Litla fólkið í Háagerðinu
þriðjudagur, nóvember 29, 2005
Nýjar myndir HÉR.
Íslandsferð.
Já - nú er maður komin heim aftur eftir skemmtilega en stranga heimferð. Eins og margir vita þá skruppum við heim síðustu helgi í svokallaða "örferð". Það varð smá seinkun á föstudeginum þannig að við mættum ekki í mat´í Hörpulundinn fyrr en kl. 23,00. En maturinn var svoooo góður að maður ætlaði aldrei að geta hætt að borða.
Nú á laugardaginn byrjuðum við á því að fara í heimsókn til Kára og Þóru, síðan að versla smá í Hagkaup og fá taugaáfall yfir verðinu, síðan í heimsókn til tengdó og svo í mat til Gillí. Þar var búið að safna saman þeim fjölskyldumeðlimum á suð-vestur horninu sem gátu yfirhöfuð mætt og úr varð heljarinnar lambaveisla. Þar vorum við langt fram eftir kvöldi - Einar bara látin sofa í ferðarúminu og hinir krakkarnir að horfa á video.
Á sunnudaginn fórum við svo í heimsókn til Gústa og Lísu en þau höfðu verið að skíra daginn áður og fékk hún nafnið Ása Jenný. Þar mættu líka Bingó og Guðrún með sitt nýjasta. Mikið æðislega voru nú litlu skotturnar rólegar og góðar. Egill tilkynnti það að þessar stúlkur væru búnar að vera meira rólegar á einum degi heldur en Einar á allri sinni ævi. Síðan kíktum við aftur í heimsókn til tengdó áður en við fórum í Hörpó að pakka. Við pökkunina tókum við eftir því að það vantaði einn bakpokann sem við vissum samt vel að við höfðum tekið úr vélinni. Þetta var pokinn með tölvunni hans Egils og bíllyklunum. Eina skýringin var að hún hefði orðið eftir á bílaplaninu á flugvellinum á meðan að Egill var að raða í skottið (svört taska, svart bílaplan og kolniðamyrkur). Upphófst smá panikk að reyna að hringja í þá á flugvellinum en engin svaraði þannig að Egill brunaði af stað. Sem betur fer þá hafði taskan fundist og allt var ennþá í henni - líka neftóbaksdósin. Þá var hægt að klára að pakka - borða kvöldmat og drífa sig út á völl. Þar varð smá seinkun sem gerði að að völdum að við vorum ekki komin heim í hús fyrr en kl. 02,30 um nóttina.
En - frábær helgi og ofsalega gaman að hitta alla þá sem við náðum að hitta.
búið í bili - komin með "skrifkrampa"
Ragna
Já - nú er maður komin heim aftur eftir skemmtilega en stranga heimferð. Eins og margir vita þá skruppum við heim síðustu helgi í svokallaða "örferð". Það varð smá seinkun á föstudeginum þannig að við mættum ekki í mat´í Hörpulundinn fyrr en kl. 23,00. En maturinn var svoooo góður að maður ætlaði aldrei að geta hætt að borða.
Nú á laugardaginn byrjuðum við á því að fara í heimsókn til Kára og Þóru, síðan að versla smá í Hagkaup og fá taugaáfall yfir verðinu, síðan í heimsókn til tengdó og svo í mat til Gillí. Þar var búið að safna saman þeim fjölskyldumeðlimum á suð-vestur horninu sem gátu yfirhöfuð mætt og úr varð heljarinnar lambaveisla. Þar vorum við langt fram eftir kvöldi - Einar bara látin sofa í ferðarúminu og hinir krakkarnir að horfa á video.
Á sunnudaginn fórum við svo í heimsókn til Gústa og Lísu en þau höfðu verið að skíra daginn áður og fékk hún nafnið Ása Jenný. Þar mættu líka Bingó og Guðrún með sitt nýjasta. Mikið æðislega voru nú litlu skotturnar rólegar og góðar. Egill tilkynnti það að þessar stúlkur væru búnar að vera meira rólegar á einum degi heldur en Einar á allri sinni ævi. Síðan kíktum við aftur í heimsókn til tengdó áður en við fórum í Hörpó að pakka. Við pökkunina tókum við eftir því að það vantaði einn bakpokann sem við vissum samt vel að við höfðum tekið úr vélinni. Þetta var pokinn með tölvunni hans Egils og bíllyklunum. Eina skýringin var að hún hefði orðið eftir á bílaplaninu á flugvellinum á meðan að Egill var að raða í skottið (svört taska, svart bílaplan og kolniðamyrkur). Upphófst smá panikk að reyna að hringja í þá á flugvellinum en engin svaraði þannig að Egill brunaði af stað. Sem betur fer þá hafði taskan fundist og allt var ennþá í henni - líka neftóbaksdósin. Þá var hægt að klára að pakka - borða kvöldmat og drífa sig út á völl. Þar varð smá seinkun sem gerði að að völdum að við vorum ekki komin heim í hús fyrr en kl. 02,30 um nóttina.
