Barnapía á heimilinu
Ég er alveg að fíla það að vera með barnapíu í húsinu. Þetta er eitthvað svoooo þægilegt að koma heim og það er búið að taka úr uppþvottavélinn og raða því inn í skápa. Þó það væri ekki meira sem að barnapían gerði af heimilisstörfum myndi ég samt vera ánægð. Frelsið sem þessu fylgir er líka alveg frábært. Við höfum reynar ekki verið dugleg að nýta okkur það en samt fórum við í golf um daginn og förum aftur í dag.
Ég er sko alveg til í að fórna geymsluherberginu fyrir eina svona sniðuga stelpu. Ekki spurning.
Ég veit samt ekki hvað þetta segir um mig. Er ég bara svona svakalega löt og nenni ekki einu sinni að setja í uppþvottavélina? Nei - í raun ekki en mikið væri gott að hafa allt klárt þegar maður kemur heim. Þessir örfáu klukkutímar sem maður hefur til að eyða með börnunum sínum í miðri viku eru bara dýrmætir og ættu ekki að fara í að ganga frá og setja í þvottavélar (bara mitt álit).
Annars var litli kúturinn okkar í eyrnaaðgerð í gær þar sem var stungið á hljóðhimnurnar og alls konar ógeð sogið úr. Í leiðinni voru nefkirtlarnir teknir því þeir fylltu algerlega út í nefholið. Hann var ekki lengi að jafna sig - heimtaði frostpinna þegar að heim var komið. Stútaði þremur þannig og heilli skál af ís. Svo var bara eins og hann hefði fengið adrenalínsprautu í rassinn því minn kall hresstist frekar mikið og hljóp um allt dansandi og urrandi til skiptis. Bráðfyndið.
jæja - nú fer þetta blessaða blogg að komast aftur í gang - ég lofa
kv. Ragna
Litla fólkið í Háagerðinu
fimmtudagur, ágúst 17, 2006
fimmtudagur, ágúst 03, 2006
Glatað blogg.
Bloggið mitt er farið í sumarfrí og það gerðist fyrir löngu!!!!
Ég meina það..... ég hef frá engu að segja eftir að ég kom heim og botninn hefur einhvernveginn dottið úr tilgangnum að halda úti svona bloggsíðu. Allt sem gerist hjá mér þessa dagana frétta allir hvort eð er með methraða þannig að bloggsíðan situr bara ein og yfirgefin og hefur engar skemmtilegar fréttir.
Það litla sem gerist í mínu lífi þessa dagana er að vinna, vinna vinna og taka upp úr kössum. Eiginlega erum við stopp í því að taka upp úr kössum því við höfum ekki meira hillu/skápa pláss til að setja hlutina okkar. Þannig að ég sé fram á það að vera með allt í hálf tómum / hálf fullum (fer eftir því í hvernig skapi ég er) fram að jólum. Þetta er alveg hræðilegt ástand. Húff..... ég held að rigningin undanfarna daga og rigningarspáin framundan hafi eyðilagt í mér góða skapið. Mér finnst bara sumarið búið og það geti alveg eins farið að snjóa.
Jæja - ég segi þessu lokið í bili ég skrifa næst í vetur.
kv .Ragna
Bloggið mitt er farið í sumarfrí og það gerðist fyrir löngu!!!!
Ég meina það..... ég hef frá engu að segja eftir að ég kom heim og botninn hefur einhvernveginn dottið úr tilgangnum að halda úti svona bloggsíðu. Allt sem gerist hjá mér þessa dagana frétta allir hvort eð er með methraða þannig að bloggsíðan situr bara ein og yfirgefin og hefur engar skemmtilegar fréttir.
Það litla sem gerist í mínu lífi þessa dagana er að vinna, vinna vinna og taka upp úr kössum. Eiginlega erum við stopp í því að taka upp úr kössum því við höfum ekki meira hillu/skápa pláss til að setja hlutina okkar. Þannig að ég sé fram á það að vera með allt í hálf tómum / hálf fullum (fer eftir því í hvernig skapi ég er) fram að jólum. Þetta er alveg hræðilegt ástand. Húff..... ég held að rigningin undanfarna daga og rigningarspáin framundan hafi eyðilagt í mér góða skapið. Mér finnst bara sumarið búið og það geti alveg eins farið að snjóa.
Jæja - ég segi þessu lokið í bili ég skrifa næst í vetur.
kv .Ragna