mánudagur, ágúst 23, 2004

Halló
Í dag er 23. ágúst og er þá liðið nákvæmlega ár síðan að við Egill gengum að eiga hvort annað.
Það er ekkert smá sem tíminn líður hratt og okkur fannst alveg ótrúlegt hvað mikið hefur gerst á þessum tíma. Þetta ár hefur líka liðið átakalaust og vonandi er það merki um það sem koma skal í hjónabandinu.
En að öðru,,,,,, Gillí og Þórunn Ella eru komnar til okkar og það er búið að gera ýmislegt á þessum fáu dögun sem eru liðnir. Laugardagurinn var notaður til að taka bæinn og búðirnar í nefið og bauð ég fram "guided tour" til að leiðbeina þeim um helstu búðir bæjarins til að þær gætu gert sér leiðangur án mín seinna meir. Svo var farið á "car boot sale" markað á sunnudagsmorgunin og gátu allir keypt sér eitthvað fallegt. (nema Egill og Einar......þeir létu ekki freistast) Kellingarnar aftur á móti fóru hamförum og kom ér t.d. heim með gullspegil, ljóskrónu, dót fyrir Einar og loftvog (ég er ekki alveg viss hvort hún virki). Ella og Gillí keyptu sér líka fjársjóði sem verða ekki nánar tilgreindir hér því þetta eru víst gjafir og þiggjandinn gæti óvart lesið þessa bloggsíðu.
Í dag er síðan spáð rigningu og eru þær því á leiðinni í búðir aftur til að kaupa föt ofl. Við Egill ætlum hins vegar að nýta daginn til að versla bleyjur og prentara. Spennandi.!!!
Svo verður nú sennilega eldað eitthvað gott að tilefni dagsins og kanski opnuð ein flasta af freyðivíni.
Biðum að heilsa
Ragna og co

sunnudagur, ágúst 15, 2004

"when it rains it pours" er máltæki hérna í Skotlandi. Það á sko sannarlega við núna. Hérna er búið að rigna svooooo mikið að götur fara í sundur sökum aurflóða. Það verður nú ekki annað sagt en að við séum smá nervös að Egill þurfi að keyra til Glasgow á morgun því að versta veðrið hefur verið nálægt Stirling en maður þarf einmitt að fara í gegnum Stirling til að komast til Glasgow. En þetta reddast örugglega.
Nú - ekki nóg með að göturnar séu að fara í sundur heldur eru starfsmenn í flugstöðvunum að hóta því að fara í verkfall í lok ágúst (27,28,29 eða 30 ágúst). En Gílli og Ella fara heim þann 30 ágúst................nú er spurning hvort þær verða strand í Skotlandi !!! Maður veit ekki.
Annars er allt fínt að frétta héðan........ég var að koma með Einar úr skoðun en hann er orðin 6,170 kg og fékk tvær sprautur. Það er nú ekki hægt að segja annað en að drengurinn sé með heilbrigð lungu en hann öskraði þvílíkt á ljósmæðurnar að þær höfðu sjaldan séð annað eins. Svo þegar að læknirinn kom að skoða hann þá fór hann að brosa og hjala og segja frá hvað hinar kellingarnar höfðu farið ílla með hann.....bráðfyndið.
En nóg í bili, þarf að gera klárt fyrir nýju gestina mína. Ég er búin að sjá það að ef það liggur ekki fyrir mér að eiga frama í bókasafnsfræðum þá get ég alltaf farið í það að reka "bed and breakfast" hérna í Skotlandi.
Bið að heilsa í bili, Ragna

mánudagur, ágúst 09, 2004

Hija.
Nú hér er semsagt brostið á með blíðu....það er ef að frá er talin þokan sem að böggar okkur svolítið. Þessi leiðinlega strandþoka þokast reglulega inn yfir Aberdeen og blokkerar sólin sem við vitum að skín glatt aðeins innar í landinu. En endrum og eins nær hún að brjótast fram, eins og í morgun og þá er sko hlýtt.
Annars var ég að koma frá lækninum þar sem ég var margstungin og rænd því litla blóði sem eftir er í mér. Nei, nei.....þeir vildu bara taka smá sýni til að athuga hvort ég væri búin að jafna mig á blóðmissinum. En að öðru leyti var ég bara fínt og læknirinn hæstánægður með mig.
Einar litli stækkar jafnt og þétt og er algjör dúlla. Hann svaf fyrstu heilu nóttina síðustu nótt eða frá 11,30 til 07,30 og ég get ekki lýst því hvað mér fannst ég vera útsofin þegar ég vaknaði. Ég meira að segja þurfti aðeins að jafna mig áður en ég gat gefið honum að drekka...!!
Ég fór með Eydísi um daginn að kaupa skólaföt og skólaskó. Hún hefur stækkað svo mikið barnið að við trúum þessu varla. Eydís getur ekki beðið með að byrja aftur í skólanum.........telur dagana. Hún er annars orðin alveg rosalega góð að hjóla, sippa og húla. Hún er ennþá að æfa sig í að flauta en það varð aðeins erfiðara eftir að tennurnar hurfu. Að öðru leyti er hún búin að uppfylla takmörk sumarsins.
Annars er planið að heimsækja Safarípark um helgin, voðalega spennandi. Þá keyrir maður inn í garðinn og svo getur maður alveg eins átt von á því að ljón hoppi upp á bílinn manns. Það verður vonandi rosalega gaman.
jæja - nú er ég uppurin af einhverju að segja
Bæ í bili - Ragna

fimmtudagur, ágúst 05, 2004

Halló aftur
Því miður gengur ílla að skrifa reglulega á þetta blessaða blogg en það fer vonandi að lagast þegar að Einar litli fer að komast í meiri reglu á daginn.
Það hefur ýmislegt á okkar daga drifið að unanförnu. Á sunnudaginn lögðum við af stað til Edinborgar í svartri þoku til að fara í dýragarðinn. Eftir því sem við nálguðumst Edinborg fór að létta til og þegar við komum í dýragarðinn var komin glampandi sól og glæsilegt veður. Við gengum um og skoðuðum dýrin í rétta þrjá klukkutíma og keyrðum svo aftur heim. Á leiðinni þykknaði þokan og var leðinda veðir í Aerdeen þegar heim var komið. Á mánudeginum fór ég svo með Eydísi og Rakel í sirkus. Hér var nefnilega staddur svaka stór rússneskur sirkus og þar sem að ég er svo mikið barn í mér langaði mig endilega að sjá herlegheitin. Mér hefur alltaf þótt gaman af því að fara í sirkus og þetta var engin undantekning. Eydís mín sat stjörf í sætinu sínu og klappaði gífurlega fyrir hverju atriði. Rosalega skemmtileg.
Nú síðan þá hafa verið rólegir dagar en um næstu helgi er hér rosalega stór markaður og við reynum sennilega að kíkja á hann. Veðrið fer skánandi hérna (búið að lafa þurrt en skýjað og kalt) og spáð góðu veðri framundan, sem betur fer. Ég var sko alveg búin að fá nog af þessu leiðindaveðri sem er búið að lafa á okkur síðan um miðjan júní.

Jæja - ætla að fara að útbúa hádegismat fyrir minn heittelskaða eiginmann.
Kv. Ragna