En - frábær helgi og ofsalega gaman að hitta alla þá sem við náðum að hitta.
búið í bili - komin með "skrifkrampa"
Ragna
þriðjudagur, nóvember 22, 2005
Hitapælingar: níska vs. sparnaður
Hér hefur verið frost undanfarna daga og við Egill erum búin að hafa kyndinguna á fullu í fleiri mánuði til að halda sómasamlegum hita á húsinu. Einhverstaðar heyrðum við sögu að fólk væri fyrst núna að byrja að kynda hjá sér og ég fékk þá sögu staðfesta frá mömmu og pabba. Þau voru í Edinborg síðustu helgi og fundu heldur betur fyrir kuldanum þar. Sérstaklega á B&B-inu þar sem þau gistu en þar var sko ekki verið að hafa fyrir því að kveikja einu sinni á kyndingunni - það væri nú ennþá bara nóvember. Eigandinn viðurkenndi þó að það væri nánast jafn kalt núna og í janúar en fannst samt engin ástæða til að kveikja á kyndingunni. Síðasta sagan í þessum kafla er gömul en þá var félagi Egils að leigja með 2 stelpum. Honum var alltaf svo kalt heima hjá sér að hann reyndi bara eins mikið að forðast að vera þar. Fór frekar á pöbbinn, í ræktina eða var bara lengur í skólanum. Loksins þoldi hann þetta ekki lengur og fór og keypti sér rafmagnsofn til að geta sofið. En neeiiii kallinn minn....... stúlkurnar tvær sem hann leigði með voru nú ekki hrifnar af þessu. Þær ætluðu sko ekki að fara að borga hærri rafmagnsreikning bara þannig að honum væri hlýtt. Minn var því að sætta sig við að láta nánast frjósa undan sér þann veturinn.
Pælingin er sem sagt - hvað er þetta með Skotana....??? Eru þeir bara svona rosalega nískir að þeir tíma ekki að kynda, eiga þeir hreinlega engan pening til að kynda eða eru þeir svona cool að þeir þurfa hreinlega ekki að kynda.
Hvað haldið þið?????
kv. Ragna ofurkyndari - sem er alltaf kalt og ekkert nísk
Hér hefur verið frost undanfarna daga og við Egill erum búin að hafa kyndinguna á fullu í fleiri mánuði til að halda sómasamlegum hita á húsinu. Einhverstaðar heyrðum við sögu að fólk væri fyrst núna að byrja að kynda hjá sér og ég fékk þá sögu staðfesta frá mömmu og pabba. Þau voru í Edinborg síðustu helgi og fundu heldur betur fyrir kuldanum þar. Sérstaklega á B&B-inu þar sem þau gistu en þar var sko ekki verið að hafa fyrir því að kveikja einu sinni á kyndingunni - það væri nú ennþá bara nóvember. Eigandinn viðurkenndi þó að það væri nánast jafn kalt núna og í janúar en fannst samt engin ástæða til að kveikja á kyndingunni. Síðasta sagan í þessum kafla er gömul en þá var félagi Egils að leigja með 2 stelpum. Honum var alltaf svo kalt heima hjá sér að hann reyndi bara eins mikið að forðast að vera þar. Fór frekar á pöbbinn, í ræktina eða var bara lengur í skólanum. Loksins þoldi hann þetta ekki lengur og fór og keypti sér rafmagnsofn til að geta sofið. En neeiiii kallinn minn....... stúlkurnar tvær sem hann leigði með voru nú ekki hrifnar af þessu. Þær ætluðu sko ekki að fara að borga hærri rafmagnsreikning bara þannig að honum væri hlýtt. Minn var því að sætta sig við að láta nánast frjósa undan sér þann veturinn.
