Sumartími og gott veður
Við vöknuðum í morgun við það að sólin skein og fuglarnir sungu. Eitthvað var öðruvísi í dag en aðra daga. Jú - viti menn, hitamælirinn sýndi tveggja stafa tölu í skugga og ég sver það en lundin varð einhvernvegin léttari. Til að auka á mátt sumarsins þá skiptist tíminn í dag og nú er formlega komin sumartími. Núna erum við semsagt einni klukkustund á undan ykkur þarna á klakanum.
Þetta reyndar þýðir að það fór allt í klessu við háttatíma barnanna en Einar er vanur að fara í rúmið kl. 20,00 og gerði það líka í kvöld. En innri klukkan hans var bara 19,00 þannig að hann lá bara og spjallaði við sjálfan sig í dágóða stund. Hann lognaðist nú samt fljótlega útaf þannig að það má gera ráð fyrir því að hann vakni snemma á morgun.
Nú er bara ein vika eftir af skólanum hjá Eydísi áður en hún fer í páskafrí. Svo taka við 18 skólalausir dagar því hún á ekki að mæta aftur fyrr en 19. apríl. Það er nú svolítill spenningur í gangi því að í páskafríinu fáum við heimsóknir frá Íslandi. Fyrst kemur Ásgeir Gillíarson og þrír vinir hans. Já þeir eru að koma hingað í vikulanga"mennigarferð" og chilla í Aberdeen. Þegar að þeir fara þá kemur Thelma Kristín litla systir og verður líka í viku. Ég fer svo samferða henni aftur heim til Íslands. Gaman , Gaman........
jæja - ætla að fara að horfa á nýja dýralífsþáttinn hans David Attenborough- "Planet Earth".... frábærir þættir.
kv .Ragna
Litla fólkið í Háagerðinu
sunnudagur, mars 26, 2006
laugardagur, mars 25, 2006
Jæja góðir hálsbólguhálsar (eru ekki allir veikir á Íslandi í dag??)
Nú er ég sem sagt búin að fjárfesta í flugmiða og við Einar komum heim þann 21. apríl. Ég er líka búin að skrifa undir ráðningarsamninginn og senda hann tilbaka. Nú er þetta allt að verða klappað og klárt. Það gengur ágætlega að pakka niður og það gengur líka á gætlega að versla það sem versla þarf áður en við flytjum heim.
Maður er orðinn svo geðveikur af því að versla hérna úti að ég var meira að segja farin að íhuga að kaupa iðnaðarpakkningar af þvottaefni. Það situr eitthvað svo fast í minninguni að þvottaefni sé svo dýrt á Íslandi. En kannski er maður farin aðeins út fyrir efnið og ég verð að reyna að halda mig við að versla aðeins það nauðsynlegasta.
En næst á dagskrá er að kaupa jólagjafir fyrir krakkana. Allt dót er svo miklu ódýrara hérna heldur en heima og því margborgar sig að kaupa það hér.
En allavegana - eina málið sem er ekki leyst er leikskólamálið. Ég er reyndar búin að finna dagmömmu sem er tilbúin að taka Einar að sér ef hann kemst ekki inn á leikskóla nógu snemma. En ég vona náttúrulega að hann komist einhversstaðar inn sem fyrst.
Jæja - bið að heilsa
Ragna
Nú er ég sem sagt búin að fjárfesta í flugmiða og við Einar komum heim þann 21. apríl. Ég er líka búin að skrifa undir ráðningarsamninginn og senda hann tilbaka. Nú er þetta allt að verða klappað og klárt. Það gengur ágætlega að pakka niður og það gengur líka á gætlega að versla það sem versla þarf áður en við flytjum heim.
Maður er orðinn svo geðveikur af því að versla hérna úti að ég var meira að segja farin að íhuga að kaupa iðnaðarpakkningar af þvottaefni. Það situr eitthvað svo fast í minninguni að þvottaefni sé svo dýrt á Íslandi. En kannski er maður farin aðeins út fyrir efnið og ég verð að reyna að halda mig við að versla aðeins það nauðsynlegasta.
En næst á dagskrá er að kaupa jólagjafir fyrir krakkana. Allt dót er svo miklu ódýrara hérna heldur en heima og því margborgar sig að kaupa það hér.
En allavegana - eina málið sem er ekki leyst er leikskólamálið. Ég er reyndar búin að finna dagmömmu sem er tilbúin að taka Einar að sér ef hann kemst ekki inn á leikskóla nógu snemma. En ég vona náttúrulega að hann komist einhversstaðar inn sem fyrst.
