Litla fólkið í Háagerðinu
fimmtudagur, júlí 13, 2006
Jæja - nú er komið að því !!! - Flutningar á næsta leyti.
Við fáum húsið okkar afhent næsta laugardag. Ég er alveg að drepast úr spenningi því ég er búin að fá alveg nóg af íbúðinni sem við erum í núna. Mér líður alls ekki vel þar og get ekki beðið eftir að komast í mitt eigið. Mitt helsta vandamál þessa dagana er að velja málningarliti..... ég er ekkert inn í þessum málum. Planið er sem sagt svona:
Laugardagur: Fá afhent um hádegi. Þrífa (allir vita að maður þarf allaf að þrífa smá sjálfur). Sparsla í stofunni, borðstofunni og eldhúsinu. Gera klárt undir málningu.
Sunnudagur: Byrja að mála stofu, borðstofu, eldhús og herbergið okkar Egils. Allar lausar hendur eru vel þegnar í málningarvinnu !! (smá hint!!).
Mánudagur: Undirbúa flutning. Flytja svo kl. 18,00.
Þriðjudagur: Þrífa leiguíbúðina og skila henni. Koma sér fyrir á nýjum stað !!!!!!!
Mér finnst þetta nú bara ágætis plan......ég verð bara að segja !!
jæja - sjáumst öll um helgina - hehehe
kv. Ragna