Gleðileg Jól og allt það.
Jólin hérna úti eru búin að vera algert æði. Algjör rólegheit - afslöppun, fullt af mat, leika við krakkana (prófa nýja dótið) og lesa smá. Svona á þetta að vera. J'ujú - við erum búin að fá fólk í mat og förum svo í mat til annarra en þetta er allt eitthvað svo afslappað. Ég verð líka að viðurkenna það að "Skoska hefðin" um mætingu er óspart notuð. Já - sko - Skotar eru mikið fyrir að mæta snemma og svo hætta snemma líka og eiga því fínan dag daginn eftir. Þetta er óspart notað á okkar heimili - matur tilbúin kl. 18,00 og þá er bara passlegt fyrir alla að hverfa á braut vel fyrir miðnætti. Afleiðingarnar eru nægur nætursvefn og allir hressir daginn eftir og þá verða allir eitthvað svo afslappaðir.
Það verða sko settar ýmis konar reglur þegar við flytjum heim aftur til Íslands. Allt umstang verður skorið niður um helming og við Egill ætlum bara að vera í rólegheitunum heima hjá okkur. Jólaboðið hjá ömmu verður að sjálfsögðu að fá að sleppa við niðurskurðinn en nánast allt annað verður sett á hakann. Einmitt - þá vitið þið það.
Nú annars fór ég með krakkana í bæinn í dag á útsölurnar eins og allir aðrir íbúar í Aberdeen. Mér finnst það reyndar ekki skrýtið þó að fólk sé duglegt á útsölunum því ég fann úlpur á krakkana sem kostuðu 3 pund stykkið - peysu og puxur á Einar á 3 pund saman og fleira skemmtilegt. Ég þarf samt eiginlega að komast aftur í bæinn án krakkanna því þetta er algerlega það leiðinlegasta sem þau gera og kvarta og kveina allan tímann. Ég þarf að vera með stanslaust flæði af mat, ávöxtum og drykk ofaní þau bæði til að fá smá tíma til að skoða mig um. Annars er ég byrjuð að kaupa föt fyrir næsta vetur - þegar ég verð ekki lengur vellauðugur námsmaður í Skotlandi heldur fátækur verkamaður á Íslandi.
jæja - ég ætla að fara að skoða það sem ég var að kaupa -
Fer svo aftur í bæinn bráðlega - læt vita hvað ég finn flott þá!!!
kv. Ragna kaupóða
Litla fólkið í Háagerðinu
miðvikudagur, desember 28, 2005
þriðjudagur, desember 20, 2005
Halló allir saman
Ég hef verið í smá blogg-fríi vegna þess að þetta er með því leiðinlegra sem ég geri (þessa dagana).
Ég var einmitt að pæla í því um daginn að ég er næstum því búin að halda úti þessari bloggsíðu í 3 ár. Mer finnst það roosalegt afrek.
En allavegana - hér hefur gengið á með snjóbyljum og kulda og svo tók við rok og rigning... núna er aftur á móti hlýtt og sól. Það veit engin hvað gengur á veðurfarslega séð og allt er í rugli. Meira að segja rósirnar í garðinum mínum eru byrjaðar að springa út. Allt farið í klessu.
Það hafa spunnist upp miklar umræður meðal okkar og annarra íslendinga í þessari borg um jólaskrautshefðir Skotlendinga. Margir hafa pælt í tilgangnum að hafa jólatrén úti í glugga (stofuglugga) en það virðist vera helsta hefð þeirra Skota. Ég var nú ekki lengi að spotta lausnina á þessari skrýtnu hefð. Skotar eru svooo nískir að þeir tíma ekki að kaupa jólaskraut/ jólaljós í gluggana OG á jólatréið þannig að þeir færa bara tréð útí glugga. Sniðug lausn og sparar heilmikið rafmagn.
Nú - við erum nánast tilbúin fyrir jólin - á bara eftir að kaupa í matinn og geri það í kvöld. Svo verður það bara rólegheit og næs fram að jólum. Jú - og líka skreyta jólatréð og pakka inn gjöfunum og þrífa og oog og og og ........
húff -engin rólegheit í bili
kannski á milli jóla og nýárs.
bestu kveðjur í bili
Ragna
Ég hef verið í smá blogg-fríi vegna þess að þetta er með því leiðinlegra sem ég geri (þessa dagana).
Ég var einmitt að pæla í því um daginn að ég er næstum því búin að halda úti þessari bloggsíðu í 3 ár. Mer finnst það roosalegt afrek.
En allavegana - hér hefur gengið á með snjóbyljum og kulda og svo tók við rok og rigning... núna er aftur á móti hlýtt og sól. Það veit engin hvað gengur á veðurfarslega séð og allt er í rugli. Meira að segja rósirnar í garðinum mínum eru byrjaðar að springa út. Allt farið í klessu.
Það hafa spunnist upp miklar umræður meðal okkar og annarra íslendinga í þessari borg um jólaskrautshefðir Skotlendinga. Margir hafa pælt í tilgangnum að hafa jólatrén úti í glugga (stofuglugga) en það virðist vera helsta hefð þeirra Skota. Ég var nú ekki lengi að spotta lausnina á þessari skrýtnu hefð. Skotar eru svooo nískir að þeir tíma ekki að kaupa jólaskraut/ jólaljós í gluggana OG á jólatréið þannig að þeir færa bara tréð útí glugga. Sniðug lausn og sparar heilmikið rafmagn.
