þriðjudagur, ágúst 14, 2007

Blátá (sko næstum því bluetooth)


Ég er orðin hressari af kvefinu en er komin í staðin með bláa tá. Jújú - The Kvaran Syndrome strikes again - og Rögnu tókst að dúndra stórutánni í götuna með þeim afleiðingum að ég kemst ekki í skó, komst ekki í golf í gærkvöldi og er öll blá og bólgin. Egill sagði þetta vera "the Kvaran Syndrome" og með tilvísan í það hvað ég og kvennleggurinn í minni fjölskyldu erum duglega að slasa okkur. Mér finnst þetta ekkert fyndið.
En eftir langa og stranga ferð á slysó fékkst loksins úrskuður. Stóra táin vinstra megin er brotin!! Ég tók þessum fréttum með stóískri ró eins og mér er einni lagið og afþakkaði pent að fá gips. Ég hélt ró minni þar til að mér var náðarsamlegast bent á það í morgun af samstarfskonum mínum að sennilega yrði ég að vera í strigaskóm í brúðkaupunum hjá Láru og Ingunni. Þá fyrst varð ég miður mín.
Ég sit ég og bryð parkódin (búin að taka eina töflu í dag) og held fætinum uppi á ruslatunnu sem ég er búin að snúa á hvolf.... þannig er vinnudagurinn búin að vera hjá mér.
En eftir fjórar vikur á ég að vera búin að jafna mig á þessu og fer þá um hverfið á tveimur jafnfljótum (nú er það bara ein fljótur og hinn er afskaplega hægur)

En ég er búin að vera ógeðslega dugleg að blogga undanfarnar vikur og það barasta commentar engin (nema Gillí sem er fastagestur).

jæja - ég er farin í fýlu með mína bluetoe og ætla ekkert að blogga meira fyrr en á morgun í fyrsta lagi!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

mánudagur, ágúst 13, 2007

5 barna umsjónamaður (og ekki gleyma hundræflinum)


Já - það er sko nóg að gera í Háagerðinu um þessar mundir. Ég er að passa tvö yngstu börn Berthu systur og eina vinkonu að auki. Svo er ég búin að vera með Snældu, hundinn hennar mömmu í nokkra daga. Helgin hjá mér hefur eiginlega liðið í hálfgerðu móki, rétt á milli þess sem ég starfaði sem leigubíll fyrir unglingana. Fyrst í Kringluna, svo á Laugaveginn, svo þaðan og heim (smá pása) svo í Kringluna aftur til að fara í bíó. Ég náði líka þar að auki að næla mér í kvef sem gaf smá krydd í tilveruna. Þetta eru nú reyndar vænstu grey og afskaplega hlýðin og góð. Þetta bara tekur á fyrir fólk eins og mig og Egil að þurfa allt í einu að hafa áhyggjur af fleiri krökkum. Hundurinn lét líka eins og hálfviti og vældi meira og minna allan tímann. Sérstaklega ef ég leyfði mér að fara út úr húsi (sem var alloft) þá grenjaði hún bókstaflega. húff - sem betur fer er hún farin aftur í heimahús.

Nú - við ákváðum þar að auki að slá til grendargrills á laugardaginn þar sem veðrið bauð ekki upp á neitt annað. Í grendargrillið mættu Gúsi og Lísa, Þorgeir og Sif og Palli og Gillí. Þetta heitir grendargrill því við búum öll í grendinni við hvort annað. Svo fara allir bara labbandi til síns heima þegar að partýið er búið. Gasalega sniðugt. Krakkarnir fríkuðu út í garðinum og fengu svo að grilla sykurpúða í gömlu hjólbörunum hans Atla. Þar kveiktum við í svona arinnkubb og varð úr hinn ágætasti varðeldur. Stórfínt alveg.


Egill var rosalega duglegur á sunnudaginn og byrjaði að skrapa tréverkið. Hann kláraði nánast sunnanhliðina og er það bara ágætis dagsverk miðað við að kellingin lá bara slefandi upp í sófa og hnerraði og hóstaði til skiptis. :-(

Jæja - orðið allt of lang
Ragna

föstudagur, ágúst 10, 2007

........enn um stjörnuspár.......
Ég ætla að heiðra þessar þrjár vinkonur mínar sem voru svo duglegar að commenta hjá mér með stjörnuspágreiningu a la Ragna.

Sko Gillí mín, ég sæki þessar stjörnuspár á netinu. www.mbl.is nánar tiltekið.
Stjörnuspáin í dag fyrir Gillí er á þessa leið:
STEINGEIT
22. desember - 19. janúar
Það er betra að láta augnablikið gleypa sig en að missa af því.
Láttu hvatvísina ráða för.
Þannig verður allt miklu skemmtilegra.
Sko, sjáið bara til. Þetta gæti ekki verið skemmtilegri spá. Vertu hvatvís, ekki spurning og á eftir að reynast þér auðvelt. Ég meina það, stjörnuspárnar peppa mann upp !!!
Stjörnuspáin fyrir Láru er á þessa leið:
KRABBI
21. júní - 22. júlí
Ástríða hrærir hjarta þitt. Hvað viltu gera í því?
Það veist þú einn. Það gilda engar reglur þegar kemur að blessaðri ástinni.
Ég meina það!! Gæti þetta passað betur?? Lára að fara að gifta sig og er á fullu í undirbúningi. Ég vitna bara í fréttatilkynningu á www.golf.is "Tuddamótunu hefur verið frestað til 8.sept. vegna óviðráðanlegs ástríðuhita í röðum Tuddanna" en þarna er náttúrulega verið að tala um Láru og Halla. Stjörnuspáin klikkar ekki.
Stjörnuspáin fyrir Kollu er á þessa leið:
FISKAR
19. febrúar - 20. mars
Þú ert kurteis.
En fyrirkomulag sem reynt er að þröngva upp á þig virkar ekki.
Skelltu á eða gakktu í burtu. Að verja sjálfan sig er ekki ókurteisi.