Pælingin er sem sagt - hvað er þetta með Skotana....??? Eru þeir bara svona rosalega nískir að þeir tíma ekki að kynda, eiga þeir hreinlega engan pening til að kynda eða eru þeir svona cool að þeir þurfa hreinlega ekki að kynda.
Hvað haldið þið?????
kv. Ragna ofurkyndari - sem er alltaf kalt og ekkert nísk
sunnudagur, nóvember 20, 2005
Það var mikið að maður tjáði sig!!! - ég veit - ég veit
Já - hér hefur verið óvenju mikið um að vera síðustu vikurnar. Mamma og pabbi komu og heimsóttu okkur síðasta þriðjudag og urðu þar miklir fagnaðarfundir. Þau komu hlaðin pinklum og jólavarningi ýmiskonar. Ég var búin að baka köku og við héldum smá "mini"-afmæli fyrir Eydísi. Hún fékk þvílíku pakkana frá þeim..... rosalega flotta Barbie kápu (bleik og vatteruð) og svo gasalega flott Barbie gellustígvél. Svo kom líka pakki frá Thelmu Kristínu sem innihélt Bratz veggúr og Bratx húfu (Bratz er definetly "inn"). Það var síðan leiðinlegt að þurfa að kveðja þau á fimmtudaginn en þau voru á leiðinni til Edinborgar að hitta þar hóp af ellismellum !!! (varð bara að segja þetta - þið eruð ekkert svo gömul elsku mamma og pabbi).
Núú - á föstudaginn gisti svo Guðrún hjá okkur því að Atli og Jóhanna voru að skella sér á eitthvert skrall. Á laugardaginn fórum við (já við Egill - alveg satt) á skrall. Það leystis með því að Guðrún (au-per stelpan þeirra Rannveigar og Bergs) kom með Alex og Bensa með sér og passaði bara allan krakkaskarann. Þetta er sko alvöru pössunarpía...... lagði Einar, kom svo hinum í bólið - tók til inni hjá Eydísi - alger ofurgella. En já - aftur af mér ..... við fórum sem sagt með Rannveigu og Bergi út að borða. Byrjuðum reyndar á því að stoppa á pöbb og fá okkur pintu og eftirminnilegast af þeim stað var að Bergur sagði að það væru horklessur fyrir ofan pissuskálarnar inni á klósetti.
Allavegna - að öðru - við fórum á grískan stað og hreint út sagt þá var maturinn geðveikislega góður. Ég, Egill og Rannveig fengum okkur lambakjöt sem var æðislegt og Bergur fékk sér nautakjöt. Þjónarnir voru bara skemmtilegir og stemningin létt og löðurmannleg. Við enduðum svo kvöldið á því að þjóra bjóra á "Prince William" sem GGT félagar kannast við.
Æðislegt að komast svona út á lífið aðeins og ég var sko alveg að fíla þetta í botn. Gerum þetta definetly aftur - er það ekki Rannveig???
Jæja - nú ætla ég að fara og horfa á Notting Hill
kveðjur í bili
Ragna
Já - hér hefur verið óvenju mikið um að vera síðustu vikurnar. Mamma og pabbi komu og heimsóttu okkur síðasta þriðjudag og urðu þar miklir fagnaðarfundir. Þau komu hlaðin pinklum og jólavarningi ýmiskonar. Ég var búin að baka köku og við héldum smá "mini"-afmæli fyrir Eydísi. Hún fékk þvílíku pakkana frá þeim..... rosalega flotta Barbie kápu (bleik og vatteruð) og svo gasalega flott Barbie gellustígvél. Svo kom líka pakki frá Thelmu Kristínu sem innihélt Bratz veggúr og Bratx húfu (Bratz er definetly "inn"). Það var síðan leiðinlegt að þurfa að kveðja þau á fimmtudaginn en þau voru á leiðinni til Edinborgar að hitta þar hóp af ellismellum !!! (varð bara að segja þetta - þið eruð ekkert svo gömul elsku mamma og pabbi).