Jæja - bið að heilsa
Ragna
laugardagur, mars 18, 2006
Vont veður - góð vinna
Þrátt fyrir klakamyndina sem er búin að vera á blogginu mínu síðustu 2 vikurnar þá er snjórinn farinn og aðeins farið að glitta í sól endrum og eins. Það er samt helv.... kalt og napurt og borgarbúar muna bara ekki eftir öðru eins tíðarfari hérna.
En að allt öðru - það er best að tilkynna það hér og nú.
Ég er sem sagt búin að ráða mig í vinnu. Fyrirtækið er ANZA og er í Ármúlanum. Ég er ráðin í starf upplýsingafræðings og mun starfa við skjalamál og upplýsingaöryggi fyrir viðskiptavini Anza. Mjöööög spennandi. Ég byrja hjá þeim 2. maí og því er allt í háalofti hérna við að skipuleggja og byrja að pakka niður. Ég er á fullu að leita mér að dagmömmu fyrir Einar og ef einhver veit af einhverju þá má viðkomandi gjarnan láta mig vita. Fyrirkomulagið verður þannig að Einar kemur til Íslands með mér en Eydís verður eftir hjá pabba sínum í mánuð í viðbót. Við tilkynntum henni þetta um daginn og vorum pínu nervös um það hvernig hún myndi bregðast við. En eins og henni er einni lagið þá var þetta að sjálfsögðu ekkert mál. Hún skildi það að hún þyrfti að klára skólann og að sjálfsögðu yrði einhver að vera hérna úti hjá pabba.....hann getur ekki verið einn eftir. Hún var svo bara spennt að vera að koma heim og fara beint í sumarfrí og var sko harðákveðin í því að fá að fara í sveit bæði til Berthu og til Rósu. (Þá vitið þið það, Bertha og Rósa!!)
Til að byrja með ætlum við að flytja inn í fínu gömlu íbúðina okkar í Hörpulundinum. Mamma og pabbi voru sko alveg til í að fá okkur aftur og erum við óendanlega þakklát fyrir það enda leigumarkaðurinn ekkert til að grínast með. Og svo verður bara farið í að leita að hentugu húsi til að kaupa en það er nú annað sem er líka grínlaust.
Ég er rosalega spennt fyrir nýja starfinu en einhvernvegin þá er þetta hálf óraunverulegt að vera að flytja aftur heim til Íslands. Við erum búin að hafa það svooo gott hérna og við erum hálf nervös að vera að koma heim. En - það er ekki aftur snúið og ég er væntanleg heim eitthvað í kringum 20-22 apríl.
Nú þá vitið þið það - þetta voru nú heilmiklar fréttir þannig að ég ætla að segja þetta gott í bili.
bless og góða nótt
Ragna - "Upplýsingafræðingur"
Þrátt fyrir klakamyndina sem er búin að vera á blogginu mínu síðustu 2 vikurnar þá er snjórinn farinn og aðeins farið að glitta í sól endrum og eins. Það er samt helv.... kalt og napurt og borgarbúar muna bara ekki eftir öðru eins tíðarfari hérna.
En að allt öðru - það er best að tilkynna það hér og nú.
Ég er sem sagt búin að ráða mig í vinnu. Fyrirtækið er ANZA og er í Ármúlanum. Ég er ráðin í starf upplýsingafræðings og mun starfa við skjalamál og upplýsingaöryggi fyrir viðskiptavini Anza. Mjöööög spennandi. Ég byrja hjá þeim 2. maí og því er allt í háalofti hérna við að skipuleggja og byrja að pakka niður. Ég er á fullu að leita mér að dagmömmu fyrir Einar og ef einhver veit af einhverju þá má viðkomandi gjarnan láta mig vita. Fyrirkomulagið verður þannig að Einar kemur til Íslands með mér en Eydís verður eftir hjá pabba sínum í mánuð í viðbót. Við tilkynntum henni þetta um daginn og vorum pínu nervös um það hvernig hún myndi bregðast við. En eins og henni er einni lagið þá var þetta að sjálfsögðu ekkert mál. Hún skildi það að hún þyrfti að klára skólann og að sjálfsögðu yrði einhver að vera hérna úti hjá pabba.....hann getur ekki verið einn eftir. Hún var svo bara spennt að vera að koma heim og fara beint í sumarfrí og var sko harðákveðin í því að fá að fara í sveit bæði til Berthu og til Rósu. (Þá vitið þið það, Bertha og Rósa!!)