Ekki veit ég hvað er í gangi hjá þér Kolla mín. EN - eitt veit ég, þú lætur engan vaða yfir þig á skítugum skónum. Það er eitt sem er alveg víst. Ég held að þetta hafi eitthvað að gera með hvað þú vinnur allt of mikið. Segðu Nei!
Þá læt ég þessum greiningum lokið og minni á að ekki verður framar minnst á stjörnuspár á blogginu mínu - það er komið nóg!!
Kv. Ragna - greiningargúrú

fimmtudagur, ágúst 09, 2007

Ég lifi eftir stjörnuspánni.



VATNSBERI

20. janúar - 18. Febrúar
Þegar lífið fer út af sporinu, skaltu ekki álíta að þú eigir það skilið og taka því þegjandi.
Finndu út hvað er virkilega að. Hefurðu heyrt um karma?

Hvernig væri það, að ákveða að lifa algerlega eftir stjörnuspánni sem birtist á hverjum degi á morgganum. Ég myndi t.d. lesa mína spá og hugsa með mér. Hmm..... hvað hefur gerst hjá mér nýlega. Hvað hef ég farið út af sporinu? Best að finna það út og laga ástandið. Já, karma, nei veit ekki hvað það er.


HRÚTUR

21. mars - 19. apríl
Pláneturnar hvetja þig til að víkka út ímyndunaraflið, athyglisgáfuna og minnið.
Þú þarft þess ekki til að rétt lifa af, en til að blómstra er það nauðsyn.

Ef við skoðum t.d. stjörnuspánna hans Egils. Hann þyrfti náttúrulega að byra á því að sannfæra sig um að pláneturnar geti tjáð sig við hann! Hann þyrfti líka að leyfa sér að "blómstra" eins og viðkvæmu blómi með að víkka út hina ýmsu hluti, ætli buxnastrengurinn sé nóg?


Stjörnuspár hafa undanfarin ár veitt mér mikla afþreyingu. Ég fer oft og les stjörnuspánna mína, sérstaklega þegar ég þarf að komast í gott skap. Stjörnuspáin getur yfirleitt náð að hressa mig við þegar ég er niðurdregin og döpur vegna þess að hún segir yfirleitt aldrei neitt neikvætt. Hún er með allskonar ráð fyrir mig og er yfirhöfuð bara skemmtileg lesning. Nú segi ég þetta með ákveðinni kaldhæðni þar sem ég trúi ekki á stjörnuspár, en það má sko sannarlega hlægja að þeim.

Nú - að eðlilegri málefnum. Ég sit hérna í vinnunni og var að klára hádegismatinn. Ég ákvað að blogga smá og sjá hvort ég geti sprautað smá lífi í síðuna mína. Ég held hreinlega að ég hafi ekki vinnugenin. Stundum leiðist mér svo hræðilega tilhugsunin um að þurfa að fara í vinnuna á morgnana að það liggur við að það sé ekki eðlilegt. Þegar ég er komin í vinnuna líður mér hinsvegar ágætlega, en hugsa reyndar mikið um það hvað ég ætla að gera þegar ég er loksins búin í vinnunni. Kannski situr ennþá einhver sumarfrísfílingur í mér, en ég sé endalausa hluti sem ég gæti verið að gera frekar en að vinna.
jæja - get ekki spjallað meira í bili, er að fara á fund og töfra strákana upp úr skónum með hæfileikum mínum og persónutöfrum.
kv. Ragna

þriðjudagur, ágúst 07, 2007

Verð að blogga - stjörnuspáin sagði mér að gera það !

VATNSBERI 20. janúar - 18. Febrúar
Þar sem þú ert að taka skjótum framförum skaltu skrá það einhvers staðar.
Bloggaðu um það eða montaðu þig.
Láttu fólk vita að þú sért á leiðinni.

Það er greinilega eitthvað mikið í gangi hjá mér og ég er á leiðinni. Þá er ég búin að láta fólk vita af því. Hjúkk, eins gott að ég brást hratt við.

Annars sit ég hérna í vinnunni og er frekar þreytt. Verslunarmannahelgin var viðburðarrík og við komum seint í bæinn. Við gengum frá (næstum) öllu og fórum því ekki að sofa fyrr en að verða eitt í nótt.

Framundan eru annasamir dagar sem felast helst í því að passa hund og börn. Mamma og pabbi eru að fara til Köben í tæpa viku og Snælda verður hjá okkur á meðan (kemur í kvöld). Svo eru systkinabörn mín að koma til okkar á fimmtudaginn og verða fram á miðvikudag. Þannig að það verður fullt hús í Háagerðinu næstu daga.
Framundan er einnig skröpun. Þá á ég við að tréverkið á húsinu verður tekið í nefið og skrapað í klessu. Síðan er planað að mála helgina 18-19 ágúst. Eins gott að veðrið verði gott!!

Þetta voru helstu fréttir í stikkorðastíl, meira síðar
Ragna