föstudagur, apríl 29, 2005

Hæhæ
Við erum komin aftur í skoska heiðardalinn og mætti okkur bara rigning og rok á flugvellinum. Flugferðin gékk vel enda sofnaði Einar og svaf í einn og hálfan klukkutíma.... það er bara gott. Hann var svo reyndar fullur orku og átti erfitt í lendingunni - gat ekki setið kyrr. En svo vorum við svooo heppin að það beið einmitt riisa-stór leigubíll fremst í leigubílaröðinni sem gat tekið okkur öll og allllan okkar farangur. Dagurinn fór svo bara í það að jafna sig á ferðalaginu og koma öllu fyrir. Í gær og í dag aftur á móti var dýrðlegt veður og fór hitinn mest upp í 17,4 gráður á mælinum (í skugga).
Nú - við erum búin að jafna okkur á magapestinni sem hrjáði okkur í fríinu og erum orðin hress. Krakkarnir eru líka eiturhressir, Einar reyndar ennþá með kvef en étur á við hross og sefur á við ´....ég veit ekki hvað!!

Ég er búin að fá bréf frá leiðbeinandanum mínum með athugasemdum um seinni hlutann af ritgerðinni. Best að vitna bara beint í gæann.....(valdir kaflar)

"I have managed to read chapters 4 & 5 and enjoyed doing so. I think you have presented your findings in a clear and professional manner and consequently I don't think there are too many areas you should re-visit. I like how section 5.5 ties up your study with previous pieces of work. Good luck with the conclusions.
best wishes, Stephen"


Ég var bara nokkuð ánægð með þær athugasemdir sem hann gerði og fer í það að vinna úr þeim á mánudaginn. Svo fer ég í það að skrifa niðustöðukaflann.... and thats it.!!! Svo reyndar tekur við yfirferð og slík sem getur oft tekið dágóða stund. En þó að þetta sé alveg að verða búið þá á ég einhvernvegin bágt með að trúa því að ég geti einhvertíman útskrifast. Maður verður að halda í svartsýnina alveg fram á síðustu stundu.... það er best.

Jæja - skrifa meira seinna - Lord of the Rings er að byrja í sjónvarpinu.
kv. Ragna

föstudagur, apríl 22, 2005

Heimferðin mikla
Kæru vinir og vandamenn.....von er á innrás að hálfu Abbó búa. Já - við erum að koma heim á morgun og verðum fram á fimmtudag.
Það er stefnt að grilli á laugardaginn og eru allir velkomnir. Það er mæting í Hörpulund 3 í Garðabæ á milli 16,00 og 17,00 og fólk bara tekur með sér það sem það langar að borða og drekka. Endilega sem flestir að mæta.
Já við sem sagt leggjum af stað héðan kl. 06,00 á skoskum tíma og lendum í Reykjavík kl. 08,00 á íslenskum tíma. Svo geri ég ráð fyrir að við förum bara heim að hvíla okkur og gera klárt fyrir kvöldið. ohhh- mig hlakkar svoooo mikið til.

Af ritgerðar málum er það að frétta að ég sendi leiðbeinandanum mínum 73 blaðsíður í morgun og vona að hann verði bara upptekin við að lesa herlegheitin á meðan ég er á Íslandi. Þá þarf ég ekki að hafa áhyggjur af því fyrr en ég kem heim. Þá tekur við lokaspretturinn og skiladagur föstudaginn 13 maí.

En lengra verður það ekki í bili
heilsur í bæinn
kv. Ragna

mánudagur, apríl 18, 2005

Bráluð blíða og við erum að koma heim!!!
Já - hérna er búin að vera gargandi blíða síðasliðna daga þó að í dag sé smá skýjahula. Svona spáir þetta svo langt sem nefið nær. Ég er búin að vera rosalega dugleg síðustu vikurnar og skrifa allan daginn og fram á kvöld. Þetta hefði ég þó ekki getað ef Egill, þessi elska, hefði ekki staðið við bakið á mér og séð algerlega um allt sem hefur þurft að gera. Þessi törn hefur líka komið sér vel af því leyti að mikið er búið og klárt til yfirlestrar. Þetta er líka gott vegna þess að................VIÐ ERUM AÐ KOMA HEIM !!!!!
Já - þetta er ekki lygi. Við komum heim næsta laugardag og verðum annað hvort fram á fimmtudag eða sunnudag. Stutt ferð og margt þarf að gera. 'Eg vona að engin verði móðgaður en það er lítill tími til heimsókna og eins og flestir vita þá ganga fjölskyldurnar fyrir. Þetta er nú aðallega gripasýning (eins og Egill kallar þetta) allir spenntir að sjá krakkana - við erum bara fylgifiskar. Ef við verðum fram á sunnudag þá reynum við kannski að hóa í vinahópinn til að hittast öll á laugardeginum - hvernig væri það????