Núú - á föstudaginn gisti svo Guðrún hjá okkur því að Atli og Jóhanna voru að skella sér á eitthvert skrall. Á laugardaginn fórum við (já við Egill - alveg satt) á skrall. Það leystis með því að Guðrún (au-per stelpan þeirra Rannveigar og Bergs) kom með Alex og Bensa með sér og passaði bara allan krakkaskarann. Þetta er sko alvöru pössunarpía...... lagði Einar, kom svo hinum í bólið - tók til inni hjá Eydísi - alger ofurgella. En já - aftur af mér ..... við fórum sem sagt með Rannveigu og Bergi út að borða. Byrjuðum reyndar á því að stoppa á pöbb og fá okkur pintu og eftirminnilegast af þeim stað var að Bergur sagði að það væru horklessur fyrir ofan pissuskálarnar inni á klósetti.
Allavegna - að öðru - við fórum á grískan stað og hreint út sagt þá var maturinn geðveikislega góður. Ég, Egill og Rannveig fengum okkur lambakjöt sem var æðislegt og Bergur fékk sér nautakjöt. Þjónarnir voru bara skemmtilegir og stemningin létt og löðurmannleg. Við enduðum svo kvöldið á því að þjóra bjóra á "Prince William" sem GGT félagar kannast við.
Æðislegt að komast svona út á lífið aðeins og ég var sko alveg að fíla þetta í botn. Gerum þetta definetly aftur - er það ekki Rannveig???
Jæja - nú ætla ég að fara og horfa á Notting Hill
kveðjur í bili
Ragna
föstudagur, nóvember 11, 2005
Rúðuþrif og brennivín.
Ég ætlaði að reyna að þrífa rúðurnar með dagblaði í dag en þá varð mér að ósk minni og það er rigning og rok og skítaveður. Ég sé ekki lengur kámið á rúðunum og líður strax miklu betur. Ætla að geyma þrifin þangað til að sólin kemur aftur.
Ég var á heimsíðu Toll-yfirvalda og komst að því að þegar við flytjum heim með gáminn okkar þá gilda alls konar reglur. Við verðum að hafa átt hlutina okkar í meira en ár þannig að samkvæmt því mætti tolla jólagjafirnar okkar. Nema það þarf ekki að tolla hlutina sem Eydís og Einar fá því börn undir 17 ára aldri mega koma með nýja hluti inn í landið að verðmæti 100.000 kr. Svo gilda sömu lög um okkur að aðra sem eru að koma til landsins - við megum bara hafa með okkur sama magn af áfengi og þeir sem koma í gegnum Leifsstöð. Þetta bendir til þess að við Egill þurfum að liggja í örlaga fylleríi áður en við komum heim til að klára úr vínskápnum. Eða að stinga einni og einni flösku inn á milli þegar pakkað er niður.
Já það eru sko ýmiskonar pælingar varðandi heimförina sem þykir nú kannski svolítið snemmt því við flytjum sennilega ekki fyrr en í maí. EN fyrir heimavinnandi kellingar sem gera ekkert annað en að passa börn og þrífa þá veitir ekki af að finna sér efnivið til pælinga og skipulagningar.
jæja - over and out og góða helgi
kv. Ragna
Ég ætlaði að reyna að þrífa rúðurnar með dagblaði í dag en þá varð mér að ósk minni og það er rigning og rok og skítaveður. Ég sé ekki lengur kámið á rúðunum og líður strax miklu betur. Ætla að geyma þrifin þangað til að sólin kemur aftur.
Ég var á heimsíðu Toll-yfirvalda og komst að því að þegar við flytjum heim með gáminn okkar þá gilda alls konar reglur. Við verðum að hafa átt hlutina okkar í meira en ár þannig að samkvæmt því mætti tolla jólagjafirnar okkar. Nema það þarf ekki að tolla hlutina sem Eydís og Einar fá því börn undir 17 ára aldri mega koma með nýja hluti inn í landið að verðmæti 100.000 kr. Svo gilda sömu lög um okkur að aðra sem eru að koma til landsins - við megum bara hafa með okkur sama magn af áfengi og þeir sem koma í gegnum Leifsstöð. Þetta bendir til þess að við Egill þurfum að liggja í örlaga fylleríi áður en við komum heim til að klára úr vínskápnum. Eða að stinga einni og einni flösku inn á milli þegar pakkað er niður.
Já það eru sko ýmiskonar pælingar varðandi heimförina sem þykir nú kannski svolítið snemmt því við flytjum sennilega ekki fyrr en í maí. EN fyrir heimavinnandi kellingar sem gera ekkert annað en að passa börn og þrífa þá veitir ekki af að finna sér efnivið til pælinga og skipulagningar.
jæja - over and out og góða helgi
kv. Ragna
fimmtudagur, nóvember 10, 2005
Slef í munni og slef á rúðum.
