Allt gott og ekkert gott.
Já - eins og venjulega læt ég allt of langan tíma líða á milli þess sem ég skrifa á þetta blessaða blogg. Á meðan gerast svo margir hlutir að ég ræð ekkert við að koma því frá mér. Þá gríp ég til þess gamalkunna ráðs að stikla á stóru um atburði síðastliðna vikna.
Brúðkaup Láru: Við fórum í brúðkaup Láru og Halla þar síðustu helgi. Mikið rosalega skemmti ég mér vel. Lára var ein sú glæsilegasta brúður sem ég hef séð og Halli var líka fínn :-) Undirbúningurinn fyrir þetta brúðkaup var rosalegur en ég lærði líka helling af nýjum hlutum. Þar á meðal lærði ég á Windows Movie Maker sem er rosalega skemmtilegt forrit.
Brúðkaup Ingunnar: Síðustu helgi var svo brúðkaup Ingunnar og Viktors. Þar var ég bara venjulegur gestu og þótti mér það bara fínt. Ég skemmti mér líka rosalega vel hjá þeim og naut þess að geta horft og hlegið á öll þessi flottu atriði sem þar voru. Ingunn var æðislega flott í sérsaumaða kjólnum sínum og dansinn þeirra í lokinn fékk mig (gamla jaxlinn) til að fá tár í augun. Kolla og Bjössi gistu hjá okkur í tvær nætur í tilefni að brúðkaupinu og var rooosalega gaman að fá þau í heimsókn, svoooo langt síðan að maður hefur hitt þau.
Húsið: Egill réðst á húsið í vikunni og ég er ekki frá því að það líti bara betur út þótt það sé flekkótt með afbrigðum og stillansar hangandi utan á því. En núna er það algerlega tilbúið fyrir múrarann og smiðinn og ef þeir álpast inn á síðuna mína þá er hérmeð óskað eftir vinnu þeirra !!
Fjölskyldan: Það stækkaði í fjölskyldunni okkar í fyrradag þegar að nýr fjölskyldumeðlimur kom í bæinn. Litli kettlingurinn heitir Loppa og er ferlega skemmtilegt dýr. Hún hoppar og skoppar út um allt milli þess sem hún mjálmar ef maður hverfur úr augsýn. Krakkarnir eru að sjálfsögðu rosalega spennt fyrir henni og reyna allt til að fá hana til stoppa í smá stund og gefa henni knús (sem kisa er ekkert sérstaklega hrifin af).
Upplestri er lokið í bili - geri mitt besta að blogga aftur fyrir mánaðarmót !!
kv. Ragna
Litla fólkið í Háagerðinu
fimmtudagur, september 13, 2007
Egill, Ragna, Eydís og Einar Háagerði 51 108 Reykjavík Iceland
Vinir og vandamenn
Previous Posts
- Jæja - nú hefur formleg ákvörðun verið tekin. Í l...
- Tilefni til að bloggaÞað gerist nú fátt markvert í...
- Allt gott og ekkert gott.Já - eins og venjulega læ...
- Blátá (sko næstum því bluetooth)Ég er orðin hressa...
- 5 barna umsjónamaður (og ekki gleyma hundræflinum)...
- ........enn um stjörnuspár.......Ég ætla að heiðra...
- Ég lifi eftir stjörnuspánni.VATNSBERI 20. janúar -...
- Verð að blogga - stjörnuspáin sagði mér að gera þa...
- Aðgerð!Nú er hafin aðgerð á húsinu sem stendur á l...
- OMG - ég er glataður bloggariHúff - það er miklu e...
Archives
- 03/01/2003 - 04/01/2003
- 04/01/2003 - 05/01/2003
- 05/01/2003 - 06/01/2003
- 06/01/2003 - 07/01/2003
- 09/01/2003 - 10/01/2003
- 10/01/2003 - 11/01/2003
- 11/01/2003 - 12/01/2003
- 12/01/2003 - 01/01/2004
- 01/01/2004 - 02/01/2004
- 02/01/2004 - 03/01/2004
- 03/01/2004 - 04/01/2004
- 04/01/2004 - 05/01/2004
- 05/01/2004 - 06/01/2004
- 06/01/2004 - 07/01/2004
- 07/01/2004 - 08/01/2004
- 08/01/2004 - 09/01/2004
- 09/01/2004 - 10/01/2004
- 11/01/2004 - 12/01/2004
- 12/01/2004 - 01/01/2005
- 01/01/2005 - 02/01/2005
- 02/01/2005 - 03/01/2005
- 03/01/2005 - 04/01/2005
- 04/01/2005 - 05/01/2005
- 05/01/2005 - 06/01/2005
- 06/01/2005 - 07/01/2005
- 07/01/2005 - 08/01/2005
- 08/01/2005 - 09/01/2005
- 09/01/2005 - 10/01/2005
- 10/01/2005 - 11/01/2005
- 11/01/2005 - 12/01/2005
- 12/01/2005 - 01/01/2006
- 01/01/2006 - 02/01/2006
- 02/01/2006 - 03/01/2006
- 03/01/2006 - 04/01/2006
- 04/01/2006 - 05/01/2006
- 05/01/2006 - 06/01/2006
- 06/01/2006 - 07/01/2006
- 07/01/2006 - 08/01/2006
- 08/01/2006 - 09/01/2006
- 04/01/2007 - 05/01/2007
- 05/01/2007 - 06/01/2007
- 06/01/2007 - 07/01/2007
- 08/01/2007 - 09/01/2007
- 09/01/2007 - 10/01/2007
- 10/01/2007 - 11/01/2007
- Current Posts