Aðgerð!
Nú er hafin aðgerð á húsinu sem stendur á lóð nr. 51 við Háagerði.
Ég kalla þetta aðgerð því að viðgerð er of einfalt orð. Á laugardagskvöldið byrjuðum við Egill að reisa stillansa fyrir framan húsið. Það gékk svona so..soo.... aðallega vegna þess að ég er ekkert rosalega góður handlangari og enn verri smiður. Egill getur aftur á móti allt og reisti þennan líka fína stillansa. Á sunnudeginum héldum við áfram í smíðum þar til að Palli kom "to the rescue" og fór að hjálpa Agli. Svo hófst skrapið. Þeir mættu með vírbursta og sporjárn þar sem ekki var hægt að leigja háþrýstidælu frá Býkó af því að kraninn á húsinu okkar er víst ekki skv. nýjustu stöðlum (o.þ.a.l. ekki nógu mikið vatn). Þeir gáfu því skít í Býkó og réðust á húsið með burstunum. Gillí mætti svo á staðinn og hófst handa við að naglhreinsa stórann bunka af pallaefni sem okkur áskotnaðist fyrir nokkru. Gillí heldur því fram að naglhreinsun sé skemmtileg og því ákvað ég að hjálpa henni aðeins, eða fram að því að ég þyrfti að fara í afmæli hjá Helenu pæju. Naglhreinsunin gékk vel framan af en ekki get ég sagt að þetta sé neitt sérstaklega skemmtileg vinna. En það er þó betra að vinna á jörðinni frekar en uppi á þaki þannig að ég þakkaði bara fyrir hlutskipti mitt. Ég og Einar drifum okkur síðan í afmælið þar sem við kýldum vömbina af kökum og kruðeríi frá Láru og Halla. Helena stóð sig vel við kertablástur og slökkti á öllum þremur kertunum með einum andardrætti.
Þegar við vorum búin að borða nægju okkar keyrðum við aftur heim á leið en þá voru mætt á pallinn hjá okkur Kári og Þóra með stelpurnar. Því var ákveðið að skella í eitt heljarinnar pulsupartý á pallinum. Gerða og Elli mættu líka með Eydísi og Iðunni. Þetta var góðu endir á fínum degi.
Hvað aðgerðirnar varðar á húsinu þá náðu Palli og Egill nánast að skrapa helminginn af þakinu. Næsta mál á dagskrá er að klára hinn hlutann af þakinu fyrir næstu helgi. Því næst verður farið í að grunna og gera við skemmdir. Mála þakið er næst á listanum langa sem inniheldur meðal annars, skipta út gluggum á efri hæð og mála, laga stóru múrskemmdirnar utan á húsinu, byggja stærri pall, klára að naglhreinsa, mála alla glugga á húsinu, mála húsið sjálft, mála allan pallinn. HEY - þetta er ekkert svo langur listi.... eða þannig.
Jæja - kveðjur í bili.
Ragna
Litla fólkið í Háagerðinu
mánudagur, júní 18, 2007
Egill, Ragna, Eydís og Einar Háagerði 51 108 Reykjavík Iceland
Vinir og vandamenn
Previous Posts
- Jæja - nú hefur formleg ákvörðun verið tekin. Í l...
- Tilefni til að bloggaÞað gerist nú fátt markvert í...
- Allt gott og ekkert gott.Já - eins og venjulega læ...
- Blátá (sko næstum því bluetooth)Ég er orðin hressa...
- 5 barna umsjónamaður (og ekki gleyma hundræflinum)...
- ........enn um stjörnuspár.......Ég ætla að heiðra...
- Ég lifi eftir stjörnuspánni.VATNSBERI 20. janúar -...
- Verð að blogga - stjörnuspáin sagði mér að gera þa...
- Aðgerð!Nú er hafin aðgerð á húsinu sem stendur á l...
- OMG - ég er glataður bloggariHúff - það er miklu e...
Archives
- 03/01/2003 - 04/01/2003
- 04/01/2003 - 05/01/2003
- 05/01/2003 - 06/01/2003
- 06/01/2003 - 07/01/2003
- 09/01/2003 - 10/01/2003
- 10/01/2003 - 11/01/2003
- 11/01/2003 - 12/01/2003
- 12/01/2003 - 01/01/2004
- 01/01/2004 - 02/01/2004
- 02/01/2004 - 03/01/2004
- 03/01/2004 - 04/01/2004
- 04/01/2004 - 05/01/2004
- 05/01/2004 - 06/01/2004
- 06/01/2004 - 07/01/2004
- 07/01/2004 - 08/01/2004
- 08/01/2004 - 09/01/2004
- 09/01/2004 - 10/01/2004
- 11/01/2004 - 12/01/2004
- 12/01/2004 - 01/01/2005
- 01/01/2005 - 02/01/2005
- 02/01/2005 - 03/01/2005
- 03/01/2005 - 04/01/2005
- 04/01/2005 - 05/01/2005
- 05/01/2005 - 06/01/2005
- 06/01/2005 - 07/01/2005
- 07/01/2005 - 08/01/2005
- 08/01/2005 - 09/01/2005
- 09/01/2005 - 10/01/2005
- 10/01/2005 - 11/01/2005
- 11/01/2005 - 12/01/2005
- 12/01/2005 - 01/01/2006
- 01/01/2006 - 02/01/2006
- 02/01/2006 - 03/01/2006
- 03/01/2006 - 04/01/2006
- 04/01/2006 - 05/01/2006
- 05/01/2006 - 06/01/2006
- 06/01/2006 - 07/01/2006
- 07/01/2006 - 08/01/2006
- 08/01/2006 - 09/01/2006
- 04/01/2007 - 05/01/2007
- 05/01/2007 - 06/01/2007
- 06/01/2007 - 07/01/2007
- 08/01/2007 - 09/01/2007
- 09/01/2007 - 10/01/2007
- 10/01/2007 - 11/01/2007
- Current Posts