Ég er ennþá með munnvatnið flæðandi eftir að hafa borðað kvöldmatin í gær. Einar varð að lána mér smekk. Við fengum líka þessa frábæru matarsendingar frá tengdafjölskyndunni þegar að Rósa og Haukur komu í heimsókn. Í gær var semsagt slátur í matinn og jummí hvað það var gott. Prinsessan á heimilinu er ekki enn farin að samþykkja slátrið því henni finnst svo ógeðslegt hvernig fitan safnast saman í gómnum á henni og borðaði núðlusúpu í staðin. En, hey, þá er bara meira fyrir okkur. Fyrr um daginn höfðum við Einar opnað pakka með reyktum lax frá Gillí (og sennilega Palla líka) og viti menn - Einar flippaði af æsingi og ég hafði varla undan að skera ofaní hann. Gersamlega brálaður í þetta. Þannig að í gær var dagur mikils matar.
En talandi um slef á rúðum. Ég sit hér í herberginu mínu og er í tölvunni. Úti skín sólin (12 stiga hiti) og geislar hennar smjúga í gegnum glerið hjá mér. En þeir gera ekkert annað en að smjúga því gluggarnir eru svo skítugir. Þetta er uppáhaldsstaðurinn hans Einars á morgnana - standa í rúminu okkar og horfa út um gluggan eða með öðrum orðum - slefa á gluggan. Þetta sést sérlega vel núna í sólinni og vegna þess að ég er svo löt þá nenni ég ekki að þrífa þetta í dag og vona það verði bara rigning á morgun, þá sést þetta ekki.
Jæja - meira síðar
Ragna
Ég er ennþá með munnvatnið flæðandi eftir að hafa borðað kvöldmatin í gær. Einar varð að lána mér smekk. Við fengum líka þessa frábæru matarsendingar frá tengdafjölskyndunni þegar að Rósa og Haukur komu í heimsókn. Í gær var semsagt slátur í matinn og jummí hvað það var gott. Prinsessan á heimilinu er ekki enn farin að samþykkja slátrið því henni finnst svo ógeðslegt hvernig fitan safnast saman í gómnum á henni og borðaði núðlusúpu í staðin. En, hey, þá er bara meira fyrir okkur. Fyrr um daginn höfðum við Einar opnað pakka með reyktum lax frá Gillí (og sennilega Palla líka) og viti menn - Einar flippaði af æsingi og ég hafði varla undan að skera ofaní hann. Gersamlega brálaður í þetta. Þannig að í gær var dagur mikils matar.
En talandi um slef á rúðum. Ég sit hér í herberginu mínu og er í tölvunni. Úti skín sólin (12 stiga hiti) og geislar hennar smjúga í gegnum glerið hjá mér. En þeir gera ekkert annað en að smjúga því gluggarnir eru svo skítugir. Þetta er uppáhaldsstaðurinn hans Einars á morgnana - standa í rúminu okkar og horfa út um gluggan eða með öðrum orðum - slefa á gluggan. Þetta sést sérlega vel núna í sólinni og vegna þess að ég er svo löt þá nenni ég ekki að þrífa þetta í dag og vona það verði bara rigning á morgun, þá sést þetta ekki.
Jæja - meira síðar
Ragna
þriðjudagur, nóvember 08, 2005
Gestir farnir og þá er bloggað á ný.
Já - Haukur og Rósa fóru í morgun og ég er strax farin að sakna þeirra. Þetta var bara alls ekki nógu löng ferð (fyrir minn smekk). Mikið svakalega var gaman að fá þau í heimsókn enda einstaklega létt og ligeglad fólk á ferð sem tók góða skapið með sér í töskunni eins og ávallt. Þau komu hingað síðasta fimmtudag og strax á föstudaginn var farið í byen og verslað alveg þar til að orkan var búin. Á laugardaginn fóru Egill og Haukur í golf og við Rósa slökuðum á og söfuðum kröftum fyrir kvöldið en þá var okkur boðið í "bonfire" veislu hjá nágranna okkar. Þar voru nánast allir úr götunni mættir með mat, vín og góða skapið. Skotið var upp nokkrum rakettum og reynt að kveikja í bálkesti. Maturinn var borðaður af bestu lyst og svo var bara spjallað við mann og annan. Stórskemmtileg veisla og gaman að hitta nágrannana í glasi. Einar greyið var nú ekki í miklu partýstuði því að raketturnar settu hann alveg úr sambandi. Hann vildi bara vera inni og þegar hann komst loksins í rúmið sitt þá gat hann ekki sofnað því að raketturnar sprungu í nágrenninu á miklum móð. Það endaði á því að ég varð að fara upp í rúm og leyfa honum að sofna á maganum á mér. En greyið var lengi lengi að sofna því hann hrökk alltaf við þegar að sprengja sprakk. Að lokum lognaðist hann út af um ellefu leytið og ég líka.
