mánudagur, júní 27, 2005

Já sem sagt.
Við erum að koma heim til Íslands í "smá" sumarfrí. Þetta verða alls FIMM vikur af sumarfríi - talandi um veldi. Við komum heim sunnudaginn 10 júlí og förum aftur miðvikudaginn 17 ágúst. Egill er sennilega búin að fá aðstöðu niðrí háskóla því hann verður að vinna í ritgerðinni sinni eins mikið og mögulegt er. Ég verð aftur á móti ekki að gera neitt nema að drekka kaffi latte á kaffihúsum bæjarins með börnin tvö í eftirdragi - nei djók.
Annars er þetta tilkynning dagsins og tekið er við tímapöntunum og bókunum fram að heimferð - nei, annað djók!!! heheheheh..

Bið annars að heilsa í bili
kv. Ragna heimfari

föstudagur, júní 24, 2005

Hann á afmæli í dag, hann á afmæli í dag, hann á afmæli hann Einar, hann á afmæli í dag.
Já - litli kúturinn minn er sem sagt eins árs í dag. Ég ætla varla að trúa því að það sé liðið heilt ár síðan að ég hafði svona mikið fyrir því að koma honum í heiminn.
Já - annarrs veit hann nú minnst af þessu en skilur ekkert í því hvað systir hans er spennt. Hún ræður sér varla og maður gæti haldið að hún ætti afmæli en ekki hann. Reyndar veit hún að það bíða hennar pakkar líka frá hinum og þessum og má varlega áætla að það sé ástæðan fyrir spenningnum.
En nú bíða mín kökur að baka og hús að hreinsa.
heilsur í bili
kv. Ragna

mánudagur, júní 20, 2005

Hér kemur linkurinn fyrir myndirnar.... MYNDIR

Jæja góðir hálsar (já og þeir líka sem ekki hafa háls)

Nú erum við komin aftur úr "cottage"-húsinu sem við leigðum okkur og lífið aftur farið að ganga sinn vanagang. Við höfðum það óttalega gott og þetta var kærkomið frí fyrir okkur öll.
Það var mikið skoðað á þessum stutta tíma en við afrekuðum það að skoða Stirling kastala, öll smáþorpin í nágrenninu, Loch Lomond, og á bakaleiðinni stoppuðum við í St. Andrews og skoðuðum okkur aðeins um.
Helgin hér er búin að vera ROOsaleg því að það gengur yfir hitabylgja. Hitinn var í 24 stigum í skugganum og bara molluhiti úti. Eydís fékk að fara í litlu sundlaugina sína og Einar prófaði líka. Svo var bara deginum eytt í að taka til í garðinum og gera sem minnst. Það er reyndar líka heitt í dag þó að mollan sé farin (loksins farið að blása smá vindur).

Já ég gleymi næstum að segja frá því að ég er sem sagt búin að ná Mastersgráðunni og verð formlega Master þann 14. júlí næstkomandi. Já - ég fékk kærkominn tölvupóst frá leiðbeinandanum mínum síðasta föstudag þar sem hann sagði mér að ég hefði náð og að "feedback" yrði sent til mín seinna. Semsagt - Ragna Master og kann ekki neitt.
Ég allavegana get ekki "fundið" það að ég sé einhver master alveg eins og ég fann það ekki þegar ég fór úr því að vera 30 ára yfir í að verða 31 árs.

Jæja - eg er svo að hlaða inn fullt af myndum ef einhver vill skoða þá kemur linkur inn fljótlega.
kv. Ragna