Til að byrja með ætlum við að flytja inn í fínu gömlu íbúðina okkar í Hörpulundinum. Mamma og pabbi voru sko alveg til í að fá okkur aftur og erum við óendanlega þakklát fyrir það enda leigumarkaðurinn ekkert til að grínast með. Og svo verður bara farið í að leita að hentugu húsi til að kaupa en það er nú annað sem er líka grínlaust.
Ég er rosalega spennt fyrir nýja starfinu en einhvernvegin þá er þetta hálf óraunverulegt að vera að flytja aftur heim til Íslands. Við erum búin að hafa það svooo gott hérna og við erum hálf nervös að vera að koma heim. En - það er ekki aftur snúið og ég er væntanleg heim eitthvað í kringum 20-22 apríl.
Nú þá vitið þið það - þetta voru nú heilmiklar fréttir þannig að ég ætla að segja þetta gott í bili.
bless og góða nótt
Ragna - "Upplýsingafræðingur"
laugardagur, mars 04, 2006
föstudagur, mars 03, 2006
Enn meiri snjór.
Já - það ætlar ekki að hætta að snjóa. Hér er bara allt á kafi í snjó og enn bætir í. Það gengur á með snjókomu og sól inn á milli. Þetta voðalega jólalegt og fínt enda engin vindur til að skemmileggja allt.
En í morgunn vöknuðum við upp við þvílíku lætin en þá voru þrumur og eldingar úti. Ég hef aldrei orðið vitni af þessu fyrirbæri að vetri til. Voða gaman að fylgjast með þessu.
Við erum búin að fara tvisvar í Seaton park í sleðaferðir og það er búið að vera svaka fjör. Eydís og Einar eru sko alveg að fíla allan þennan snjó. Einar er svo kaldur að hann fer bara einn niður brekkurnar og þykir það lítið mál. En svo þarf mamma náttúrulega að sækja hann og bera hann upp aftur. Hann var orðinn svo örmagna á heimleiðinni í gær að hann lagðist bara fyrir á snjóþotunni með bakpokann minn sem kodda og rak út úr sér tunguna til að grípa snjókornin. Þar lá hann með hálflyngd augun og naut þess í botn að vera dreginn um allt. Lúksuslíf á þessum börnum. Svo komum við heim og ég rátt náði að koma ofan í hann hádegismat (kl. 13,30) og svo sofnaði hann kl. 14,00 meira en klukkutíma á eftir áætlu. Hann var ´líka svo örmagna að hann svaf í 3 klukkutíma úti og ég þorði ekki annað en að vekja hann því klukkan var orðin FIMM.
En, af bílnum er það að frétta að hann fór á verkstæðið í gær og við fáum hann vonandi i dag .... jeijjj.
Reyni að setja nokkrar myndir inn á eftir - fylgist með!!!!
kv.Ragna
Já - það ætlar ekki að hætta að snjóa. Hér er bara allt á kafi í snjó og enn bætir í. Það gengur á með snjókomu og sól inn á milli. Þetta voðalega jólalegt og fínt enda engin vindur til að skemmileggja allt.
En í morgunn vöknuðum við upp við þvílíku lætin en þá voru þrumur og eldingar úti. Ég hef aldrei orðið vitni af þessu fyrirbæri að vetri til. Voða gaman að fylgjast með þessu.
Við erum búin að fara tvisvar í Seaton park í sleðaferðir og það er búið að vera svaka fjör. Eydís og Einar eru sko alveg að fíla allan þennan snjó. Einar er svo kaldur að hann fer bara einn niður brekkurnar og þykir það lítið mál. En svo þarf mamma náttúrulega að sækja hann og bera hann upp aftur. Hann var orðinn svo örmagna á heimleiðinni í gær að hann lagðist bara fyrir á snjóþotunni með bakpokann minn sem kodda og rak út úr sér tunguna til að grípa snjókornin. Þar lá hann með hálflyngd augun og naut þess í botn að vera dreginn um allt. Lúksuslíf á þessum börnum. Svo komum við heim og ég rátt náði að koma ofan í hann hádegismat (kl. 13,30) og svo sofnaði hann kl. 14,00 meira en klukkutíma á eftir áætlu. Hann var ´líka svo örmagna að hann svaf í 3 klukkutíma úti og ég þorði ekki annað en að vekja hann því klukkan var orðin FIMM.
En, af bílnum er það að frétta að hann fór á verkstæðið í gær og við fáum hann vonandi i dag .... jeijjj.
Reyni að setja nokkrar myndir inn á eftir - fylgist með!!!!
kv.Ragna