fimmtudagur, apríl 20, 2006

Ég er að koma heim......
lendi kl. 12.45 föstudaginn 21. apríl 2006 og læt þá 3 ára dvöl minni í Skotlandi formlega lokið.
Blogga meira þegar að heim verður komið.....
Cheers
Ragna

fimmtudagur, apríl 13, 2006

Afmæli !!!!!!!!!!!!!!!!
Ég og minn heittelskaði eiginmaður fórum út að borða í gær. Ásgeir og co. voru pössunarpíur fyrir okkur enda gátu þeir ekkert verið að fara út á lífið því peningarnir voru orðnir af skornum skammti. Þannig að við hjónakornin skelltum okkur út á lífið og höfðum ærna ástæðu til. Jú því viti menn en Egill varð 35 ára í gær. Ég trúi því varla að hann sé þetta gamall því hann lítur ekki út fyrir að vera deginum eldri en hann var þegar við byrjuðum saman fyrir tæpum níu árum síðan (og ég er náttúrulega alltaf 25 ára). Við byrjuðum á því að fara á pöbbinn og fengum okkur eina pintu og síðan á resturantinn þar sem við fengum frábæra sjávarrétti. Svo fórum við aftur á pöbbinn og fengum okkur meira að drekka. Það er orðið allt annað að fara á pöbbinn núna í Skotlandi því nú er bannað að reykja á almenningsstöðum. Maður þarf því ekki að viðra fötin sín eftir að hafa fengið sér aðeins í tánna.......nú er öllum bara hent út undir bert loft ef þeir ætla að reykja. Frábært framtak hjá Skotum.
Já - annars fóru unglingarnir í morgun og litla sys kemur á morgunn. Það er því nóg að gera við að þrífa, þvo þvott ofl. skemmtilegt. Þetta voru nú reyndar svo heilbrigðir unglingar að þeir voru alltaf komnir snemma heim á kvöldin og settust svo bara við spilamennsku oft langt fram á nótt. Virkilega forvitnilegt að fylgjast með þessu.

jæja - ég nenni ekki að skrifa meira
bið að heilsa
Ragna

miðvikudagur, apríl 05, 2006

16 days and counting
Það eru bara 16 dagar eftir af dvöl minni hérna í Skotlandi. Þetta er svolítið súrrealískt og skrýtið. Þegar ég fer þá hef ég búið hérna í 3 ár, einn mánuð og 7 daga, pælið í því. Þetta hefur liðið alveg ótrúlega hratt og ég skil eiginlega ekki hvað verður af tímanum þessa dagana. Þetta þýðir líka að ég er búin að vera að blogga í rúm 3 ár..... spurning hvað verður um bloggið þegar ég kem heim. Þetta var nú bara sett á laggirnar upphaflega þannig að fólk gæti fylgst með okkur í útlöndum en frétta ekki allir af öllum þegar að heim er komið?? Jæja - ég sé til með þetta, fer eftir því hvað ég á eftir að hafa mikið að gera.
Nú - ég er búin eyða deginum í að gera klárt fyrir Ásgeir og vini hans en þeir koma á morgun og verða í viku. Það er búið að umturna öllu og nú sefur Einar inni hjá okkur, tveir strákar verða í Einsa herbergi og tveir inni hjá Eydísi. Þetta verður þröngt en notalegt.....ég er viss um það.
Eins og ég hef talað um í eldri bloggum þá er ég á fullu að kaupa allt sem vantar áður en við flytjum heim. En nú er spurning hvort maður sér orðin alveg ruglaður. 'Eg fór um daginn út í búð og keypti iðnaðarpakningar af þvottaefni.!!! Þetta eru hvorki meira né minna en 15 kíló af þvottaefni á 1800 krónur. Nú kemur stóra spurningin - gerði ég góð kaup eða ekki????? Þið verðið endilega að svara mér - það eru deildar meiningar um andlegt heilsufar húsfrúarinnar sökum þessa málefnis.....!!!!!!!!!!!! ;-)
Jæja -ég bíð spennt eftir niðurstöðunum því ef þær eru jákvæðar ætla ég að kaupa meira, meira, meira, en ef þær eru neikvæðar þá skal ég játa mig sigraða og hætta þessu rugli.
kv. Ragna rugludallur

sunnudagur, apríl 02, 2006

Vera lengi að borða - það er málið !!!
Í gærkvöldi var okkur boðið í mat til Argentínskra vinahjóna okkar. Við vorum mætt á slaginu kl. 19,00 og þegar við komum inn þá var okkur ljóst að það var akkurat ekkert byrjað að matreiða. En þar sem við vissum hvernig þetta myndi ganga fyrir sig þá höfðum við haft varan á og fengum okkur síðbúin kaffimat kl. fimm. Nú - við komum sem sagt innfyrir og allir komu sér þægilega fyrir í eldhúsinu og krakkarnir fóru að leika. Svooo hófst matarundirbúningurinn. Á meðan sátu allir bara og voru að spjalla í rólegheitunum. Svo um átta leytið var Rodolfo búin að skera niður það sem átti að vera sem "apperatif" og okkur var boðið að byrja á því. Þar samanstóð af niðurskornum ostbitum, ýmiskonar pylsum, ólífum, lítil kex, saltkringlur og hnétur. Á meðan við vorum að gæða okkur á þessu útbjó Angie pizzu sem var komin á borðið um níu leytið. Við átum það í rólegheitunum og það var spjallað aðeins meira. Nú að lokum kom á borðið eins konar mini bökur sem Angie hafði búið til. Ein gerðin var fyllt með hakki ofl., ein með spínati og eggjum og þriðja með túnfisk og eggjum....... rooosalega gott.
Allavegana - þetta var alveg frábært kvöld sem teygðist langt fram á nótt. Einar litli hafði úthald í þetta allt saman þótt hann hefði reyndar verið orðin glær af þreytu. Við vorum komin heim um hálf eitt alveg gersamlega uppfull af mat - enda höfðum við borðað stanslaust frá átta til að verða tólf.
Við erum svo boðin í mat hjá Atla og Jóhönnu í kvöld .... segi af því seinna.
heilsur
Ragna