Á sunnudaginn fór svo Egill með þau Rósu og Hauk í bíltúr um skoskar sveitir en Einar og Eydís báðust undan slíkri bílferð þannig að við vorum bara heima að slaka á. Síðan fórum við út að borða á Cock & Bull (sem GGT félagar kannast við) og enduðum í setustofunni með kaffi, koníak og súkkulaðiköku (getiði nú hver fékk sér súkkulaðikökuna!!!)
Á mánudaginn fóru strákarnir aftur í golf og þegar þeir komu heim var brunað niður í bæ til að versla síðustu hlutina.
Mikið ofboðslega er gaman að fá fólk í heimsókn.... þetta léttir bæði líf og lund. OG heimsóknarhrinan er ekki búin því eftir viku fáum við mömmu og pabba í heimsókn. Nú er bara að gera meira hreint og baka nokkrar kökur áður en þau koma.
Svo er ekkert meira bókað á hótel "Tilly-Avenue" þannig að ef einhver vill kíkja þá eruð þið alltaf velkomin.
kv. í bili
Ragna hótelstýra
Já - Haukur og Rósa fóru í morgun og ég er strax farin að sakna þeirra. Þetta var bara alls ekki nógu löng ferð (fyrir minn smekk). Mikið svakalega var gaman að fá þau í heimsókn enda einstaklega létt og ligeglad fólk á ferð sem tók góða skapið með sér í töskunni eins og ávallt. Þau komu hingað síðasta fimmtudag og strax á föstudaginn var farið í byen og verslað alveg þar til að orkan var búin. Á laugardaginn fóru Egill og Haukur í golf og við Rósa slökuðum á og söfuðum kröftum fyrir kvöldið en þá var okkur boðið í "bonfire" veislu hjá nágranna okkar. Þar voru nánast allir úr götunni mættir með mat, vín og góða skapið. Skotið var upp nokkrum rakettum og reynt að kveikja í bálkesti. Maturinn var borðaður af bestu lyst og svo var bara spjallað við mann og annan. Stórskemmtileg veisla og gaman að hitta nágrannana í glasi. Einar greyið var nú ekki í miklu partýstuði því að raketturnar settu hann alveg úr sambandi. Hann vildi bara vera inni og þegar hann komst loksins í rúmið sitt þá gat hann ekki sofnað því að raketturnar sprungu í nágrenninu á miklum móð. Það endaði á því að ég varð að fara upp í rúm og leyfa honum að sofna á maganum á mér. En greyið var lengi lengi að sofna því hann hrökk alltaf við þegar að sprengja sprakk. Að lokum lognaðist hann út af um ellefu leytið og ég líka.
Á sunnudaginn fór svo Egill með þau Rósu og Hauk í bíltúr um skoskar sveitir en Einar og Eydís báðust undan slíkri bílferð þannig að við vorum bara heima að slaka á. Síðan fórum við út að borða á Cock & Bull (sem GGT félagar kannast við) og enduðum í setustofunni með kaffi, koníak og súkkulaðiköku (getiði nú hver fékk sér súkkulaðikökuna!!!)
Á mánudaginn fóru strákarnir aftur í golf og þegar þeir komu heim var brunað niður í bæ til að versla síðustu hlutina.
Mikið ofboðslega er gaman að fá fólk í heimsókn.... þetta léttir bæði líf og lund. OG heimsóknarhrinan er ekki búin því eftir viku fáum við mömmu og pabba í heimsókn. Nú er bara að gera meira hreint og baka nokkrar kökur áður en þau koma.
Svo er ekkert meira bókað á hótel "Tilly-Avenue" þannig að ef einhver vill kíkja þá eruð þið alltaf velkomin.
kv. í bili
Ragna hótelstýra