laugardagur, júlí 09, 2005

Heim á morgun.
Við komum heim á morgun, jeiii. En ekki er það nú bjart hjá okkur því að Egill er aftur orðin veikur og getur sig varla hreyft. Hann treystir sér varla til að sækja bílaleigubílinn og ekki veit ég hvort hann getur keyrt honum alla leiðina til Glasgow á morgun heldur. Ég er búin að týna ökuskirteininu mínu og get því ekki tekið bílinn á leigu eða verið skráð sem ökumaður.
Greyið Egill.
Annars er ég bara að leggja lokahönd á niðurpakkninguna og er að ganga frá handfarangrinum.
Ég er orðin frekar spennt fyrir því að koma heima þó að ég sé ekki ánægð með að skilja við veðrið sem er hérna úti. Það er ÆÐISLEGT, sól, heitt og smá gola. Þannig er spáð út alla næstu viku á meðan að það er bara spáð rigningu heima á Íslandi.
Jæja - þetta var definetly síðasta bloggið í bili
kv. Ragna

mánudagur, júlí 04, 2005

Hæ aftur
Hvað hefur nú gerst hjá okkur undanfarna daga?? Eitthvað merkilegt - neeiii eiginlega ekki.
Reyndar eru allir í því að fá smá hita þessa dagana. Eydís byrjaði í síðustu viku og var með hita í tvo daga, Einar fékk svipað skot um helgina og núna er Egill lagstur. Það er alltaf pínu fyndið þegar að Egill verður veikur. Hann liggur í sófanum og með reglulegu millibili heyrist hann bölva hressilega og er þar af leiðandi að tjá sig um það hvað hann er pirraður að vera svona veikur. Annars er bara að vona að þetta sé það sama og börnin fengu því þá ætti hann að verða orðin hress á morgun. Svo er bara að krossa fingurnar að ég smitist ekki líka.
Svo vorum við Jóhanna einmitt að tala um það hvað grípur mann mikil þörf að versla áður en maður fer heim. Manni vantar allt í einu nýja skó, boli og buxur og krakkarnir eiga ekkert til að fara í og allt er ómögulegt. Þetta er eitthvað sálfræðilegt ástand sem grípur mann og eina lausnin er að skreppa í búðirnar !!! annars er mig farið að hlakka svoooo mikið að koma heim að ég hugsa varla um annað. Á morgun verður tekið átak í því að pakka niður í ferðatöskurnar svo að það sé allt klárt.
Jæja - nenni ekki að skrifa meira - sennilega er þetta síðasta bloggið fyrir sumarfrí (gæti kannski komið eitt í viðbót)
sí jú súún
kv. Ragna HeimSkotaFari

föstudagur, júlí 01, 2005

Ég er svooo heppin !!
Ég var líka að fá þessa fínu útskrifargjöf - rosalega flott golfsett og kerra frá Agli og krökkunum. Nú er bara að byrja aftur og taka sveifluna í gegn. Við ætlum að skreppa í golf í næstu viku og Jóhanna ætlar að passa Einar fyrir mig og Eydís er í sportskólanum sínum.
Nú vantar bara skóna og þá er ég tilbúin í allt- það er verst að maður þarf víst að geta eitthvað líka.......græjurnar gera þetta víst ekki fyrir mann.
En - hérna er búið að vera bæði æðislegt og leiðinlegt veður undanfarna viku. Í dag er reyndar sól og spáð svoleiðis áfram með 20 stiga hita og látum. Ég er á fullu að pakka sólinni í nýju stóru ferðatöskuna mína og reyni mitt besta að koma með hana heim til Íslands. Annars er mér farið að hlakka ferlega mikið til og er búin að opna töskurnar og byrjuð að skrifa lista fyrir hvað þarf að fara með.
Jæja - ætla að fara út og njóta góða veðursins.
Bið að heilsa
Ragna