Nú - við erum nánast tilbúin fyrir jólin - á bara eftir að kaupa í matinn og geri það í kvöld. Svo verður það bara rólegheit og næs fram að jólum. Jú - og líka skreyta jólatréð og pakka inn gjöfunum og þrífa og oog og og og ........
húff -engin rólegheit í bili
kannski á milli jóla og nýárs.
bestu kveðjur í bili
Ragna
mánudagur, desember 05, 2005
Afmæli, Jól og Íslandsferð
Eydís átti afmæli síðasta laugardag og varð sjö ára. Það kemur mér alltaf jafn á óvart að ég geti átt svona stórt barn. Ég sem er ennþá bara 25 ára. En allavegana, fyrir afmælisveisluna leigðum við litla félagsmiðstöð þar sem var boðið upp á hoppukastala og diskótek. Krakkarnir skemmtu sér alveg konunglega og voru öll rauð í kinnum af hoppinu og skoppinu. Síðan voru kökur og fleira og svo hoppað meira. Þetta var alveg frábær lausn að hafa þetta ekki heima því á eftir þurfti ég ekki að þrífa. Eydís bauð öllum bekknum og eitthvað af íslenskum vinum sínum. Alls urðu þetta 18 krakkar og eitthvað af fullorðnum. Rannveig kom og hjálpaði okkur og veitti ekki af því Einar ákvað að vera hræddur við hoppukastalann og hékk á pabba sínum allan tímann. Egill var sérlega ánægður með þetta fyrirkomulag og dunduðu þeir feðgar sér bara úti í horni allan tímann.
Ég er að rembast við að komast í jólafílinginn og ekkert gengur. Ég er búin að setja upp tvær seríur í gluggana og fleiri á leiðinni. Útiljósin verða sett upp um helgina og restin af skrautinu hengt upp smátt og smátt. Ég bara finn einhvernveginn ekki fyrir jólunum þetta árið - veit ekki hvað er að bögga mig. Þarf kannski að byrja að baka smákökur og skrifa jólakort til að raunveruleikinn yfirgefi mig og jólaskapið komi í staðin.
Annars er það orðið opinbert að ég er að koma til Íslands í janúar. Ég og börnin ætlum að fljúga þann 5. jan (daginn sem mamma á stóóórafmæli - nefnum engar tölur) og svo fljúgum við tilbaka þann 20. jan. 'Eg veit það - ég er alltaf á endalausu ferðalagi til Íslands en þessi ferð er sérstaklega ætluð til þess að fara á ráðningaskrifstofur, skoða skóla og leikskóla fyrir krakkana og yfirhöfuð undirbúa flutninginn heim. Egill greyið verður skilinn eftir og ætlar að nýta tímann rosalega vel og skrifa eins og mo-fo. hehehehe.
Jæja nú ætla ég að láta þessu lokið í bili
kv. Ragna
Eydís átti afmæli síðasta laugardag og varð sjö ára. Það kemur mér alltaf jafn á óvart að ég geti átt svona stórt barn. Ég sem er ennþá bara 25 ára. En allavegana, fyrir afmælisveisluna leigðum við litla félagsmiðstöð þar sem var boðið upp á hoppukastala og diskótek. Krakkarnir skemmtu sér alveg konunglega og voru öll rauð í kinnum af hoppinu og skoppinu. Síðan voru kökur og fleira og svo hoppað meira. Þetta var alveg frábær lausn að hafa þetta ekki heima því á eftir þurfti ég ekki að þrífa. Eydís bauð öllum bekknum og eitthvað af íslenskum vinum sínum. Alls urðu þetta 18 krakkar og eitthvað af fullorðnum. Rannveig kom og hjálpaði okkur og veitti ekki af því Einar ákvað að vera hræddur við hoppukastalann og hékk á pabba sínum allan tímann. Egill var sérlega ánægður með þetta fyrirkomulag og dunduðu þeir feðgar sér bara úti í horni allan tímann.
Ég er að rembast við að komast í jólafílinginn og ekkert gengur. Ég er búin að setja upp tvær seríur í gluggana og fleiri á leiðinni. Útiljósin verða sett upp um helgina og restin af skrautinu hengt upp smátt og smátt. Ég bara finn einhvernveginn ekki fyrir jólunum þetta árið - veit ekki hvað er að bögga mig. Þarf kannski að byrja að baka smákökur og skrifa jólakort til að raunveruleikinn yfirgefi mig og jólaskapið komi í staðin.
Annars er það orðið opinbert að ég er að koma til Íslands í janúar. Ég og börnin ætlum að fljúga þann 5. jan (daginn sem mamma á stóóórafmæli - nefnum engar tölur) og svo fljúgum við tilbaka þann 20. jan. 'Eg veit það - ég er alltaf á endalausu ferðalagi til Íslands en þessi ferð er sérstaklega ætluð til þess að fara á ráðningaskrifstofur, skoða skóla og leikskóla fyrir krakkana og yfirhöfuð undirbúa flutninginn heim. Egill greyið verður skilinn eftir og ætlar að nýta tímann rosalega vel og skrifa eins og mo-fo. hehehehe.
Jæja nú ætla ég að láta þessu lokið í bili
kv. Ragna