.

Húfff - ´þetta var nú ágætis færsla hjá mér enda var sko alveg kominn tími til að ég gerði eitthvað. Ég held nú áfram að blogga fyrst um sinn en svo sjáum við til hvort upplýsingaflæðið verði ekki bara feykinóg fyrst maður er fluttur til landsins. Mér sýnist hvort eð er fáir vera að skoða þessa síðu - við sjáum til.
kv. Ragna