Jæja, það er orðinn dulítill tími síðan síðasta bloggbull leit dagsins ljós. Af fjölskyldunni í Abbo er allt gott að frétta. Eydís er búin að vera skólastelpa í nærri mánuð og allt hefur gengið eins og í sögu, reyndar miklu betur en foreldrarnir þorðu að vona. Hún er að læra stafi og hljóð sem þeir tákna og fær bækur með sér heim sem hún á að lesa og eru án texta, bara myndir sum sé og hún á að búa til sögu við myndirnar. Þetta gengur henni afskaplega vel og er látið vel af henni við þennan “sögulestur” sem hún þarf svo að endurflytja í skólanum (frjáls aðferð). Það gengur reyndar ekki alveg jafn vel að læra að þekkja tölustafi (ættgeng stærðfræðistífla????) en það bjargast. Ragna er að byrja í skólanum núna á mánudaginn og hlakkar óskaplega til. Hún hélt reyndar að það yrðu allir félagar hennar einhverjir tölvunördar og súperspekingar en annað kom náttúrulega á daginn í kynnigardögum núna fyrir helgi. Sennilega hefur hún nú bara einna mestu reynsluna í svona grúski. Þetta virðist annars vera frekar stíft prógramm og verður vafalaust mikið að gera. Sá sem þetta skrifar er hins vegar bara að paufast áfram við það sama gamla og venjulega – ekkert nýtt á þeim vígstöðvum.
Um síðustu helgi fórum við svolítið ferðalag á stað sem ég man ekki alveg hvað heitir, þarf að fletta því upp – dokið augnablik............................ Kiltarlity, alveg stórfínn staður og fyrir áhugasama er hér slóðin. Sennilega skellir nú Ragna einhverjum myndum á netið líka. Þetta er ekki ýkja langt frá Inverness. http://www.visitscotland.com/accommodation/accommodation/?view=Search+details&accomType=1&establishment=SCOT3133518
Á leiðinni þarna uppeftir fórum við svo í skemmtigarð þar sem hægt er að fara í eitt af fáum upprunalegum skógarrjóðrum í Skotlandi. Myndir fylgja.
Nú, af öðrum fréttum má telja að nú er búið að stela hnakknum af hjólinu sem dekkjunum var stolið af fljótlega eftir komuna hingað. Það er líka búið að brjóta annað brettið og hefur fjölskylduráðið komist að þeirri niðurstöðu að best sé að forða standaranum og farga restinni, það er ódýrara að kaupa nýtt hjól ef þurfa þykir. Fjárfesti í notuðum fluguveiðigræjum - hjóli, stöng og flotlínu á 50 pund (u.þ.b. 6500kr). Ekki enn búinn að vígja herlegheitin en vonandi rætist úr því fljótlega. Hér eru sko fluguveiðar stundaðar allt árið um kring.
Af því séríslenska áhugamáli veðrinu er það að segja að það hefur bara verið nokkuð gott, yfirleitt legið í svona 10-15 stiga hita fyrir utan einn dag sem var ansi kaldur. Ég hélt ég frysi í hel í 4 stiga hita. Minnti óþyrmilega á að rakur, kaldur, skoskur vetur er í vændum. Reyndar hefur eitthvað verið að frysta inn til landsins og til fjalla.
Jæja nóg í bili.
Kveðjur á klakann.
Egill, Ragna og Eydís
Litla fólkið í Háagerðinu
mánudagur, september 29, 2003
miðvikudagur, september 17, 2003
Jæja - í staðin fyrir að gera eitthvað að viti ákvað ég að fikta aðeins í blogginu. Eins og sést á árangrinum þá á ég ekki að vera að gera svona hluti. Það boðar aldrei gott. En nýtt útlit er það og verður svona þangað til að ég nenni að laga það.
Mikið ofboðslega er ég klár. Ég meina......þetta tókst. Nú getið þið sent okkur athugasemdir um leið og þið skoðið bloggið. Það eina sem þarf að gera er að smella á linkinn "Shout out" og skrifa nokkrar skemmtilegar línur. Ég er að hugsa um að láta orkuna sem greinilega streymir um Kolbrúnu Erlu vinkonu mína ná til mín og taka hana til fyrirmyndar og vera duglegri að skrifa á bloggið. Ég setti inn link á bloggið hennar hér til hliðar fyrir áhugasama.
Bæ í bili
Ragna
Bæ í bili
Ragna
Jæja - nú var ég að reyna að setja inn nýtt athugasemdakerfi og ég veit ekki ennþá hvort að það virkar en sjáum til
mánudagur, september 15, 2003
Hæ og hó alle i hopa.
Já við erum komin heim í heiðardalinn. (aka. Aberdeen). Já okkur finnst við eiga heima hérna núna. Veðrið hefur leikið við okkur síðan við komum, hitin dúllað á bilinu 15-20 gráður og yfirleitt sól. Fyrir veðuráhugasama þá hefur ekki ringt jafn lítið hér í Aberdeen svo áratugum skiptir......... í júlí og ágúst í fyrra ringdi 260 mm en í júlí og ágúst 2003 ringdi ekki nema 30 mm. Já þetta voru nú áhugaverðar fréttir.........er það ekki?
En hérna er lífið farið að ganga sinn vanagang, Eydís byrjuð í skólanum og gengur rosalega vel. Egill er líka byrjaður í skólanum og gengur líka rosalega vel. Ég byrja hins vegar ekki fyrr en 29. september og mér gnegur rosalega vel í því að vera svarsýn um fyrirhugaða skólagöngu. En þar sem að ég er búin að borga skólagjöldin er víst ekki hægt að bakka út úr þessu. En ég viðurkenni að þetta er væn blanda af kvíða, móðursýki og tilhlökkun sem brjótast út endrum og eins með ofsalegum hreingerningarköstum eða algjöru aðgerðarleysi. Já svona er það.
En við lofum því að reyna að vera duglegri að senda posta í framtíðinni og ég veit að orkumagnið rís í mér þegar ég verð byrjuð í skólanum.
over and out
Ragna
Já við erum komin heim í heiðardalinn. (aka. Aberdeen). Já okkur finnst við eiga heima hérna núna. Veðrið hefur leikið við okkur síðan við komum, hitin dúllað á bilinu 15-20 gráður og yfirleitt sól. Fyrir veðuráhugasama þá hefur ekki ringt jafn lítið hér í Aberdeen svo áratugum skiptir......... í júlí og ágúst í fyrra ringdi 260 mm en í júlí og ágúst 2003 ringdi ekki nema 30 mm. Já þetta voru nú áhugaverðar fréttir.........er það ekki?
En hérna er lífið farið að ganga sinn vanagang, Eydís byrjuð í skólanum og gengur rosalega vel. Egill er líka byrjaður í skólanum og gengur líka rosalega vel. Ég byrja hins vegar ekki fyrr en 29. september og mér gnegur rosalega vel í því að vera svarsýn um fyrirhugaða skólagöngu. En þar sem að ég er búin að borga skólagjöldin er víst ekki hægt að bakka út úr þessu. En ég viðurkenni að þetta er væn blanda af kvíða, móðursýki og tilhlökkun sem brjótast út endrum og eins með ofsalegum hreingerningarköstum eða algjöru aðgerðarleysi. Já svona er það.
En við lofum því að reyna að vera duglegri að senda posta í framtíðinni og ég veit að orkumagnið rís í mér þegar ég verð byrjuð í skólanum.
over and out
Ragna