miðvikudagur, október 24, 2007

Jæja - nú hefur formleg ákvörðun verið tekin. Í ljósi aðstæðna undanfarinna mánuða hef ég ákveðið að hætta að blogga !!
Ef ég flyt einhverntíman aftur til útlanda skal ég lofa því að halda áfram þessu góða starfi. Ég hef verið að blogga síðan 08. mars 2003 og finnst vera nóg komið í bili.

Ég kveð því bloggheima með trega, í bili.
Kv. Ragna

miðvikudagur, október 03, 2007

Tilefni til að blogga
Það gerist nú fátt markvert í okkar lífi þessa dagana.
EN..... það gerðist merkilegur atburður um síðustu helgi.
Það mætti bara heil herdeild af fólki í málningarfötunum og hófst handa við að mála húsið. Ég veit ekki enn hvernig ég á að geta þakkað öllu því góða fólki sem gaf sér tíma til að koma og hjálpa okkur. Þetta er ómetanlegt og afrekuðu þau ótrúlega hluti. Það er sem sagt búið að mála allt tréverk á húsinu tvisvar, og fara eina umferð á veggina á húsinu (all nema það sem múrarinn á eftir að laga). En þvílíkur munur, vááá. Við erum enn að jafna okkur á þessu, ég og Egill og vonumst að sjálfsögðu að geta endurgoldið þennan greiða til allra þeirra sem hjálpuðu okkur.
Nú spáir svo fínu veðri um helgina að Egill er að vonast til að geta málað svolítið, og tekið svo þessa ljótu stillansa niður. Mér finnst eiginlega nauðsynlegt að taka þá niður áður en að partýið verður á laugardaginn eftir rúma viku. Finnst ykkur það ekki???

jæja - kveðjur í bili
Ragna