þriðjudagur, ágúst 30, 2005

Hallúúú
Nú það er orðið langt síðan ég skrifaði síðast og þess vegna hef ég frá einhverju að segja.
Helgin hjá okkur var stórfín en snemma á laugardagsmorgun var ákveðið að hafa sameiginlega grillveislu í götunni. Það var rosalega gaman og við smökkuðum á ýmis konar réttum eins og t.d. hrísgrjónakúlum fylltar með "peanuts" frá kínversku nágrönnum okkar og svo vanillubúðing frá frönsku nágrönnum okkar. Nú við gátum ekki verið minni menn og Egill sótti harðfisk, hákarl og brennivín. Þetta þótti ekkert sérlega gott, nema brennivínoð- það kláraðis !!! En allir voru sammála um að þetta hefði verið skemmtileg lífsreynsla að smakka íslenskan hákarl. hehehe.
Við sátum svo úti fram eftir kveldi og skemmtum okkur konunglega.
Sunnudagurinn byrjaði á því að við vorum svolítið ryðguð í hausnum en jöfnuðum okkur fljótlega. Eftir að Einar var búin að sofa lúrinn sinn fórum við í heimsókn til Sigga og Elsu en þau eru nýbúin að kaupa hús í útjaðri Aberdeen og eru að vinna við að gera það upp og klárt til sölu aftur. Húsið hefur tekið þvílíkum breytingum hjá þeim og er orðið rosalega flott.
Það sama kvöld byrjaði Einar að verða veikur með ljótan hósta og kvef. Í gær var hann svo komin með hita og var bara í alla staði slappur. Merkilega að sjá svona "aktívan" kall verða svona veikan og liggja bara flatur og gera ekki neitt. En hann er allt annar maður í dag - átti betri nótt, er hitalaus og situr bara eftir smá kvef.
Nú Eydís er byrjuð aftur í öllum sínum "extra curricular activities" sem er núna sund, jazz og ballett. Það er sem sagt nóg að gera hjá henni.
Jæja - Einar er sofnaður og ég ætla að halda áfram að gera eitthvað að viti (eins og ég geti það!!!)
bæ í bili
Ragna

fimmtudagur, ágúst 25, 2005

Halló aftur.
Jú brúðkaupsafmælisdagurinn var hreint út sagt frábær. 'Eg fór sko í Mark´s&Spencer og keypti gúmmelaði handa okkur í matinn. Svo var börnunum hent í rúmið og við borðuðum líka þennan fína mat með dýrindis rauðvíni. Við meira að segja höfðum fyrir því að klæða okkur í aðeins skárri föt. Aldeilis fínt.
En annars er allt fínt að frétta héðan - ég er búin að vera með borvélina í hendinni í allan morgun að klára að festa upp ýmislegt sem setið hefur á hakanum síðustu vikurnar (og mánuði). Nú er ég sem sagt búin að setja upp snaga í forstofunni, öryggislæsingar á skápa og hurðir í eldhúsinu, og færa stigahliðið fyrir hurðargatið í eldhúsinu. Hann Einar okkar er nefnilega svo mikill fiktari að ég verð að geta loka eldhúsinu þegar ég er ekki þar inni. Skíthrædd um að hann setji af stað þvottavélina eða þurrkarann, nú eða kveiki á eldavélinni. Öryggi í fyrirrúmi !!!
Jæja- hann er vaknaður enn og aftur og því verð ég að láta þessu lokið
bið að heilsa í bili
kv. Ragna

þriðjudagur, ágúst 23, 2005

OK ok - ég er sannfærð!!
Um að einhver lesi bloggið mitt og ákvað því að skrifa aðeins meira. (um að gera að commenta!)
Nú við Egill eigum tveggja ára brúðkaupsafmæli í dag og ku það vera bómulsafmæli fyrir þá sem ekki vita. Því fann ég líka þessu fínu gjöf úr bómull handa kallinum og er búin að gera klára dýrindis máltíð sem verður borðuð eftir að krakkarnir eru farnir að sofa. (það verður sem sagt snemma í háttinn í kvöld!!)
Ég á samt svolítið bágt með að trúa því að það séu liðin heil tvö ár síðan við giftum okkur, mér finnst eins og það hafi gerst í gær. Sérstaklega af því að ég skemmti mér svoooo vel og fannst svoo gaman í veislunni. Væri sko alveg til í að gera þetta aftur. Ég var einmitt að hugsa hvort ég gæti ekki bara opnað business og orðið svona Wedding Planer!! Mér myndi finnast það alveg frábært að fá að skipuleggja svona lagað fyrir annað fólk....... haldið þið að maður sé ekki alveg ga, ga....!!!???
Jæja - best að sækja strákinn- hann var að vakna
blogga meira á morgun
kv. R

mánudagur, ágúst 22, 2005

Halló aftur.
Ákvað að blogga pínulítið þó að ég sé sannfærð um að allir séu hættir að lesa bloggið mitt (enda hléið búið að vera langt).
Nú, við erum semsagt komin heim til Skotlands og lífið óðum að færast í sinn vanagang.
Eydís er byrjuð í skólanumog er komin með nýjan kennara sem heitir Miss McKay. Hún er voða ánægð en segir samt að það hafi verið skemmtilegra í primary 2 og 1 því að nú er minna af dóti í skólastofunni heldur en hefur verið. Hún var heldur ekki spennt þegar að pabbi hennar lýsti því fyrir henni að eftir sem aldurinn færðist yfir þyrfti hún að vinna meira og leika sér minna. Þá ákvað hún að verða ekki fullorðin.
Nú Einar er alltaf jafn fjörugur og lætur hafa fyrir sér í alla staði. Hann er reyndar búin að finna upp á því að leggjast sjálfur á gólfið, marflatur, þegar hann sér mann með bleyju og blautbréf í hendinni. Voða sniðugur og svo klappar hann mikið fyrir sjálfum sér.
En annars er all fínt að frétta af okkur og öllum líður vel.
Skrifa meira seinna ef ég sé að einhver er að lesa bloggið yfirhöfuð!!! hehehhe
kv.Ragna