Kræst - ég bara roðna
Ég vil byrja á að þakka fyrir allar afmæliskveðjurnar sem ég er búin að fá - bæði í formi commenta og svo símhringingarnar í gær. Mikið er yndislegt að vita að maður á svona marga trausta og góða vini - ég verð nú bara að segja.
Afmælishelgin var tekin með trompi en við Egill fórum í golf á laugardaginn (Guðrún kom og passaði). Golfið gékk bara glimrandi vel miðað við lítið spil undanfarna mánuði og við fengum fínt veður, milt og logn. Við vorum svo fljót í golfinu að eftir á datt okkur í hug að skella okkur á pöbbinn og fá okkur eina pintu. Það var alveg rosalega notalegt og maður mætti heim slakur og í góðu skapi. Svo gáfum við krökkunum mat snemma um kvöldið og elduðum rosalega flottann léttreyktan lambahrygg fyrir okkur sjálf. Svo færðum við okkur inn í stofu og sátum saman á kojufylleríi, spjölluðum og hlustuðum á mússík langt fram eftir nóttu. Æðislegur dagur!!!!!
Nú morguninn eftir (hinn eiginlegi afmælisdagur) fékk ég að sofa út og svo þegar ég loksins ruslaðist til að vakna þá var mér færðir afmælispakkar í rúmið og Eydís og Egill sungu fyrir mig afmælissönginn. Ég fékk glænýjan GSM síma í afmælisgjöf og svo fékk ég fluguhjól og taum sem er alveg í stíl við fluguveiðistöngina sem ég fékk í jólagjöf. Þannig eins og ég sagði áður þá var þetta frábær afmælishelgi.
Jæja - ég blogga meira síðar (þegar Einar er ekki svona rosalega brjálaður)
bestu kveðjur og aftur takk fyrir mig
Ragna
Litla fólkið í Háagerðinu
mánudagur, janúar 30, 2006
mánudagur, janúar 23, 2006
Hæ hó allir saman
Við erum sem sagt komin heim í heiðardalinn og "oh man" hvað er gott að vera komin heim.
Við flugum í tómri vél til Glasgow - ekki meira en 25 manns í vélinni. Það var nátturulega alveg frábært og gékk ferðalagið eins og í sögu. Krakkarnir sofnuðu eiginlega um leið og vélin var komin i loftið og sváfu í klukkustun. Það þýddi því að ég þurfti bara að hafa ofan af fyrir þeim í 45 mínútur sem var ekkert mál. Einar var reyndar alveg tilbúin að fara að hlaupa um þarna undir lokinn og tók nokkrar aríur en áttaði sig fljótt á því að mömmu hans var fúlasta alvara og hætti því fljótlega. Egill beið okkar á flugvellinum og ferðalagið heim gékk líka eins og í sögu. Þau sofnuðu hvorugt á leiðinni en voru samt alveg eins og englar. Síðan fór Einar út í vagn og við mæðgur slökuðum á yfir imbakassanum. Svo eldaði Egill alveg rosalega flotta "aromatic duck" upp á kínverskan máta - með svona þunnum pönnukökum, sóru og gúrkum.......brjálæðislega gott. Ég er næstum því búin að ganga frá úr töskunum og klára það á eftir. Núna þarf ég að fara niður og horfa á nágranna. Er sko búin að "updata" mig með því að skoða þættina sem ég missti af á netinu og nú byrjar hasarinn aftur. ----hehehehehehehehhe
Hér er líka ótrúlega gott veður - það er eins og það sé að koma sumar hér miðað við allan snjóinn og kuldann sem við fengum á Íslandi. Hér er allavegana 7-8 stiga hiti og milt - svona vorveður. Ooohhh- þvílíkur munur.
Jæja - verð að flýta mér - bið að heilsa og skrifa brátt
kv. Ragna
Við erum sem sagt komin heim í heiðardalinn og "oh man" hvað er gott að vera komin heim.
Við flugum í tómri vél til Glasgow - ekki meira en 25 manns í vélinni. Það var nátturulega alveg frábært og gékk ferðalagið eins og í sögu. Krakkarnir sofnuðu eiginlega um leið og vélin var komin i loftið og sváfu í klukkustun. Það þýddi því að ég þurfti bara að hafa ofan af fyrir þeim í 45 mínútur sem var ekkert mál. Einar var reyndar alveg tilbúin að fara að hlaupa um þarna undir lokinn og tók nokkrar aríur en áttaði sig fljótt á því að mömmu hans var fúlasta alvara og hætti því fljótlega. Egill beið okkar á flugvellinum og ferðalagið heim gékk líka eins og í sögu. Þau sofnuðu hvorugt á leiðinni en voru samt alveg eins og englar. Síðan fór Einar út í vagn og við mæðgur slökuðum á yfir imbakassanum. Svo eldaði Egill alveg rosalega flotta "aromatic duck" upp á kínverskan máta - með svona þunnum pönnukökum, sóru og gúrkum.......brjálæðislega gott. Ég er næstum því búin að ganga frá úr töskunum og klára það á eftir. Núna þarf ég að fara niður og horfa á nágranna. Er sko búin að "updata" mig með því að skoða þættina sem ég missti af á netinu og nú byrjar hasarinn aftur. ----hehehehehehehehhe
Hér er líka ótrúlega gott veður - það er eins og það sé að koma sumar hér miðað við allan snjóinn og kuldann sem við fengum á Íslandi. Hér er allavegana 7-8 stiga hiti og milt - svona vorveður. Ooohhh- þvílíkur munur.
Jæja - verð að flýta mér - bið að heilsa og skrifa brátt
kv. Ragna