jæja - þetta voru helstu fréttirnar - og engar smá fréttir......!!!!!
Bið að heilsa í bili
kv. Ragna

laugardagur, apríl 16, 2005

Laugardagur til mæðu - er það ekki annars?
Hérna sit ég í kompunni minni og á að vera að rembast við að skrifa. Úti er rigning sem er hæfilegt veður fyrir mig en leiðinlegt fyrir restina af fjölskyldunni sem þarf að hanga inni.
Egill er sem sagt formlega búin að taka við börnum og búi, allavegana þangað til að ég skila inn ritgerðinni. Hann fer með þau í skólann og leikskólann... sækir þau aftur og er með þau fram eftir degi. Þetta gefur mér aukatíma til að skrifa og einbeita mér að því að klára á réttum tíma. Ég fékk annars tölvupóst þar sem mér var tilkynnt að ég ætti að skila þann 6. maí og grátandi (næstum því) sendi ég tölvupóst til leiðbeinandans míns um að fá frest. Hann fékk ég... viku í viðbót þannig að ég skila þann 13 maí - sem er nákvæmlega föstudagurinn 13 !!! Gæti það verið betra??? huhhh!!!
Annars eru allir hressir hérna, Einar er ennþá með smá kvef en ekkert meira - sem betur fer. Hann er líka aftur farin að sofa betur á nóttunni sem er merki þess að honum er farið að líða betur.
Jæja - þetta átti nú bara að vera svona ör-blogg þannig að nú er því lokið.
kv. Ragna skrifóða

mánudagur, apríl 11, 2005

Fréttir og ekkifréttir
Hér hefur ýmislegt drifið á dagana síðan síðast og helst veðurfarslega séð.
Á fimmtudaginn síðasta kom líka þetta leiðinlega veður með rigningu og brjáluðu roki. Akkurat þá var bíllinn okkar í viðgerð þurfum við Egill að labba með krakkana í leikskólann og sportskólann sem var svo sem í lagi um morguninn. Síðan fór það heldur versnandi. Ég fauk næstum um koll á leiðinni að sækja Einar og barðist svo við það alla leiðina tilbaka að halda vagninum á réttum kili. Föstudagurinn var svo aðeins skárri en þá var kalt og fór að snjóa. Síðan tók við umbreyting...... laugardagurinn var fínn og sunnudagurinn enn fínni. Í dag er svo besta veðrið í langan tíma...sól, logn og frábært. Og þá passlega er maður fastur inni í kompunni sinni fyrir framan tölvuskrattann.
Einar litli er orðinn fínn af hóstanum og kvefinu sínu sem hann var með um daginn. Hann tók reyndar upp á því að fá hita á laugardaginn en var svo fínn í gær. Hefur bara þurft hitann til að losna almennilega við pestina. Eydís byrjaði aftur í skólanum í dag og var bara ánægð með það. Hún stóð sig sko rosalega vel í sportskólanum og var valin sport-star í sínum hóp seinni vikuna.
Nú - fyrir þá sem ekki vita þá gékk aðgerðin hjá Gillí bara glimrandi vel. Henni líður bara vel og er hress. Hún fær sennilega að fara heim næst þriðjudag og hún er bara ánægð með það.
Nú - ég verð víst að halda áfram enda er ég að renna út á tíma og næ sennilega ekki að útskrifast
kv. Ragna hauglata

þriðjudagur, apríl 05, 2005

Svona í morgunsárið
Ákvað að byrja morgunin á því að blogga. Ég er einhvernvegin ekki í fíling að skrifa ritgerð og greina tölur og staðreyndir. Hér er líka sumarblíða sem gerir hlutina ekki auðveldari....þ.e. að sitja inni fyrir framan tölvuna.
Nú er Gillí sennilega farin í aðgerðina og við hin sitjum með hnút í maganum og vonum að þetta heppnist vel. Þetta er langt ferli og hræðilegt til þess að hugsa að það þarf fleiri en eina aðgerð. En svona er þetta nú víst og það er alveg á tæru að hún kemst í gegnum þetta - jafnvel á viljastyrknum einum saman.
Og það varð fjölgun í fjölskyldunni hans Egils...... Kári og Þóra eignuðust aðra stelpu í gær sem hefur verið nefnd Freyja Rán og óskum við þeim innilega til hamingju. Æðislegt nafn. Það var ágætt að Einar var ekki stelpa því þá hefði hún átt að heita Freyja. Annars er þetta nafn vinsælt hérna í Bretlandi, merkilegt nokk. Jú, það var einhver celebrety mamma sem skírði barnið sitt Freyja og síðan þá hefur nafnið farið hamförum. Ein kona sem átti 2 vikum á undan mér (Eydís og dóttir hennar eru saman í bekk) skírði stelpuna sína Freyja. En nóg um þetta.
Fréttir - hér eru engar fréttir. Jú - reyndar fengum við tvö risastór páskaegg í gær frá mömmu og pabba. Eydís missti nánast úr sér augun af undrun og gleði. Við erum nánast búin með eitt og hinu verður stútað um helgina.
En nú segi ég þetta gott í bili
kv.Ragna

sunnudagur, apríl 03, 2005

Ísland - best í heimi. Tvær myndir frá Íslandi í topp-4 í flokknum "wild places" í myndasamkeppni BBC. Sjá hér.
Cheers
Egill